Morgunblaðið - 24.04.2003, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 24.04.2003, Qupperneq 46
UMRÆÐAN 46 FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ UM nýliðna helgi birti Samfylk- ingin áhrifamikla auglýsingu í prent- miðlum og í sjónvarpi sem benti á þá staðreynd að í vor geta orðið tíma- mót í stjórnmálasögu landsins. Í fyrsta skipti standa kjósendur frammi fyrir þeim möguleika að kona geti orðið forsætisráðherra lýð- veldisins. Kvenkyns frambjóðendur hægri flokkanna brugðust ókvæða við og í greinum þeirra í Morgun- blaðinu sl. þriðjudag mátti jafnvel lesa að auglýsingin væri móðgun við konur. Slíkar stjórnmálaskýringar eru fjarstæðukenndar. Þær einkenn- ast af misskilningi og vanþekkingu á jafnréttismálum. Auglýsingin gerir ekki lítið úr kon- um, hún gerir ekki lítið úr einstak- lingnum og frambjóðandanum Ingi- björgu Sólrúnu eða málefnastöðu hennar heldur þvert á móti. Í auglýs- ingunni felst viðurkenning á nauðsyn þess að konur gegni ábyrgðarstöðum í stjórnmálum og ekki síst því að styrkur Ingibjargar Sólrúnar sem stjórnmálamanns liggur meðal ann- ars í þeirri staðreynd að hún er kona, kona sem hefur breytt ásýnd ís- lenskra stjórnmála. Að halda því fram að sú staðreynd geri lítið úr konum og dragi úr viðurkenningu kjósenda á hæfni þeirra sem einstak- linga einkennist af kvenfyrirlitningu sem hefur verið áberandi í stjórn- málaumræðu síðustu missera. Konur geta breytt stjórnmálunum Árið 1997 samþykktu Alþjóðasam- tök þjóðþinga almenna stefnuyfirlýs- ingu um lýðræði, þar sem einn af hornsteinum þess er sagður þessi: „Lýðræði verður ekki skapað á ann- an hátt en þann að karlmenn og kon- ur vinni saman að málefnum sam- félagsins á jafnréttisgrundvelli og auðgist að reynslu, með þekkingu á því sem kann að skilja kynin að.“ Yf- irlýsingin viðurkennir að kyn skiptir máli í stjórnmálum, að mismunandi reynsla og félagsmótun kynja valdi því að sýn karlmanna á stjórnmál er önnur en sýn kvenna. Hún bendir á að kynferði er ein þeirra félagslegu breytna sem hefur afgerandi áhrif á líf einstaklingsins. Femíniskir stjórnspekingar allt frá John Stuart Mill til okkar tíma hafa bent á þessa staðreynd. Samkvæmt þeim hefur þátttaka kvenna í stjórnmálum tákn- ræna þýðingu og með henni eru póli- tískar stofnanir gerðar lögmætari og lýðræðið stöðugra. Jafnframt hefur verið bent á að þátttaka kvenna í stjórnmálum sé spurning um rétt- læti, að það sé fjarstæðukennt og ósanngjarnt að karlar einoki ábyrgð- arstöður í stjórnmálum. Hugmynda- fræði nýfrjálshyggjunnar sem bygg- ir á athafnafrelsi einstaklingsins hafnar hins vegar samfélagslegri þýðingu kynferðis og er þannig að upplagi andsnúin konum. Jöfn þátttaka kynjanna í stjórn- málum og opinberu lífi þarf ekki endilega að þýða breytingu á stefnu, markmiðum eða framkvæmd stjórn- málanna. Hagsmunir kvenna komust hins vegar ekki á dagskrá stjórnmál- anna fyrr en konur hófu afskipti af þeim. Þannig hefur það sýnt sig að þar sem konur koma að ákvarðana- töku verða áherslubreytingar í stjórnmálum, einkum ef konur eru meðvitaðar um