Morgunblaðið - 27.04.2003, Page 31
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. APRÍL 2003 31
FRAMLAG Leikfélags Sauð-
árkróks til Sæluviku er að þessu
sinni frumflutningur á nýju ís-
lensku gamanleikriti eftir Hávar
Sigurjónsson sem ber heitið heit-
ir Ertu hálf-dán?
Sýnt er í Bifröst á Sauðárkróki
og leikstjórn er í höndum Þrastar
Guðbjartssonar.
Í fréttatilkynningu frá Leik-
félagi Sauðárkróks segir að Ertu
hálf-dán? fjalli um leikhúsið og
fólkið sem þar starfar. „Leik-
ararnir eru að leika gamalt
breskt leikrit, ekkert klassískt
enda er það alltof lélegt til þess.
En málin fara að verða snúin
þegar persónuleg vandamál leik-
ara og annarra leikhússtarfs-
manna trufla einbeitinguna við
leiksýninguna.
Leikritið verður þá aukaatriði
og vandamálin verða að aðalefni
leikritsins,“ segir formaður leik-
félagsins og einn leikenda, Sig-
urður Halldórsson.
„Svo vitnað sé eina persónu
verksins þá er þetta leikrit „sem
hefur engan boðskap og er fyrst
og fremst ætlað að vera saklaus
skemmtun sem fólk getur notið í
leikhúsinu án þess að þurfa að
taka vandamálin með sér heim,“
segir Sigurður og bætir við að
átta leikarar skipti með sér 10
hlutverkum í sýningunni og er
enginn í aðalhlutverki en allir að
keppast við að vera það,“ segir
Sigurður.
Leikfélag Sauðárkróks á Sæluviku
Ertu
hálf-
dán?
Frá æfingu á Ertu hálf-dán? á Sauð-
árkróki.
NÝTT handverksgallerí var opnaði
að Háholti 1 á Laugarvatni á dög-
unum. Eigendurnir eru hjónin Þur-
íður Steinþórsdóttir og Jóel Fr.
Jónsson, en þau ráku áður Forn-ný
járnagallerí og bólstrun í Garðabæ
og munu þau áfram verða með
samskonar starfsemi á Laug-
arvatni. Galleríið er með íslenskt
handverk úr öllum áttum. Á sama
stað munu þau hjón verða með
vinnustofur sínar.
Í tilefni opnunarinnar sýnir Þur-
íður Sigurðardóttir (Þura), mynd-
listarkona nokkur málverk. Sýn-
inguna nefnir Þura „himinn – jörð /
sky – earth“ og sækir myndefnið í
landslagið í Bláskógabyggð. Sýn-
ingin stendur til 27. apríl.
Morgunblaðið/Kári Jónsson
F.v. Jóel Fr. Jónsson, Þuríður
Steinþórsdóttir og Þuríður Sigurð-
ardóttir (Þura), við eina eina af
myndum Þuru.
Nýtt gallerí á
Laugarvatni
Laugarvatn. Morgunblaðið.
BÓKAVERÐLAUN barnanna
voru afhent á sumardaginn fyrsta
við hátíðlega athöfn í Borgarbóka-
safni Reykjavíkur, Tryggvagötu
15.
Það er Borgarbókasafn Reykja-
víkur sem hefur haft frumkvæði að
þessu verkefni og voru kjörseðlar
og veggspjöld með kápumyndum
af barnabókum síðasta árs send í
alla skóla í Reykjavík og víðar.
Einnig var hægt að kjósa í öllum
deildum Borgarbókasafns og á
heimasíðu safnsins.
Þær bækur sem urðu hlutskarp-
astar í vali barna á bestu bókinni
2002 voru Marta Smarta eftir
Gerði Kristnýju, sem Mál og
menning gaf út og Kafteinn Of-
urbrók og innrás ótrúlega asna-
legu eldhúskerlinganna utan úr
geimnum (og uppreisn aftur-
gengnu nördanna úr mötuneytinu)
eftir Dav Pilkey í þýðingu Bjarna
Frímanns Karlssonar. JPV útgáfa
gaf bókina út. Bjarni Fr. Karlsson
tók við verðlaunum fyrir þýðingu
sína á Kafteininum en systir Gerð-
ar tók við verðlaunum fyrir hennar
hönd þar sem hún var erlendis.
Fulltrúar forlaganna voru einnig
viðstaddir. Verðlaunin voru ljós-
myndir eftir Signýju Jóhannes-
dóttur og Steinvöru Jóhannsdóttur
sem báðar eru nemendur í Mynd-
listaskóla Reykjavíkur. 2.700
krakkar tóku þátt í valinu. Nöfn 10
þeirra voru dregin út og fengu þau
viðurkenningu fyrir þátttökuna.
Við hæfi þótti að gefa þeim verð-
launabækur fræðsluráðs Reykja-
víkur en þau verðlaun fengu Krist-
ín Steinsdóttir fyrir bók sína
Engill í Vesturbænum og Ragn-
heiður Erla Rósarsdóttir og Sig-
fríður Björnsdóttir fyrir þýðingu á
sögunni Milljón holur eftir Louis
Sachar.
Börn verð-
launa bækur
Með AVIS kemst þú lengra
Pantaðu AVIS bílinn áður en þú
leggur af stað – Það borgar sig
Hringdu til AVIS í síma 591-4000
AVIS Knarrarvogi 2 – 104 Reykjavík – Sími 591 4000
Fax 591 4040 – Netfang avis@avis.is
Innifalið í verði er ótakmarkaður akstur, trygging,
vsk. og flugvallargjald. (Verð miðast við
lágmarksleigu 7 daga). Ekkert bókunargjald.
Bretland kr. 2.800,- á dag m.v. A flokk
Danmörk kr. 3.200,- á dag m.v. A flokk
www.avis.is
Við
gerum
betur
frá kl. 13-17
Kynning verður á nýju
sumarlitunum „Crazy Flower“
og öðrum spennandi nýjungum í Lyfju
Mánudagur 28. apríl, frá kl. 13 – 17 • Setbergi
Þriðjudagur 29. apríl, frá kl. 13 – 17 • Garðatorgi
Miðvikudagur 30. apríl, frá kl. 13 – 17 • Spöng
S
ólris
ehf / JB
B
áfram Ísland
Til fundar vi› flig
Daví› Oddsson Geir H. Haarde
Eskifjör›ur
Sunnudagur 27. apríl
Valhöll kl. 20.00
Djúpivogur
Sunnudagur 27. apríl
Hótel Framtí› kl. 20.00
Á næstu dögum og vikum munu Daví› Oddsson, forsætisrá›herra og forma›ur Sjálfstæ›isflokksins, og Geir H. Haarde,
fjármálará›herra og varaforma›ur Sjálfstæ›isflokksins, ásamt ö›rum flingmönnum og frambjó›endum Sjálfstæ›isflokksins
halda fundi um land allt og heimsækja vinnusta›i.
Vi› hlökkum til a› fá tækifæri til a› kynnast sjónarmi›um flínum, ræ›a vi› flig um flann mikla árangur sem vi› Íslendingar
höfum í sameiningu ná› og hvernig vi› getum best tryggt a› Ísland ver›i áfram í fremstu rö›.
xd.is
Vilborg Dagbjartsdóttir
Vilborg Dagbjartsdóttir
og
Kristín Marja Baldursdóttir
lesa úr bókinni
Mynd af konu
í Þjóðmenningarhúsinu
sunnudaginn 27. apríl kl. 14:00
Ókeypis aðgangur
Sýningar eru opnar alla daga
frá kl. 11:00-17:00