Morgunblaðið - 24.04.2003, Page 76

Morgunblaðið - 24.04.2003, Page 76
Rosalegt uppistand framundan Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Uppistandarinn Nick Wilty stillir sér upp. NÆSTU þrjá daga verður rosalegt uppistand hér í höfuðborginni en einnig norðan heiða. Nýr alþjóð- legur uppistandsklúbbur í Reykja- vík, Rosalegt uppistand stendur fyrir komu bresku grínistanna Nick Wilty og „risans“ Alun Cochrane (sem kom til Íslands fyr- ir um tveimur árum) hingað en einnig mun Ágústa Skúladóttir, driffjöður klúbbsins, troða upp svo og fyndnasti maður Íslands, Fíllinn frá Dalvík (aðeins í Sjallanum). Stofnun umrædds klúbbs kemur í kjölfar talsverðrar uppsveiflu í uppistandi hérlendis og hefur Reykjavík og Ísland borið talsvert á góma þegar erlendir uppistand- arar ræða málin sín á milli. Þeir sem þegar hafa komið hingað bera landi og þjóð nefnilega vel söguna og því sumir þeirra orðnir nokk heitir fyrir því að kíkja hingað í heimsókn. Það er við hæfi að kynna Nick Wilty aðeins betur til sögunnar en hann á nokkuð skrautlegan feril að baki. Að sögn var hann í þrjátíu og átta mismunandi störfum fram að því að hann steig fyrst á svið sem grínari. Hann fann strax að það ætti vel við hann og hefur hann verið atvinnumaður í tólf ár og ferðast til áttatíu og átta landa með efni sitt. Tólf ár í bransanum? Þér er ekk- ert farið að leiðast? „Alls ekki. Þvert á móti hef ég yndi af þessu starfi mínu. Ég get farið upp á svið og spjallað um heima og geima og lifað af því. Það er bara frábært. Ég hef ekki þurft að gera handtak síðan ég fór að vinna með þverrifunni!“ Er þetta eitthvað sem þú stefnd- ir að í æsku? „Ja …það eina sem ég hef alltaf stefnt að er að heimsækja öll lönd heimsins og ég er að uppfylla þann draum með þessu starfi.“ Uppistandshefðin er sterk í Bretlandi, er það ekki? „Jú, og hún hefur styrkst með árunum. Bara í Lundúnum eru 95 grínklúbbar. Erlendir uppistand- arar eru farnir að setjast að í Bret- landi þar sem að aðstæður eru svo góðar fyrir slíka starfsemi.“ Brandararnir þínir hljóta að vera nokkuð „alþjóðlegir“, þar sem þú ferðast svona mikið … „Ég vona það já. Ég leitast alltaf við að skrifa eitthvað á staðnum svo ég geti tengt við eitthvað sem fólk hér þekkir. Í þeirri von þá að ég, sem utanaðkomandi gestur, geti varpað nýju og spaugilegu ljósi á hlutina. Svo er ég að tala um hluti sem nýlega hafa gerst, eins og til dæmis stríðið í Írak. Það er kannski ekkert fyndið í sjálfu sér en vissulega hlægilegt þegar tvö fífl ráðast á eitt fífl.“ Svona að lokum. Beitir þú ein- hverri sérstakri tækni þegar þú ert á sviðinu? „Ég æfi mig aldrei. Besta leiðin til að dæma um það hvort brandari er fyndinn er að segja hann. Reyndar þegar ég byrjaði þá límdi ég punkta á bjórkrúsina mína sem ég gat kíkt á ef ég skyldi lenda í vandræðum. Þannig var nú það.“ Glens, fyndni, spé, skop, grín, gaman, háð, gys, spaug og spott Uppistandið fer fram í kvöld og á morgun í Leikhúskjallaranum en á laugardaginn í Sjallanum, Akureyri. Miðaverð er 2.000 kr. en 1.700 kr. fyrir tíu eða fleiri. Þá verður hægt að panta mat í Leikhúskjallaranum. Uppistandið hefst kl. 22 öll kvöld. arnart@mbl.is 76 FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 6. Kvikmyndir.is Sýnd kl. 5.50 og 8. B.i. 16. KEFLAVÍK Sýnd kl. 10.10. B.i. 12. ÁLFABAKKI HILARY SWANK AARON ECKHART DELROY LINDO STANLEY TUCCI Sýnd kl. 5, 6.30, 8, 9.30 og 11. B.i.14 ára. / Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 14 ára. ÁLFABAKKI EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKK KRINGLAN / ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8.  HL MBL Kvikmyndir.is ÓHT Rás 2 Óskarsverðlaun Besti leikari í aukahlutverki Chris Cooper Sýnd kl. 4. ísl. talSýnd kl. 4, 6 og 8. Fyrst var það Mr Bean. Nú er það Johnny English. Grín og fjör alla leið. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 5.30, 8.30 og 10.. B.i.14 ára. SV MBL HK DV  SG Rás 2 Radio X  ÞÞ Frétta- blaðið  Radíó X  H.K. DV 1/2 HL Mbl Kvikmyndir.is 1/2 Kvikmyndir.com Sýnd kl. 10.15. B.i 14. kl. 5.45 og 8. Mögnuð hrollvekja frá Stephen King sem engin má missa af! Kvikmyndir.com HJ MBL ÓHT RÁS 2  Radio X 3 Besti leikari í aðalhlutverk Adrien Brody Besti leikstjóri Roman Polanski Besta handritÓSKARS- VERÐLAUN Sýnd kl. 5 og 10. B.i. 14 Sýnd kl. 4.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.