Morgunblaðið - 27.04.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.04.2003, Blaðsíða 26
LISTIR 26 SUNNUDAGUR 27. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ M AÐURINN á bak við fyrsta aþjóðlega þing rithöfunda í Palestínu, um páskana 1997, var rithöfundurinn Izzat Ghazzawi sem lést af völdum hjartaáfalls 4. apríl sl. Ghazzawi var formaður Rithöfunda- sambands Palestínu og sat í stjórn sjálfs- stjórnarsvæðis Palestínu þar sem hann gegndi starfi innan menntamálaráðuneytisins. Hann var menntaður í ensku og hélt fyrirlestra við Birzeit-háskólann. Ghazzawi var fæddur 1951 og var því aðeins 52 ára þegar hann lést. Hann lætur eftir sig stóra fjöl- skyldu. Fyrsta skáldverk Ghaz- zawis kom út 1986, Wom- an Prisoner nefnist hún á ensku. Eftir hann eru margar skáldsögur og smásagnasöfn, margt af því er þýtt á ensku og einnig komu nokkrar bækur út eftir hann á norsku. Þekktasta bók Ghazzawis er bók sem hann skrifaði um fangelsisvist í ísraelsku fangelsi. Hún er mörgum minnisstæð. Tengsl hans við Noreg voru mikil. Það var því við hæfi að þegar honum var boðið sem fulltrúa á alþjóðlegt þing rithöfunda í Molde árið 2000 undir forystu Knuts Ödegårds gróð- ursetti hann tré í sérstökum minningarlundi, Friðarlundinum, ásamt ísraelska rithöfund- inum heimskunna Amos Oz sem líka var gest- ur þingsins. Oz byrjaði einmitt feril sinn sem foringi í ísraelska hernum. Því miður tókst rithöfundunum tveimur ekki að koma á varanlegum friði með þessu móti. En athöfnin var táknræn. Þegar við, gestir þingsins í Ramallah, vorum boðnir heim til Ghazzawi, konu hans og barna, tókum við eftir mynd af ungum manni á veggn- um. Það var fleiri en ein mynd af þessum manni á heimilinu. Alls staðar mætti hann aug- um okkar. Við fengum að vita að þetta var son- ur rithöfundarins sem var skotinn af Ísraelum á mótmælafundi Palestínumanna. Ekki óalgeng sjón í Palestínu að sjá myndir af slíkum mótmælendum, m.a. í háskólanum í nágrenninu þar sem þingið var haldið. Miklar krásir voru á borðum hjá þeim Ghaz- zawi-hjónum og okkur tekið alúðlega af rithöf- undum og öðru fólki. Þegar umræður gerðust dálítið vandræðalegar sagði norski rithöfund- urinn Thorvald Steen að við hefðum átt að taka með okkur flugvínið en Palestínumenn neyta yfirleitt ekki víns nema þeir sem eru kristnir. Það var mikið gos á borðum hjá Ghaz- zawi og öðrum og kom reyndar ekki að sök. Izzat Ghazzawi sagði við mig: „Þú verðurað hjálpa okkur, Jóhann.“ Meðal þesssem hann átti við var að fá leystan úrfangelsi í einu nágrannalandinu arab- ískan rithöfund. Ég tók vel í það og hafði því við fyrsta tækifæri samband við Pen-deildina hér heima og hún sendi Einar Kárason á vett- vang sem stóð sig með prýði og rithöfundurinn varð fljótlega frjáls ferða sinna. Unnið var að þessu í samvinnu við norska rithöfunda. Það var óvenjuleg reynsla að gista hjá Pal- estínumönnum, ekki síst að sitja þingið og fá að taka þar til máls, heldur má bæta við að þetta voru hættulegir tímar. Ísraelsmenn hófu enn að byggja í Jerúsalem og grennd í óþökk Palestínumanna og urðum við vitni að aðgerð- um í Ramallah og nágrenni til að mótmæla þessu. Hatrið var skammt undan en við Ragn- heiður Stephensen, kona mín, sluppum úr landi í rafmögnuðu andrúmslofti ásamt þeim hjónum Knut Ödegård og Þorgerði Ingólfs- dóttur með því að keyra gegnum logandi dekk með bílstjóra sem hafði sérstakan passa til að aka farþegum milli Palestínu og Ísraels. Um