Morgunblaðið - 27.04.2003, Síða 10

Morgunblaðið - 27.04.2003, Síða 10
10 SUNNUDAGUR 27. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Halldór Ásgrímsson hefur setið ístóli utanríkisráðherra í átta árupp á dag þegar viðtalið er tekiðog á ríkisstjórnin jafnframt áttaára afmæli þennan dag. Hann gerir ekki mikið úr afmælinu en leggur áherslu á að samstarf ríkisstjórnarflokkanna hafi verið ánægjulegt. Í könnun sem gerð var fyrir Morgunblaðið fyrir skömmu kom í ljós að þau mál sem skipta kjósendur á höfuðborgarsvæðinu mestu máli eru félagsleg velferð á höfuðborg- arsvæðinu og kvótakerfið fyrir kjósendur á landsbyggðinni. Hvaða mál setur Framsókn- arflokkurinn á oddinn í þessari kosningabar- áttu? „Við setjum stöðugleikann á oddinn því við teljum að hann skipti mestu máli. Við setjum síðan áframhaldandi atvinnuuppbyggingu, skattalækkanir og áframhaldandi uppbygg- ingu velferðarkerfisins á oddinn í þessari kosningabaráttu. Umfram allt teljum við að það þurfi að halda áfram á þeirri braut sem hefur verið mörkuð á síðustu átta árum sem er mesta hagvaxtarskeið í sögu þjóðarinnar. Ný þjóðhagsspá sem nýlega var gefin út gerir ráð fyrir jafnmiklum hagvexti á næstu fjórum árum. Ef hún gengur eftir held ég að það sé algert met hjá OECD-löndunum að hagvöxtur sé að meðaltali 3,5% um 12 ára skeið. Við höfum lagt áherslu á hóflegar skatta- lækkanir og tekið sérstakt tillit til fólks sem hefur mikla greiðslubyrði vegna húsnæðis- lána, námslána og leikskólagjalda. Ástæðan fyrir því að við viljum hafa skattalækkanir hóflegar er sú að við teljum mjög mikilvægt að velferðarkerfið verði styrkt og eflt en því miður er það svo að það er ekki hægt að nota sömu peningana tvisvar.“ Þú nefnir þarna mál sem hafa verið í brennidepli fyrir þessar kosningar eins og t.d. skattalækkanir. Hvað hefur Framsóknar- flokkurinn fram að færa sem aðrir flokkar hafa ekki? Hvað aðgreinir ykkur frá hinum miðjuflokkunum? „Það aðgreinir okkur frá öðrum flokkum hvað við höfum lagt mikið í sölurnar fyrir uppbyggingu atvinnulífsins. Við höfum lagt áherslu á þau mál í langan tíma og nú erum við að uppskera. Þjóðin er að uppskera. Við höfum lagt mikla áherslu á að einkavæðing í heilbrigðiskerfinu komi ekki til álita og við höfum lagt mjög mikið upp úr jafnri aðstöðu fólks til náms. Okkur hefur tekist ágætlega á þessum átta árum að ná saman við Sjálfstæð- isflokkinn í þessum málum sem við höfum leitt í þessari ríkisstjórn. Stjórnarandstaðan hefur hins vegar frá upphafi verið andvíg þeirri atvinnustefnu sem við höfum fylgt. Rík- isstjórnin ákvað líka að lækka skatta á at- vinnulífið og við náðum góðri samstöðu um það. Það var mál sem stjórnarandstaðan lagð- ist gegn en það er ein ástæðan fyrir því að það er heilmikil verðmætasköpun í landinu í dag.“ Þannig að einkavæðing í heilbrigðisgeir- anum er það sem aðgreinir ykkur einna helst frá Sjálfstæðisflokknum? „Ég ætla ekki að tala fyrir hönd Sjálfstæð- isflokksins en það liggur alveg ljóst fyrir að við erum ekki til í einkavæðingu í heilbrigð- iskerfinu en við erum hins vegar tilbúin að bjóða út afmarkaða þjónustuþætti þar.“ Hefði Framsóknarflokkurinn verið einn í ríkisstjórn undanfarin ár, hvað hefðuð þið gert á annan hátt? „Það er spurning sem er mjög erfitt að svara. Ég tel að Framsóknarflokkurinn hafi komið fram mikilvægustu málunum sem við höfum barist fyrir. Ég nefni atvinnumálin, fæðingarorlofið og heilbrigðiskerfið. Við erum tiltölulega sátt við það sem við höfum komið áfram í þessari ríkisstjórn. Ég er ekki viss um að það sé hollt að einn flokkur ráði öllu.