Morgunblaðið - 24.04.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.04.2003, Blaðsíða 29
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Frá hádegisfundi atvinnumálaráðs Austur-Héraðs. Umræðufundir um málefni sveitarfélagsins og at- vinnulífsins verða á næstunni viku- lega á Hótel Héraði á Egilsstöðum. ásamt aukinni samstöðu fyrirtækja og þjónustuaðila og markaðssetning svæðisins, voru lykilsetningar fund- arins. Fundir atvinnumálanefndar eru haldnir á Hótel Héraði á Egilsstöðum milli kl. 12 og 13 á þriðjudögum. Meðal umræðuefna næstu funda verða áhrif stórframkvæmda á sveit- arfélagið, hliðarverkanir stórfram- kvæmda á atvinnulífið og málefni nýs miðbæjar á Egilsstöðum TIL að komast í betri tengsl við at- vinnulífið á svæðinu hefur atvinnu- málaráð Austur-Héraðs ákveðið að efna til vikulegra umræðufunda. Fundirnir eru opnir þeim sem vilja og er stutt framsaga í byrjun og fyrir- spurnir og umræður í kjölfarið. Á fyrsta fundinum kynnti Eiríkur Bj. Björgvinsson, bæjarstjóri Austur- Héraðs, fundina framundan og fjallaði um samskipti og væntingar sveitarfélags og atvinnulífs. Fundargestir veltu fyrir sér hversu margir myndu flytjast í sveitarfélagið í kjölfar virkjana- og stóriðjufram- kvæmda og einnig hvernig það væri í stakk búið til að mæta hugsanlegri íbúaaukningu. Þá var rætt um hvað atvinnulífið er að gera til að mæta þenslunni framundan, en lítil hreyf- ing virðist á því enn sem komið er. Hjá bæjarstjóra kom fram að nú er unnið að endurskoðun þriggja ára rekstraráætlunar Austur-Héraðs og því hvernig brugðist skuli við auknum umsvifum. Bæjarfélagið hafi verið byrjað að undirbúa sig hvað varðar skipulag, lóðir og gatnagerð, sem tek- ur langan tíma í vinnslu, en eðlilegt væri að menn hefðu haldið að sér höndum í öðrum málaflokkum þang- að til vitað væri nákvæmlega hver staðan yrði í íbúafjölgun og af öðrum hliðaráhrifum. Áræðni og dirfska í uppbyggingu, Tengsl Austur-Héraðs og atvinnulífsins efld Egilsstaðir LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2003 29 Í dag, sumardaginn fyrsta, fögnum við sumrinu og bjóðum til grillveislu á milli klukkan fjögur og sex á Miklubraut 68 við Lönguhlíð. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins grilla kjöt og pylsur. Andlitsmálun og blöðrur fyrir börnin. Söngur og sumarstemmning. Allir velkomnir Gleðilegt sumar í Hlíða- og Holtahverfi HINN 1. mars í fyrra keypti Mjólkurbú Flóamanna Mjólkur- samlag Kaupfélags Héraðsbúa á Egilsstöðum. Þar með náði inn- leggjenda-, sölu- og dreifingar- svæði MBF frá Hellisheiði syðri að Hellisheiði eystri og vinnslustöðvar urðu tvær. Eftir yfirtökuna hefur flutningsverð mjólkur lækkað til muna á Austurlandi og bændur hafa fengið greiddan arð, sem er þeim nokkurt nýnæmi. Þó mun sýnt að ef mjólkurframleiðsla í fjórðungnum dregst áfram saman muni MBF hætta rekstri Mjólk- urstöðvarinnar á Egilsstöðum og verður þá ekki um neina mjólk- urvinnslu að ræða í fjórðungnum. Færi svo yrði mjólk frá austfirsk- um bændum ekið suður á Selfoss, hún unnin þar og flutt til baka í neytendaumbúðum á markað eystra. Jón Steinar Elísson á Hallfreð- arstöðum í Hróarstungu er deild- arstjóri Austurlandsdeildar Mjólk- urbús Flóamanna: „Það hafa orðið jákvæðar breyt- ingar“ segir Jón Steinar. „Þær helstu eru að MBF lækkaði mjólk- urflutningana strax á fyrsta ári um 30 aura frá því sem var. Á aðal- fundi MBF um daginn var því beint til fundarins að við yrðum á sama flutningsgjaldi og aðrir sem leggja inn hjá Flóanum á Suður- landi, þ.e. 2,21 kr. pr. l., sem er með því lægsta á landinu. Það er heljarstór breyting. Við erum hæstánægðir með það því okkar svæði er gríðarlega stórt miðað við það mjólkurmagn sem er að koma inn.