samfélagslegt kynja- misrétti og ef þeim tekst að yfirvinna þær hindranir sem konur í stjórn- málum mæta. Fjöldi rannsókna hef- ur sýnt fram á að konur mæta marg- víslegum hindrunum í stjórnmálum jafnvel eftir að þær hófu þátttöku. Þegar konur komast í fulltrúastöður hafa þær þurft að beygja sig undir ríkjandi hefðir, þær hafa þurft að fylgja karlkyns flokksbræðrum og málflutningi þeirra til að hasla sér völl innan kerfisins. Það er mikil áskorun að vilja breyta kynjasam- setningu í stjórnmálum því í því felst gagnrýni á það samfélag sem við bú- um í, samfélag sem kerfisbundið hef- ur skilið konur útundan og neitað að fjalla um hagsmunamál þeirra. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er dæmi um stjórnmálamann sem farið hefur óhefðbundnar leiðir. Hún var farsæll borgarstjóri í Reykjavík í 9 ár. Um það verður ekki deilt að mikl- ar breytingar á sviði jafnréttismála hafa átt sér stað undir hennar stjórn í Reykjavík, gífurleg uppbygging í grunn- og leikskólum, stjórnkerfis- breytingar sem byggjast á öguðum vinnubrögðum, áætlanagerð og skýrum, gagnsæjum leikreglum. Annað sem hefur gerst undir hennar stjórn er að konum í stjórnunarstöð- um hjá borginni hefur fjölgað mjög en nú er jafnt hlutfall kvenna og karla í efstu stjórnunarstöðum og konur eru í meirihluta í neðri stjórn- unarstöðum. Af slæðukonum og alvöru körlum Umræðan um þátttöku kvenna í stjórnmálum einkennist eins og áður sagði af virðingarleysi við konur og það beinist að konum innan allra flokka. Það mátti til dæmis merkja af úrslitum prófkjöra í Sjálfstæðis- flokknum og umræðunni í kjölfar þeirra. Slæmur hlutur kvenna þar var meðal annars skýrður sem svo að tími slæðukvenna væri liðinn og í flokknum væri fólk dæmt eftir verð- leikum einstaklingsins en ekki kyni. Femínistar spurðu á sama tíma í for- undran: Ef kynferði skiptir ekki máli í stjórnmálum hvernig stendur þá á því að ungir og óreyndir karlkyns frambjóðendur unnu sigur á sér mun reyndari konum? Slæður eða ekki slæður; konur eru í mínum huga jafningjar karla og eiga brýnt erindi í stjórnmál m.a. vegna þess að þær eru konur. Skiptir kynferði máli í stjórnmálum? Eftir Rósu Erlingsdóttur „Ef kynferði skiptir ekki máli í stjórn- málum hvernig stendur þá á því að ung- ir og óreyndir karlkyns frambjóðendur unnu sigur á sér mun reyndari konum?“ Höfundur er stjórnmálafræðingur. ÉG vona, að enn finnist fjölmarg- ir þokkalega og vel launaðir Íslend- ingar sem kæra sig ekki um veru- lega lækkun á eigin sköttum, meðan fólk á „berum“ bótum eða launum undir framfærslumörkum, er skatt- lagt. Nú er beinlínis lofað fyrir kosn- ingar að auka skattamisrétti í land- inu. Á skírdag birtist opnu auglýs- ing í Morgunblaðinu þar sem Sjálfstæðisflokkurinn stærir sig af því, að hann hyggist stiglækka skatta fólks eftir því sem það hafi hærri tekjur, haldi hann áfram völd- um. Samtímis er gert lítið úr þeirri ákvörðun Samfylkingar að lækka skatta jafnt hjá öllum, með hækkun skattleysismarka, gefist henni tæki- færi. Þetta tvennt er borið saman í töflu sem sýnir að fólki með tekjur upp að 104 þús. kr. á mánuði, hinum auma minnihluta, er varla ætlað neitt af rausnarlegri aðréttu Sjálf- stæðisflokksins. Ekki virðist fólk með allt að 140 þús. kr. mánaðar- tekjur heldur eiga að fá mikinn skerf af stórgjöfinni. Skattlækkunarloforð listans til einstaklings með 300 þús. kr. mán- aðarlaun er hinsvegar 7.500 krónum hærra á mánuði, 90 þús. kr.