Morgunblaðið - 17.04.2003, Side 8

Morgunblaðið - 17.04.2003, Side 8
8 C FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Tónlistarhúsið mun rísa Enn blása vindar um óbyggt Tónlistarhús. Í síðustu viku spurðist að um leið og ríki og borg samþykktu að stofna einkahlutafélag um bygginguna, hefði ný verkáætlun um framkvæmdir verið samþykkt. Ekki er lengur reiknað með að þær hefjist árið 2004, heldur 2006. Bergþóra Jónsdóttir ræðir hér við menntamálaráðherra, Tómas Inga Olrich, borgarstjóra, Þórólf Árnason, og Egil Ólafsson, nýkjörinn formann Samtaka um byggingu tónlistarhúss. Tók það heilt ár að stofna einkahlutafélag? Verður vandi Ís- lensku óperunnar leystur í Borgarleikhúsi? Hvaða verk bíða nýs einkahlutafélags? Hver er sýn þessara manna á Tónlistarhúsið? Þórólfur Árnason var ráðinnborgarstjóri fyrir um tveim-ur mánuðum. Hann hefur þófylgst með hugmyndum um Tónlistarhúsið lengi, og áður en hann settist í borgarstjórastólinn stóð til að hann tæki sæti í stjórn nýs einka- hlutafélags um byggingu hússins, sem fulltrúi atvinnulífsins. En hvaða augum lítur hann stöðuna í dag í mál- efnum Tónlistarhússins? „Hún er mjög góð og ég er ánægð- ur með hana. Nú þegar ríkið og borg- in eru búin að stofna einkahlutafélag um byggingu og rekstur hússins, verður næsta skref að stjórn þess setjist niður og fari að vinna eftir samþykktum félagsins sem liggja fyr- ir. Ég held að mönnun í stjórnina hafi tekist mjög vel. Þegar borg og ríki fóru að vinna saman að þessu var ákveðið að nota það félagsform sem er best í viðskiptum, hlutafélagsform- ið, og eigendurnir eru tveir, ríkið með 54% hlutdeild og borgin með 46% eignarhlut. Það var enginn ágreining- ur um það að stofnuð yrði sjö manna stjórn og full samstaða um að fá Ólaf B. Thors sem oddamann. Hann þekk- ir músíkheiminn og hefur traust bæði borgarinnar og ríkisins. Borgin er bú- in að gefa eftir besta stað í bænum fyrir húsið, og ég held að allir séu ánægðir með það. Ólafi er mjög vel ljóst hvað þetta er viðkvæmt svæði, og að það þurfi að vanda til verksins. Ég var mjög ánægður með að fá hann sem oddamann. Stjórnin er að mörgu leyti mjög skemmtilega saman sett. Borgin skipar þrjá menn, Helgu Jónsdóttur, borgarritara og æðsta embættismann borgarinnar, að borg- arstjóra frátöldum og Svanhildi Kon- ráðsdóttur, yfirmann nýrrar Höfuð- borgarstofu, sem hefur með alla viðburði í borginni að gera og umsjón ferðamála. Það passar vel núna að borgin eigi fulltrúa úr ferðaþjónustu í stjórn einkahlutafélagsins, þar sem einnig er verið að vinna nýjar hug- myndir um markaðssetningu á borg- inni erlendis, með slagorðinu „Pure Energy“, sem vísar til þess að í borg- inni sé að finna upplifun, list, líf og fjör. Þriðji maðurinn sem borgin skip- ar í stjórn er Pétur J. Eiríksson, framkvæmdastjóri hjá Flugleiðum. Áður en ég varð borgarstjóri var búið að fara þess á leit við mig að ég sæti sjálfur í stjórninni sem fulltrúi at- vinnulífsins. Þegar kom að mér að skipa mína fulltrúa í stjórnina fannst mér mikilvægt að fá mann inn sem er með þekkingu á sviði ráðstefnuhalds, hótela og afþreyingar fyrir útlend- inga sem vilja koma hingað. Flugleið- ir standa á bak við Hotel Nordica, áð- ur Hótel Esju, sem er nýtt ráðstefnuhótel, sem ég held að muni næstu þrjú