Morgunblaðið - 24.04.2003, Qupperneq 69

Morgunblaðið - 24.04.2003, Qupperneq 69
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2003 69 ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu hrapar niður um sjö sæti frá síðasta mánuði á nýjum styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, sem gefinn var út í gær. Þar eru Íslendingar í 68. sæti en voru í 61. sæti á listanum í marsmánuði og í 58. sæti um síðustu áramót. Skotar, sem báru sigurorð af Ís- lendingum á Hampden Park í lok síðasta mánaðar, færast með sigr- inum upp um fjögur sæti og eru í 59. sæti. Topp tíu listinn tekur litlum breytingum. Heimsmeistarar Bras- ilíumanna eru sem fyrr í toppsæt- inu og á eftir þeim koma Spánverj- ar og Frakkar líkt og í síðasta mánuði. Þjóðverjar færast upp um eitt sæti og eru í fjórða sæti, Hol- lendingar eru í fimmta, Argent- ínumenn í sjötta, Englendingar í sjöunda, Tyrkir í áttunda, Mexíkóar í níunda og Bandaríkjamenn eru í tíunda sæti. Danir eru efstir Norðurlanda- þjóðanna í 11. sæti, Svíar eru í 20. sæti, Norðmenn í 23. sæti, Finnar, sem Íslendingar mæta í næstu viku, eru í 47. sæti og Færeyingar eru í 120. sæti en Íslendingar mæta þeim í byrjun júní á Laugardalsvelli. Íslenska landsliðið fellur um sjö sæti á FIFA-listanum miðlum myndi aukast við fjölgun leikja. Umfjöllunin myndi dragast saman um hvern ákveðinn leik. Áhorfendum myndi stórlega fækka á leikjum. Fjölgun myndi skaða handknattleikinn, aðeins bjóða upp á meiri lognmollu yfir lengri tíma. Handknattleiksforust- an verður að koma í veg fyrir fjölgun á liðum – byrgja verður brunninn áður en barnið dettur of- an í hann.“ Handknattleiksforustan bar ekki gæfu til að byrgja brunninn. Forkeppni með fjölmarga lítt spennandi leiki hefur tekið hátt í sjö mánuði og áhorfendum hefur enn fækkað. Meira að segja í úr- slitakeppni. Átta liða deild Ég sé ekki annað en það þurfi að gera stórátak til að rífa handknatt- leiksáhugann upp og þá sérstak- lega þegar ljóst er að nokkur lið eru að missa litríkustu leikmenn sína til útlanda. Leikmenn sem hafa farið fremstir í flokki við að laða að og skemmta áhorfendum. Ársþing Handknattleikssam- bands Íslands fer fram um helgina. Þar verður lögð fram til- laga um enn eina breytinguna á keppnisfyrirkomulagi, sem ég tel að geri handknattleiknum ekki gott, heldur skaði hann enn frekar. Það er ekki lengur hægt að hunsa vilja handknattleiksunn- enda, margra þjálfara og leik- manna, sem vilja fá átta liða úr- valsdeild. Það yrði gæfuspor fyrir handknattleik á Íslandi ef komið yrði á úrvalsdeild átta liða. Þá fyrst geta lið farið að byggja upp heimavallarstemmningu allt keppnistímabilið – laða að áhorf- endur, koma á föstum leikdögum þar sem öll liðin leika leiki sína. Með því að ná að laða að áhorf- endur er hægt að byggja upp stemmningu. Þegar áhorfendur byrja að fjöl- menna á leiki á ný, fara leikmenn að hafa gaman af því sem þeir eru að fást við. Áhorfendur og stemmning gera aðeins eitt – betri leikmenn koma fram. Leikmenn sem leggja sig fram til að skemmta áhorfendum í leikjum, sem allir skipta máli. Þegar búið er að fækka liðum í átta í úrvalsdeild, er hægt að skipuleggja hvaða keppnisfyrir- komulag henti best. Ég kem hér fram með hugmynd, sem gerir alla leiki liðanna í átta liða úrvalsdeild þýðingarmikla.  Leiknar verða þrjár umferð- ir, þannig að hvert lið leikur 21 leik.  Fyrst verða leiknar tvær um- ferðir – 14 leikir, heima og heiman. Það lið, sem nær betri samanlögð- um árangri í viðureign liða, tryggir sér heimaleik í þriðju umferðinni. Það er því að miklu að keppa fyrir liðin í leikjunum í fyrstu tveimur umferðunum – heimaleik!  Eitt lið, neðsta liðið í deild- inni, fellur í 2. deild og tekur efsta liðið í 2. deild sæti þess í úrvals- deildinni.  Liðið, sem verður í næst- neðsta sæti í úrvalsdeild, leikur um sæti í deildinni við lið sem verða í öðru og þriðja sæti í 2. deild. Leikið er heima og heiman.  Að úrvalsdeildinni lokinni myndu sjö efstu liðin í deildinni og sigurvegarinn í 2. deild taka þátt í Stórbikarkeppni – fyrirtækja- keppni, þar sem liðin átta kepptu í nafni fyrirtækis sem þau næðu að semja við sem styrktaraðila. Dreg- ið yrði um hvaða lið mættust í 8 liða úrslitum og leikið yrði heima og heiman. Ef lið yrðu jöfn, færi fram aukaleikur á hlutlausum velli og færi stór hluti af tekjum af þeim leik í ákveðinn verðlaunasjóð, en ákveðinn hluti af tekjum af öðr- um leikjum. Peningaverðlaun yrðu í keppninni og fengi sigurvegarinn rétt til að leika í EHF-bikarkeppni Evrópu.  