Morgunblaðið - 27.04.2003, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 27. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Vinstrihreyfingin – grænt framboð(VG) býður nú fram til Alþingis íannað sinn. Flokkurinn var stofn-aður í febrúar 1999 og fékk 9,1%fylgi og sex þingsæti að loknum al-
þingiskosningum sama vor. Skoðanakannanir
fyrr á þessu kjörtímabili sýndu stuðning við VG
upp á meira en 20% þegar mest var. Sam-
kvæmt síðustu fylgiskönnunum fengi flokk-
urinn fimm til sjö þingmenn ef kjörfylgið yrði
eins og kannanir sýna nú. Því lá fyrst við að
spyrja Steingrím J. Sigfússon hvort hann væri
ánægður með niðurstöður nýjustu fylgiskann-
ananna.
„Ég yrði ekkert ánægður ef þetta yrði út-
koma kosninga, en hef ástæðu til að ætla að við
gerum betur í kosningum. Markmið okkar er
að bæta við fylgið og skila góðri tveggja stafa
tölu,“ sagði Steingrímur. Hann segist finna að
flokkurinn hafi fengið aukinn meðbyr um og
eftir páskana. Fylgið hafi mælst nokkuð jafnt
frá því í sveitarstjórnarkosningunum í fyrra-
vor, sveiflast um 1–2% frá kjörfylgi. Hið mikla
fylgi sem flokkurinn fékk í skoðanakönnunum í
upphafi kjörtímabilsins hafi skapast af sér-
stökum aðstæðum í þjóðfélaginu. Steingrímur
bendir á að miklar sveiflur hafi verið und-
anfarið í fylgi flokkanna, en VG haldið sínum
hlut. „Nú trúi ég að það sé komið að okkur að
taka flugið inn í lokasprett kosningabarátt-
unnar. Það er ekki versti tíminn til að vera á
uppleið!“
Stjórnarandstaðan myndi stjórn
Þið hafið lýst því markmiði að fella sitjandi
ríkisstjórn og að stjórnarandstöðuflokkarnir
myndi velferðarstjórn. Hefur þú trú á að það
takist?
„Já, ég hef trú á að það sé mögulegt og vís-
bendingar úr skoðanakönnunum gefa til kynna
að það geti verið í sjónmáli. Tilfinningu mína
um að þetta sé mögulegt byggi ég ekki nema að
litlu leyti á vísbendingum skoðanakannana,
heldur á því sem ég skynja úti á meðal almenn-
ings.“
Steingrímur segist finna það á fólki að það
geri kröfu um breyttar áherslur. Að velferð-
armálin og nýjar áherslur í umhverfis-, jafn-
réttis- og friðarmálum fái að komast að við
stjórn landsins.
„Við búum í blönduðu hagkerfi, erum nor-
rænt velferðarsamfélag að því marki sem við
höfum náð slíkum þroska. Ef naprir hægri-
vindar nýfrjálshyggju, markaðsvæðingar og
græðgi ráða of lengi ríkjum í samfélaginu
skekkist myndin. Þetta finnur fólk. Það er búið
að fá meira en nóg af einkavæðingu, eða einka-
vinavæðingu, taumlausri markaðsdýrkun og
vill að nú komi tímabil félagslegrar samhjálp-
arhugsunar þar sem við treystum innviði vel-
ferðarsamfélagsins á nýjan leik.“
Steingrímur segir að takist stjórnarandstöð-
unni að fella ríkisstjórnina eigi hún að hafa
metnað til þess að vilja taka við.
„Undir þetta hafa til dæmis vinir okkar í
Frjálslynda flokknum tekið nokkuð skýrt. Það
veldur vissulega vonbrigðum að Samfylkingin
hefur átt í einhverjum vandræðum með að taka
jafnskýra afstöðu. Það hefur líka vakið athygli
að Samfylkingin hefur haldið dyrunum merki-
lega opnum fyrir samstarfi með Sjálfstæð-
isflokknum. Þá hafa menn spurt: Er það þá allt
og sumt sem yrði í boði, ný Viðeyjarstjórn
krata og sjálfstæðismanna? Af henni var ekki
góð reynsla. Það var sú ríkisstjórn sem lagði á
sjúklingaskatta, skólagjöld, komugjöld á
heilsugæslustöðvar, hækkaði lyfja- og tann-
læknakostnað, innleiddi eftirágreiðslur og
vexti á námslán og annað í þeim dúr. Þessu hef-
ur öllu meira og minna verið viðhaldið í sam-
stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.
