Morgunblaðið - 24.04.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.04.2003, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ „MAÐUR tekur bara einn dag í einu og við plönum ekkert fram í tímann. Borga fyrst og borða svo. Það er mottóið okkar,“ segir þrí- tug, einstæð tveggja barna móðir sem hefur að undanförnu leitað til Hjálparstarfs kirkjunnar um að- stoð. Hún er búsett í úthverfi í Reykjavík og er ein þeirra fjöl- mörgu sem ná ekki endum saman og leita til Hjálparstarfsins. Í Morgunblaðinu í fyrradag kom fram að umsóknum um aðstoð kirkjunnar hefur fjölgað mikið undanfarna mánuði. Á þriggja vikna fresti fær konan tvo poka með nauðsynlegustu matvælum hjá kirkjunni. „Það þýðir að ég þarf ekki að hafa áhyggjur af mat- arkaupum þá vikuna,“ útskýrir hún. Hún vinnur allan daginn á skrifstofu í Reykjavík og fær mánaðarlega útborgað um 100 þúsund krónur. Hún segist hafa komist inn í gamla félagslega íbúðakerfið og borgi því tæpar 40 þúsund krónur á mánuði fyrir húsnæði. Hún segir ástæður þess að end- ar nái ekki saman annars vegar vera lág laun og hins vegar miklar skuldir sem hún tók á sig er hún skildi við eiginmann sinn. „Ég tók mikinn hluta af skuldunum á mig, hann tók á sig eina og hálfa millj- ón en ég þrjár,“ útskýrir hún. „Þetta eru skuldir sem ég næ ekki að borga niður því ég á aldrei nógu mikinn pening um hver mánaðamót til að ná endum sam- an.“ Konan notfærir sér greiðslu- þjónustu í banka og segir að þeg- ar allt sé tekið saman vanti mán- aðarlega um 40 þúsund upp á að hún nái að greiða allar skuldir. „Ég hef því leitað til Hjálparstofn- unar kirkjunnar og Félagsþjón- ustunnar sem hefur tímabundið greitt fyrir mig leikskólagjöld.“ Konan segist fá stuðning frá foreldrum sínum sem báðir eru öryrkjar og svo reyni systkini hennar að hlaupa undir bagga með henni. „Ég sé ekki fyrir mér hvernig ég á að snúa mér í þessu. Ég er nýjasti starfsmaðurinn á skrifstofunni og kann vel við mig þar. Ég hef beðið um kauphækk- un en fékk neitun. Ég ætla að freista þess að biðja aftur um kauphækkun fljótlega. Ég er allt- af með opin augun fyrir nýrri vinnu og ef ég sé eitthvað sem gæti hentað mér sæki ég um. Þetta gengur ekki upp svona, ég verð að fá hærri laun.“ Konan á tvö börn, 11 ára stúlku og dreng á leikskólaaldri. „Ég reyni að láta þetta sem minnst bitna á þeim. Auðvitað finna þau fyrir þessu. Við förum t.d. aldrei í bíó þó að við gjarnan vildum.“ Bankinn segir henni að kaupa sér strætókort Með aðstoð ráðgjafa frá Fé- lagsþjónustunni leitaði konan til síns banka um að fá niðurfellingu skulda að hluta. „Við reyndum að fá hjálp hjá bankanum, það er til í dæminu að þeir felli niður skuldir ef fólk er í miklum vandræðum. En í [gær] fékk ég svar og þeir segja þvert nei. Þeir segja mér að selja bílinn og kaupa strætókort, en ég get ekki séð að það sé hægt þar sem sonur minn komst inn á leikskóla sem er hinum megin í hverfinu og ég sjálf vinn niðri í miðbæ.“ En þrátt fyrir bág kjör ber kon- an höfuðið hátt. „Ég vona að það fari að birta til hjá mér, það hlýtur að gerast. Ég passa mig að láta þetta ekki draga mig niður, það bitnar bara á börnunum. Maður verður bara að halda áfram að brosa. Það þýðir ekkert annað.