Morgunblaðið - 24.04.2003, Side 66

Morgunblaðið - 24.04.2003, Side 66
ÍÞRÓTTIR 66 FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ JÓHANNES Karl Guðjónsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, sem er á lánssamningi hjá enska úrvals- deildarliðinu Aston Villa segist ekki hafa mikinn áhuga á að snúa aftur til Real Betis á Spáni en Jó- hannes var lánaður til Aston Villa í janúar frá Real Betis og gildir láns- samningurinn til loka tímabilsins. „Nei eins og málin horfa í dag þá hef ég ekki mikinn áhuga á að fara aftur til Real Betis. Ég vonast eftir því að Aston Villa og Real Betis nái samkomulagi um kaupverð og ég semji við Aston Villa til framtíðar. Ég er ákaflega ánægður með veruna hjá Villa og vill vera hjá lið- inu lengur. Hins vegar veit maður aldrei hvað getur gerst í boltanum. Ég gæti þess vegna verið kominn til Spánar í sumar en núna á Aston Villa hug minn allan,“ sagði Jó- hannes Karl við Morgunblaðið í gær. Jóhannes er samningsbundinn Real Betis til ársins 2007 og hann segir að ef sú staða komi upp að Real Betis vilji fá sig í sumar geti hann ekki neitað því en hann hefur enga trú á að slíkt gerist á meðan Victor Fernandez er þjálfari liðs- ins. „Ég var al- veg úti í kuldanum hjá Fern- andez og ég sá enga framtíð hjá Real Betis með hann sem þjálfara. Ég reikna með að félögin setjist niður í lok tímabilsins og reyni að semja um kaupverð enda hefur Graham Taylor sagt að hann vilji gera við mig samning. Það verður ekkert vandamál fyrir mig að semja við Villa en aðalatriði er að félögin nái samningum.“ Jóhannes Karl segist halda að Real Betis vilji fá 1,5 til 2 millj- ónir punda fyrir sig, sem sam- svarar 180 til 240 milljónum króna, en félagið keypti hann frá hollenska liðinu Waalwikj í september 2001 fyrir 350 milljónir. Skagamaðurinn knái varð fyrir meiðslum í sigurleik Aston Villa á Chelsea um síð- ustu helgi en hann segist vera á góðum batavegi og vonast til að geta verið klár í slaginn þegar Aston Villa heimsækir Everton á Goodison Park á laugardaginn. Jóhannes Karl kemur síðan til móts við íslenska landsliðshópinn á mánudaginn þegar leikmenn lands- liðsins koma saman í Finnland. Sjö aðrir leikmenn leikmenn sem leika með enskum liðum, mæta einnig til leiks – Guðni Bergsson, Bolton, Hermann Hreiðarsson, Charlton, Lárus Orri Sigurðsson, WBA, Brynjar Björn Gunnarsson, Stoke, Heiðar Helguson, Watford, Eiður Smári Guðjohnsen, Chelsea og Ívar Ingimarsson, Brighton. Leikið verður við Finna á mið- vikudaginn kemur á Pohjola- leikvellinum í Vantaa, sem er bær rétt norðan við Helsinki. Jóhannes Karl vill ekki fara aftur til Betis ÓLAFUR Oddur Sigurðsson, úr HSK, og sveitungur hans Lárus Kjartansson hafa glímt átján sinn- um á síðustu þremur árum. Ólafur hefur unnið 10 sinnum, Lárus hefur unnið sjö glímur og ein glíma hefur endað með jafnglími. ARNGEIR Friðriksson, HSÞ, og Pétur Ingvarsson, úr Víkverja, hafa glímt átta glímur á sama tíma. Arn- geir hefur unnið fjórar, Pétur hefur unnið þrjár og ein glíma hefur endað með jafnglími. ÓLAFUR Oddur og Arngeir hafa á fyrrgreindu tímabili mæst níu sinnum, Ólafur hefur unnið í sjö skipti og Arngeir í tvígang. LÁRUS og Pétur hafa glímt 11 sinnum, af þeim hefur Lárus unnið fjórar, Pétur tvær og fimm glímur hafa endað með jafnglímu. ÓLAFUR Oddur og Pétur hafa á þessu tímabili mæst í tólf skipti. Ólafur hefur hefur unnið sex glímur, Pétur hefur unnið þrjár og jafnoft hefur niðurstaðan verið jafn- glími. LÁRUS og Arngeir hafa glímt 5 glímur. Lárus hefur unnið 3 og 2 hafa endað með jafnglímu.  INGA Gerða Pétursdóttir, HSÞ, og Soffía Kristín Björnsdóttir, einn- ig úr HSÞ, hafa á síðustu þremur ár- um glímt fimm sinnum. Inga Gerða hefur unnið tvær glímur en þrjár hafa endað með jafnglími.  BERGLIND Kristinsdóttir, HSK, og Svana Hörn Jóhannsdóttir, GFD, hafa glímt níu glímur og hefur Svana sigrað í þeim öllum.  INGA Gerða og Sólveig Rós Jó- hannsdóttir, GFD, hafa glímt þrisv- ar sinnum og hefur Inga Gerða haft betur í þeim öllum.  SOFFÍA og Berglind hafa glímt sjö glímur, Soffía hefur sigrað í sex skipti og ein glíma hefur endað með jafnglími.  