Morgunblaðið - 24.04.2003, Síða 36

Morgunblaðið - 24.04.2003, Síða 36
LISTIR 36 FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ SHMS - Leiðandi á heimsvísu í hótelstjórnun Meðlimur í Sambandi hótelskóla í Sviss Swiss Hotel Management School “Caux-Palace”, 1824 Caux-Montreux (Switzerland) SHMS, einn af stærstu og virtustu hótelstjórnunarskólunum í Sviss, býður þrjár alþjóðlegar námsgráður í þriggja ára námi. * Swiss Æðri diplóma í hótelstjórnun og ferðaþjónustu * Bandaríkin AH og MA diplóma í hótelstjórnun * Bretland BA gráða í hótel- og veitingastjórnun (Hospitality) / Ferðaþjónustu/ Umsjón viðburða og heilsulinda Einnig í boði: Meistaragráða, MBA, framhaldsgráða, nám fyrir fólk með starfsreynslu, sumarnám - möguleiki á mati úr öðrum skólum. * Launaðar lærlingsstöður á hverju námsári * Ráðningarþjónusta eftir námslok * Frábær aðstaða á fyrrum 5* “Caux-Palace” hóteli. Nánari upplýsingar fást hjá: SMHS EUROPE, Rudolfplatz 6, 50674 Koeln, Þýskalandi, sími: +49 - 221 - 258 5210, fax +49 - 221 - 258 5211 NETFANG: SHMSEUROPE@SHMS.COM WWW.SHMS.COM SILFURSMÍÐI á sér langa sögu í Bretlandi og óvíða annars staðar eru merkingar muna úr þessum eðal- málmi jafnítarlegar og þar í landi, en þeir sem til þekkja geta lesið sér til um uppruna gripanna af táknunum einum saman. Silfur er líka málmur sem flestir tengja frekar skartgrip- um en skúlptúrum. Á sýningunni sem nú stendur yfir í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar gegnir silfrið hins vegar síðarnefnda hlutverkinu og hýsir safnið rúmlega fimmtíu smáskúlptúra eftir jafn- marga listamenn. Gripirnir eiga það sameiginlegt að vera steyptir hjá hinni bresku Pangolin-málmsteypu, en listamennirnir, sem flestir eru breskir, eiga vel flestir ef ekki allir að baki fyrra samstarf við fyrirtæk- ið. Auk Bretanna eiga Íslendingarn- ir Jóhanna Þórðardóttir, Pétur Bjarnason og Sigurjón Ólafsson verk á sýningunni og öðlast til að mynda Hávaðatröll Sigurjóns nýtt líf í nýjum efnivið. Það er líka fyrir tilstilli Pangolin sem sýningin er sett upp og leitaði fyrirtækið sérstaklega til listamannanna með það í huga að setja saman sýningu á silfur smá- skúlptúrum sem ekki væru stærri en 15 cm. Smæðin og nálægðin Þessi smæð munanna veldur því óneitanlega að það er allsérstök stemning að ganga um Listasafn Sigurjóns að þessu sinni og ekki laust við að sýningargestir verði að setja sig í sérstakar stellingar. Smæðin krefst jú meiri nálægðar við viðfangsefnin en við eigum að venj- ast og fyrir vikið er eins og hægi á öllu – ekki dugir að skima hratt um sýningarrýmið og öðlast þannig grófa hugmynd um efni sýningarinn- ar – smágerður skalinn krefst ein- faldlega óskiptrar athygli gestanna. Krafan um nálægðina sem í smæðinni felst, sem og efniviðurinn sjálfur, eru hins vegar í raun það eina sem sameinar skúlptúrana og er ekki ofsögum sagt að sýningin einkennist af mikilli fjölbreytni. Að- standendur Sterling Stuff vilja meina að sú fjölbreytni sé kostur og óneitanlega sýnir fjölbreytnin marg- breytileika silfursins, málms sem svo sannarlega virðist ekki síður vera vænlegur efniviður fyrir mynd- höggvara en silfursmiði. Fjölbreytn- in er hins vegar líka slík að ekki eiga öll verkanna sama erindi í umræðu um samtímamyndlist, til þess eru sum þeirra einfaldlega of bundin á klafa hefðanna og þó að þau beri tækni og handbragði höfunda sinna gott merki falla þau frekar í flokk stofulistar. Verk á borð við Aramad- illo eftir Anitu Mandl, Jafnvægi eftir Nick Bibby, Hestur frá Thermopylæ eftir Ian Rank-Broadley, Úlfur (Í haldi) eftir Alison Wilding og Merlín eftir David Backhouse bera þannig öll handverki listamannanna, sem sumir hafa sérhæft sig í dýraskúlpt- úrum, gott vitni án þess að þar sé endilega einhverju við að bæta. Þetta hefðbundna viðhorf til silf- ursins einkennir þó alls ekki öll verk á sýningunni og eru áhugaverðir munir eftir listamenn á borð við Damien