til fjögur árin verða brim- brjótur og vinna hér markað fyrir er- lendar ráðstefnur af hæstu gæðum. Stjórnarfulltrúar borgarinnar eru góð blanda af fólki með þekkingu á þessu sviði. Ég er líka mjög ánægður með fulltrúa ríkisins. Þar eru Þórhall- ur Arason úr fjármálaráðuneytinu, Pétur Ásgeirsson úr utanríkisráðu- neytinu og Þór Sigfússon, nýráðinn framkvæmdastjóri Verslunarráðs Ís- lands. Hann þekkir bankaheiminn líka mjög vel eftir störf sín hjá Nor- ræna fjárfestingarbankanum og þekkir hvernig á að vinna að fjár- mögnun svona stórverkefna. Húsið verður byggt með einkafjármögnun og bankarnir þurfa að taka þátt í þessu stóra og glæsilega verkefni. Það þarf lánveitingar til langs tíma, góða verkefnisstjórnun og það verður að gæta að arðseminni.“ Ég heyri á tónlistarfólki að það er sárt yfir því að það skuli enginn fulltrúi tónlistarmanna eiga sæti í stjórninni. Kom það aldrei til tals? „Nei ekki svo ég viti, og slíkur fulltrúi ætti að mínu mati varla heima í stjórninni enda er í 7. grein sam- þykktanna kveðið á um að aðilar eru sammála um að stjórn félagsins leiti umsagnar, álits og ráðgjafar hags- munaaðila og fagaðila á sviði list- greina sem aðstöðu koma til með að hafa í tónlistarhúsi.“ Þó eru þar fulltrúar ferðaþjónust- unnar. „Það er enginn sérstakur fulltrúi ákveðinnar atvinnugreinar í stjórn- inni heldur er fólkið valið til að vera fulltrúar ríkis og borgar í krafti sinn- ar sérþekkingar og reynslu. Ég treysti mínum fulltrúum og ríkið væntanlega sínum.“ Ekki hægt að tala um frestun Það kom á daginn í síðustu viku, á fundi menntamálaráðherra og fjár- málaráðherra með fulltrúum Banda- lags íslenskra listamanna, að hvorki stjórnarmenn í BÍL né tónlistarmenn vissu af nýrri verkáætlun ríkis og borgar frá febrúar og mars, sem felur í sér tveggja ára frestun á fram- kvæmdum. Hvernig stóð á því? „Það er ekki hægt að tala um frest- un. Í samkomulagi ríkis og borgar frá 11. apríl í fyrra er áformað að skipa sérstaka verkefnisstjórn og fela henni umsjón verkefnisins. Það hefur hins vegar reynst flóknara og erfiðara en við var búist. Menn voru ekki með það á tæru hvernig rekstrarformið ætti að vera. Það er búið að taka þennan tíma að ákveða að stofnun einkahlutafélags sé besti kosturinn og síðan að vinna að málinu í þeim farvegi. Það er ekk- ert öðru vísi en það, og þennan tíma þurfti til að vinna málið. Það verður að horfast í augu við það að þótt í sam- komulaginu frá í fyrra séu nefndar dagsetningar sem markmið, þá er ekki hægt „að gera hlutina eftirá“. Árið í fyrra er einfaldlega liðið og við verðum að vera raunsæ.“ Það lítur þannig út að ekkert hafi gerst á einu ári annað en það að einkahlutafélagið hafi verið stofnað. „Öllu máli skiptir að við erum nú á góðri siglingu, en það hefur auðvitað margt verið að gerast. Hjá borginni hefur verið unnið að skipulagi svæð- isins sem er mjög flókið. Ríkið, með þau þrjú ráðuneyti sem vinna að þessu með okkur hefur líka verið að vinna að þessu. Ég held að það sé allt- af betra að horfa fram á veginn en að velta sér upp úr því sem menn telja að ekki hafi gerst.