Morgunblaðið - 17.04.2003, Qupperneq 24
24 C FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
SÚ ákvörðun að ráðast í Kára-
hnjúkavirkjun og byggingu stórs ál-
vers á Austurlandi mun tvímælalaust
hafa geysimikil áhrif á hagvöxt, efna-
hag og lífskjör þjóðarinnar. Um þess-
ar framkvæmdir hafa verið og eru
enn hatrammar deilur. Það sanna
mótmælastöður og óteljandi blaða-
greinar. Þetta er vissulega skiljan-
legt, því allar framkvæmdir stórar og
smáar breyta náttúru landsins. Það
er eftirsjá í gróðurreitum á hálend-
inu og fallegum hamraveggjum. En
ég segi eins og presturinn; „Fólkið er
alltaf mesta skrautið.“
Enginn stjórnmálaflokkur ber
meiri ábyrgð á þessum framkvæmd-
um en Framsóknarflokkurinn. Iðn-
aðarráðherra, Valgerður Sverris-
dóttir, hefur að sjálfsögðu verið þar í
fararbroddi og tekist með dugnaði og
þrautseigju að koma þessu máli í
höfn á skömmum tíma. Auðvitað hafa
fjölmargir lagt þarna hönd á plóginn.
Í áróðursherferð andstæðinganna
stóð m.a. „Allir tapa á Kárahnjúka-
virkjun!“
Samkvæmt skoðanakönnunum á
fylgi stjórnmálaflokka virðast kjós-
endur óánægðir með störf ráðherra
Framsóknarflokksins og vilja ekki að
flokkurinn taki þátt í næstu ríkis-
stjórn.
Örlagaríkasta verk flokksins á
þessu kjörtímabili er áreiðanlega
Kárahnjúkavirkjun og álver á Reyð-
arfirði. Mér virðist kjósendur ganga í
lið með andstæðingum fram-
kvæmdanna og ætla að refsa Fram-
sóknarflokknum eftirminnilega fyrir
forgöngu hans í þessu máli.
Sjálfsagt er margt sem flokkurinn
hefur staðið fyrir á tveimur síðustu
kjörtímabilum sem hefur verið um-
deilt. Ég nefni t.d. sameiningu Land-
spítala og Borgarspítala. Það mætti
mikilli andstöðu m.a. margra í sam-
starfsflokknum og hjá starfsfólki í
heilbrigðisgeiranum. Kjósendur vilja
sennilega hafa tvö hátæknisjúkra-
hús, hlið við hlið, í bullandi sam-
keppni um dýrustu og fullkomnustu
lækningatæki og færustu sérfræð-
inga. Sennilega líkar fólki illa að
landbúnaðarráðherra skyldi ekki
leyfa innflutning á norskum fóstur-
vísum til að stækka og kynbæta ís-
lenskar kýr. Mörg önnur umdeild
verk ráðherra flokksins væri hægt að
nefna.
Ég trúi ekki að kjósendur séu að
mótmæla Barnaspítala Hringsins,
lengingu fæðingarorlofs, feðraorlofi,
að fólk geti fengið 90% lán til íbúða-
kaupa o.fl. o.fl. sem flokkurinn hefur
haft forgöngu um og komið í höfn.
Nei, ég held að það séu hinar stór-
kostlegu virkjunarframkvæmdir fyr-
ir austan sem kjósendur eru fyrst og
fremst að mótmæla og hefna sín á
Framsóknarflokknum. Ég vil líka
bæta við stækkun Norðuráls í Hval-
firði og úrskurð setts umhverfisráð-
herra, Jóns Kristjánssonar, um
Norðlingaölduveitu, sem formaður
VG sagði að væri sérlega framsókn-
arlegur og ég er því alveg sammála.
En frá sjónarhóli Steingríms J. þá
gat hann varla valið sterkara orð til
að lýsa vanþóknun sinni á úrskurð-
inum.
