Morgunblaðið - 24.04.2003, Page 30

Morgunblaðið - 24.04.2003, Page 30
SUÐURNES 30 FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ „MÉR finnst aðdáunarvert hvernig bæjarfélagið hefur tekið á þeim lestrarvanda sem próf hafa sýnt að sé til staðar hér. Það er gert á mjög jákvæðan hátt og ég trúi að árangurinn verði góður,“ sagði Tómas Ingi Olrich, menntamálaráðherra í ávarpi sínu við setningu verk- efnisins Lestrarmenning í Reykjanesbæ í gær. Verkefninu Lestrarmenning í Reykjanesbæ var form- lega ýtt úr vör í gær, á degi bókarinnar, með þeim hætti að leikskólabörnum voru færðar bókagjafir við athöfn í sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar í Duushúsum. „Róðurinn er hins vegar eftir“ eins og Eiríkur Her- mannsson fræðslustjóri benti á í setningarræðu verk- efnisins „og margir þurfa að leggjast á árarnar. Hér er um þriggja ára verkefni að ræða þar sem samfélagið allt leggst á eitt um að efla lestrarfærni og málskiln- ing,“ sagði Eiríkur. Sigurður Svavarsson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, sagði í ávarpi sínu að þetta verkefni hefði lengi verið á óskalista rithöfunda og bókaútgef- enda, en félagið hefur stutt það dyggilega, ásamt Sam- tökum rithöfunda. „Það er okkur mikill heiður að fá að koma að þessu verkefni og ég vona að það eigi eftir að vera öðrum bæj- arfélögum til eftirbreytni. Styrkur verkefnisins felst í því hversu margir koma að því og hversu víða þræð- irnir liggja. Það hefur stundum verið sagt að Reykja- nesbær sé bítlabær og boltabær. Nú hefur enn eitt b-ið bæst við, bókabær,“ sagði Sigurður. Í tilefni dagsins flutti Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson rithöfundur Lestrarhestaromsu sem vakti mikla kátínu gesta, en romsan var framlag Rithöfundasambandsins til setningarathafnarinnar. Í romsunni komu meðal annars fram óskir um að á hverjum degi fæddist lestr- arhestur. Verkefninu Lestrarmenning í Reykjanesbæ ýtt úr vör Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Það komu fram í romsu Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar óskir um að á hverjum degi fæðist lestrarhestur. Hér af- hendir hann ungum börnum úr leikskólanum Vesturbergi bókagjöf, sem kætir sannarlega ungan lestrarhest. Óskir um að á hverjum degi ársins fæðist lestrarhestur Reykjanesbær VEGAGERÐIN hefur samið við verktakana, sem vinna við fyrsta áfanga tvöföldunar Reykjanesbraut- ar sunnan Hafnarfjarðar, um að lengja kaflann um 3,5 kílómetra í áttina til Njarðvíkur. Núverandi verktakar annast því tvöföldun brautarinnar hálfa leiðina frá Hvassahrauni til Njarðvíkur. Jónas Snæbjörnsson, umdæmis- stjóri Vegagerðarinnar á Reykja- nesi, segir að komið hafi í ljós að jarðefni við gatnamót Vogaafleggj- ara, sem Vegagerðin hafi haft hug á að nota við síðari áfanga tvöföld- unarinnar, hafi reynst verra en bú- ist var við. Því sé talið hagstæðara að nýta námuna við Kúagerði meira en fyrir þann áfanga sem nú er unn- ið að. Verktakarnir hafa bent á það frá upphafi að hagkvæmt gæti verið að aka þessu efni á sinn stað, áður en umferð væri hleypt á nýja veg- inn, og sóst eftir að lengja kaflann sinn. Jónas segir að það hafi reynst hagkvæmt fyrir báða aðila að lengja þann kafla sem unnið væri að í þess- um áfanga um 3,5 kílómetra á Strandarheiði og hafi fengist leyfi til að semja við verktakana um það. Tvöfalt hálfa leiðina Kaflinn sem jarðvinnuverktak- arnir Háfell ehf., Jarðvélar sf. og byggingaverktakinn Eykt ehf. vinna á grundvelli tilboðs þeirra er því 11,5 kílómetrar að lengd í stað rúm- lega 8 kílómetra sem áður var samið um. Á viðbótinni eru ekki nein gatnamót. Þegar