Bikarkeppni HSÍ yrði með sama fyrirkomulagi og nú. Sigur- vegarinn ynni sér rétt til að leika í Evrópukeppni bikarhafa.  Sigurvegarinn í úrvalsdeild- inni tryggði sér rétt til að keppa í Meistaradeild Evrópu og liðið í öðru sæti í Áskorendakeppni Evr- ópu. Þetta er aðeins ein hugmynd til að gera handknattleikinn áhuga- verðari. Aðalatriðið er að það verð- ur að gefa liðum tækifæri og grundvöll til að ná upp góðri heimavallarstemmningu. Það verð- ur aðeins gert með því að bjóða upp á leiki sem hafa mikla þýð- ingu. Leiki sem leikmenn leggja sig alla fram í og njóta að leika fyr- ir fullu húsi áhorfenda. Til þess að það takist verður handknattleiksforustan að koma upp úr brunninum. Sigmundur Ó. Steinarsson  ÁRNI Gautur Arason, landsliðs- markvörður í knattspyrnu, lék í gær með varaliði Rosenborg í fyrstu umferð norsku 2. deildarinn- ar. Rosenborg vann þar Skarp auðveldlega, 6:2, eftir 6:0 í hálfleik. Árni Gautur hefur sem kunnugt er mátt sætta sig við að sitja á vara- mannabekk Rosenborg í fyrstu tveimur leikjum liðsins í úrvals- deildinni og allt bendir til þess að hann verði að láta leiki í 2. deild- inni duga á næstunni því Espen Johnsen hefur varið mark meist- aranna af miklum móð.  HÖRÐUR Magnússon, mesti markaskorari í sögu knattspyrn- unnar í FH, er byrjaður að æfa með Hafnarfjarðarliðinu á nýjan leik. Hörður, sem er orðinn 37 ára, lagði skóna á hilluna eftir tímabilið 2001 en hann er fimmti marka- hæsti leikmaður efstu deildar frá upphafi með 87 mörk.  HÖRÐUR segir í samtali við heimasíðu stuðningsmanna FH að hann hafi sjaldan verið í betra lík- amlegu formi en hann muni gera það upp við sig á næstu dögum hvort hann taki fram skóna af al- vöru til að spila með FH í úrvals- deildinni í sumar.  HELGI Kolviðsson lék allan leik- inn með Kärnten sem steinlá gegn Admira/Mödling, 4:0, í austurrísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöld. Kärnten getur því enn fallið en liðið er sex stigum fyrir of- an botnlið Bregenz. Neðsta liðið í deildinni fellur.  GUNNAR Berg Viktorsson skoraði þrjú mörk fyrir Paris þeg- ar liðið tapaði, 34:18, fyrir meist- araliði Montpellier í frönsku 1. deildinni í handknattleik í fyrra- kvöld.  SÄVEHOF komst í gærkvöldi í undanúrslit um sænska meistara- titilinn í handknattleik þegar liðið lagði Tumba, 30:21.  SANDEFJORD vann Stavanger, 34:25, í fyrstu viðureign liðanna um norska meistaratitilinn í hand- knattleik karla sem fram fór í Sandefjord í gærkvöldi.  LÍKLEGT þykir að Trevor Brooking hlaupi í skarðið fyrir Glenn Roeder, knattspyrnustjóra West Ham, á lokaspretti ensku úr- valsdeildarinnar, en Roeder var lagður inn á sjúkrahús um páska- helgina vegna hjartakvilla.  MORTEN Olsen, landsliðsþjálf- ari Dana í knattspyrnu, segir danska framherja ekki vera nógu sterka og að sú staðreynd standi landsliðinu fyrir þrifum. „Okkur vantar betri framherja,“ sagði Ol- sen í gær þegar hann valdi lands- liðshópinn sem mætir Úkraínu í vináttulandsleik í næstu viku. FÓLKDANÍEL Ragnarsson handknatt- leiksmaður hefur leikið sinn síðasta leik með norska liðinu Haslum en hann hefur gert samning við spænska 1. deildarliðið Torrevieja frá Alicante sem leikur í 2. deildinni á næstu leiktíð. Þetta er sama félag og Birkir Ívar Guðmundsson markvörður úr Haukum lék með á síðustu leiktíð. Torrevieja er þegar fallið og situr á botni spænsku deildarinnar með að- eins sex stig í 26 leikjum. Þar með hefur Haslum misst tvo íslenska leikmenn úr sínum röðum á skömmum tíma, Daníel, sem kom til liðsins frá Val fyrir tveimur árum, og Heimi Örn Árnason, sem gekk í raðir Haslum frá KA síðastliðið sumar. Þriðji Íslendingurinn hafði áður yf- irgefið herbúðir Haslum, þjálfarinn Kristján Halldórsson en hann var ný- lega ráðinn þjálfari danska kvenna- liðsins Skovbakken/Brabrand. Eftir hjá Haslum er þó einn Ís- lendingur, Thedór Valsson sem eins og Daníel hefur leikið með liðinu síð- ustu tvö árin. Daníel og Heimir voru í lykilhlut- verkum hjá Haslum í vetur, Daníel skoraði 90 mörk og Heimir Örn 80. Daníel á leið til Spánar Reuters Ronaldo fagnar þriðja marki sínu og Real Madrid á Old Trafford í gærkvöld. Brasilíumaðurinn snjalli skoraði öll mörk Real Madrid sem beið lægri hlut, 4:3, en sigraði samanlagt, 6:5. Upp úr brunninum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.