Það hefur sýnt sig að það skiptir nánast engu
máli hvor miðjuflokkanna sest í ríkisstjórn með
Sjálfstæðisflokknum. Stjórnarstefnan er
óbreytt. Leiðarljósin eru hægri stefna, ný-
frjálshyggja, einkavæðing og markaðsvæðing á
öllum mögulegum sviðum.“
Er samstaða innan ykkar raða um að stofna
til stjórnarsamstarfs með Samfylkingunni eftir
það sem gekk á í Reykjavík í haust við framboð
Ingibjargar Sólrúnar?
„Ég treysti því að menn láti hvorki þann at-
burð né aðra einstaka atburði, og þaðan af síð-
ur persónuleg mál, torvelda eða hindra að
menn nái saman um jafn mikilvægt verkefni og
að koma núverandi ríkisstjórn frá völdum og
mynda vinstri- eða velferðarstjórn. Það er ljóst
að af okkar hálfu látum við ekkert slíkt aftra
okkur í að ná hér fram gjörbreyttri stjórn-
arstefnu. Það er markmiðið, ekki formið, ekki
titlarnir. Auðvitað eru öll atkvæði greidd
stjórnarandstöðuflokkunum jafngild í því sam-
bandi. Að því leyti verð ég að segja að málflutn-
ingur Samfylkingarinnar, ekki síst Össurar
Skarphéðinssonar, veldur okkur og vænt-
anlega einnig Frjálslynda flokknum miklum
vonbrigðum. Það er nánast ekki hægt að kalla
það annað en ódrengskap að reyna stanslaust
að halda því að kjósendum að eina leiðin til að
fella ríkisstjórnina sé að kjósa Samfylkinguna.
Teljast þá ekki atkvæði greidd okkur og Frjáls-
lynda flokknum með?“
Steingrímur telur að kosningasigur VG í vor
verði sterkustu skilaboð sem fólk geti sent um
að það krefjist gagngerra breytinga í þjóðmál-
unum. „Ef við förum í gegnum þessi stóru
átakamál, stóriðju- og virkjanamálin, umhverf-
ismálin, einkavæðinguna, utanríkismálin og
fleiri slík, þá höfum við verið hin einbeitta
stjórnarandstaða. Samfylkingin hefur skrifað
upp á margt af því sem ríkisstjórnin hefur verið
að gera í þessum efnum.“
Ef ekki verður af því að núverandi stjórn-
arandstöðuflokkar myndi stjórn, getur þú sagt
hvaða annað stjórnarmynstur þér þyki líklegt?
„Ég bind vonir við að það takist að fella rík-
isstjórnina og þá er okkar fyrsti kostur að
stjórnarandstaðan taki við. Takist það ekki er
því miður langlíklegast að núverandi stjórn-
arflokkar haldi áfram. Ég held að þeir muni
gera það, jafnvel þó að þeir tapi nokkru fylgi og
verði lemstraðir. Þeir þurfa báðir að tapa miklu
fylgi til að það sé öruggt að við sitjum ekki uppi
með sömu ríkisstjórn áfram.“
Nú virðist nokkuð áberandi í umræðunni að í
pólitíkinni séu tveir stórir póstar, Sjálfstæð-
isflokkur og Samfylking. Ingibjörgu S. Gísla-
dóttur er stillt upp gegn Davíð Oddssyni, eins
og þau séu einu kostirnir. Eruð þið aukanúmer
í kosningabaráttunni?
„Þegar fólk fer að leggja sig eftir því sem
fram fer í kosningabaráttunni áttar það sig á að
svona er þetta ekki. Það var gerð mjög mark-
viss og úthugsuð tilraun af hálfu Samfylking-
arinnar til að hanna kosningabaráttuna og
koma henni í þennan farveg. Það var þessi til-
raun til að búa til tveggja turna, tveggja of-
urleiðtoga kosningabaráttu. Láta svo fólk
halda að það ætti að kjósa um forsætisráð-
herra! Eins og þetta væru forsetakosningar og
bara tvö í framboði, Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir og Davíð Oddsson. Upp að vissu marki er
Samfylkingin með þessu að hefja Davíð Odds-
son til skýjanna og taka undir að hann sé ein-
hver ofurstærð í þessum efnum. Við blásum á
þetta og þjóðin er að gera það líka. Ég verð
áþreifanlega var við það að nú er eftirspurnin
eftir málefnum og einarðri pólitík. Það á að
kjósa um málefni 10. maí næstkomandi, ekki
um titla sem menn setja á sjálfa sig. Það skyldi
nú ekki fara svo að úr þessu verði bræðrabylta
eða réttara sagt systkinabylta hjá þeim Ingi-
björgu og Davíð og hvorugt verði forsætisráð-
herra á næsta kjörtímabili.“
Velferðin hefur verið vanrækt
Samkvæmt skoðanakönnun Félagsvís-
indastofnunar fyrir Morgunblaðið fyrr í mán-
uðinum setja kjósendur ykkar velferðarmálin
efst á blað. Getur þú útskýrt áherslur ykkar í
þeim málaflokki?
