Morgunblaðið - 24.04.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 24.04.2003, Blaðsíða 48
UMRÆÐAN 48 FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR og Framsóknarflokkur tóku saman við stjórn landsins 1995. Á því ári kom út bókin Síðustu forvöð eftir Þorvald Gylfason prófessor í hagfræði. Þar segir (á bls. 234): „Síðustu ár höfum við Íslendingar mátt súpa seyðið af hirðuleysi okkar í efnahagsmálum marga áratugi aftur í tímann. Lífs- kjör okkar hafa dregist mjög aftur úr kjörum nálægra þjóða, þegar á heildina er litið.“ Þetta er harður dómur, sem prófessorinn fellir yfir íslenskri hagstjórn áratuganna á undan, áratuganna milli 1970 og 1990, þegar a.m.k. fimm sinnum var mynduð vinstri stjórn í landinu. Dettur nokkrum manni í hug að hagfræðingur sem mark er á tak- andi felli álíka dóm núna eftir að Sjálfstæðisflokkurinn hefur stýrt forsætis- og fjármálaráðuneyti í 12 ár? Auðvitað ekki. Nú dettur heldur ekki nokkrum manni í hug að ís- lenskt skólakerfi sé að dragast aftur úr og við séum eftirbátar annarra í mennta- og menningarmálum. Eftir að sjálfstæðismenn hafa stjórnað menntamálaráðuneytinu í 12 ár er skólakerfið í sókn en ekki vörn. En eftir vinstriáratugina á undan höfðu þeir sem best þekktu til þungar áhyggjur af að menntakerfið væri á fallanda fæti. Það var vonleysistónn í allri umræðu um þennan málaflokk og helst talað um atgervisflótta úr kennarastétt, lágt menntunarstig og fjársvelti. Sumir sem reyna að plata kjós- endur til að fella ríkisstjórnina í komandi kosningum tala um fjöl- skyldu- og velferðarmál og láta að því liggja að síðustu ár hafi verið óhagstæð barnafólki, öldruðum og þeim sem standa höllum fæti í lífs- baráttunni. Forystumenn stjórnar- flokkanna gorta e.t.v. ekki eins mik- ið og talsmenn annarra flokka af umhyggjusemi og áhyggjum yfir velferð fólks. Þess í stað láta þeir verkin tala og hafa aukið rétt for- eldra til fæðingarorlofs, stóraukið kaupmátt lægstu bóta og komið líf- eyrismálum á réttan kjöl þannig að samfélagið er viðbúið fyrirsjáanlegri fjölgun eldri borgara. Þetta hefur ekki verið gert með lántökum á kostnað komandi kynslóða því er- lendar skuldir ríkisins hafa á sama tíma lækkað til mikilla muna. Nú fyrir kosningar er reynt að koma höggi á stjórnarflokkana með því að finna kvótakerfi í sjávarútvegi sem flest til foráttu. Þetta kerfi var mótað af Sjálfstæðis- og Framsókn- arflokki og hefur verið við lýði í tutt- ugu ár. Fyrir þann tíma var und- irstöðuatvinnuvegur landsmanna nánast í stöðugri gjörgæslu hjá stjórnvöldum sem aftur og aftur björguðu lífi útgerðar og fiskvinnslu með gengisfellingum, styrkjum og pólitískum neyðarráðstöfunum. Sóknardagakerfið sem þá var við lýði varð til þess að allt of mörg og dýr skip voru við veiðar svo arður af hverju tonni sem aflaðist var mun minni en nú. Það er eins og þeir sem skammast mest yfir kvótakerfinu hafi gleymt þessu öllu, a.m.k. leggur Frjálslyndi flokkurinn til kerfi sem minnir skuggalega mikið á gömlu endileysuna. Ætla menn að kjósa þann flokk til stjórnarsetu? Hann heimtar vafalítið sjávarútvegsráðu- neytið. Þá verða e.t.v. aftur gefnar út hagfræðibækur þar sem því er slegið fram eins og hverri annarri blákaldri staðreynd að lífskjör okk- ar dragist aftur úr kjörum nálægra þjóða. Þegar ríkisstjórn stendur sig vel virðist fólki að þjóðarskútan sé á lygnum sjó og það sé lítill vandi að stýra henni. Undanfarin ár hefur leiðin þó oft verið þröng milli brims og boða. Það hefur verið kreppa á al- þjóðlegum fjármála- og hlutabréfa- mörkuðum og í sumum af helstu við- skiptalöndum okkar hefur verið óttalegt basl á efnahagslífinu. Við höfum sloppið vel enda hefur efna- hagsmálum hér verið stjórnað af skynsemi. Málflutningur stjórnar- andstöðuþingmanna undanfarin misseri bendir ekki til að þeir hefðu brugðist við vandamálum af sömu stillingu og yfirvegun. Í tólf ár hefur Sjálfstæðisflokk- urinn verið forystuflokkur í ríkis- stjórn. Þessi ár eru framfaraskeið og framfarirnar má að miklu leyti þakka farsælli stjórn. Höldum áfram á réttri braut. Höldum áfram á réttri braut Eftir Atla Harðarson „Við höfum sloppið vel enda hefur efnahags- málum hér verið stjórnað af skyn- semi.“ Höfundur er heimspekingur og kennari. I Ég ímynda mér að til mín hafi verið leitað með ósk um lögfræði- legt álit á þessum lögfræðilegu álitaefnum: 1. Fer Ríkisendurskoðun með vald til að gefa ráðuneytum og öðr- um stofnunum ríkisins álit á réttarsambandi ráðuneyta og undirstofnana þess? Svar: Nei. Ríkisendurskoðun starfar eftir lögum nr. 86/1997. Samkvæmt 1. gr. þeirra skal hún endurskoða ríkisreikning og reikninga þeirra aðila, sem hafa með höndum rekstur og fjárvörslu á vegum ríkisins. Hún getur einnig framkvæmt stjórnsýsluendur- skoðun. Loks skal hún samkvæmt ákvæðinu annast eftirlit með framkvæmd fjárlaga og vera þing- nefndum til aðstoðar við störf er varða fjarhagsmálefni ríkisins. Hvergi er hér að finna heimild til að gefa álit um réttarsamband ráðuneytis og undirstofnunar þess. 2. Er menntamálaráðherra heim- ilt að gefa Kvikmyndamiðstöð Íslands fyrirmæli um einstakar styrkveitingar úr Kvikmynda- sjóði? Svar: Nei. Í lögum um um Kvik- myndamiðstöð Íslands nr. 137/ 2001 er kveðið á um, að forstöðu- maður Kvikmyndamiðstöðvar Ís- lands taki endanlega ákvörðun um veitingu fjárstuðnings úr Kvik- myndasjóði. II. Það hefur færst í vöxt í seinni tíð, að Ríkisendurskoðun taki sér vald til að fjalla um mál sem ekki á undir hana að fjalla um. Ástæðan virðist vera sú, að þeir sem með stjórnsýsluvald fara, sæki í vax- andi mæli til stofnunarinnar í slíku skyni. Þeir vilja skjólið sem hún er svo fús á að veita. Fjölmiðlar henda álitsgerðir stofnunarinnar á lofti og virðast nánast telja að guð almáttugur hafi talað. Svo er ekki. Þetta eru bara Sigurður og Lárus. Jón Steinar Gunnlaugsson Sigurður og Lárus Höfundur er hæstaréttar- lögmaður. Alltaf á þriðjudögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.