“ Hæpið að sunnlenskir bændur greiði með austfirskri mjólk Jón Steinar segir það einnig já- kvætt að MBF hafi greitt arð, 1,50 kr. pr. l. og þyki bændum það að vonum gott þar sem slíkt var frem- ur sjaldgæft hjá kaupfélaginu með- an það rak Mjólkursamlagið. Jón Steinar segir að búið sé að gera framleiðendum grein fyrir því að ef að mjólkurmagn dragist mik- ið saman á Austurlandi verði óvíst um að Mjólkurstöðin starfi áfram. Tvö til þrjú bú hafa hætt fram- leiðslu í fjórðungnum á ári und- anfarið og að sögn Jóns Steinars ekki fyrirsjáanlegt annað en að það haldi áfram: „Þrátt fyrir að búið sé að tryggja okkur sömu afkomu og hún gerist best annars staðar. Nú veit maður ekki hversu nálægt við erum þessum mörkum og þeir hjá Flóanum hafa ekki gefið það upp, en ég er ansi hræddur um að við séum nálægt. Þetta er sameignar- félag í eigu bænda og það er rekið þannig að reynt er að hafa hagnað af rekstrinum. Ég er ekki farinn að sjá að bændur á Suðurlandi kæri sig um að greiða með mjólkur- vinnslu hér fyrir austan.“ Í Mjólkurstöð MBF á Egilsstöð- um starfa 14 manns, þar af 3 mjólkurfræðingar og eru 19 vöru- númer í framleiðslu. Frá 1. mars 2002 til ársloka voru lagðir þar inn 3,03 milljónir lítra mjólkur. „Ef mjólkurvinnslu yrði hætt yrði það mjög slæmt fyrir bændur hér og svæðið sem landbúnaðarhérað. Móralskt séð myndi það ekki styrkja þetta svæði sem mjólkur- framleiðslusvæði, heldur þvert á móti draga úr mönnum. Framhald- ið er þó mikið undir sjálfum okkur komið. Við sem stöndum að mjólk- urframleiðslu þurfum að standa vörð um þann rétt sem hér er og stappa stálinu hvert í annað“ sagði Jón Steinar að lyktum. Tveir til þrír mjólkurframleiðendur gefast upp á ári Tvísýnt um mjólkurfram- leiðslu á Austurlandi Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Þorsteinn Steinþórsson og Sigurþór Arnarson vinna mozarellaost í Mjólk- urstöð MBF á Egilsstöðum. Ef mjólkurframleiðsla á Austurlandi dregst saman að ráði eru líkur á að mjólkurvinnslu verði hætt í fjórðungnum. Egilsstaðir FLUGFÉLAG Vestmanneyja hefur ráðið til sín flugvirkja í fullt starf. Er það í fyrsta skipti sem flug- virki er með fasta vinnu og búsetu í Vestmannaeyjum. Að sögn Val- geirs Arnórssonar hjá Flugfélagi Vestmannaeyja hefur flugvirkinn, Hannes Auðunarson, verið í fullu starfi sl. 10 mánuði, og sagði Val- geir það algjöra byltingu fyrir fé- lagið en áður þurfti félagið að senda vélar sínar reglulega til eft- irlits og viðhalds til Reykjavíkur. Flugfélag Vestmannaeyja hefur í rekstri um þessar mundir tvær Partenavia tveggja hreyfla 6 sæta vélar og eina Piper Chieftain tveggja hreyfla, 9 sæta vél. En nýbúið er að selja eina Partenavia vél. Valgeir sagði að þrátt fyrir það væri verið að huga að stækk- un hjá félaginu og væri í athugun að kaupa 19 sæta flugvél. Flugfélag Vestmannaeyja flutti á síðasta ári 27.953 farþega og var þar um að ræða töluverða aukningu frá árinu 2001. Það sem af er þessu ári er aukning í hverj- um einasta mánuði og útlit fyrir mikla flugumferð í sumar og sem fyrr er mest flogið á Bakka- flugvöll í Landeyjum en flug þangað tekur 5 mínútur. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Hannes Auðunarson flugvirki að skipta um mótor. Flugfélag Vestmannaeyja réð flugvirkja Vestmannaeyjar Aukning í flugi milli lands og Eyja NÚ stendur yfir sýning og dag- skrá á Hótel Reykholti, sem Félag aldraðra í Borgarfjarðardölum hefur sett upp. Ljósmyndir og munir frá fyrri tíð prýða nú sal og anddyri hótelsins. Íslenska reiðhestinum eru gerð skil ásamt ullarvinnslu og handa- vinnu, skógarnytjum og við- armunum. Áhöld og verkfæri sem notuð voru innanhúss og utandyra til jarðyrkju, heyskapar, veiða, flutninga o.fl. eru til sýnis. Einnig hefur gamla fólkið sett upp leiklesnar sýningar úr ýmsum alkunnum leikritum sem sýnd hafa verið í héraðinu á und- anförnum áratugum, skólabörn flytja ljóð og leika á hljóðfæri og litskyggnur eru sýndar. Félag aldraðra í Borgarfjarð- ardölum er 12 ára gamalt. Félagið tók að sér endurskoðun örnefna- skrár fyrir svæðið og safnar minningabrotum í s.k. Gullastokk. Á fundum hafa verið fluttar ferðasögur, lýsingar á þjóðhátt- um, endurminningar, kveðskapur, fyrirbærasögur o.fl. Hugmyndin er síðan að setja Gullastokkinn á skjalasafn héraðsins til geymslu. Sýningunni á Hótel Reykholti lýk- ur 27. apríl. Aldraðir með sýn- ingu á Hót- el Reykholti Ljósmynd/Sigríður Kristinsdóttir Edda Magnúsdóttir situr yfir sýn- ingarmunum. Reykholti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.