„Við settum vörumerki á baráttu okkar strax
í haust að við vildum mynda velferðarstjórn. Í
kosningastefnuskrá okkar sem heitir: Næst á
dagskrá: Réttlæti er þetta nánar útfært. Í mál-
efnum fjölskyldunnar nefni ég sérstaklega til-
lögu okkar um að fella niður leikskólagjöld í
áföngum. Þannig yrði leikskólinn, eins og aðrir
skólar, án endurgjalds. Þetta yrði gríðarlega
góð kjarabót fyrir ungu barnafjölskyldurnar,
sem eru með barn eða börn á leikskóla, svo
næmi 30 til 50 þúsund krónum á mánuði. Samt
er þetta ekki stærra verkefni en svo að ef ríki
og sveitarfélög til samans leggja í þetta 2,4
milljarða króna er þetta gerlegt.
Við viljum gera mikið átak í húsnæðismálum.
Ástand á fasteignamarkaði hér á höfuðborg-
arsvæðinu er mjög erfitt og leiguverð svimandi
hátt. Það er afleiðing af því að núverandi rík-
isstjórn lagði niður félagslega húsnæðiskerfið.
Vextir hafa verið hækkaðir á lánum og leigu-
verðið rokið upp, bæði vegna hærri vaxta og
skorts á húsnæði. Við viljum sameina stuðning
við kaupendur og leigjendur í samræmdu hús-
næðisframlagi innan skattkerfisins. Það kæmi í
stað núverandi vaxtabóta og húsaleigubóta. Við
viljum setja allt að þúsund milljónir á ári í
stofnstyrki til byggingar leiguíbúða á vegum
félagslegra aðila. Við erum með tillögur um
fjárhagslegan stuðning við íþrótta- og æsku-
lýðsfélög og aðra sem bjóða upp á hollt tóm-
stundastarf fyrir börn og unglinga. Við sjáum í
vaxandi mæli að fólk á í erfiðleikum með að
veita börnum sínum þessa hluti því það á ekki
fyrir æfingagjöldum. Auðvitað er það ákveðið
birtingarform fátæktarinnar. Ég hlýt að nefna
sem lið í verkefnum þessarar velferðarstjórnar
herferð til þess að útrýma þessari fátækt.
Þá erum við komin að grundvallarþáttum
velferðarkerfisins, almannatryggingum, upp-
hæðum elli- og örorkulífeyris og atvinnuleys-
isbóta. Við viljum stórbæta stöðu þessara hópa
og útrýma bótahugtakinu. Það er arfur frá fá-
tæktarframfærslu- og ölmusuhugsunarhætt-
inum. Í staðinn viljum við tala um samfélags-
laun.“
Skattalækkanir á lægri laun
Steingrímur segir VG vera með áherslur í
skattamálum sem miðist að því að létta skatt-
byrði af lægstu launum og lífeyri og draga úr
skattlagningu meðaltekna og lægri tekna. „Við
viljum skoða blandaða leið þar sem um væri að
ræða einhverja hækkun persónufrádráttar til
að lyfta skattleysismörkunum og einnig tekju-
tengdar endurgreiðslur sem lágtekjufólk nyti.
Í reynd myndi það þýða að skattleysismörk
þess yrðu hærri en fólks með hærri tekjur.