SVANA og Sólveig hafa glímt fjórar glímur og hafa þær unnið tvær hvor.  INGA GERÐA og Berglind hafa glímt átta glímur og hefur Inga sigr- að í þeim öllum.  SOFFÍA og Svana hafa glímt sjö sinnum og hefur Svana sigrað í þremur viðureignum en Soffía í tveimur. Þjár viðureignir hafa endað með jafnglími.  BERGLIND og Sólveig hafa hafa glímt fjórar glímur. Sólveig hefur unnið tvær og Berglind einu sinni, ein glíma hefur endað með jafnglími.  INGA GERÐA og Svana hafa glímt átta sinnum. Svana hefur unn- ið fjórar glímur og Inga hefur unnið eina. Jafnglími hefur orðið niður- staðan hjá þeim í þrígang.  SOFFÍA og Sólveig hafa mæst tvisvar sinnum. Sólveig vann í eitt skiptið en einu sinni urðu þær að sættast á jafnglími. FÓLK Enginn þeirra átta karla sem nú reyna með sér hefurunnið Grettisbeltið og því ljóst að nýtt nafn verður letrað á skjöld sem festur verður við beltið að keppni lokinni á laugardaginn. Reynslumesti glímumaðurinn í keppninni um Grett- isbeltið að þessu sinni verður Þingey- ingurinn Arngeir Friðriksson sem nú tekur þátt í fjórtánda sinn. Arngeir hef- ur lengi verið í hópi fremstu glímumanna landsins en ekki lánast að vinna Íslandsglímuna þrátt fyrir að hafa á tíðum gert harðar atlögur að beltinu. Hann hefur fjór- um sinnum hafnað í öðru sæti, árin 1992, 1996, 1997 og 2000. Næst reynslumesti glímumaðurinn keppninnar að þessu sinni er Ólafur Oddur Sigurðsson, HSK, sem nú er með í áttunda sinn. Hann hefur lent í öðru sæti á eftir Ingibergi undanfarin tvö ár. Pétur Eyþórsson, Vík- verja, á að baki þátttöku í fimm Íslandsglímum og Lár- us Kjartansson, HSK, hefur verið með í tvígang. Fjórir nýliðar spreyta sig í Íslandsglímunni að þessu sinni – Þingeyingurinn Jón Smári Eyþórsson og þrír Fjölnismenn, Heimir Hansen, Hlynur Hansen og Orri Ingólfsson. Fyrst keppt í húsi góðtemplara á Akureyri 1906 Að undanskildum fimm árum á árum fyrri heims- styrjaldarinnar hefur Íslandsglíman, keppnin um Grettisbeltið verið háð á hverju ári frá 1906 að fjórir glímumenn komu saman og þreytti Íslandsglímu í húsi góðtemplara á Akureyri. Fyrsti handhafi Grettisbelt- isins var Ólafur V. Davíðsson. Lagði Ólafur þá m.a. hinn þekkta glímu- og aflraunamann Jóhannes Jósefsson [Jóhannes á Borg]. Vinnur Inga Gerða í þriðja sinn? Inga Gerða Pétursdóttir, HSÞ, á möguleika á að vinna Freyjumenið í þriðja sinni að þessu sinni en hún stóð uppi sem sigurvegari á síðasta ári og einnig fyrir þremur árum þeg- ar keppt var um menið í fyrsta sinn í tilefni af því að þá voru tíu ár síðan ís- lenskar konur kepptu í glímu í fyrsta sinn. Í fyrra átti Inga Gerða, sem á dögunum var valin fegurðardrottn- ing Norðurlands, í harðri keppni við Svönu Hrönn Jóhannsdóttur, GFD, sem eflaust kemur tvíefld til leiks að þessu sinni. Það á einnig við um Soffíu Kristínu Björnsdóttur, félaga Ingu Gerðu úr HSÞ. Soffía var ekki með í fyrra en hafnaði í öðru sæti fyr- ir tveimur árum og í þriðja sæti fyrir þremur árum. Auk Ingu Gerðu, Soffíu Kristínar og Svönu Hrannar, mætir Berglind Kristinsdóttir, HSK, til leiks að þessu sinni. Berglind hef- ur tekið þátt í keppninni um Freyju- menið undanfarin þrjú ár án þess þó að blanda sér í keppnina um verð- laun. Þá spreytir Sólveig Rós Jó- hannsdóttir sig einnig að þessu sinni en hún hreppti 7. sæti í fyrra en þá keppti hún fyrsta sinni. Sólveig er yngst þeirra fimm keppenda sem sækjast eftir Freyjumeninu. Morgunblaðið/Jim Smart Ingibergur Sigurðsson með Grettisbeltið, sem hann vann sjö ár í röð. Inga Gerða Pétursdóttir, HSÞ, varð sigurvegari í Freyjuglímunni í fyrra – lagði alla keppinauta sína og fékk sjö vinninga. INGIBERGUR Sigurðsson, úr Víkverja, glímu- kóngur Íslands undanfarin sjö ár, glímir ekki um Grettisbeltið á laugardaginn þegar átta glímumenn mæta til leiks og reyna með sér í Íslandsglímunni og freista þess að vinna þennan elsta verðlaunagrip í íslenskri íþróttasögu. Íslandsglíman fer að þessu sinni fram í Víkinni kl. 13 og eftir að keppni lýkur hjá körlunum ganga fimm konur fram á sviðið og reyna með sér í Freyjuglímunni sem nú verður þreytt í fjórða sinn. Eftir Ívar Benediktsson Ingibergur glímir ekki um Grettis- beltið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.