þetta allt skrifaði ég og einnig um þing- ið í Morgunblaðið vorið 1997. Izzat Ghazzawi fór að öllu með gát á þinginu og sýndi ekkert ofstæki eins og sumir landa hans. Hann var hljóðlátur maður og kurteis en baráttumaður undir niðri, fremur lágvaxinn og klæddur á vestrænan máta. Vegna anna hans á þinginu varð ekki úr ítarlegu viðtali við hann sem við höfðum ráðgert en ef að þurfti að leita ráða hans eða fá upplýsingar hjá honum var hann aldrei langt undan. Mér fannst hann kannski einum ofhlédrægur en það er líka kostur,ekki síst á þingi þar sem allir viljatala og sumir þrá að gaspra og jafnvel æsa menn upp. Þeir tveir, að mig minn- ir, ísraelsku rithöfundar sem lögðu í að sækja þingið á þessum ófriðartímum voru ekki öf- undsverðir. Izzat Ghazzawi var allra manna líklegastur til að koma góðu til leiðar í samskiptum hinna gömlu óvinaþjóða og líka vel til þess fallinn að skýra sjónarmið Palestínumannna, í ræðu og riti. Hans nýtur ekki lengur við, en bækur hans eru tiltækar og segja sína sögu. Framhjá þeim verður ekki litið. Mér eru minnisstæð orð palestínsks leið- sögumanns í Hebron þegar hann var að sýna okkur ísraelska landnemabyggð: „Við höfum verið hér frá upphafi og munum ekki fara héð- an.“ Rithöfundar í Ramallah AF LISTUM Jóhann Hjálmarsson johj@mbl.is Frá Palestínu, 1997. Izzat Ghazzawi SÝNINGIN verður opnuð íSafnahúsinu á Sauðárkrókií dag kl. 14. Yfirskrift sýn-ingarinnar er Frumherji og fjöllistamaður. „Sigurður Guðmundsson málari (1833–1874) er einn af merkustu brautryðjendum íslenskrar menn- ingarsögu. Hann var fátækur bónda- sonur frá Hellulandi í Skagafirði sem braut sér kornungur leið til mennta í Konunglega listaháskólanum í Kaupmannahöfn, lauk þaðan námi og sneri aftur heim til Íslands tutt- ugu og fimm ára gamall,“ segir Jón Viðar Jónsson sem hefur samið allan texta á sýningunni. Ólafur Eng- ilbertsson er útlitshönnuður sýning- arinnar og hefur auk annars hannað veggspjöld þar sem birtar eru mynd- ir og teikningar Sigurðar ásamt upp- lýsingum um tilurð þeirra og efni. Þá hefur Björn G. Björnsson annast frá- gang veglegrar sýningarskrár og þeir Jón Þórisson haft veg og vanda af uppsetningu sýningarinnar. Fjölgáfaðasti listamaður Íslands Meðal þess sem forvitnilegt er að sjá eru myndrænar uppstillingar, tableaux vivant, sem Sigurður stóð að í Reykjavík á sinni tíð og voru gjarnan uppstillingar á hetjum forn- sagna eins konar lifandi myndir. Á sýningunni á Sauðárkróki er reynd- ar notast við gínur en ekki lifandi fólk. „Sigurður er einn fjölgáfaðasti listamaður sem Íslendingar hafa átt og kom ótrúlega miklu í verk á stuttri ævi. Hann vakti fyrst al- menna athygli fyrir hugmyndir sínar um endurskoðun hins hefðbundna hátíðarbúnings íslenskra kvenna. Þá liggja eftir hann um áttatíu manna- myndir, teikningar og olíumálverk. Hann tók einnig virkan þátt í leik- húslífi höfuðstaðarins, eftir að hann settist þar að, málaði leiktjöld og eru sex baktjöld varðveitt frá hans hendi í Þjóðminjasafninu,“ segir Ólafur. Sigurður vakti fyrst opinberlega máls á nauðsyn þess að stofna Þjóð- minjasafn og var hann í raun fyrsti þjóðminjavörðurinn þó að hann bæri aldrei neinn embættistitil og fengi nánast engin laun fyrir gríðarlegt starf sitt í þágu safnsins. Íhaldsmaður og framfarasinni „Sigurður Guðmundsson var mót- aður af rómantík nítjándu aldar. Hann gerði sér grein fyrir því að miklar samfélagsbreytingar væru í vændum og forn íslensk