Þetta væri aðferð sem létti sköttum af þeim
sem mesta þörfina hafa fyrir það, en gengi ekki
til hinna sem eru betur settir. Þetta gerum við
meðal annars vegna þess að allar almennar að-
gerðir í þessum efnum, eins og stórhækkun
persónufrádráttarins til allra – einnig þeirra
tekjuháu – að ekki sé nú talað um margra stiga
lækkun álagningarprósentunnar, eru gríð-
arlega dýrar aðgerðir og kosta ríkissjóð gríð-
arlega fjármuni. Samanber skattalækkunarlof-
orð hinna flokkanna sem hlaupa á tugum
milljarða. Við erum ekki þátttakendur í því lof-
orðafylleríi því við ætlum að mynda velferð-
arstjórn og hún þarf að hafa fjármuni til að
bæta velferðarkerfið.“
Tillögur ykkar um niðurfellingu leikskóla-
gjalda kosta 2,4 milljarða, allt að þúsund millj-
ónir eiga að fara á ári til leiguíbúða. Eins leggið
þið til hækkun barnabóta og fleira. Hafið þið
sett verðmiða á hvað þessi velferðarpakki kost-
ar í heild?
„Já, við höfum skoðað það. Í ákveðnum til-
vikum er um að ræða verðreiknaðar tillögur,
eins og í leikskólamálum, húsnæðismálum og
nokkrum fleiri þáttum. Við höfum ekki tölusett
skattamálin og það er meðvitað. Ég hef sagt að
okkar velferðarpakki og það sem við viljum
gera í skattamálum er af stærðargráðu þeirra
tillagna sem ASÍ setti fram. Þarna værum við í
mesta lagi að ræða um 7 til 9 milljarða heild-
arpakka. Upp í það erum við með tekjur því við
gerum ráð fyrir að breyttar aðferðir við skatt-
lagningu fjármagnstekna geti skilað allt að
tveimur milljörðum króna. Nettóútgjöld gætu
verið á stærðargráðunni 5 til 7 milljarðar.“
Hvar dragið þið efri mörk millitekna?
„Þar erum við ekki með okkar eigin mörk en
höfum skoðað meðaltöl sem birtast t.d. í frétta-
bréfi Kjararannsóknanefndar. Við myndum
styðjast við opinber og viðurkennd meðaltöl
heildartekna, mörkin liggja þá kannski á bilinu
250 til 300 þúsund króna mánaðartekjur. Þarna
er vísað til viðurkenndra talna sem liggja fyrir
opinberlega, við höfum ekki hugsað okkur að
gefa út eigin viðmið.“
Hafið þið hugleitt hvað hækkun fjármagns-
tekjuskatts upp í 12% og 18% mun hafa að
segja fyrir lífeyrissjóðina og þeirra fjármagns-
tekjur?
„Þessar tillögur hafa engin bein áhrif á
ávöxtun eða fjármagnstekjur lífeyrissjóðanna
þar sem þeir eru undanþegnir greiðslu fjár-
magnstekjuskatts. Tillögur okkar um fjár-
magnstekjuskatt ýta undir almennan sparnað,
því fjármagnstekjur, allt að 100 þúsund, af
smásparnaði verða skattfrjálsar. Tillögurnar
þýða líka að þeir sem eru með gríðarlegar fjár-
magnstekjur, tugi og hundruð milljóna, borga
meira en nú. Það eru einstaklingar sem hafa
300 þúsund krónur í fjármagnstekjur á dag. Er
óeðlilegt að tekið sé sama hlutfall af þeim
tekjum og tekið er af endanlegum hagnaði fyr-
irtækja? Ég segi nei og finnst að þessi hópur
geti vel borgað 18%. Það er einfaldara að leggja
flatan 10% fjármagnstekjuskatt á alla, en ef við
eigum að velja á milli einfaldleikans og réttlæt-
isins þá veljum við réttlætið.“
Blikur á lofti
Steingrímur segist að sjálfsögðu vonast til
þess að efnahagslíf þjóðarinnar verði blómlegt
á næstu árum. Þrátt fyrir bjartsýnisspár sé
slíkt ekki enn í hendi. „Af því að menn eru að
vísa mikið á gróðann af væntanlegum stór-
iðjuframkvæmdum þá vara ég mjög við því að
stilla dæminu þannig upp að þar verði ein-
göngu plúsar en engir mínusar. Hvar sem ég
fer núna eru bullandi áhyggjur af rekstrarskil-
yrðum og horfum hins almenna atvinnulífs,
einkum útflutningsatvinnuveganna. Menn
segja fullum fetum að það stefni hraðbyri í
gjaldþrot og mikla erfiðleika hjá útflutnings-
atvinnuvegunum. Þeir eiga að búa við þetta háa