“ Einstæð móðir í Reykjavík fær aðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar „Borga fyrst og borða svo“ UNDIRRITAÐUR hefur verið samningur milli Há- skóla Íslands og lyfjafyrirtækisins AstraZeneca um tímabundinn styrk til að ráða dósent í 37% starf í of- næmisfræði og klínískri ónæmisfræði við læknadeild Háskóla Íslands. Samningurinn gildir til 5 ára. Undir samninginn rituðu Páll Skúlason rektor, Dav- íð Ingason, markaðsstjóri AstraZeneca, og Reynir Tómas Geirsson, forseti læknadeildar Háskóla Íslands. Morgunblaðið/Árni Torfason Davíð Ingason (fyrir miðju) og Páll Skúlason handsala samninginn að viðstöddum Reyni Tómasi Geirssyni. AstraZeneca styrkir starf dósents við læknadeild HÍ OPINBER útgjöld vegna ellilífeyris munu ekkert vaxa næstu fimmtíu árin á Íslandi á sama tíma og þau munu nærfellt tvöfaldast á mörgum hinna Norðurlandanna. Ástæða þessa er rakin til sérstöðu íslenska lífeyriskerfisins. Þetta kemur fram í athugun á langtímaáhrifum breyttrar aldurs- samsetningar á fjármál hins opin- bera, en athugunin var gerð á veg- um fjármálaráðherra á Norðurlöndum. Nú er áætlað að 3–6 einstaklingar á aldrinum 16–64 ára séu á vinnumarkaði á bak við hvern elllífeyrisþega en eftir 50 ár er gert ráð fyrir að þeim fækki í 2–3 að því er fram kemur í athuguninni. Opinber útgjöld vegna ellilífeyris á Íslandi eru nú 2% af landsfram- leiðslu og verður hlutfallið óbreytt árið 2050 samkvæmt þessum niður- stöðum. Samsvarandi útgjöld eru nú 9,3% af landsframleiðslu í Noregi og er gert ráð fyrir að þau hafi hækkað í 18,4% af landsframleiðslu eftir fimmtíu ár. Hlutfallið er 9% í Sví- þjóð og mun hækka í 10,6% árið 2050. Það er 6,5% í Finnlandi og hækkar í 11,7% árið 2050 og 4,4% í Danmörku og verður komið í 7,1% eftir fimmtíu ár. Miðað er við í þessum tölum að aldurstengd útgjöld hins opinbera verði ekki skorin niður heldur aukist í takt við breytta aldurssamsetn- ingu. Þá kemur fram að aldurstengd opinber útgjöld vegna heilbrigðis- mála og öldrunarþjónustu muni aft- ur á móti aukast sem hlutfall af landsframleiðslu á næstu fimmtíu árum. Lífeyrisgreiðslur hafa hækkað um 10 milljarða á fimm árum Þegar þróun lífeyrisgreiðslna úr lífeyrissjóðum hér á landi síðustu árin er skoðuð, en langstærstur hluti þessara greiðslna eru ellilífeyr- isgreiðslur, kemur í ljós að þær hafa vaxið um tæpa tíu milljarða króna á fimm árum. Þær voru 12,4 milljarð- ar króna árið 1997 en höfðu vaxið í 22,2 milljarða króna á árinu 2001. Opinber ellilífeyris- útgjöld munu ekki aukast Útgjöldin aukast á öllum hinum Norðurlöndunum næstu áratugina „VIÐ erum hér með tilraunaeldi á villtum þorskseiðum og erum að hætta með bleikjueldi sem hér hefur verið síðan 1998,“ segir Guðbjörn M. Sigurvinsson, stöðv- arstjóri fiskeldisstöðvarinnar á Nauteyri við Ísafjarðardjúp. Guðbjörn segir tilraunina ganga út á það að fá þorskinn til að taka þurrfóður. „Það hefur gengið nokkuð vel og vonum framar en það voru kúnstir að kenna honum að éta slíkt fóður. Þetta er hægt með því að taka þorskinn meðan hann er aðeins 3–6 grömm að þyngd. Menn hafa verið að veiða 1–2 kg fisk og ætl- að að venja hann við slíkt fóður en það hefur ekki gengið. Á Nauteyri hófst laxeldi fyrir um tuttugu árum og var síðan farið í bleikjueldi eins og áður segir. „Bleikjueldið gaf ekki nógu góða raun, fóðurkostnaður hækk- aði á sama tíma og afurðaverð bleikjunnar lækkaði,“ segir Guð- björn. Háafell, sem nú rekur fiskeld- isstöðina á Nauteyri, er dótturfyr- irtæki Gunnvarar hf. í Hnífsdal sem á meirihlutann í stöðinni. Úr bleikju- eldi í þorsk Morgunblaðið/Arnheiður Guðlaugsdóttir Guðbjörn M. Sigurvinsson, stöðvarstjóri fiskeldisstöðvarinnar á Nauteyri við Djúp, gefur þorskinum þurrfóður.  