Hafa ber í huga að ekki hefði verið
hægt að ráðast í þessar miklu virkj-
unar- og álversframkvæmdir ef Ís-
lendingar hefðu ekki fengið sér-
ákvæði, svonefnt íslenskt ákvæði, frá
Kyoto-bókuninni. Þar tókst Siv um-
hverfisráðherra, með aðstoð sér-
fræðinga sinna og íslensku samn-
inganefndarinnar, að sannfæra
umhverfisráðherra annarra þjóða
um að framleiðsla áls hér á landi með
endurnýjanlegri orku væri frá hnatt-
rænu sjónarmiði umhverfisvænt. Að
lokum: Hver er aðalástæða þess að
flestir eru sammála um að hagvöxtur
muni aukast og skilyrði skapist til að
bæta lífskjör almennings, ekki aðeins
á Austurlandi, heldur líka hér á höf-
uðborgarsvæðinu?
Ég fullyrði að það sem skiptir
sköpum er Kárahnjúkavirkjun.
Lokaniðurstaða verður því: Allir
græða á Kárahnjúkavirkjun. Ég, öld-
ungur á grafarbakka, bið kjósendur
að ganga ekki hugsunarlaust að kjör-
borðinu. Lítið í kringum ykkur, horf-
ið fram á veginn, hugsið um framtíð
barnanna. Veljið til forystu þá stjórn-
málamenn, sem hafa sýnt í verki að
þeir standi fast í lappir í ólgusjó þjóð-
málanna.
Eftir Þorstein
Ólafsson
„Veljið til for-
ystu þá
stjórn-
málamenn,
sem hafa
sýnt í verki að þeir
standi fast í lappir í
ólgusjó þjóðmálanna.“
Höfundur er fyrrverandi kennari.
Hvers vegna lofa
allir stjórnmálaflokk-
ar kjarabótum?
TALSMAÐUR Samfylkingarinn-
ar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, vitn-
aði í Borgarnesi á þriðjudaginn til
gamalla orða minna, um það vopna-
búr sem ég teldi Davíð Oddsson for-
sætisráðherra búa yfir og sem nýttist
honum í stjórnmálabaráttu. Ingibjörg
hefur áður borið þetta orðalag mitt í
tal, og virðist af einhverjum ástæðum
telja í því feng fyrir málstað sinn.
Áhugamönnum um stjórnmál eru
nokkur vonbrigði að Ingibjörg gefi
málefnunum ekki meiri gaum í kosn-
ingabaráttunni. Þeir sem hafa fylgst
með umræðuþáttum stjórnmálafor-
ingjanna undanfarið hafa tekið eftir
hve illa hún er heima í ýmsum mik-
ilvægum atriðum sem snerta fólkið í
landinu. Í þætti Stöðvar 2 kom í ljós
að hún þekkir ekki muninn á skatt-
leysismörkum og persónuafslætti og í
Sjónvarpinu kom á daginn að hún hef-
ur enga tilfinningu fyrir þeim pen-
ingalegu upphæðum sem varið er til
menntamála á Íslandi. Það verður að
virða Ingibjörgu það til vorkunnar að
staðreyndirnar um þessi málefni eru
framboði hennar síst til framdráttar.
Fyrirfram hefði maður þó ætlað að
stjórnmálamaður sem hygðist gera
sig gildandi í landsmálunum sem sér-
stakur umræðustjórnmálamaður,
mundi taka frá pláss í vopnabúri sínu
fyrir slíka grundvallarþekkingu.
Eru málefnin bitlaust vopn?
Vopnabúr Ingibjargar er hins veg-
ar þeim mun ríkulegar búið af per-
sónulegum árásarvopnum, gróusög-
um og rætni. Hún virðist ekki geta á
heilli sér tekið þegar forsætisráð-
herra er annars vegar. Hún telur
greinilega happadrýgra að níða af
honum skóinn persónulega, en að
ræða málefnin. Og af einhverjum
ástæðum virðist hún ekki mega stíga
fæti í þann prýðisbæ, Borgarnes, án
þess að grípa grímulaust til þessarar
ógeðfelldu vopnagerðar.