þjóðmenn- ing kynni að glatast ef ekki yrði spyrnt við fótum. Hann varð því í verki hvort tveggja í senn: þjóðlegur íhaldsmaður og framfarasinni. Sig- urður áttaði sig t.d. öllum öðrum fyrr á því að höfuðstað landsins yrði að efla og prýða og lagði fram ýmsar róttækar hugmyndir um það sem sumar komust ekki í framkvæmd fyrr en mörgum kynslóðum eftir hans dag. Má þar nefna hugmyndir um stofnun Þjóðleikhúss, sem hann mun hafa orðið fyrstur til að orða í alvöru, vatnsveitu, sundlaug og úti- vistarsvæði og grasagarð í Laug- ardalnum,“ segir Jón Viðar. Aðspurðir hvort samtímamenn Sigurðar hafi álitið hann skýjaglóp og furðufugl segja þeir ekki svo vera. „Staða Íslands var auðvitað sú að það var nýlenda Dana og áhugaleysi danskra yfirvalda á menningarsögu og menningarlegum framförum á Ís- landi var algjört. Sigurður átti marga meðmælendur meðal íslend- inga þ.á m. Jón Sigurðsson, Indriða Einarsson og Ólaf Sigurðsson í Ási í Skagafirði en áhrif þeirra á dönsku landstjórnina voru lítil. Það liðu t.d. sjö ár frá því að Þjóðminjasafn Ís- lands var stofnað og þar til dönsk yf- irvöld létu nokkuð fé af hendi rakna til þess,“ segir Jón Viðar. Ólafur bætir því við að hugmyndir Sigurðar um nýjan íslenskan kven- búning hafi fengið mjög góðar und- irtektir og Sigurlaug Gunnarsdóttir, húsfreyja í Ási, hafi saumað fyrsta búninginn árið 1860. „Sá búningur er enn varðveittur í Glaumbæjarsafni og við höfum fengið hann á sýn- inguna á Sauðárkróki. Einnig höfum við fengið annan búning Sigurðar lánaðan frá Þjóðminjasafninu og er þetta í fyrsta skipti sem þessir bún- ingar eru sýndir saman.“ Sjálfum sér verstur Jón Viðar segir að Sigurður hafi stundum verið sjálfum sér verstur því hann hafði verið skapmikill og orðljótur ef svo bar undir. „Hann var ekkert að skafa utan af því þegar hann lýsti skoðun sinni á dönskum stjórnvöldum og undirlægjum þeirra. Þetta kann að hafa gert það að verkum að yfirvöld voru lítt hrifin af Sigurði og vildu veg hans sem minnstan.“ Að sögn þeirra Jóns Viðars og Ólafs er enn mikið starf óunnið við rannsóknir á ævi og verkum Sig- urðar. „Það helgast af því að Sig- urður kom svo víða við í menningar- lífi þjóðarinnar við upphaf sjálfstæðisbaráttu hennar og áhrif hans eru svo margslungin á eft- irkomendur. Nú á dögum hafa fræði- menn gjarnan sérhæft sig á afmörk- uðum sviðum en til að gera Sigurði verðug skil þurfa menn að vera vel heima í leiklistarsögu, myndlist, menningarsögu, fornleifafræði og í raun Íslandssögu 19. aldar og langt fram á 20. öldina. Það er varla á eins manns færi. Enginn hefur freistað þess að gera heildarúttekt á Sigurði síðan um miðja síðustu öld er þeir séra Jón Auðuns og Lárus Sigurbjörnsson skrifuðu hvor sína bókina um hann með stuttu millibili.“ Sýningin um Sigurð málara verð- ur opin í Safnahúsinu á Sauðárkróki í sumar en að sögn Ólafs verður hún væntanlega sett upp í Reykjavík með haustinu. Sýning um Sigurð málara Frumherji og fjöllistamaður Sigurður við eina af mörgum altaristöflum sem hann málaði. Hið nýstofnaða Leikminjasafn Íslands opn- ar í dag sína fyrstu sýningu og er viðfangs- efnið ævi og störf Sigurður Guðmundssonar málara. Hávar Sigurjónsson ræddi við Jón Viðar Jónsson, forstöðumann Leikminjasafnsins, og Ólaf Engilbertsson sem sæti á í stjórn safnsins. Skissa Sigurðar að uppstillingu úr Helgakviðu Hundingsbana. Elsk- endurnir Helgi og Sigrún.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.