HELGA Rut Guðmundsdóttir varði doktorsritgerð á sviði mennt- unarfræða tónlistar (music educa- tion) við tónlistardeild McGill- háskóla í Mont- real, Kanada, hinn 6. janúar sl. Ritgerð Helgu Rutar nefnist „Music reading errors of young piano students“. Ritgerðin fjallar um rannsóknir á nótnalestri sl. þrjá áratugi og lýsir rannsókn höf- undar á nótnalestri 6–13 ára píanó- nemenda sem höfðu tæplega tveggja ára píanónám að baki. Leiðbeinendur voru prófessorarnir dr. Eugenia Costa-Giomi við tón- listardeild McGill-háskóla og dr. Joan Russell við menntunar- fræðadeild McGill-háskóla. Flestar rannsóknir á sviði nótna- lestrar hafa verið gerðar með full- orðnum hljóðfæraleikurum en lítið hefur verið rannsakað hvernig börn nema nótnalestur. Þær aðferðir sem notaðar eru við kennslu nótna- lesturs eru því að mestu byggðar á viðteknum hefðum fremur en rann- sóknum. Í rannsókn sinni notaði Helga Rut aðferð sem hefur tíðkast í rannsóknum á textalestri. Aðferð- in byggist á því að skoða þær villur sem lesandinn gerir og greina eðli þeirra. Villugreiningar á nótna- lestri geta dregið fram hvaða þætt- ir valda mestum vanda og hvernig bæta má kennslu nótnalesturs. Niðurstöður leiddu í ljós að ein helsta orsökin fyrir nótnalest- ursvillum hjá ungum píanónem- endum er sú að þeir eiga erfitt með að lesa laglínu og rytma samtímis. Rannsóknin sýndi að börn gera fleiri rytma- og tímavillur en lag- línuvillur þegar þau lesa nótur, en þessu er öfugt farið með fullorðna tónlistarmenn sem gera fleiri villur í laglínu en í rytma. Einnig benda niðurstöður til þess að aldur hafi talsverð áhrif á það hvernig börn nálgast nótnalestur. Þrátt fyrir jafnlangan námsferil í píanónámi gerðu eldri börnin í rannsókninni annars konar villur en yngri börn- in. Í ritgerðinni eru gerðar tillögur um breyttar áherslur í kennslu nótnalesturs í samræmi við nið- urstöður rannsókna og dregið fram hvaða þætti sé þörf á að rannsaka betur. Helga Rut er fædd 3. mars 1970. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1989, B.Ed. prófi með tónmennt sem valgrein frá Kennaraháskóla Íslands 1992, og MA-prófi í mennt- unarfræðum tónlistar frá McGill- háskóla 1997. Meistaraprófsritgerð Helgu Rutar fjallaði um tón- skynjun 7–11 ára barna. Greinar eftir hana hafa verið birtar í alþjóð- legum ritrýndum vísindaritum. Helga Rut starfar sem lektor í tón- mennt við Kennaraháskóla Íslands. Foreldrar Helgu Rutar eru Elín Einarsdóttir námsráðgjafi og Guð- mundur Ingi Leifsson skólastjóri. Eiginmaður Helgu Rutar er dr. Halldór Björnsson veður- og haf- fræðingur og eiga þau þrjár dætur: Iðunni Ýri, Elínu Sif og Emblu Rún. Doktor í tónlistarfræðum Hafi fólk átt greiða leið niður sneið- inginn hafi verið um mistök að ræða. Landsvirkjun bendir um leið á að í júní næstkomandi verður opnuð upplýsingamiðstöð í félagsheimilinu Végarði í Fljótsdal. Þar verða fram- kvæmdir við Kárahnjúkavirkjun VEGNA myndar á blaðsíðu 2 í Morgunblaðinu í gær, sem tekin var á sneiðingnum í Hafrahvamma- gljúfrum um páskana, vill Lands- virkjun árétta að öll vinnusvæði á Kárahnjúkasvæðinu eru lokuð fyrir almennri umferð. Það sé fyrst og fremst gert af öryggisástæðum. kynntar almenningi og upplýsingar veittar, ásamt því að leiðbeiningar verða gefnar fyrir þá sem hyggjast fara um svæðið. Landsvirkjun áréttar ennfremur að fjallvegir að virkjunarsvæðinu séu opnir almenn- ingi en hið sama gildi ekki um skil- greind vinnusvæði, sem fyrr segir. Vinnusvæðin við Kárahnjúka- virkjun lokuð almennri umferð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.