Morgunblaðið - 27.04.2003, Qupperneq 34
SKOÐUN
34 SUNNUDAGUR 27. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
NÝFALLINN hæstaréttardóm-
ur hefur vakið viðbrögð hjá þeim
sem vænst höfðu annarrar niður-
stöðu. Umráðamaður hlunninda-
jarðar hafði verið kærður fyrir að
verja sitt friðlýsta æðarvarp á ólög-
legan hátt, hlotið fyrir það dóm í
héraði en var síðan sýknaður í
hæstarétti. Sú niðurstaða stingur
vissulega í stúf við viðhorf sem ríkt
hafa undanfarið og vekur til um-
hugsunar.
Málið snýst um tvær alfriðaðar
fuglategundir, örn og æðarfugl.
Eins og flestir vita hefur æðarfugl
verið friðaður lengi, vegna þess að
hann gefur af sér verðmæta útflutn-
ingsvöru, örninn miklu skemur.
Hann hafði þvert á móti verið litinn
sem meindýr sem þyrfti að halda í
skefjum. Þegar farið var að nota eit-
ur í hræ til fækkunar refum bitnaði
það á erninum sem sótti í hræin.
Snemma á síðustu öld hafði þetta,
ásamt öðrum hernaði, leitt til þess
að örninn var að deyja út, og aðeins
fá pör eftir á Vesturlandi, aðallega
við Breiðafjörð.
Aðgætnir menn sáu að ekki væri
gott að ganga svo langt að útrýma
þessum konungi íslenskra fugla,
sem yrði illt til afspurnar, eins og
frægt er varðandi geirfuglinn. Þetta
leiddi til alfriðunar og síðan fjölg-
unar arnarins. Þau tíðindi hafa
gerst við Breiðafjörð og í nágrenni
hans, einfaldlega vegna þess, að þar
gengu menn ekki jafn hart fram og
aðrir gerðu. Lítið hefur þó breið-
firskum æðarbændum verið þökkuð
sú löðurmennska, en þeir skamm-
aðir öðrum meir, bæði fyrir lin-
kindina, en þó meira hitt að geta
ekki tekið því þegjandi og með
þökkum að mega ekki bera hönd
fyrir höfuð sér í arnarmálum.
Það er ekkert launungarmál þó
að ókunnugir hafi ekki alltaf viljað
heyra, að assa gamla getur valdið
miklu tjóni í æðarvarpi. Að því leyti
var það afar óheppilegt að stofninn
skyldi halda velli og dæmast ósnert-
anlegur á Breiðafjarðarsvæðinu
sem frá náttúrunnar hendi er mesta
og ákjósanlegasta varpland æðar-
fugls hér á landi.
Áður komu bændur í veg fyrir að
örninn gerði sér hreiður úti um eyj-
ar, þar sem þeir vissu fullvel að það
þýddi eyðingu æðarvarps á stóru
svæði. Þess vegna mátti það heita
óþekkt fyrir daga alfriðunar að ern-
ir gerðu sér hreiður og yrpu úti í
Breiðafjarðareyjum. Þeir byggðu
sér hreiður og áttu sín óðul á kletta-
syllum í fjöllum á fastalandi jafnvel
fjarri sjó. Ekki bar á að það atriði
stæði þeim fyrir þrifum, svo vitað
sé.
Þetta breyttist hins vegar við
friðunina, þegar ekki mátti lengur
stugga við þeim. Þeir gengu þá
fljótt á lagið og fóru að nema land
úti í eyjum þar sem lífsskilyrði voru
þeim hagstæðust og undantekning-
arlítið flýði þá æðarfuglinn af stóru
nærliggjandi svæði með sitt varp.
Nú er þess að geta að friðunar-
menn arnarins sóttu sitt mál af
hörku og óbilgirni í upphafi, sem
kannski var ekki vanþörf á frá
þeirra sjónarmiði. Þannig hafa þeir
löngum haldið því fram að kvartanir
bænda séu ástæðulausar, þó að örn-
inn sé sólginn í æðarfugl og drepi
hann sér til matar ásamt mörgu
öðru, hafi það engin áhrif á stærð
stofnsins. Þar ráði aðrir hlutir og
önnur afföll miklu meiru. Þetta má
rétt vera, en kynni þó að orka tví-
mælis þegar þessum rándýrum
fjölgar. Aðalatriðinu í þessu máli
hefur hins vegar minna verið haldið
á lofti, en hér með skal reynt að
skýra það fyrir ókunnugum, úr því
að menn hafa kosið að efna til upp-
þots í fjölmiðlum. Æðarfugl er log-
andi hræddur við össu gömlu, eins
og sum önnur rándýr, miklu hrædd-
ari en við eggja- og ungaræningja á
borð við krumma og svartbak. Nær-
vera arnarins veldur því venjulega
flótta æðarfugls af svæðinu þar sem
örninn sest að. Einhverjar undan-
tekningar kunna að vera á því –
tímabundið. Hitt er vel þekkt að
stundum fer assa að herja á
ákveðna eyju eða hólma, með fylgi-
fiska með sér; hrafn og máva. Æð-
arfuglinn flýr í skelfingu og fylgi-
fiskarnir rífa upp hreiðrin. Þannig
hafa varpeyjar eyðst og bóndanum
sem missir þar verðmætar land-
nytjar er líklega lítil bót í því þótt
reiknað sé út að þetta sé allt í lagi,
þetta hafi lítil áhrif á stofnstærðina.