vegurinn kemst í notkun verður Reykjanesbrautin tvöföld frá bæjarmörkum Hafnar- fjarðar og langleiðina að Vogaaf- leggjara en það er um það bil helm- ingur af leiðinni til Njarðvíkur. Upphaflegt tilboð fyrirtækjanna hljóðaði upp á rúmar 600 milljónir en með þeim viðbótarsamningi sem gerður hefur verið hækkar fjárhæð- in um 137 milljónir, að sögn Jón- asar. Ákvæði eru í samningnum um að greiðslur miðist við fjárveitingar samkvæmt vegaáætlun á árunum 2003 til 2005. Verktakarnir áttu að skila verk- inu 1. nóvember 2004 en þeir fá þann frest framlengdan um mánuð. Jónas segir að verkið sé á áætlun, frekar á undan ef eitthvað er, og segir hann að verktakarnir stefni enn að því að ljúka því tveimur mán- uðum á undan áætlun til að vinna sér inn flýtifé sem samningarnir kveða á um. Ekki hafa verið teknar ákvarð- anir um tvöföldun seinni helmings Reykjanesbrautarinnar. Jónas segir að búast megi við að það verði dýr- ari framkvæmd vegna gatnamót- anna við Vogaafleggjara og Grinda- víkurveg og tengingar við byggðina í Njarðvík. Ákvarðanir um fram- haldið verði væntanlega teknar við endurskoðun vegaáætlunar eftir tvö ár. Tvöfaldi kafl- inn lengdur um 3,5 kílómetra Reykjanesbær „MARKMIÐIÐ með frístundahelgi er að kynna bæjarbúum það starf sem þeir eiga kost á að stunda í frí- stundum sínum. Í Reykjanesbæ er mjög öflugt tómstunda-, íþrótta- og menningarstarf og með þessum hætti viljum við gera það starf sýnilegra,“ sagði Jón Marinó Sig- urðsson verkefnisstjóri í samtali við Morgunblaðið. Á morgun verður frístundahelgi í Reykjanesbæ formlega hleypt af stokkunum með því að sameinast verður í skrúðgarðinum í Keflavík kl. 14 þar sem hengdar verða upp um 1.300 friðarmyndir eftir grunn- skólabörn í bænum. „Ég er búin að kaupa snúrur sem ég ætla að strengja hér þvers og kruss í skrúðgarðinum og hengja á þær með þvottaklemmum myndir eftir þau grunnskólabörn sem kusu að taka þátt í helginni með þessum hætti,“ sagði Jón Marinó en frí- stundahelgin er fyrsta verkefni hans sem nýráðins verkefnisstjóra hjá Reykjanesbæ. Listaskóli barnanna Jón Marinó var ráðinn í stöðu verkefnisstjóra í síðasta mánuði en markmiðið með ráðningunni er að efla starfsemi menninga-, íþrótta- og tómstundasviðs. Um tíma- bundna ráðningu er að ræða fram að Ljósanótt í byrjun september en Jón Marinó segist vona að hann fái að vinna við þetta áfram, þar sem draumur sé að vinna starf sem er skemmtilegt. Auk frístunda- helgarinnar hefur Jón Marinó ver- ið með í undirbúningi skólabók, þar sem þrír skólar í Reykjanesbæ sameinast um gerð hennar. „Þetta verkefni hefur ekki síður verið skemmtilegt en frístundahelgin. Njarðvíkurskóli, Heiðarskóli og Holtaskóli hafa í sameiningu unnið þessa bók og stefnt er að útgáfu hennar í byrjun maí. Þetta verk- efni hefur gengið mjög vel og ég held að krakkarnir eigi eftir að hafa gaman af því að glugga í bók- ina eftir því sem árin líða. Slík er reynslan af skólabókum.“ Jón Marinó hefur mikla reynslu af því að vinna með börnum og unglingum, sérstaklega í gegnum leiklistar- og tónlistarstarf og það verkefni sem bíður Jóns Marinós nú er að skipuleggja listaskóla barna sem starfræktur verður í bænum í sumar, sem mótvægi við öll þau íþróttanámskeið sem í boði eru. „Það hafa ekki öll börn áhuga á íþróttum og nauðsynlegt að koma til móts við þau. Í listaskólanum verður boðið upp á ýmiss konar list, s.s. leiklist, myndlist og tónlist. Við munum m.a. nota náttúruna til að hjálpa okkur við að koma hug- myndum okkar í framkvæmd.