á ári en sú jafna lækkun til allra sem Sam- fylkingin (og raunar fleiri) boðar. Tölum ekki um gjafmildi D-listans við alvöruhátekjufólk. D-listinn vill sem sé byrja á að lækka skatta fólks með góðar eða háar tekjur og mikl- ar sig af að meirihluti fólks græði á lækkun skattprósentu, vel að merkja mest það með hæstu launin. Minnihlutinn, með lægstu launin og bæturnar, stórtapar hinsvegar, vegna þess að tiltölulega gott stað- greiðslukerfi hefur fyrir löngu verið rústað. Það var gert með því að af- tengja rökrétt og lögboðið samband skattleysismarka og verðlags, en hirða smám saman hærri skatta af lægri tekjum, jafnvel lengra og lengra undir þurftamörkum. Slíkir smámunir skipta e.t.v. ósköp litlu máli fyrir stórhuga menn. Þá er það bragarbótin sem D hef- ur gert á loforðunum. Nauðsynlegt var að „toppa“ þá sem nefndu mannúðlegri lausnir, svo skattleys- ismörkum var skyndilega hysjað upp í 78 þús. kr. að viðbættri 4% lækkuninni! Nóg af aurum í kass- anum, a.m.k. til loforða……. 78 þús. kr. mörkin nægðu líka til að ekki yrði tekinn skattur af „þurfa- manna“-bótum, en það hefur verið algengt uppá síðkastið. Bara yrði að halda bótum áfram lægstum á Norðurlöndum svo það dæmi gengi upp. Hvers vegna lofar D-listinn ann- ars ekki að leggja megnið af þeirri tröllauknu summu – sem nú er allt í einu tiltæk – í myndarlega leiðrétt- ingu á skattleysismarka-villunni og færa skattleysismörk í um 100 þús á mánuði, svipað og voru 1988 reiknað til núvirðis. Þar með lækkar skattur heilmikið og jafnt hjá öllum. Það kemur sér um leið best fyrir verð- uga meirihlutann, fólk með lágar og upp í meðaltekjur. Hátekjufólk myndi ekki græða neitt sérlega. Fjármálaráðuneytið getur reiknað þetta eins og skot, meðal annars að yfir 50% skattgreiðenda hagnast langmest á þessari tilhögun. Raunar svo að margir þeirra yrðu barasta alls ekki tekjuskattgreiðendur eftir breytinguna! Sú kosningatafla myndi sannar- lega gleðja marga. Skattamisrétti lofað? Eftir Hlédísi Guðmundsdóttur „Minnihlut- inn, með lægstu laun- in og bæt- urnar, stór- tapar hinsvegar, vegna þess að tiltölulega gott staðgreiðslukerfi hefur fyrir löngu verið rústað.“ Höfundur er læknir. Fimmtudagur 24. apríl Harmónikkuspil, glens og gaman í kosningamiðstöðinni Lækjargötu 2 Kaffistýrur og barnapíur ráða húsum. Trúðar, turtildúfur og allskyns furðufuglar Vilborg Dagbjartsdóttir skáldkona segir sögur og flytur ljóð Katla og Linda syngja sumarið inn í hjörtun Raddbandafélag Reykjavíkur flytur nokkrar strófur Ingibjörg Sólrún flytur ávarp Frambjóðendur bjóða upp á pönnukökur og annað bakkelsi með kaffinu. Dagskráin hefst klukkan þrjú Sumardagurinn fyrsti
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.