“ Var þá matið á framkvæmdahraða sem fylgdi samningnum frá í fyrra óraunsætt? „Ég vil ekkert um það segja en tím- inn hefur bara liðið. Stjórn einka- hlutafélagsins þarf núna að fá frið til að setjast niður og kanna hvor eitt- hvað hefur breyst í forsendum sam- komulagsins. Í samkomulaginu frá 11. apríl 2002 stendur til dæmis ekk- ert um sérhannaðan óperusal, svo að það sé á hreinu. Það er ekki hægt að segja að öll plön og hugmyndir um dagsetningar eigi að standa, en svo eigi samt að vera svigrúm fyrir breyt- ingar. Nú þurfa allir að anda rólega og stjórn einkahlutafélagsins þarf að fá sitt svigrúm til að vinna samkvæmt því samkomulagi sem fyrir liggur og verður unnið eftir. Stjórnin þarf til dæmis að ráða þá starfsmenn sem hún telur sig þurfa, fara yfir öll gögn sem til eru, skipulagstillögur og áætl- anir. Sumt er hægt að nota en eins og gengur og gerist má búast við því að eitthvað hafi úrelst í tímans rás. Það kemur ný tækni og nýjar hugmyndir líta dagsins ljós. Stjórnin skoðar líka hvaða tími hefur glatast og hvað er öðru vísi nú en fyrir ári og skipulags- málin í kjölfar þess. Þessi bygging þarf að vera vel og rétt gerð. Það skiptir öllu máli þegar við eignumst slíkan demant að við slípum hann rétt.“ Einfaldlega mjög flókið verkefni Þú nefndir áðan Hótel Nordica og nýja ráðstefnuaðstöðu þar. Á bygging þess einhvern þátt í seinkun fram- kvæmda við Tónlistar- og ráðstefnu- hús? „Nei. Það er mikill hóteláhugi í Reykjavík og almenn sannindi eru að eitt hótel býr til fleiri viðskiptavini en það getur nýtt sjálft. Ég tel hiklaust að verkefnið sé sterkara núna en fyrir ári síðan. Efnahagslífið er líka ekki í sömu kreppu og þá.“ Þú telur þá ekki líkur á því að einkahlutafélag komist að þeirri nið- urstöðu að hér sé komið nóg af hót- elum og ráðstefnumiðstöðvum í bili? „Ég sé ekkert í spilunum um að svo verði. Ég sé meiri jákvæðni en fyrir ári síðan. Reykjavík og allt sem hún hefur upp á að bjóða er orðin miklu sterkara vörumerki heldur en var fyr- ir þeim tíu til 20 árum þegar farið var að tala um Tónlistarhús af alvöru. En við skulum líka vera raunsæ. Á þeim tíma var nánast hægt að breyta skipulagi með einu vinki. Í dag er svona skipulagsvinna miklu flóknari. Borgararnir hafa andmælarétt sem er margfaldur á við það sem var áður. Stærsta verkefnið sem stjórn einka- hlutafélagsins á fyrir höndum er að ná sátt um skipulagstillögu og koma henni í gegn. Þetta er einfaldlega mjög flókið verkefni. Það þarf að huga að aðkomu að húsinu, gatnakerfi miðborgarinnar, bílastæðamálum, bensínstöð sem þarna er og semja við ýmsa aðila á svæðinu sem eiga sín réttindi. Þetta er að mínu mati eitt flóknasta verkefni sem borgin hefur tekist á hendur, og mun viðameira en til dæmis Ráðhúsið og Perlan. Þetta verður flókin bygging, og skipulags- málin kringum hana verða vandmeð- farin. Þessi góða staðsetning hússins kallar á meiri og ítarlegri undirbún- ingsvinnu. Þetta er hús sem á að standa í hundruð ára.“ Nú hafa orðið ýmsar breytingar í íslensku tónlistarlífi síðustu árin, með nýjum tónleikasölum. Breytir það ekki þeim forsendum sem menn gáfu sér við hugmyndir um Tónlistarhús- ið? „Allt er breytingum undirorpið. Það hefur t.d. komið fram í fjölmiðl- um að menntamálaráðherra og borg- arstjóri eru að kosta praktíska skoð- un á því hvort ópera og tónlistar- flutningur geti orðið í Borgarleikhúsi, svo vel fari. Sú könnun er í gangi nú og niðurstöðu með kostnaðargrein- ingu er að vænta bráðlega.