“ Mikilvægt að ræða Evrópumálin Hvað með aðild að Evrópusambandinu? Þú hefur verið einna ötulastur við að halda á lofti umræðum um þau mál undanfarin misseri en Sjálfstæðisflokkurinn er andvígur aðild- arviðræðum. „Það liggur alveg ljóst fyrir að Framsókn- arflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn eru ekki sammála í mati sínu á stöðu Íslands gagnvart Evrópusambandinu. Ég er þeirrar skoðunar að þau mál komi til ákvörðunar og uppgjörs fyrr en ég hef heyrt af forystu Sjálf- stæðisflokksins. Ég tel mjög brýnt að ræða þessi mál opið. Ég tel mjög mikilvægt að meta kosti og galla Evrópusambandsaðildar eins og ég hef talið nauðsynlegt að meta kosti og galla EES-samstarfsins. Það þarf ekki mikið að gerast til þess að það samstarf verði í algeru uppnámi. Ég er sannfærður um að Noregur gengur inn í Evr- ópusambandið. Þá verður staða Íslands allt önnur en hún er í dag. Við þurfum að búa okk- ur undir þau tímamót. Ég tel hins vegar að aðrir flokkar færist nær okkur í þessu máli þegar næsta kjörtímabil gengur í garð og ég held að Sjálfstæðisflokkurinn taki það til end- urmats á næstu árum.“ Verðir þú áfram í ríkisstjórn hvað munt þú leggja til í sambandi við Evrópusambands- aðild? „Ég mun leggja til að halda áfram á þessari leið og ég er tilbúinn að veita henni forystu eins og ég hef gert á undanförnum árum. Ég hef tekið það skýrt fram að ég útiloka ekki að- ild að Evrópusambandinu en ég tel hins vegar að það geti ekki orðið að veruleika nema með ákveðnum skilyrðum. Það sem þar er við- kvæmast eru yfirráðin yfir okkar auðlindum og málefni landbúnaðarins. Þessi mál þarf að fara yfir með skipulegum hætti. Við höfum átt mjög gott samstarf við landbúnaðinn á und- anförnum mánuðum um þessi mál. En ég er þeirrar skoðunar að sjávarútvegurinn þurfi að taka málið til miklu meiri umfjöllunar en hann hefur gert og meta stöðu sína. Sveitarfélögin hafa hafið mjög gott starf í að meta sína stöðu og með hvaða hætti þau geta haft meiri áhrif inni í Evrópusamstarfinu og með hvaða hætti þau geti komist inn í það fjármagn sem er til sameiginlegrar ráðstöf- unar í Evrópu. Ég tel að samstarfið við sveit- arfélögin hafi verið með miklum ágætum. Sama má segja um Alþýðusamband Íslands. Það þurfa öll samtök atvinnuvega og laun- þega að fara skipulega yfir stöðuna og utan- ríkisráðuneytið hefur lýst sig reiðubúið til slíks samstarfs. Ég tel afar brýnt að þessi vinna haldi áfram.“ Tölum aðeins um landbúnaðinn. Nú eru ný- ir búvörusamningar í burðarliðnum og ef Doha-viðræðurnar ná fram að ganga er útlit fyrir að miklar breytingar verði á leyfilegum innanlandsstuðningi við landbúnað og leyfi- legri tollvernd. Hvernig hyggst flokkurinn takast á við þessar breytingar? „Það er rétt að við horfumst í augu við meira frjálsræði í innflutningi landbúnaðar- afurða og í ljósi þess þarf að endurmeta stuðninginn við landbúnaðinn. Við höfum haf- ið viðræður við forystumenn í landbúnaði um það. Við sjáum ýmsa möguleika í því að breyta greiðslufyrirkomulaginu þannig að það standist þær tillögur sem Evrópusam- bandið hefur lagt fram. Miðað við að tillögur Evrópusambandsins í þessum viðræðum verði ofan á, sem ekki er ólíklegt að geti orðið því þær ganga mun skemur en tillögur Bandaríkjanna og annarra og það er okkar mat að það verði að minnsta kosti gengið jafnlangt og Evrópusambandið leggur til, þá má segja að íslenskur landbún- aður verði að laga sig að miklu leyti að þeirri landbúnaðarstefnu sem rekin verður í Evr- ópusambandinu þegar þar að kemur. Í þessu ljósi þarf íslenskur landbúnaður að end- urmeta sína stöðu. Við leggjum fyrst og fremst áherslu á áframhaldandi trygga búsetu í sveitum lands- ins. Þess vegna eru ýmsar nýjungar á því sviði þýðingarmiklar, eins og ferðaþjónusta og skógrækt, því það er hætt við því að þessar nýju tillögur kunni að hafa nokkur áhrif á bæði sauðfjárræktina og mjólkurframleiðsl- una.