Morgunblaðið - 17.04.2003, Síða 46

Morgunblaðið - 17.04.2003, Síða 46
46 FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ                                                     ! "            "            BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. SEM frekar árrisull morgunhani hefi ég undirritaður haft af því ánægju um margra ára skeið að hafa kveikt á útvarpi Rásar 1 með morgunteinu og hlusta á þægilega tónlist af ýmsu tagi. Strax um kl. hálfsjö er venju- lega ágæt sígild tónlist , strengja- kvartettar, píanó og fleira, en svo eft- ir fréttirnar kl. sjö er síðan ýmislegt létt og þægilegt á fóninum. Þá fer að líða að því að koma börnunum á fæt- ur til að fara í skólann og einhvern veginn er það ómissandi að hafa létta fjölbreytilega tónlist með í þeirri vinnu. (Það getur verið svolítið púl að koma fjórum krökkum á fætur). En, allt er í heiminum hverfult, segir einhversstaðar, og stöðugleiki virðist vera eitur í beinum sumra. Allt í einu þarf að pota inn ennþá ein- um fréttaskýringaþættinum og sam- tengja báðar rásir útvarpsins. Hver tilgangurinn er skal ósagt látið, örugglega ekki eftirspurnin eftir slíku efni, nóg er nú fyrir. Látum nú vera að þetta sé á Rás 2, svona blaður og auglýsingar í bland er og hefur verið venjan þar á bæ allajafna á þessum tíma, svo þetta er engin breyting á þeirri rás. En að skella þessu inn á Rás 1 er alger ósvinna, því þar er um allt annan markhóp að ræða ef svo má að orði komast. Hlustendur Rásar 1 eru áreiðanlega fólk á ýmsum aldri, kannski fólk í ró- legri kantinum sem einfaldlega kýs þetta rólega en samt fjölbreytilega yfirbragð sem þar er boðið upp á. Þeir sem vilja, geta einfaldlega skipt yfir á rás 2 ef þeir telja þar áhugavert efni í boði. Það er ósköp auðvelt að færa þetta til fyrra horfs með því að hætta þessarri samtengingu rás- anna, en leyfa þess í stað „gömlu Guf- unni“ að halda sínum dampi sem fyrr. Með þessu tilskrifi er ekki ætlunin að varpa rýrð á það ágæta fólk sem starfar að nefndum fréttaþætti, held- ur einungis benda á að allstór hópur hlustenda er ekki tilbúinn svona snemma morguns fyrir „umfjöllun þetta og umfjöllun hitt“, sem og aug- lýsingafroðuna sem fylgir óhjá- kvæmilega með. Maður fær hvort eð er allan pakkann smám saman þegar líður á daginn, ekki vantar nú frétta- tímana, að ekki sé minnst á sjónvarp- ið að kvöldi dags. HÖRÐUR FRIÐÞJÓFSSON, Hveragerði. Rás 1 Frá Herði Friðþjófssyni: VIÐ Íslendingar njótum þeirra heilla að vera stjórnað af réttsýnum og víð- sýnum, og umfram allt hagsýnum ráðamönnum. Þessir kostir eins þrautseigasta leiðtoga okkar, Hall- dórs Ásgrímssonar utanríkisráð- herra, komu vel í ljós norður á Ak- ureyri nú á dögunum. Hann var að tala um samskipti þjóðarinnar við Evrópusambandið og sagði meðal annars: „Við Íslendingar trúum á hið forn- kveðna að með lögum skuli land byggja en með ólögum eyða. Þessi grundvallarregla á ekki síður við í samskiptum þjóða. EES-samningur- inn er sá grundvöllur sem við byggj- um samskipti okkar við Evrópusam- bandið á. Við sættum okkur ekki við það að sterkari aðilinn ákveði einhliða að breyta ákvæðum þess samnings.“ (Halldór Ásgrímsson á ráðstefnu í Háskólanum á Akureyri, 18. mars 2003.) Þessi orð féllu daginn eftir að ann- ar mikill leiðtogi, George Bush, til- kynnti þjóð sinni að enn annar leið- togi, sá suður í olíueyðimörkum Miðausturlanda, Saddam Hussein að nafni, hefði tvo sólarhringa til að hypja sig í útlegð ásamt sonum sín- um, ella biðu þeirra örlög álíka grimm og Jón Arason mátti þola með sínum sonum haustið 1550. Að vísu sagðist George ekki ætla að höggva hausinn af Saddam. Svoleiðis er gam- aldags auk þess sem hendur manns geta atast blóði við slíkan verknað, sér í lagi ef eggvopnið er deigt. George sagðist ætla að sprengja Saddam í loft upp. Þetta ávarp Georges hefur farið fyrir brjóstið á sumum. Fáir hafa neitt dálæti á Saddam, þvert á móti vildu flestir senda hann í ævarandi útlegð út í miðja eyðimörkina, kannski í félagsskap sona sinna og annarra náinna vina og vandamanna. En nú vill svo til að samfélag þjóð- anna hefur með sér lög sem kveða á um hvernig skuli snúa sér í erind- rekstri þjóða í milli, hvort sem það er verslunarrekstur eða stríðsrekstur. Menn hafa jafnvel talið að ekki ein- ungis skyldi byggja þjóðir með lög- um, heldur skyldi einnig byggja sam- félag þjóðanna með lögum. Sér í lagi ætti ekki að líða það að sterkari að- ilinn ákveði einhliða hvað sé leyfilegt í samskiptum þjóðanna. Nú eru flestir sammála um að sú hótun um stríð – eða var þetta kannski bara útlegðarbón? – sem George Bush flutti þjóð sinni sam- rýmist ekki þeim lögum sem þjóðir heimsins hafa verið að byggja sitt samfélag með. Má þar einu gilda hvort borið er niður í Háskóla Íslands eða hjá Alþjóðaráði lögfræðinga í Genf. Flestir eru sammála um að hót- un Georges um að fara í stríðsheim- sókn til Saddams hafi verið hæpin og að léti hann verða af henni, þá bryti hann lög þjóðanna. Og flestir eru líka sammála um að úr því að tilvonandi stríðsrekstur Georges Bush bryti í bága við lög þjóðanna, þá hefði hann ekki átt að fara í þennan stríðsrekst- ur. Og þó er á þessu undantekning. Leiðtogar okkar, og fer þar fremstur Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra, hafa heldur stutt George í þessu brölti. En telur Halldór þá að hið fornkveðna, að með lögum skuli land byggja en með ólögum eyða og að hinn sterki skuli ekki hafa sjálf- dæmi í öllum sínum málum, gildi bara norður á Akureyri? Nei, Halldór veit sínu viti. Hann veit að hið fornkveðna gildir um allar jarðir, en hann veit líka að það gildir bara þegar manni hentar. ÓLAFUR PÁLL JÓNSSON, heimspekingur, Eskihlíð 6a, 105 R. Hið fornkveðna Frá Ólafi Páli Jónssyni:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.