Morgunblaðið - 24.04.2003, Síða 69

Morgunblaðið - 24.04.2003, Síða 69
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2003 69 ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu hrapar niður um sjö sæti frá síðasta mánuði á nýjum styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, sem gefinn var út í gær. Þar eru Íslendingar í 68. sæti en voru í 61. sæti á listanum í marsmánuði og í 58. sæti um síðustu áramót. Skotar, sem báru sigurorð af Ís- lendingum á Hampden Park í lok síðasta mánaðar, færast með sigr- inum upp um fjögur sæti og eru í 59. sæti. Topp tíu listinn tekur litlum breytingum. Heimsmeistarar Bras- ilíumanna eru sem fyrr í toppsæt- inu og á eftir þeim koma Spánverj- ar og Frakkar líkt og í síðasta mánuði. Þjóðverjar færast upp um eitt sæti og eru í fjórða sæti, Hol- lendingar eru í fimmta, Argent- ínumenn í sjötta, Englendingar í sjöunda, Tyrkir í áttunda, Mexíkóar í níunda og Bandaríkjamenn eru í tíunda sæti. Danir eru efstir Norðurlanda- þjóðanna í 11. sæti, Svíar eru í 20. sæti, Norðmenn í 23. sæti, Finnar, sem Íslendingar mæta í næstu viku, eru í 47. sæti og Færeyingar eru í 120. sæti en Íslendingar mæta þeim í byrjun júní á Laugardalsvelli. Íslenska landsliðið fellur um sjö sæti á FIFA-listanum miðlum myndi aukast við fjölgun leikja. Umfjöllunin myndi dragast saman um hvern ákveðinn leik. Áhorfendum myndi stórlega fækka á leikjum. Fjölgun myndi skaða handknattleikinn, aðeins bjóða upp á meiri lognmollu yfir lengri tíma. Handknattleiksforust- an verður að koma í veg fyrir fjölgun á liðum – byrgja verður brunninn áður en barnið dettur of- an í hann.“ Handknattleiksforustan bar ekki gæfu til að byrgja brunninn. Forkeppni með fjölmarga lítt spennandi leiki hefur tekið hátt í sjö mánuði og áhorfendum hefur enn fækkað. Meira að segja í úr- slitakeppni. Átta liða deild Ég sé ekki annað en það þurfi að gera stórátak til að rífa handknatt- leiksáhugann upp og þá sérstak- lega þegar ljóst er að nokkur lið eru að missa litríkustu leikmenn sína til útlanda. Leikmenn sem hafa farið fremstir í flokki við að laða að og skemmta áhorfendum. Ársþing Handknattleikssam- bands Íslands fer fram um helgina. Þar verður lögð fram til- laga um enn eina breytinguna á keppnisfyrirkomulagi, sem ég tel að geri handknattleiknum ekki gott, heldur skaði hann enn frekar. Það er ekki lengur hægt að hunsa vilja handknattleiksunn- enda, margra þjálfara og leik- manna, sem vilja fá átta liða úr- valsdeild. Það yrði gæfuspor fyrir handknattleik á Íslandi ef komið yrði á úrvalsdeild átta liða. Þá fyrst geta lið farið að byggja upp heimavallarstemmningu allt keppnistímabilið – laða að áhorf- endur, koma á föstum leikdögum þar sem öll liðin leika leiki sína. Með því að ná að laða að áhorf- endur er hægt að byggja upp stemmningu. Þegar áhorfendur byrja að fjöl- menna á leiki á ný, fara leikmenn að hafa gaman af því sem þeir eru að fást við. Áhorfendur og stemmning gera aðeins eitt – betri leikmenn koma fram. Leikmenn sem leggja sig fram til að skemmta áhorfendum í leikjum, sem allir skipta máli. Þegar búið er að fækka liðum í átta í úrvalsdeild, er hægt að skipuleggja hvaða keppnisfyrir- komulag henti best. Ég kem hér fram með hugmynd, sem gerir alla leiki liðanna í átta liða úrvalsdeild þýðingarmikla.  Leiknar verða þrjár umferð- ir, þannig að hvert lið leikur 21 leik.  Fyrst verða leiknar tvær um- ferðir – 14 leikir, heima og heiman. Það lið, sem nær betri samanlögð- um árangri í viðureign liða, tryggir sér heimaleik í þriðju umferðinni. Það er því að miklu að keppa fyrir liðin í leikjunum í fyrstu tveimur umferðunum – heimaleik!  Eitt lið, neðsta liðið í deild- inni, fellur í 2. deild og tekur efsta liðið í 2. deild sæti þess í úrvals- deildinni.  Liðið, sem verður í næst- neðsta sæti í úrvalsdeild, leikur um sæti í deildinni við lið sem verða í öðru og þriðja sæti í 2. deild. Leikið er heima og heiman.  Að úrvalsdeildinni lokinni myndu sjö efstu liðin í deildinni og sigurvegarinn í 2. deild taka þátt í Stórbikarkeppni – fyrirtækja- keppni, þar sem liðin átta kepptu í nafni fyrirtækis sem þau næðu að semja við sem styrktaraðila. Dreg- ið yrði um hvaða lið mættust í 8 liða úrslitum og leikið yrði heima og heiman. Ef lið yrðu jöfn, færi fram aukaleikur á hlutlausum velli og færi stór hluti af tekjum af þeim leik í ákveðinn verðlaunasjóð, en ákveðinn hluti af tekjum af öðr- um leikjum. Peningaverðlaun yrðu í keppninni og fengi sigurvegarinn rétt til að leika í EHF-bikarkeppni Evrópu.  