“ Það er útlit fyrir að allverulega verði dregið úr styrkjum? „Það er ekki víst að það dragi svo mikið úr styrkjum. Það þarf að minnsta kosti að breyta styrkjum í svokallaðar grænar greiðslur eða það sem má kalla búsetustyrki. Evrópusam- bandið gerir ráð fyrir að styrkirnir verði áfram við lýði en styrkirnir eru að breytast. Í dag er greitt meira vegna umhverfissjónar- miða og framleiðsluhátta sem taka mið af vist- vænum afurðum. Það fellur á margan hátt vel að þeim hugmyndum sem Íslendingar hafa um sína landbúnaðarframleiðslu.“ Þannig að þú sérð framtíð landbúnaðarins hér á landi fyrir þér þannig að honum muni svipa meira til þess sem er í Evrópusam- bandslöndunum? „Já ég tel að enginn vafi sé á því að það muni gerast. Landbúnaðurinn þarf að búa sig undir þetta, hvað svo sem líður hugsanlegri aðild að Evrópusambandinu.“ Fljótvirk fyrningarleið setur sjávarútveginn á hliðina Snúum okkur að sjávarútvegsmálum. Hverju telurðu að sú málamiðlun sem náðst hefur um veiðigjald skili? „Ég var að vonast til að hún skilaði meiri sátt um sjávarútvegsmálin en svo virðist ekki ætla að vera. Ég var fyrstur til að taka undir það þegar stjórnarandstaðan lagði til fyrir nokkrum árum að setja upp nefnd um þessi mál. Það var síðan samþykkt af ríkisstjórn- arflokkunum. Nefndin var skipuð og komst að þeirri niðurstöðu að það væri rétt að taka hóf- legt gjald af sjávarútveginum, annaðhvort í formi gjaldtöku eða fyrningar. Nú hafa stjórnarandstöðuflokkarnir, sem að vísu hafa skipt um nafn síðan þessi nefnd var skipuð, komið með allt aðrar hugmyndir. Þeir setja fram fljótvirka fyrningarleið sem ég tel að setji sjávarútveginn á hliðina. Þetta kemur mér mjög á óvart en Vinstri grænir ganga að vísu skemmra en Samfylking í þess- um efnum. Ef þessar hugmyndir ná fram að ganga er stöðugleikanum í sjávarútvegi ógnað og þar með stöðugleikanum í landinu. Mér finnst hugmyndir Frjálslynda flokksins þó enn verstar. Með þessu er ég ekki að segja að þetta kerfi sé allt saman gallalaust. Á því eru margir gallar, en ég hef ekki komið auga á neina betri grundvallarleið en þá sem nú er við lýði en tel sjálfsagt að sjávarútvegurinn greiði fyrir af- not af auðlindinni. Sú greiðsla verður að taka mið af getu hans og afkomu. Ef það er ekki tekið mið af því mun það hafa mikil áhrif á gengi íslensku krónunnar sem aftur mun leiða til verðbólgu og óstöðugleika. Sjávarútvegur- inn er svo mikill grundvallaratvinnuvegur í landinu. Rétt er að benda á að engin samstaða er um neitt fyrirkomulag sem gæti komið í stað kvótakerfisins og ganga raunar tillögur stjórnarandstöðunnar hver í sína áttina. Kerf- ið þarf þó að vera í stöðugri endurskoðun.“ Þú ert fylgjandi því að auka veiðiskyldu úr 50% í 75% og takmarka þannig framsal afla- heimilda. Hefurðu áhyggjur af því að með þessari breytingu yrði ungu fólki sem vill koma inn í greinina gert enn erfiðara fyrir? „Allar aðgerðir í þessu kerfi hafa bæði kosti og galla. Ég er þeirrar skoðunar að framsalið hafi verið of mikið. Það séu of mörg skip með litlar aflaheimildir sem hafi leitt til brott- kasts. Slík umgengni um auðlindina er ekki afsakanleg. Það er rétt að það dregur úr framsalinu og þar með aðkomu ýmissa aðila í greininni. Þetta hefur verið mikið áherslumál sjómanna í gegnum tíðina og ég vil standa með samtökum sjómanna í þessu sambandi.