Morgunblaðið - 24.04.2003, Síða 62
62 FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
!"
#
$ " % &'
(
%#
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
ÓLÍKT hafast menn að; á meðan
Davíð Oddsson hamast á okkar
minnstu bræðrum þeim Jóni Bæjó,
Jóni Ásgeir, forsetanum og biskupn-
um þá fer Ingbjörg Sólrún til Borg-
arness og gerir bæn sína. Það hefur
verið mörgum undrunarefni hvers
vegna Borgarnes verður fyrir valinu
þegar dreifa þarf dylgjum um Davíð
Oddsson. Kanski er skýringin sú að í
næsta nágrenni Borganess, er Leirá
í Leirársveit. Þar bjó fyrir hálfri
annarri öld skáldið Jón Thoroddsen
sem uppdiktaði þá góðu konu Gróu á
Leiti. Andi Gróu svífur yfir vötnum
hvar sem Samfylkingin kemur sam-
an eða sendir frá sér efni.
Þessi aðferð að ata andstæðingin
auri og láta hann hann neita ávirð-
ingum sem á hann eru bornar flokk-
ast klárlega undir það að vera um-
ræðu- eða söguburðarstjórnmál.
Borgarnesguðspjall Ingibjargar
hið seinna opinberaði þó fleira en
„einkennilegt eðli“ Samfylkingar-
innar. Þar var æðstu embættis-
mönnum þjóðarinnar blandað með
fádæma smekklausum hætti í kosn-
ingabaráttu Samfylkingarinnar.
Ingibjörg Sólrún vísar í ræðu sinni
til meintra ofsókna Davíðs Oddsson-
ar á hendur forsetanum og biskupn-
um. Hvorugur hefur gert tilraun til
að afþakka afskipti Samfylkingar-
innar af embættum þeim sem þeir
gegna. Þetta vekur til umhugsunar
um heilindi þessara æðstu embætt-
ismanna þjóðarinnar. Ætla þeir að
láta sér vel líka að vera orðnir þátt-
takendur í illskeyttri kosningabar-
áttu. Þögn þeirra við Borgarnes-
smekkleysunni verður að skoða sem
samþykki.
HRAFNKELL A. JÓNSSON,
Fellabæ.
Söguburðarstjórnmál
Frá Hrafnkeli A. Jónssyni
ÞAÐ hefur vakið undrun mína, hátta-
lag stjórnvalda í Bandaríkjunum
(með stuðningi frá 51. fylki sínu, Ísr-
ael) að ætla að fara að ráðast inn í
önnur lönd í Mið-
Austurlöndum
sem eru óvinveitt
þeim og stefnir
allt að byrjað
verði á Sýrlandi.
Ég hef verið al-
gjörlega á móti
stríðinu við Írak
á þeim forsend-
um að mér finnst
það yfirgangur af
hálfu Bandaríkjanna að ætla að virða
Sameinuðu þjóðirnar að vettugi og
krækja sér í hin miklu verðmæti og
völd sem fást með leppstjórn í Írak.
Ég hefði hins vegar verið samþykkur
árásinni ef þarna hefði farið inn fjöl-
þjóðaher undir forystu SÞ, því Sadd-
am og stjórn hans voru hin mestu úr-
þvætti og er írösku þjóðinni betur
borgið án þeirra.
En með Sýrland gegnir öðru, þeir
hafa ekki verið að gera neitt af sér,
íbúarnir hafa það mun betra en í Írak
og þeir hafa ekki beitt efnavopnum
gegn sinni þjóð eða öðrum. Írakar
hafa gert þetta hvort tveggja og
reyndar finnst mér fáránlegt að
reyna að réttlæta innrásina í Írak út
af því sem gerðist í Íran í stjórnartíð
Reagans. Bandaríkjamenn studdu
innrásina og þeir vissu af beitingu
efnavopna sem voru nú líklega komin
frá Bandaríkjamönnum. En með eign
gereyðingarvopna hefur náðst al-
þjóðleg samþykkt sem flest ríki í
heiminum eru aðilarað, þar sem segir
að beiting kjarnorkuvopna sé með
öllu bönnuð og að þróun og fram-
leiðsla þeirra sé óleyfileg. Einnig seg-
ir ekkert ríki megi eiga kjarnorku-
vopn nema þau fimm ríki sem hafa
viðurkennt að eiga þannig vopn,
Rússland, Kína, Frakkland, Bretland
og Bandaríkin. Nú er hins vegar vitað
að Ísrael, Indland og Pakistan eiga
þau einnig. Ísrael má því ekki eiga
svona vopn en á þau nú samt með
fullri vitund Bandaríkjastjórnar sem
dælir í þá meira en 3 milljörðum doll-
ara árlega.
Berum nú saman þessi þrjú ríki,
Ísrael, Sýrland og Íran. Árið 1967
réðst Ísrael inn í nágrannaríki sín og
hertók hluta af nokkrum þeirra, m.a.
Gólanhæðir í Jórdaníu. Þeir hafa ráð-
ist miskunnarlaust á Palestínumenn
undanfarin tvö ár og drepið eitthvað
um 2500 manns. Þeir búa yfir kjarn-
orkuvopnum og líklega líka efna- og
sýklavopnum. Þarna er reyndar lang-
mesta lýðræðið í þessum þrem lönd-
um. Sýrland hefur lítið gert af sér
annað en það að vera óvinveitt
Bandaríkjunum, innrás þeirra í Írak
og að vera sökuð um að eiga gereyð-
ingarvopn.
Íran er svipað ríki, þeir áttu á ár-
unum 1980-1988 í stríði við Írak en
þar var Írak árásaraðilinn, einnig
hefur Íran gangsett kjarnorkuver á
síðastliðnu ári sem þeir segja reynd-
ar bara vera að framleiða orku og
hafa leyft vopnaleitarsveitum SÞ,
UNMOVIC, að skoða þau. Svo er
hægt að setja önnur ríki inn í þetta
samhengi s.s. Líbýu og Norður Kór-
eu. Líbýa er sökuð um sprenginguna
yfir Lockerbie árið 1988 með þeim af-
leiðingum að yfir 200 manns létust.
Norður-Kórea er hins vegar mun
hættulegri því þeir hafa vísvitandi
ögrað heiminum með eldflaugaskot-
um og hafa sett af stað kjarnorku-
áætlun sína.
Ég verð nú samt að draga í efa að
Bandaríkjamenn ráðist þangað inn.
Því ef þeir eiga kjarnorkuvopn gætu
þeir lagt í rúst borgir eins og Vladiv-
ostok, Seoul, margar borgir í Kína og
einnig hafa þeir sannað að þeir búi yf-
ir eldflaugum sem geta drifið yfir
Japan. Ef á þá yrði ráðist og þeir
ættu 10 kjarnorkusprengjur gætu
þeir drepið hátt í hundrað milljónir
manna í Rússlandi, Kína, Suður-Kór-
eu og Japan.
STEINN HALLDÓRSSON,
grunnskólanemi,
Baughúsum 28, Reykjavík.
Staðan í
Mið-Austurlöndum
Frá Steini Halldórssyni
Steinn Halldórsson