raungengi sem jafnvel er enn að hækka, ef til
vill næstu fimm til sex ár. Auk þess gera menn
ráð fyrir að keyrt verði á um það bil tvö prósent
hærri vöxtum á þessu tímabili sem hefur gríð-
arleg neikvæð áhrif á skuldsett atvinnulíf og
heimili. Það er verið að kynda þetta ástand upp
með því að skapa gríðarlegar væntingar í
tengslum við stóriðjuframkvæmdir og innspýt-
ingu fjármagns í hagkerfið, aukinn kvóta og
annað í þeim dúr. Á sama tíma hlýtur það að
blasa við hverjum manni að það hljóta að verða
miklar þrengingar framundan vegna ruðn-
ingsáhrifanna í hagkerfinu hjá útflutnings-
greinunum, sjávarútvegi, ferðaþjónustu og út-
flutningsiðnaði. Þar óttast ég að eigi eftir að
verða miklir frádráttarliðir þannig að þegar
upp er staðið verði ávinningurinn lítill eða eng-
inn. Ég undrast alveg það andvaraleysi sem er í
umræðunni um þetta. Vissulega hafa heyrst
viðvörunarorð frá Seðlabanka og ýmsum hag-
fræðingum, Hagfræðistofnun háskólans og
slíkum. Nú er búið að leggja niður Þjóðhags-
stofnun og gengur erfiðar að fá hlutlægar upp-
lýsingar um þessi mál. Ég tek mikið mark á
þeim fjölmörgu forystumönnum úr efnahags-
málum og atvinnulífi sem tala við mig. Það er
galli að fáir virðast þora að segja opinberlega
það sem þeir eru tilbúnir að segja í einka-
samtölum um áhyggjur sínar í þessum efnum.“
Umhverfismál í brennidepli
Þið hafið lagt mikla áherslu á umhverfismál.
Samkvæmt fyrrnefndri skoðanakönnun um
málefni sem kjósendur setja á oddinn töldu ein-
ungis 2,7% aðspurðra að umhverfis- og orku-
mál réðu mestu um hvernig þeir verðu atkvæði
sínu. Er fólk orðið leitt á umræðunni um um-
hverfisvernd?
„Ég held að þessi skoðanakönnun end-
urspegli fyrst og fremst það sem búið var að
vera í umræðunni áður en hún var gerð. Það
voru skattamál og velferðarmál. Umhverf-
ismálin höfðu svolítið þokast til hliðar eftir að
umfjöllun Alþingis um Kárahnjúkavirkjun lauk
og eftir að niðurstaða setts umhverfisráðherra
lá fyrir varðandi Þjórsárver.“
Steingrímur segir að eðlilega leggi VG mikla
áherslu á umhverfismál, enda sé flokkurinn
„grænn“. Umhverfismálin verði áfram fyr-
irferðarmikil í starfi flokksins, enda gríðarlega
mikið framundan í þessum efnum.
„Það eru virkjunaráform um nánast allt sem
virkjanlegt er á hálendi Íslands. Á borðum eru
glænýjar eða nýlegar áætlanir um virkjun Jök-
ulsár á Fjöllum, í tveimur þrepum, gegnum
Jökuldal og yfir í Lagarfljót. Fullvirkjun
Skjálfandafljóts, bæði upp undir Vonarskarði
og niðri við Ísólfsvatn. Jökulvötnin í Skagafirði.
Háhitinn sunnan undir Vonarskarði og jafnvel í
Vonarskarði sjálfu. Torfajökulssvæðið. Var
ekki Landsvirkjun að reyna að komast þar í
gang með tilraunaboranir á liðnu hausti í
Hrafntinnuskeri – í Friðlandinu að Fjallabaki?
Ég sagði í vetur að það væri eins og það væri
þráhyggja hjá þessum mönnum að athafna sig
helst í friðlöndum þegar þriðja friðlandið á
skömmum tíma kom í umræðuna, Kringilsárr-
ani, Þjórsárver og svo að Fjallabaki. Það er op-
ið hús fyrir erlenda stóriðju, hvernig sem á að
koma því öllu fyrir í viðbót við það sem er
áformað. Það bíður hér stækkun í Straumsvík,
Rússar eru á ferðinni og gríðarmikið fram-
undan í þessum efnum. Einmitt þess vegna er
mikilvægt að fólk haldi vöku sinni. Það er ekki
þannig að þau mál, sem tekist var á um á kjör-
Fólkið krefst breytinga
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar –
græns framboðs, vill að velferðarstjórn taki við stjórnartaumum
að loknum kosningum. Hann telur að góð útkoma VG í kosn-
ingunum verði sterk skilaboð um að fólk vilji breytingar. Guðni
Einarsson hitti Steingrím að máli.
Alþingiskosningar 10. maí 2003