“ En er það ekki alvarlegt mál í þínum huga hversu nýliðun er erfið í greininni? „Það er alveg sama hvaða leið er farin þeg- ar verið er að takmarka aðgang að ákveðinni auðlind þannig að nýliðun verður alltaf vanda- mál. Það var líka vandamál í sóknarkerfinu. En þeir sem eru í atvinnugreininni verða að búa við einhvern stöðugleika, einhverja festu til framtíðar. Annars fá þeir ekki lánafyrir- greiðslu, geta ekki skipulagt sínar veiðar og sitt markaðsstarf. Ef sjávarútvegurinn á að halda áfram að vera kjölfesta í íslensku at- vinnulífi þarf hann að geta skipulagt sig til lengri tíma. Á hinn bóginn gengur mjög stór hluti þess- ara fyrirtækja kaupum og sölum. Þar eru nýir fjárfestar að koma inn. Nýliðun getur ekki átt sér stað með því að kollvarpa afkomu þeirra sem eru fyrir í greininni. Nýliðun hlýtur að þurfa að vera á eðlilegum forsendum. Á þessu er engin einföld lausn. Það er vel hægt að hugsa sér að auknar veiðiheimildir verði not- aðar til að úthluta til nýrra aðila en þegar því er lokið eru menn á sama stað. Nýliðun verð- ur ekki tryggð með því að taka af einum og af- henda öðrum. Það endar með ósköpum. Það eru tólf ár síðan ég fór út úr sjávar- útvegsráðuneytinu hvar ég var í átta ár og það var mín ósk að það gæti myndast sátt um þessi mál. Þetta voru erfiðustu árin á mínum pólitíska ferli. Ég kom að málum þegar sjáv- arútvegurinn var nánast gjaldþrota. Það var mikið millifærslukerfi í gangi, arðsemi var lítil og umgengni við auðlindina slæm. Það þurfti gífurlegt átak til að snúa þessu við og ég er stoltur af þessum árum. Ég tel að það starf sem átti sér þar stað hafi skapað grundvöll að þeim stöðugleika sem ríkir núna.“ Virkjanamálin tekið sinn toll Niðurstöður skoðanakannana undanfarið hafa ekki verið Framsóknarflokknum mjög í hag þrátt fyrir að Kárahnjúkavirkjun og álver á Reyðarfirði, sem var verulega stór hluti af ykkar baráttumálum, sé að verða að veru- leika. Miðað við þá áherslu sem þið hafið lagt á þau mál finnst þér þið fá það til baka í fylgi? „Ekki í þessum könnunum. Við höfum lagt mikið á okkur í atvinnu- og byggðamálum og kannski meira en flokkurinn þoldi. Við vildum hins vegar ekki gefast upp og héldum barátt- unni áfram. Það hefur vissulega tekið sinn toll en við erum þess fullviss að það eigi eftir að meta Framsóknarflokkinn fyrir þessi mál í framtíðinni, vonandi í þessum kosningum. Sannleikurinn er sá að við höfum miklu betri tilfinningu fyrir stöðu okkar en fram kemur í skoðanakönnunum. Þetta er níunda kosningabaráttan sem ég tek þátt í og hef aldrei fundið jafngóðan hug til flokksins og til mín. Ég hef fundið það síðustu dagana að margir eru hissa á stöðu Framsóknarflokks- ins í skoðanakönnunum. Ég verð hvarvetna var við mikinn áhuga fyrir því að flokkurinn verði áfram í ríkisstjórn en það er alveg ljóst að til þess þurfum við traust kjósenda. “ Þú hefur sagt þetta áður. Hvar dregurðu mörkin fyrir það hvort þið fáið nægilegt fylgi til að vera í ríkisstjórn? „Það er erfitt að nefna tölur. Ég hef setið í ríkisstjórn sem formaður Framsóknarflokks- ins í átta ár. Fyrstu fjögur árin var flokkurinn með fimmtán þingmenn. Við töpuðum fylgi í síðustu kosningum og fengum tólf þingmenn. „Setjum stöðug- leikann á oddinn“ Framsóknarflokkurinn setur stöðugleikann á oddinn í þessari kosningabaráttu og Halldór Ásgrímsson, formaður flokksins, segir mikilvægt að halda áfram á þeirri braut sem þegar hefur verið mörkuð af ríkisstjórninni á síðustu átta árum. Hann segir í samtali við Rögnu Söru Jónsdóttur að flokkurinn sé tilbúinn til samstarfs við alla flokka en hann sé ekki reiðubúinn að taka þátt í ævintýralegum og byltingarkenndum hugmyndum um undirstöðumál í íslensku samfélagi. Alþingiskosningar 10. maí 2003

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.