Áföll af þessu tagi geta haft var-
anleg áhrif og jafnvel þurrkað út
varp endanlega, sem búið var að
rækta upp og verja lengi. Stundum
heyrist sagt að bóndinn verði bara
að passa varpið betur, ef honum sé
annt um það. Það kann reyndar að
vera hægt sums staðar, þar sem
þétt varp er á litlu afmörkuðu
svæði, en á Breiðafirði, þar sem eyj-
ar skipta tugum og jafnvel hundr-
uðum á sumum jörðum eru slíkar
hugmyndir tómt rugl.
Þegar erninum fór að fjölga og
hættan á útrýmingu minnkaði var
slakað á óbilgjörnum kröfum um
umgengni við össu og mönnum leyft
að hafa áhrif á hvar hún settist að
(reglugerð 252/1996), enda virðist
koma til greina að sumra áliti að
henni verði smám saman ýtt úr
varplöndum æðarfuglsins eins og
gert var áður. Það segir sig reyndar
sjálft að þótt eyjarnar yrðu friðaðar
aftur fyrir arnarvarpi, gæti örninn
sótt þangað til fanga, en í því sam-
bandi myndi þó væntanlega skipta
verulegu máli hvort hann elst upp á
fastalandi eða úti í eyjum. Og eins
og áður segir getur arnarsetur þar
valdið auðn og eyðileggingu á stóru
svæði.
Bóndinn sem nýlega var kærður
af fuglaverndarmönnum, sakfelldur
í héraði en síðan sýknaður í hæsta-
rétti, hefur væntanlega verið í góðri
trú um að hann mætti meina erni
varp í friðuðu varplandi sínu. Þann-
ig virðist hæstiréttur líka líta á það
mál. Fuglaverndarmenn bregðast
illa við og boða hertar aðgerðir.
Hverjum yrðu þær til góðs? Kynni
einhver að spyrja. Varla fuglakóng-
inum okkar. Er hann ekki kominn
það vel úr allri hættu að óhætt sé að
meina honum aðgang til varps í æð-
arvarpi? Er þörf á að afla honum
aukins fjandskapar? Hann er vissu-
lega fyrir hendi og kraumandi undir
niðri hjá ýmsum.
Nú er það fjarri undirrituðum,
þótt æðarbóndi sé og kominn af
slíkum í marga liði, að vilja skamma
forystumenn í fuglaverndarmálum
og í Fuglaverndarfélagi Íslands,
sem hann þekkir marga hverja að
góðu einu. Þeir eiga vissulega heið-
ur skilinn fyrir að hafa forðað okkur
frá þeirri hneisu að útrýma össu
gömlu, en assa verður líka á móti að
sæta því að henni sé meinað að út-
rýma og spilla verðmætri, einstæðri
og séríslenskri búgrein, æðardúns-
framleiðslu.
En hvað er til ráða? Hér skal
varpað fram tillögu til umhugsunar
fyrir fróða menn og vel meinandi.
Eins og áður segir er arnarstofn-
inn bundinn við það svæði landsins
þar sem hann ætti síst að vera, og
þar fer honum fjölgandi. Áður var
hann dreifður um allt land. Hægt er
að hafa áhrif á búsetumál hans eins
og dæmið um „lokun“ Breiðafjarð-
areyja á sínum tíma sannar. Merk-
ur maður benti á það eitt sinn, ern-
inum til upphefðar og réttlætingar,
að fátt eða ekkert gleddi augu er-
lendra túrista jafnmikið og að sjá
hinn íslenska konung á flugi. Túr-
istar leggja hins vegar lítið leið sína
út í Breiðafjarðareyjar. Þess vegna
væri æskilegt að lokka össu greyið
þaðan sem hún má ekki vera, þang-
að sem hún myndi gera stormandi
lukku meðal ferðamanna utan úr
ÖRNINN FLÝGUR
Eftir Eystein G. Gíslason „Vænt þætti
okkur bú-
andkörlum
um ef
mennta-
menn syðra sýndu þeirri
viðleitni okkar svolítinn
skilning annað slagið,
jafnvel samstöðu.“
Skólavörðustíg 8
Sími/fax 511 3555
Myndlistarsýning
Bjarni Ragnar
Mörkinni 3, sími 588 0640.