Hirst, Antony Gormley, Lynn Chadwick og Kenneth Arm- itage vissulega heimsóknarinnar virði og áhugavert að sjá á hve ólík- an hátt þeir kjósa að nálgast málm- inn. Þannig hefur Lynn Chadwick, sem telst í hópi áhugaverðari högg- myndalistamanna 20. aldarinnar, valið tilbrigði við kennimark sitt ver- ur með hyrnd höfuð í verki sínu Ver- ur á hraðferð. Skúlptúrinn nær óneitanlega að viðhalda nokkru af krafti og styrk sínum þó að í smækk- aðri mynd sé og nýtur sín vel í efni- viðnum þó að ekki sé erfitt að ímynda sér verkið enn áhrifameira í stækkaðri mynd. Við val á skúlptúr eftir Kenneth Armitage, sem líkt og Chadwick tilheyrði þeim hópi breskra höggmyndalistamanna sem á sjötta áratugnum kenndu sig við nýja bronsöld, var einnig valið eldra verk úr smiðju listamannsins, en Armitage lést í janúar 2002. Og þó að hið frumstæða Maður með upp- rétta handleggi sé gjörólíkt hyrnd- um verum Chadwicks eru tengslin við upprunalega skúlptúrinn jafn augljós, þó að vissulega nái bæði verkin einnig að njóta sín í smækk- aðri mynd. Yngri listamennirnir virðast hins vegar síður fastir fyrir en þeir eldri og er nálgun þeirra við silfrið sér- lega áhugaverð – þeir vinna með smæðinni og leita að styrk þeirra möguleika sem hún býður upp á líkt og verk Damien Hirst Depurð er gott dæmi um. En hönd hans með opið pilluglas í réttum hlutföllum kallar óneitanlega fram fjölda spurninga í huga sýningargests. Ír- onían sem felst í Afhjúpun Angus Fairhurst, fullkominni eftirlíkingu af afhýddum banana fer heldur ekki framhjá neinum, frekar en örheim- urinn sem Daniel Chadwick nær að skapa með verki sínu Móðir og barn. Öðrum smáskúlptúrum fremri er þó Fóstur Anthony Gormleys og nær stækkuð eftirmynd listamannsins af fóstri í bakka að kalla fram sterk við- brögð hjá áhorfendum og sýnir það rót sem verkið getur komið á huga sýningargests ekki hvað síst þá möguleika sem smáskúlptúrarnir búa yfir. Víxlverkandi list Húmorinn sem einkennir verk listamanna á borð við Angus Fair- hurst er ekki síður sjáanlegur á sýn- ingu Ilmar Stefánsdóttur, Mobiler á Kjarvalsstöðum, enda var Ilmur við nám í Bretlandi í kjölfar þess að Freeze sýning Hirst, Fairhurst og fleiri festi árið 1998 þessa „ill- ræmdu“ kynslóð ungra breskra listamanna kirfilega í minni landa sinna. Það eru þó engir smáskúlptúrar sem bíða gesta á sýningu Ilmar held- ur óvenjuleg farartæki listakonunn- ar sem nýtur þess að losa sig og okk- ur úr viðjum vanans með því að nálgast hversdagsleikann á nýjan hátt. En meðal farartækjanna er reiðhjól sem stóll hefur verið festur á, hækjur á hjólum, göngugrind fyrir fullorðna og skíði á stultum svo fátt eitt sé nefnt. Farartækin eru líka líkt og lýsing þeirra gefur til kynna misheppilegir fararskjótar, þó svo að notagildi sé vissulega fyrst og fremst huglægt hugtak, líkt og Ragna Sigurðardóttir bendir á í um- fjöllun sinni í sýningarskrá. Farartæki Ilmar koma hins vegar svo sannarlega ímyndunarafli okkar af stað og ná að brjóta upp hefð- bundna hugsun. Víxlverkunin sem þau og krefjast nær einnig að skila miklu og virðist listakonan hér ná góðu sambandi við sýningargesti. Gestir, sem hvattir voru til að prófa farartækin, virtust líka taka því tækifæri fegins hendi og vöktu far- arskjótarnir ekki minni lukku meðal eldri en yngri sýningargesta. Með sýningunni Mobiler tekst Ilmi líka einkar vel að draga sýningargesti úr hinu hefðbundna hlutverki áhorf- andans og gera þá að þátttakendum sem segir er upp er staðið meira en mörg orð um lifandi eiginleika verk- anna. Úr viðjum vanans MYNDLIST Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Sýningin er opin alla daga nema mánu- daga frá kl. 14–17. Henni lýkur 4. maí. STERLING STUFF Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir Sýningin er opin alla daga frá kl. 10–17. Henni lýkur 11. maí. MOBILER – ILMUR STEFÁNSDÓTTIR Anna Sigríður Einarsdóttir Morgunblaðið/Árni Torfason Eitt farartækja Ilmar Stefánsdóttur á sýningunni á Kjarvalsstöðum. Morgunblaðið/Jim Smart Frelsi eftir Antony Gormley á sýningunni Sterling Stuff. PORTÚGALINN José Saramago, sem hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1998, verður meðal gesta á Bókmenntahátíð í Reykja- vík, sem haldin verður í Norræna húsinu og Iðnó dagana 7.