“ – En upp á hvað ætlarðu að bjóða um helgina? „Í raun er það ekki ég sem er að bjóða upp á þetta heldur þeir bæj- arbúar sem kjósa að sýna sam- borgurum sínum hvað þeir hafa fyrir stafni í frístundum sínum og ég vil nota þetta tækifæri til að þakka þeim fyrir þátttökuna. Ég held einungis utan um verkefnið.“ Meðal fjölmargra dagskrárliða má nefna pílukeppni á Glóðinni, at- skák í Kjarna og keppni á sama stað milli íslenska landsliðsins í brids og bridsspilara í Reykja- nesbæ. Ýmsum listgreinum sem stundaðar eru í bænum verða gerð skil og tómstundaiðja verður kynnt. „Ég hvet bæjarbúa til að kynna sér dagskrána sem dreift verður í dag og utanbæjarmenn hvet ég að sjálfsögðu til að fjölmenna í bæinn. Hótelin og veitingastaðirnir eru með ýmis tilboð í gangi,“ sagði Jón Marinó að lokum. Fyrsta frístundahelgin sett í skrúðgarðinum við Tjarnargötu á morgun 1.300 friðar- myndir á þvottasnúrum Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Jón Marinó Sigurðsson, verkefnisstjóri hjá Reykjanesbæ, við skrúðgarðinn í Keflavík þar sem setningarathöfn frístundahelgarinnar fer fram á morgun. Reykjanesbær ÍSLANDSPÓSTUR er með það í at- hugun að flytja frímerkjasölu sína til Reykjanesbæjar, í húsnæði í póst- húsinu í Keflavík. Við þessa starf- semi sem felst meðal annars í sölu frímerkja til safnara eru átta til tíu menn. Einar Þorsteinsson, forstjóri Ís- landspósts, segir að fyrirtækið sé að endurskipuleggja húsnæðismál sín, meðal annars í þeim tilgangi að losa leiguhúsnæði og nýta betur eigin húsnæði. Við þá vinnu hafi komið upp sú hugmynd að flytja frímerkja- söluna til Keflavíkur, þar sem fyr- irtækið eigi húsnæði sem megi nýta betur. Jafnframt hafi stjórnendur fyrirtækisins það jafnan í huga að flytja starfsemi út á landsbyggðina, í þeim tilvikum sem það sé talið jafn hagkvæmt og að vera á höfuðborg- arsvæðinu. Í þessu tilviki virtust báðir þessir þættir falla saman. Getur Einar þess að skiptiborð og þjónustuborð fyrir einstaklinga væri á Akureyri, rekstrarlager á Blöndu- ósi auk þess sem ýmsir þættir frí- merkjaútgáfu væru úti á landi. Frímerkjasöludeildin hefur um- sjón með útgáfu frímerkja og sölu og afgreiðslu nýrra frímerkja til safn- ara. Samkvæmt upplýsingum Einars eru 11 til 12 þúsund áskrifendur að nýjum frímerkjum og eru 80% þeirra búsett erlendis. „Eðli starf- seminnar er því þannig að starfs- mennirnir eru mest í samskiptum við fólk sem hvort sem er er langt í burtu,“ segir Einar. Forstjórinn tekur fram að endan- leg ákvörðun hafi ekki verið tekin um staðsetningu deildarinnar, „en við höfum fullan hug á að láta þetta ganga upp,“ segir Einar. Ef af verður má búast við að starf- semin flytjist til Keflavíkur síðari hluta sumars eða í haust. Frímerkja- salan til Keflavíkur? Keflavík VERKEFNIÐ Friður í Reykja- nesbæ var unnið í tengslum við Frístundahelgi í Reykjanesbæ sem hefst á morgun. Öllum grunnskólabörnum í Reykjanesbæ var boðið að taka þátt í verkefninu en það var unn- ið í samstarfi við unglingadeild Rauða krossins á Suðurnesjum. Nemendur áttu að teikna eða mála myndir út frá orðinu friður. Verkefnið var unnið undir leið- sögn myndlistarkennara skól- anna. Alls bárust um 1.300 myndir frá nemendum skólanna og verða allar myndirnar hengdar upp í skrúðgarðinum við Tjarnargötu kl. 14 á morgun, í tengslum við opnun Frístundahelgarinnar. Árni Sigfússon bæjarstjóri mun opna sýninguna. Sunnudaginn 27. apríl kl. 14 verða myndirnar til sölu og er verð hverrar myndar 100 krónur og rennur allur hagnaður til Unglingadeildar Rauða krossins sem lætur upphæðina renna til stríðshrjáðra barna. Sérstakir styrktaraðilar þessa verkefnis eru Sparisjóðurinn í Keflavík og Reykjanesbær. Friður í Reykjanesbæ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.