Morgunblaðið - 27.04.2003, Page 37

Morgunblaðið - 27.04.2003, Page 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. APRÍL 2003 37 Sími 588 55 30 Pétur Pétursson, löggiltur fasteignasali, Þekking - öryggi - þjónusta Sumarbústaður í Grímsnesi OPIÐ HÚS Í DAG, sunnudag Úr landi Hæðarenda, Grímsnesi, sýnum við í dag, sunnudag, frá kl. 13-16 glæsilegan sumarbústað Um er að ræða 2ja hæða 52 fm sumarbústað með 12 fm aukahúsi. 100 fm verönd/sólpallur. Glæsilegar innréttingar. Plankaparket og flísar á gólfum. Gaseldavél og vönduð eld- hústæki. 2 herbergi undir súð. Tæplega hektara eignarland sem er afgirt. Vegur og vandað hlið. Landið liggur að og afmarkast af Búr- fellslæk sem er fiskgengur. Ágústa og Sigurður taka á móti ykkur. Sími 695 4547. OPIÐ HÚS - Hraunbær 102b Páll Höskuldsson Sími 864 0500 pall@remax.is RE/MAX Heimilisfang: Hraunbær 102b Stærð eignar: 97,4 fm Byggingarár: 1973 Brunabótamat: 104 millj. Verð: 11 millj. Mjög rúmgóð 97,4 fm 4ra herbergja íbúð á 3. hæð við Hraunbæ. Íbúðin er með flísa- lagðri forstofu og góðum fataskápum. Eld- húsið er með fallegri innréttingu og parket er á gólfum. Stofa er björt með miklu útsýni og útgengi út á suðursvalir. Frábær staðsetning. Páll Höskuldsson fasteignamiðlari RE/MAX tekur á móti gestum milli kl. 14 og 16. Viggó Jörgensson lögg. fasteignasali EINBÝLI Trönuhólar - Frábær stað- setning Glæsilegt 320 fm einbýli á tveimur hæðum með stórum bílskúr. Rúmgóðar stofur og góð herb. Falleg lóð m.a. tveir góðir sólpallar til suðurs. Húsið er staðsett neðst í götu alveg við óbyggt svæði. Glæsilegt útsýni yfir Elliðaárdalinn og víðar. Góðar innréttingar og saunaklefi með hvíldarherbergi. Sérstaklega útbúið sjónvarpsherb. Eigandi er til í að skoða skipti á minni eign. V. 28,8 m. 2546 Sjávargata - Álftanesi Vorum að fá í einkasölu sérstaklega glæsilegt 215 fm einbýli á einni hæð. Tvöfaldur innbyggður bílskúr. Húsið skiptist m.a. í tvær samliggjandi stofur og þrjú herb. Mikil lofthæð. Mjög stór afgirt timburver- önd með heitum potti. V. 23,9 m. 3270 Hlíðarvegur - Kóp. Vorum að fá í einkasölu fallegt og vel skipulagt einbýl- ishús á tveimur hæðum. Húsið skiptist m.a. í tvær stofur og fjögur herb. Stór gróin lóð. V. 19,5 m. 3281 HÆÐIR Valhúsabraut - Útsýni Vorum að fá í einkasölu sérstaklega fallega 4ra herbergja (efstu) hæð í 3-býli. Hæðinni tilheyrir 25 fm bílskúr. Íbúðin hefur verið mikið standsett. Glæsilegt útsýni. V. 15,6 m. 17302 Leifsgata - 8 herbergi Vorum að fá í einkasölu mjög góða 167 fm íbúð í 3-býli. Íbúðinni tilheyrir 32 fm bílskúr. Íbúðin skiptist m.a. í tvær stofur og sex herbergi. Þvottahús og geymsla er inn í íbúðinni. Þrennar svalir. V. 20,5 m. 3141 4RA-6 HERB. Flúðasel Björt, falleg og rúmgóð 108 fm 4ra herbergja íbúð í nýlega álklæddu fjölbýlishúsi með yfirbyggðum svölum auk stæðis í bílageymslu. Eignin skiptist m.a. í hol, þrjú herb., baðherb., eldhús, stofu og yfirbyggðar svalir. Fallegt útsýni m.a. yfir Vatnsendahæð og Rjúpnahæð. Ástand og útlit eignarinnar er gott. 3286 Espigerði - Lyfthús m. bíl- skýli Falleg og rúmgóð u.