–13. sept- ember í haust. Fleiri þekktir höf- undar úr bókmenntaheiminum eru jafnframt væntanlegir, en þar má nefna Yann Martel sem hlaut Booker-verðlaunin á síðasta ári, breska höfundinn Hanif Kureishi, hinn japanska Haruki Murakami, José Carlos Somoza sem ættaður er frá Kúbu en ólst upp á Spáni og sænska spennusagnarithöfundinn Henning Mankell sem er einn mest lesni spennusagnahöfundur heims um þessar mundir. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem efnt var til í tilefni hátíðarinnar í gær. 22 erlendir rithöfundar væntanlegir Þetta er í sjötta sinn sem Bók- menntahátíð í Reykjavík er haldin, en hún var fyrst haldin árið 1985. Meginmarkmið hátíðarinnar er að kynna hérlendis brot af því helsta sem býðst í alþjóðlegum bók- menntum hverju sinni og efla um leið kynningu íslenskra bókmennta erlendis. Alls taka 22 erlendir rithöfundar þátt í hátíðinni og koma þeir frá 17 löndum, en íslenskir rithöfundar sem taka þátt í henni eru á annan tug. Erlendu höfundarnir sem eru væntanlegir eru: Ingvar Ambjørn- sen, Boris Akúnin, Murray Bail, Emmanuel Carrère, Andres Ehin, Kristiina Ehin, Per Olov Enquist, David Grossman, Judith Hermann, Bill Holm, Hanif Kureishi, Henn- ing Mankell, Yann Martel, Haruki Murakami, Mikael Niemi, Arto Paasilinna, José Saramago, Nichol- as Shakespeare, Johanna Sinisalo, Jan Sonnergaard, José Carlos Somoza og Peter Zilahy. Verður boðið upp á fyrirlestra, viðtöl, samræður og upplestra rit- höfunda bæði í Norræna húsinu og Iðnó, svo eitthvað sé nefnt, og verður sá háttur hafður á við upp- lestra rithöfundanna úr verkum sínum, að þeir lesa upp á sínu móð- urmáli en íslenskri þýðingu verður varpað á vegg um leið. Mikilvæg kynning á íslenskum rithöfundum „Það er að nokkru leyti sami kjarni sem hefur unnið að Bók- menntahátíð síðan lagt var af stað fyrir átján árum og alltaf í sam- vinnu við Norræna húsið. Það hef- ur verið gaman að fylgjast með há- tíðinni og því hvernig hún hefur fest sig í sessi – það er mun auð- veldara að fá hingað höfunda en upphaflega var,“ sagði Sigurður G. Valgeirsson rithöfundur, sem á sæti í undirbúningsnefnd hátíðar- innar. Halldór Guðmundsson útgef- andi, sem einnig á sæti í nefndinni, tók undir með Sigurði að auðveld- ara væri að fá erlenda rithöfunda til þátttöku nú en áður. „Í byrjun afþökkuðu um átta af hverjum tíu, en því er í raun öfugt farið núna,“ sagði hann. Hann benti á að Bók- menntahátíð í Reykjavík væri þó ekki einungis mikilvæg varðandi kynningu erlendra rithöfunda hér- lendis, heldur einnig sem kynning á íslenskum rithöfundum fyrir er- lendum útgefendum, en þó nokkrir slíkir hafa boðað komu sína á há- tíðina. Forstjóri Norræna hússins, Gro Kraft, sem einnig á sæti í und- irbúningsnefnd, sagði á fundinum að hátíðin væri veigamikill þáttur í starfsemi Norræna hússins sem frá upphafi hefur verið samstarfs- aðili hátíðarinnar og að hún fagn- aði samstarfinu eindregið. Auk Sigurðar og Halldórs sitja í undirbúningsnefnd hátíðarinnar Einar Kárason rithöfundur, Frið- rik Rafnsson, vefritstjóri Háskóla Íslands og þýðandi, Pétur Már Ólafsson útgáfustjóri, Thor Vil- hjálmsson rithöfundur og Örnólfur Thorsson íslenskufræðingur. Fyrir hönd Norræna hússins sitja í nefndinni Gro Kraft forstjóri, Andrea Jóhannsdóttir yfirbóka- vörður og Guðrún Dís Jónatans- dóttir, upplýsinga- og verkefna- fulltrúi. Susanne Torpe er verkefnisstjóri hátíðarinnar. Þekkt nöfn á Bókmenntahátíð í Reykjavík í haust Auðveldara að fá höfunda en áður José Saramago Yann Martel Hanif Kureishi Haruki Murakami

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.