Morgunblaðið - 24.04.2003, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 24.04.2003, Blaðsíða 72
FÓLK Í FRÉTTUM 72 FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ NÝ kvikmynd Sólveigar Anspach, Stormy Weather, hefur verið valin til sýningar í Un Certain Regard dagskránni á kvikmyndahátíð- inni í Cannes í Frakklandi sem fram fer dagana 14.–26. maí næstkomandi. Að undan- skildri aðal- keppninni sjálfri er Un Certain Regard sú dag- skrá á hátíðinni sem jafnan fær mesta athygli og því mjög eftirsótt að koma mynd þangað inn. Stormy Weather var að stórum hluta kvikmynduð í Vestmanna- eyjum en hún er samstarfsverkefni Frakka, Íslendinga og Belga og var styrkt af Kvikmyndasjóði Íslands/ Kvikmyndamiðstöð. Baltasar Kor- mákur er einn af framleiðendum myndarinnar fyrir fyrirtækið Sögn ehf. sem hann á og rekur í sam- starfi við eiginkonuna, Lilju Pálma- dóttur. Stormy Weather er önnur mynd Sólveigar en fyrsta mynd hennar, Haut les coeurs!, var tilnefnd til frönsku César-verðlaunanna sem besti frumburðurinn árið 2000 og aðalleikkona myndarinnar Karin Viard vann Césarinn. Með tvö stærstu hlutverkin í Stormy Weather fara Elodie Bouchez, ein skærasta stjarnan í Frakklandi um þessar mundir, sem fékk verðlaun í Cannes 1998 fyrir leik sinn í Dagdraumum engla (La vie revée des anges), og Sigurlaug Jónsdóttir, betur þekkt sem skáld- konan Didda, í sínu fyrsta hlut- verki. Baltasar Kormákur og Ingv- ar E. Sigurðsson fara með veiga- mikil hlutverk í myndinni og marg- ir Íslendingar smærri hlutverk. Tökur í Vestmannaeyjum fóru fram í nóvember og desember sl. Eastwood keppir við von Trier og van Sant um Gullpálmann Alls hafa 20 myndir verið valdar til þátttöku í aðalkeppninni, myndir sem keppa myndu um Gullpálmann. Að venju eru flestar myndirnar franskar, eða fimm talsins, þrjár eru bandarískar, tvær japanskar, og ein frá Kanada, Kína, Bretlandi, Sviss, Ítalíu, Íran, Rússlandi, Dan- mörku, Tyrklandi og Brasilíu. Er þar margt þekktra nafna, en vekur þó mesta athygli að ný mynd eftir Clint Eastwood er þar á meðal, Mystic River, með Sean Penn, Tim Robbins og Kevin Bacon í aðal- hlutverkum. Dogville, nýjasta mynd Danans Lars von Trier, með Nicole Kidman í aðalhlutverki, keppir einnig um Gullpálmann, en von Trier fékk þessa eftirsóttu vegtyllu árið 1998 og 2000 fyrir Breaking The Waves og Myrkra- dansarann, sem færði Björk Guð- mundsdóttur einnig verðlaun sem besta leikkonan. Bandaríski kvik- myndagerðarmaðurinn Gus van Sant, sem á að baki rómaðar mynd- ir á borð við Drugstore Cowboy, My Own Private Idaho og Good Will Hunting, hlýtur í fyrsta skipti náð fyrir augum valnefnda Cannes- hátíðar því mynd hans, Elephant, verður með í aðalkeppninni, einnig mynd hins kenjótta velska kvik- myndagerðarmanns Peter Greena- ways The Moab Story/The Tulse Luper Suitcase - Part 1, sem skart- ar heilum her af kunnum andlitum. Aðrar myndir í aðalkeppninni verða Faðir og sonur eftir Alex- andre Sokourov, Les côtelettes eft- ir Bertrand Blier, La petite lili eftir Claude Miller, Carandiru eftir Hector Babenco. Það er í höndum sérstaklega skipaðrar dómnefndar að velja úr myndina sem hlýtur Gullpálmann. Að þessu sinni leiðir dómnefndina franski leikstjórinn Patrice Cher- eau (La Reine Margot, Intemacy) en meðal kunnra liðsmanna dóm- nefndar eru Meg Ryan og Steven Soderbergh. Opnunarmynd Cannes-hátíð- arinnar verður Fanfan La Tulipe með Pénelope Cruz og Vincent Perez í aðalhlutverkum. Myndin er framleidd og skrifuð af Luc Besson en leikstjóri hennar var Gérard Krawczyk, sem gerði Taxi 2 og 3. Utan hefðbundinnar dagskrár há- tíðarinnar verður haldin sérstök heimsfrumsýning á The Matrix Re- loaded 15. maí. Lokamynd hátíð- arinnar verður endurbætt útgáfa af Nútíma Chaplins. D a g s k r á k v i k m y n d a h á t í ð a r i n n a r í C a n n e s k u n n g j ö r ð Kvikmynd Sólveig- ar Anspach veitt sérstök athygli Lars von Trier hef- ur margsinnis unn- ið til verðlauna í Cannes og er í sér- stöku uppáhaldi hátíðarhaldara. Ljósmynd/Jerome Brezillon skarpi@mbl.is Sean Penn leikur aðalhlutverk í Mystic River, mynd Eastwoods sem keppir um Gullpálmann. Baltasar Kormákur, Élodie Bouchez og Didda í einu Vestmannaeyjaatriðanna í Stormy Weather.0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.