Í fyrrnefndu vopnabúri Davíðs
Oddssonar er hins vegar eitt sem nýt-
ist honum betur en flest annað. Hann
telur orð dýr. Hann mundi til dæmis
ekki segja Reykvíkingum að hann
ætlaði að lækka skuldir borgarinnar,
en margfalda þær svo á nýjum kenni-
tölum. Hann mundi ekki ítrekað segj-
ast ætla ekki í þingframboð, en fara
svo í rakleiðis í slíkt framboð. Hann
mundi ekki segjast ætla að lækka
álögur á Reykvíkinga, en snarhækka
svo skatta á þá. Og hann mun seint út-
skýra vanefndir með eftirfarandi
setningu: „Þekkir þú einhver dæmi
þess að þeir sem eru að bjóða sig fram
til kosninga lofi skattahækkunum?“
Um vopnabúr –
og vöntun þar í
Eftir Orra
Hauksson
„Það er leitt
að Ingibjörg
skuli beita
persónulegri
rætni í kosn-
ingabaráttunni...“
Höfundur er verkfræðingur og MBA
og fyrrverandi aðstoðarmaður
forsætisráðherra.
VONARSTJARNA Samfylk-
ingarinnar í kosningunum í maí er
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Hún
hóf kosningabaráttuna í Borgar-
nesi stuttu eftir áramótin með
ræðu. Ræðan sú vakti athygli fyrir
árásir á Davíð Oddsson forsætis-
ráðherra. Það mátti þá helst skilja
á vonarstjörnunni, að hér á landi
ríkti stjórnarfar alræðis, sem ein-
kenndist af því, að forsætisráð-
herrann misbeitti valdi sínu gegn
þjóðinni. Meðal annars sagði hún
að hann misnotaði lögregluna til
að ná sér niðri á meintum pólitísk-
um andstæðingum.
Þessi ræða var skrítin. Helst
vegna þess, að forsætisráðherrann
hefur í stjórnartíð sinni staðið fyr-
ir stórstígum breytingum á Íslandi
í þá átt að minnka stjórntök
stjórnmálamanna á mannlífinu í
landinu. Hann hefur beitt sér fyrir
réttarbótum í því efni og umfangs-
mikilli einkavæðingu ríkisfyrir-
tækja, sem hafa sama markmið.
Ræðan var líka slæm að því
leyti, að nýir tónar voru slegnir í
kosningabaráttu. Hún var með
öllu ómálefnaleg. Í henni birtust
bara dylgjur og hálfkveðnar vísur.
Svo var að sjá, sem ræðan helg-
aðist af því yfirvegaða ráði, að ekki
væri auðvelt að heyja kosninga-
baráttu við núverandi stjórnar-
flokka á grundvelli málefna, svo
vel sem þeir standa í þeim. Þess
vegna yrði að draga kosningabar-
áttuna niður á það stig sem ræðan
bar vott um. Það mátti merkja, að
ræðan væri hönnunarverk manna
sem hafa atvinnu af því að segja
stjórnmálamönnum, hvernig þeir
eigi að haga sér í stjórnmálabar-
áttu. Þetta eru menn sem selja
mönnum þekkingu sína á því,
hvernig helst megi selja sig al-
menningi. Jafnvel þó að málefna-
staðan sé ekki burðug.
Eftir að eftirköst þessarar
ómerkilegu ræðu voru gengin yfir,
mátti greina, að kosningabaráttan
væri að færast yfir á málefnalegri
nótur. Menn voru teknir að ræða
um skattamál, almenn efnahags-
og atvinnumál, utanríkismál,
menntamál, heilbrigðismál og
fleira, sem hefðbundið er og sjálf-
sagt að fjallað sé um í kosninga-
baráttu. Nú varð vonarstjarnan
undir. Í ljós kom að hún er ekki vel
til þess fallin að fjalla um slík mál.
Hún varð ber af því að segja eitt í
dag og annað á morgun. Hún virt-
ist ekki ráða við hugtök og alls
ekki við tölur. Hún fór rangt með
staðreyndir.
Við svo búið gat ekki staðið.
Snillibragðarefirnir sem hanna
kosningabaráttu Samfylkingar-
innar sáu þetta og gáfu vonar-
stjörnunni ný ráð. Hún skyldi
drífa sig aftur ofaní forarpyttinn.
Vel bar í veiði því vonarstjarnan
átti að halda nýja ræðu í Borgar-
nesi. Og hún brást þeim ekki, held-
ur jók frekar í leðjukastið. Eða
eins og Steingrímur Sigfússon
orðaði svo hnyttilega þá fjölgaði
hjá henni smælingjunum. Í hóp
feðganna frá Baugi, Jóns af Suð-
urnesjum og annarra kaupahéðna
voru þeir nú komnir sjálfir bisk-
upinn og forsetinn. Ég veit ekki
hvers Borgnesingar eiga að
gjalda.
