Morgunblaðið - 24.04.2003, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 24.04.2003, Qupperneq 50
UMRÆÐAN 50 FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞESSA dagana þeysast fram- bjóðendur allra flokka um héruð til að sýna sig og sjá aðra. Und- irrituð er engin undantekning þar á og sem frambjóðandi Sjálfstæð- isflokksins í hinu víðfeðma Norð- vesturkjördæmi var ég stödd á Sauðárkróki í Skagafirði um dag- inn. Þar rak á fjörur mínar rit eitt ágætt sem heitir Sjónhornið og hefur að geyma sjónvarpssdagskrá og ýmsar auglýsingar um uppá- komur í héraði. Eins og vera ber í aðdraganda kosninga eru auglýs- ingar frá stjórnmálaflokkunum áberandi í ritinu, þótt sumar séu meira áberandi en aðrar. Það sem vakti athygli mína um- fram annað var opnuauglýsing frá Samfylkingunni þar sem falleg slagorð njóta sín í bland við mynd- ir af frambjóðendum í kjördæminu og ávarp frá forsætisráðherraefn- inu, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladótt- ur, dagsett í apríl 2003. Þar segir orðrétt: ,,Það er náttúrulega frá- leitt að ímynda sér það að ég ætli að fara að vera einhver kjördæma- potari fyrir norðurhluta Reykja- víkur. Ég er búin að taka að mér þetta trúnaðarhlutverk fyrir Sam- fylkinguna, að vera forsætisráð- herraefni, og í því felst að ég er að bjóða mig fram fyrir landsmenn alla en ekki fyrir tiltekinn hóp.“ Svo mörg voru þau orð. Lóðrétt á hlið niður eftir síðunni, meðfram yfirlýsingunni stendur síðan slag- orðið: ,,Heiðarleiki“. Í framhaldi af þessu langar mig til að minna okkur öll á orð sem þessi sami frambjóðandi í Reykja- vík norður lét ítrekað falla í síðast- liðnum jólamánuði. Fyrst er gripið niður í viðtal sem fréttamaður Ríkisútvarpsins átti við Ingibjörgu 18. desember 2002 um það hvort hún væri á leið á þing: ,,Ja, ég sagði þeim það, eins og ég er að segja ykkur að Össur hefði haft samband við mig og ég hefði alls ekki tekið því fjarri að setjast í fimmta sætið og ég teldi með því móti að það væri hægt að koma umræðunni um borgina, hagsmuni borgarinnar og hagsmunum borg- arbúa betur á dagskrá í þessari kosningabaráttu sem í hönd fer.“ Í Kastljósþætti milli jóla og ný- árs ítrekar Ingibjörg þessar áherslur sínar á borgarmálin: ,,Ég hef tekið eftir því að menn eru í æ ríkara mæli að fara í pólitískar umræður á Alþingi um borgar- stjórnina. Þá tel ég mikilvægt að þar sé einhver til andsvara og sé málsvari Reykjavíkurborgar, hvort sem það er ég eða einhver annar úr meirihluta borgarstjórnar.“ Ekki er laust við að það renni á mig tvær grímur við samanburð á þessum yfirlýsingum. Á aðeins fjórum mánuðum virðist sem Ingi- björg hafi kúvent í afstöðu sinni til borgarmálanna. Nú er hún að bjóða sig fram fyrir landsmenn alla en ekki tiltekinn hóp sam- anber aprílyfirlýsinguna í hinu skagfirska Sjónhorni. En sem íbúi á landsbyggðinni á ég bágt með að trúa því að fyrrverandi borgar- stjóri Reykjavíkur standi ekki við stóru orðin frá því um jól um að gæta fyrst og fremst hagsmuna höfuðborgarinnar. Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir hlýtur í reynd að vera forsætisráðherraefni Reyk- víkinga og af því leiðir að slagorðið ,,heiðarleiki“ á hlið í bland við apr- ílyfirlýsingu frambjóðandans virk- ar ekki sannfærandi á mig. Heiðarleiki á hlið? Eftir Birnu Lárusdóttur „Á aðeins fjórum mán- uðum virð- ist sem Ingi- björg hafi kúvent í afstöðu sinni til borgarmálanna.“ Höfundur skipar 7. sæti D-listans í Norðvesturkjördæmi. Í FRÉTT Morgunblaðsins þann 17. apríl s.l. um framkvæmdir við endurgerð Mýrargötu 26 gætir rangfærslna í ummælum Árna Þórs Sigurðssonar borgarfulltrúa vinstri- grænna um málið sem nauðsynlegt er að leiðrétta. Boðaðar breytingar á slippasvæði Hafnaryfirvöld hafa síðan á haust- dögum 2000 kynnt hagsmunaðilum áform borgaryfirvalda um breytta nýtingu á slippasvæðinu. Nýr vegur skyldi leggjast milli Hraðfrysti- stöðvarinnar og gömlu Bæjarútgerð- arinnar. Átti svæðið norðan vegar að rúma blandaða byggð, þ.e. íbúðir og hafnar- og þjónustustarfsemi. Kynnt var að endimörk svæðisins til vest- urs næðu að Ánanaustum og Grandagarði. Þessi kynning og boð- uð breyting borgaryfirvalda á svæð- inu var forsenda fyrir því að ráðist var í endurgerð hraðfrystistöðvar- innar. Þessar breytingar voru á hinn bóginn ekki útfærðar í nýsamþykktu aðalskipulagi með breyttri landnotk- un á svæðinu úr því að vera hafn- arsvæði í það að vera svæði fyrir blandaða íbúða-, hafnar- og þjón- ustustarfsemi sem er nauðsynlegt ef þessar hugmyndir eiga að verða að veruleika. Endurgerð hússins – samn- ingar við Reykjavíkurhöfn Endanleg ákvörðun um endurgerð hússins var tekin í byrjun árs 2002. Kynnti Nýja-Jórvík áætlanir sínar um breytta notkun hússins fyrir hafnarstjórn í ársbyrjun 2002. Boðað var að í fyrstu yrði leitað eftir sam- þykki fyrir vinnustofum sem síðar yrðu endurskilgreindar sem íbúðir að lokinni gerð deiliskipulags. Í kjöl- farið var gengið til samninga við hafnaryfirvöld um að fjarlægja mannvirki í eigu félagsins norðan við húsið til þess að greiða fyrir skipu- lagi á svæðinu. Boðuð samkeppni frestaðist og var að lokum hætt við hana í upphaflegri mynd. Í febr- úarbyrjun þessa árs var skipaður stýrihópur sem fjalla á um málefni svæðisins fyrir hönd borgarskipu- lags. Deiliskipulag svæðisins hefur dregist í um 2 ár frá því sem upp- haflega var boðað. Beiðni um breytta landnotkun – rif hússins Ósamræmi í gildandi aðalskipu- lagi hefur leitt til þess að félagið ósk- aði eftir því að landnotkun fyrir hús- ið yrði breytt. Breyting þessi er eðlileg og rökrétt þar sem húsið hef- ur engu hlutverki að gegna við starf- semi hafnarinnar. Þá er ekki í gildi hefðbundin kvöð fyrir húsið um að það hafi að geyma hafnsækna starf- semi þar sem húsið stendur á eign- arlóð. Við hlið hússins til austurs standa þrjú íbúðarhús sem búið hef- ur verið í um langt skeið og húsið stendur jafnframt í jaðri íbúðar- byggðar. Skýr svör við fjórum erindum fé- lagsins hafa ekki borist þar á meðal um það hvort húsið verði rifið eða ekki, sem ekki er í samræmi við málshraða- og meðalhófsreglu stjórnsýslulaga. Þá kann hér að skapast bótaábyrgð vegna ákvæðis skipulags- og byggingarlaga sem til- tekur sérstaklega bótaábyrgð sveit- arstjórnar við frestanir á afgreiðslu erinda um breytta notkun húsa vegna tafa á gerð deiliskipulags. Rangfærslur og villandi um- mæli Árna