“ Í samkomulagi ríkis og borgar er talað um þrjá sali í Tónlistarhúsinu, 1.500 manna tónleikasal, 750 manna ráðstefnusal og svo minni tónleikasal. Þessar hugmyndir voru lengi í mótun, en eru þær ennþá þær sem unnið verður að? „Þetta stendur í samkomulaginu frá 11. apríl í fyrra en það veit enginn með vissu hvernig þessu skipulagi á eftir að reiða af. Það er til dæmis talað um að í stóra salnum verði 200 sæti fyrir aftan sviðið. Hvort þau verða fyrir aftan svið eða framan ræðst t.d. vitanlega ekki fyrr en í endanlegri hönnun. Samkomulagið er grunn- gagn sem stjórn einkahlutafélagsins á eftir að vinna með. Það er svo margt í þessu, til dæmis finnst mér að skoða mætti hvort sæti eigi að vera færan- leg, svo hægt verði að koma þeim öll- um út og halda rokktónleika þarna, einnig hvort hægt eigi að vera að sýna í öðrum sölum það sem er að gerast í einum og húsið þar með fyllt við einn viðburð. Margar slíkar hugmyndir eru spennandi.“ Ríkið skoði hugmyndir um aðstöðu fyrir Íslensku óperuna Hefur formleg beiðni Íslensku óp- erunnar um að fá að vera með í Tón- listarhúsi verið rædd innan borgar- innar? „Já, þótt það sé ríkið sem formlega hafi Óperuna á sínu framfæri. Mér finnst þó rangt að vera að búa til ágreining um þetta mál. Það er á við það að moka ofan í skurð í stað þess að dýpka hann. Ég er vanur því að láta framkvæma hlutina. Það er verið að framkvæma þessa hluti núna, eins hratt og hægt er.“ Það er hvorki búið að hanna húsið né teikna það. Hvað er því til fyrir- stöðu að óskir Óperunnar um að fá að vera með séu ræddar á sama hátt og hugmyndir um að Óperan verði í Borgarleikhúsi? „Ég vil leyfa ríkinu að skoða það mál. Þetta er ekki á dagskrá á mínu borði í dag, en ég bið fólk að anda ró- lega og leyfa að tiltækir kostir séu skoðaðir. Ríki og borg munu hafa náið samráð og síðan ræða málið við full- trúa sína í stjórn hlutafélagsins og þeir ágætu stjórnarmenn sem enn hafa ekki fengið fyrsta fund eiga ekki að þurfa að lesa í blöðunum hvað ríki og borg segja um málið, mér finnst það óviðeigandi. Þetta fólk er valið í stjórn til að sinna verkefninu, vegna þess að því er treyst.“ Tónlistarmenn hljóta þó að líta svo á að þeir hafi eitthvað um Tónlistar- hús að segja. „Já, enda mun þessi stjórn hafa samband við þá fagaðila sem að mál- inu koma, eins og ég sagði hér á und- an. En tónlistarmennirnir eru ekki þeir sem taka sér hakann í hönd og byggja húsið. Það eru ríki og borg sem gera það.“ Hver er þín sýn á húsið, ert þú sjálfur áhugasamur um tónlist – sæk- irðu tónleika? „Ég hlakka mikið til að sjá húsið rísa. Ég er mikill tónlistarunnandi og hlusta mikið á tónlist. Það er alveg á tæru að ég vil berjast fyrir þessu húsi, og verð aldrei gerður að andstæðingi þess. Það er mikil ánægja með að þetta hús skuli nú verða byggt. Ég er baráttumaður fyrir því og vil að til þess verði vandað á besta stað í borg- inni, og að það verði byggt fljótt og vel. En látum nú verkin tala, nóg hef- ur verið sagt að sinni. Skiptir máli að slípa dem- antinn rétt Morgunblaðið/Árni Torfason Þórólfur Árnason borgarstjóri „Það er alveg á tæru að ég vil berjast fyrir þessu húsi, og verð aldrei gerður að andstæðingi þess.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.