Jón Steinar Gunnlaugsson
Hvers eiga
Borgnesingar
að gjalda?
ÞAÐ vakti athygli mína að nú
fyrir skömmu birti Fréttablaðið
grein um langömmu mína, Bríeti
Bjarnhéðinsdóttur. Og þótti mér
það góðra gjalda vert. Það mikla
og óeigingjarna starf sem hún
vann í þágu jafnréttis kynjanna er
vissulega umfjöllunar virði og bar-
áttumálin síður en svo úrelt á okk-
ar dögum, því miður. Greinarhöf-
undur byggir greinina að mestu
leyti á viðtali við Erlu Huldu Hall-
dórsdóttur sem er titluð sagnfræð-
ingur og sérfræðingur á Rann-
sóknarstofu í kvennafræðum.
Ýmislegt ágætt er haft eftir Erlu
en undrun mína vakti eftirfarandi:
,,Hún var baráttukona af lífi og sál
og þó Björg Þorláksdóttir sé í
miklum metum hjá mér er Bríet
líklega sú sem ég held hvað mest
upp á en það voru ofsalega margar
konur sem létu til sín taka um
aldamótin án þess að þær hafi
fengið skrifaðar um sig ævisögur
eins og margir minna merkilegir
karlar.“ Á sömu opnu er síðan haft
eftir systur minni Laufeyju Sig-
urðardóttur að það eina sem hún
viti um þessa langömmu sína hafi
hún úr munni móðurömmu okkar
Guðrúnar Pálsdóttur, sem hafi
sagt henni að Bríet tengdamóðir
hennar hafi reynst henni afskap-
lega vel. Ennfremur harmar Lauf-
ey að formóður hennar Bríeti hafi
hvorki enst aldur né heilsa til að
rita ævisögu sína. Nú kann að vera
að hvorki greinarhöfundur, Erla
Hulda Halldórsdóttir, né systir
mín Laufey viti að árið 1988 kom
út hjá forlaginu Svart á hvítu, bók
sem heitir Strá í hreiðrið. Bók um
Bríeti Bjarnhéðinsdóttur. En fyrir
áhugasama má geta þess að bók
þessa skrifaði móðir okkar Lauf-
eyjar, Bríet Héðinsdóttir, og er
hún eins og titillinn gefur til kynna
ævisaga formóður okkar. Eftir því
sem ég best veit er þetta eina bók-
in sem um hana hefur verið skrif-
uð og í henni að finna einhverja ít-
arlegustu heimild um
kvenskörunginn Bríeti Bjarnhéð-
insdóttur sem birst hefur á prenti.
Í bókinni Strá í hreiðrið er ekki
einungis rakin hennar pólitíska
baráttusaga, heldur kynnist les-
andinn einnig manneskjunni B.B.
ákaflega vel af bréfaskriftum
hennar við börn sín tvö, Héðin
Valdimarsson og Laufeyju Valdi-
marsdóttur. Þess ber að geta að
bókin Strá í hreiðrið hefur um all-
langt skeið verið notuð sem
kennslubók við Háskóla Íslands,
enda drjúg heimild um sögu
kvennabaráttu á Íslandi, en er
löngu uppseld.
Við greinarhöfund og systur
mína Laufeyju vil ég að lokum
segja að víst er málverk Gunn-
laugs Blöndals af frú B.B. sem
birtist með umræddri grein og
prýðir reyndar einnig kápu bók-
arinnar Strá í hreiðrið gott, en
bókin er ekki síðri.
Bríet
Bjarnhéðinsdóttir
Eftir Steinunni Ólínu
Þorsteinsdóttur
Höfundur er leikkona.
„ …er þetta
eina bókin
sem um
hana hefur
verið skrifuð
og í henni að finna ein-
hverja ítarlegustu heim-
ild um kvenskörunginn
Bríeti Bjarnhéðins-
dóttur sem birst hefur á
prenti.“ Morgunblaðið/Árni Torfason
Málverk Gunnlaugs Blöndal af frú
Bríeti Bjarnhéðinsdóttur.