Bikarkeppni HSÍ yrði með sama fyrirkomulagi og nú. Sigur- vegarinn ynni sér rétt til að leika í Evrópukeppni bikarhafa.  Sigurvegarinn í úrvalsdeild- inni tryggði sér rétt til að keppa í Meistaradeild Evrópu og liðið í öðru sæti í Áskorendakeppni Evr- ópu. Þetta er aðeins ein hugmynd til að gera handknattleikinn áhuga- verðari. Aðalatriðið er að það verð- ur að gefa liðum tækifæri og grundvöll til að ná upp góðri heimavallarstemmningu. Það verð- ur aðeins gert með því að bjóða upp á leiki sem hafa mikla þýð- ingu. Leiki sem leikmenn leggja sig alla fram í og njóta að leika fyr- ir fullu húsi áhorfenda. Til þess að það takist verður handknattleiksforustan að koma upp úr brunninum. Sigmundur Ó. Steinarsson  ÁRNI Gautur Arason, landsliðs- markvörður í knattspyrnu, lék í gær með varaliði Rosenborg í fyrstu umferð norsku 2. deildarinn- ar. Rosenborg vann þar Skarp auðveldlega, 6:2, eftir 6:0 í hálfleik. Árni Gautur hefur sem kunnugt er mátt sætta sig við að sitja á vara- mannabekk Rosenborg í fyrstu tveimur leikjum liðsins í úrvals- deildinni og allt bendir til þess að hann verði að láta leiki í 2. deild- inni duga á næstunni því Espen Johnsen hefur varið mark meist- aranna af miklum móð.  HÖRÐUR Magnússon, mesti markaskorari í sögu knattspyrn- unnar í FH, er byrjaður að æfa með Hafnarfjarðarliðinu á nýjan leik. Hörður, sem er orðinn 37 ára, lagði skóna á hilluna eftir tímabilið 2001 en hann er fimmti marka- hæsti leikmaður efstu deildar frá upphafi með 87 mörk.  HÖRÐUR segir í samtali við heimasíðu stuðningsmanna FH að hann hafi sjaldan verið í betra lík- amlegu formi en hann muni gera það upp við sig á næstu dögum hvort hann taki fram skóna af al- vöru til að spila með FH í úrvals- deildinni í sumar.  HELGI Kolviðsson lék allan leik- inn með Kärnten sem steinlá gegn Admira/Mödling, 4:0, í austurrísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöld. Kärnten getur því enn fallið en liðið er sex stigum fyrir of- an botnlið Bregenz. Neðsta liðið í deildinni fellur.  GUNNAR Berg Viktorsson skoraði þrjú mörk fyrir Paris þeg- ar liðið tapaði, 34:18, fyrir meist- araliði Montpellier í frönsku 1. deildinni í handknattleik í fyrra- kvöld.  SÄVEHOF komst í gærkvöldi í undanúrslit um sænska meistara- titilinn í handknattleik þegar liðið lagði Tumba, 30:21.  SANDEFJORD vann Stavanger, 34:25, í fyrstu viðureign liðanna um norska meistaratitilinn í hand- knattleik karla sem fram fór í Sandefjord í gærkvöldi.  LÍKLEGT þykir að Trevor Brooking hlaupi í skarðið fyrir Glenn Roeder, knattspyrnustjóra West Ham, á lokaspretti ensku úr- valsdeildarinnar, en Roeder var lagður inn á sjúkrahús um páska- helgina vegna hjartakvilla.  MORTEN Olsen, landsliðsþjálf- ari Dana í knattspyrnu, segir danska framherja ekki vera nógu sterka og að sú staðreynd standi landsliðinu fyrir þrifum. „Okkur vantar betri framherja,“ sagði Ol- sen í gær þegar hann valdi lands- liðshópinn sem mætir Úkraínu í vináttulandsleik í næstu viku. FÓLKDANÍEL Ragnarsson handknatt- leiksmaður hefur leikið sinn síðasta leik með norska liðinu Haslum en hann hefur gert samning við spænska 1. deildarliðið Torrevieja frá Alicante sem leikur í 2. deildinni á næstu leiktíð. Þetta er sama félag og Birkir Ívar Guðmundsson markvörður úr Haukum lék með á síðustu leiktíð. Torrevieja er þegar fallið og situr á botni spænsku deildarinnar með að- eins sex stig í 26 leikjum. Þar með hefur Haslum misst tvo íslenska leikmenn úr sínum röðum á skömmum tíma, Daníel, sem kom til liðsins frá Val fyrir tveimur árum, og Heimi Örn Árnason, sem gekk í raðir Haslum frá KA síðastliðið sumar. Þriðji Íslendingurinn hafði áður yf- irgefið herbúðir Haslum, þjálfarinn Kristján Halldórsson en hann var ný- lega ráðinn þjálfari danska kvenna- liðsins Skovbakken/Brabrand. Eftir hjá Haslum er þó einn Ís- lendingur, Thedór Valsson sem eins og Daníel hefur leikið með liðinu síð- ustu tvö árin. Daníel og Heimir voru í lykilhlut- verkum hjá Haslum í vetur, Daníel skoraði 90 mörk og Heimir Örn 80. Daníel á leið til Spánar Reuters Ronaldo fagnar þriðja marki sínu og Real Madrid á Old Trafford í gærkvöld. Brasilíumaðurinn snjalli skoraði öll mörk Real Madrid sem beið lægri hlut, 4:3, en sigraði samanlagt, 6:5. Upp úr brunninum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.