Þórs Sigurðssonar Í frétt Morgunblaðsins þann 17. apríl sl. var fjallað um uppbygging- aráformin um húsið og koma fram í greininni rangfærslur í svari Árna Þórs Sigurðssonar borgarfulltrúa um málið. Hann segir í fyrsta lagi að gert sé ráð fyrir hafnsækinni starf- semi skv. lóðarleigusamningi og skipulagi fyrir húsið. Þetta er ekki rétt. Húsið stendur á eignarlóð og engin kvöð er þar af leiðandi í gildi í lóðarleigusamningi fyrir húsið þar sem hann er ekki til. Hafnarstjórn samþykkti vinnustofur í húsinu án kvaðar um að þær hefðu að geyma hafnsækna starfsemi. Árni heldur því fram að mikilvægt sé að skipu- leggja svæðið í heild sinni áður en af- staða er tekin til erinda eigenda hússins. Félagið telur þetta ekki vera gild rök þar sem búið er að sam- þykkja breytta notkun hússins og breyting í það að geta kallað vinnu- stofu íbúð hefur engin áhrif á skipu- lagsvinnu svæðisins. Breyting á stöðu hússins með sérstöku sam- þykki á reitnum bindur því að mati félagsins ekki hendur stýrihóps við mótun framtíðarskipulags. Engar frekari kröfur eru gerðar um fjölda bílastæða íbúða umfram vinnustofa. Húsið hefur þegar fengið ákveðna stöðu í gildandi skipulagi með gerð- um samningum við hafnarstjórn. Árni nefnir legu Mýrargötu og að landfyllingar standi einnig í vegi fyr- ir því að unnt sé að verða við óskum eigenda. Nú hafa um nokkuð langt skeið verið þekktar nokkrar lausnir á umferðarmálum svæðisins sem gera ráð fyrir áframhaldandi stöðu byggðar við Mýrargötu. Þá eru fyr- irhugaðar landfyllingar sem Árni til- greinir sem óvissuþátt þessu húsi al- gjörlega óviðkomandi. Auðveld en brýn lausn á málefnum húsa á svæðinu Með framkvæmdunum er hrað- frystistöðinni breytt með nýstárlegri hönnun í íbúðir þar sem unnt er að samrýma búsetu og vinnu. Falla áform félagsins því vel að þeim fyr- irætlunum R- og D-lista að fjölga íbúðum á miðbæjarsvæði og þétta byggð og efla menningu á miðbæj- arsvæðinu. Íbúðalánasjóður hefur veitt vilyrði fyrir sérstökum lánum vegna leiguíbúða í húsinu fyrir 220 milljónir króna. Félagið mun bjóða hluta íbúðanna til leigu og í samræmi við átaksverkefni bæði ríkisstjórnar og Reykjavíkurborgar um að fjölga leiguíbúðum á leigumarkaði. Ég leyfi mér því að óska þess að borgarfulltrúar og borgarstjóri greiði götu þess að leysa málefni hússins með málefnalegri og raun- særri úrlausn í samræmi við boðaða stefnu í málefnum miðbæjarins. Fyrsta skrefið í því er að endurskil- greina stöðu Slippasvæðisins í aðal- skipulagi og jafnframt breyta land- notkun hússins sem bindur ekki vinnu stýrihóps um svæðið. Breytt landnotkun svæðisins er eðlilegur undirbúningur fyrir vinnu stýrihóps- ins um málefni Slippasvæðis og veit- ir jafnframt núverandi byggð og eig- endum húsa á svæðinu úrlausn brýnna erinda sinna á meðan unnið er að deiliskipulagi svæðisins. Endurgerð hraðfrystistöðvarinnar og uppbygging á hafnarsvæðinu Eftir Magnús Inga Erlingsson „Húsið hefur þegar fengið ákveðna stöðu í gild- andi skipu- lagi með gerðum samn- ingum við hafnar- stjórn.“ Höfundur er framkvæmdastjóri Nýju Jórvíkur. Teppi á stigaganga Ármúla 23, sími 533 5060 flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.