Opið mán-fös kl.11-18 - lau kl. 11-15
Brúðkaupsgjafir
Br
úð
ar
gj
af
al
is
ta
r
Sérhæfðir sölumenn í atvinnuhúsnæði!
FRANZ@holl.is
Hóll — Alltaf
rífandi salaAGUST@holl.is
FJÖLDI EIGNA TIL
SÖLU OG LEIGU!
Ekki hika við að hringja í
okkur félagana,
Franz, gsm 893 4284,
Ágúst gsm, 894 7230.
Magnús Axelsson lögg. fasteignasali
sími 533 1111
fax 533 1115
Opið hús - Skipholti 54
170 fm neðri sérhæð í tvíbýlishúsi
á besta stað í bænum.
Fjögur svefnherbergi og tvær
fallegar parketlagðar stofur. Góður
bílskúr og sólverönd á þaki hans.
Lárus Magnússon
Gsm 895 1998
Marías og Málfríður taka á móti ykkur með heitt á
könnunni á milli kl. 14 og 16 í dag, ásamt því að
Lárus Magnússon, sölumaður Laufáss, verður á
staðnum og svarar fyrirspurnum.
Kringlan 4-12 - Stóri turn - 9. hæð - www.laufas.is
Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is
533 4800
257 fm gullfallegt nýlegt parhús á tveimur hæðum
á þessum eftirsótta stað. Á neðri hæð er m.a. eld-
hús, borðstofa, arinstofa, herbergi, garðskáli,
þvottahús, geymslur, snyrting og 27,4 fm bílskúr.
Á efri hæð eru þrjú góð svefnherbergi, fataher-
bergi og baðherbergi. Falleg verönd með útiarni.
Áhv. hagst. lán. Laus strax. 3811
Sigurður Karl frá Miðborg sýnir í dag, sunnudag,
frá kl. 14.00 til 16.00.
Opið hús - Vesturbrún 25
78 fm mjög falleg 3ja herbergja endaíbúð á fyrstu
hæð. Eldhús og baðherbergi er mikið endurnýjað.
Mikil lofthæð er í íbúðinni. 2 góðar stofur, hægt er
að nýta aðra stofuna sem svefnherbergi. Rúmgott
svefnherbergi með stórum skáp. Parket og flísar á
gólfum. Sérgeymsla. Verð 11,5 millj. 4015
Magnús tekur á móti gestum í dag, sunnudag,
frá kl. 13.00 til 15.00.
Opið hús - Skipasund 88
Höfum til leigu glæsilega aðstöðu miðsvæðis í borginni. Um er
að ræða fullkomna skrifstofu- eða þjónustuaðstöðu með öllum
þeim tækjabúnaði og þjónustu sem viðkomandi óskar eftir.
Hægt er að fá einingar frá 20-900 fm. Nánari upplýsingar veitir
Björn Þorri á skrifstofu.
Fyrirtækjahótel
Björn Þorri hdl. lögg. fastsali, Karl Georg hrl. lögg. fastsali.
Borgartúni 22,
105 Reykjavík,
sími 5-900-800.
Opið hús í dag -
Dverghamrar 10
Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali
Sýnum í dag þetta fallega 196
fm einbýlishús á góðum stað í
Hamrahverfinu. Húsið er á einni
hæð og skiptist þannig að
íbúðarrými er 155 fm ásamt
tvöföldum 41 fm bílskúr. Húsið
er með sérlega fallegum garði
ásamt sólpöllum, skjólveggjum og heitum potti. Parket á flestum gólfum,
rúmgóðar stofur, 3 svefnherbergi og góðar innréttingar. Verð 25,4 millj.
Áhv. Byggsj. rík. 3,9 millj. Steingrímur og frú taka á móti þér og þínum í
dag á milli kl. 15 og 17.
Veitingastaður/Bar
Heimilisfang: Víkin
Stærð eignar: 245 fm
Bílskúr: 0 fm
Byggingarár: 1993
Brunabótamat: 30 millj.
Áhvílandi:
Verð: 24 millj.
Höfum fengið á söluskrá skemmtilegan
veitinga- og skemmtistað á Höfn í
Hornafirði. Húsnæði og rekstur í einum
pakka. Á staðnum er pitsubakstur og
útsendingar (bíll fylgir). Einnig eru
dansleikir og fastakúnnar í hádegismat.
Frábært sumar framundan og góðir
tekjumöguleikar
Skúli Þór Sveinsson,
fasteignamiðlari RE/MAX,
sýnir eignina.
Skúli Þór Sveinsson
Símar 820 9507/590 9507
Netfang: skulith@remax.is Hrafnhildur Bridde lögg. fasteignasali