þ.b. 140 fm 5 herbergja íbúð á 2. hæð í eftirsóttu lyftu- húsi ásamt stæði í bílageymslu. Íbúðin er með fjórum herbergjum, sérþvotta- húsi og tvennum svölum. Góð sameign. Eftirsóttur staður. V. 19,5 m. 3190 Granaskjól Falleg 3ja-4ra herb. efri sérhæð á eftirsóttum stað í vesturbæn- um. Eignin skiptist í hol, tvö herb., stofu, sjónvarpsstofu (mögul. herb.), eldhús og baðherb. Í kjallara er sérgeymsla og sameiginlegt þvottahús. Eignin hefur verið töluvert mikið endurn. s.s yfirfarið rafmagn, þak nýmálað og nýtt dren. Húsið lítur mjög vel út. Nýtt eldhús, gluggar og gler hefur verið endurnýjað. Merbau-parket á flestum gólfum. Suður- svalir. 3242 Sólvallagata - 144 fm 6 her- bergja falleg og töluvert endurnýjuð hæð sem skiptist í gang, 4 herbergi, tvær samliggjandi stofur, tvö baðherbergi og eldhús. V. 17,9 m. 3269 Bólstaðarhlíð Góð 92 fm 4ra herb. íbúð á jarðhæð/kjallara með sérinng. í traustu steinhúsi á þessum eftirsótta stað. Eignin skiptist m.a. í forstofu, hol, eldhús, baðherbergi, stofu og þrjú her- bergi. Útg. út á nýja glæsilega timurpalls- verönd úr stofu. Tvær sérgeymslur og sameiginlegt þvottahús. V. 11,9 m. 1170 3JA HERB. Naustabryggja - Stæði í bíla- geymslu Mjög falleg 3ja herbergja 108 fm íbúð á jarðhæð með sérgarði í nýrri blokk við Naustabryggju auk stæð- is í bílageymslu. Gott skipulag. Vandað- ar innréttingar. Laus strax. Hagstæð lánakjör. V. 14,8 m. 2263 Lynghagi - Endurnýjuð 3ja herb. falleg og mikið endurnýjuð íbúð á jh. á mjög góðum stað. Íbúðin skiptist í forstofu, gang, stofu, 2 herbergi, eldhús og bað. V. 11,0 m. 3164 Mávahlíð - Falleg 3ja-4ra mjög falleg og mikið endurnýjuð risíbúð sem skiptist í hol, stofu og þrjú herbergi. V. 10,9 m. 3280 2JA HERB. Gullsmári - Eldri borgarar Vorum að fá í einkasölu fallega 62 fm í- búð á 6. hæð í nýlegu lyftuhúsi. Mikið útsýni. Svalir til vesturs. Tvær lyftur. Þjónusta er í húsinu. Íbúðin er laus strax. V. 12,9 m. 3282 SUMARBÚSTAÐUR Sumarbústaður Skorradal Einstaklega fallegur 52 fm sumarbústað- urá besta stað í Skorradalnum. Bústað- urinn stendur nálægt vatninu, 100 fm timburverönd í kringum bústaðinn. Þrjú svefnherbergi. Stofa, baðherbergi, eld- hús, geymsla, milliloft. Furu gólfborð. Glæsilegt útsýni út á vatnið í gegnum stóran stofuglugga. Loftið er panelklætt. Baðherbergið er með sturtu. Upphitun er með rafmagni. Kalt vatn. Hitadúnkur. 3209 FREYJUGATA - TVÆR ÍBÚÐIR Einstök 4ra herbergja 130 fm íbúð á efstu hæð með útsýnisturni/herbergi. Eignin skiptist m.a. í eldhús, baðher- bergi, tvö herbergi og stofu. Baðher- bergið er flísalagt í hólf og gólf og með sturtu og hornbaðkari. Tvennar svalir. Arinn er í turnherbergi. Stór- glæsilegt útsýni. Verð 17,5 m. Einnig vel skipulögð 2ja herbergja útsýnis- íbúð með tvennum svölum. Lögn f. þvottavél í íbúð. Eftirsótt eign. Verð 11,5 m. 3259 OPIÐ HÚS - JAKASEL 18 Glæsilegt þrílyft um 300 fm einbýlishús m. 37 fm innbyggðum bílskúr og stóru upphituðu bílaplani. Stórar stofur, 4-5 herb., sólstofa, stórt eldhús o.fl. Fallegt útsýni. HÚSIÐ VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG, SUNNUDAG, FRÁ KL. 15-18. V. 26,0 m. 9316 OPIÐ HÚS - MOSARIMI 21 Glæsilegt einlyft 151 fm endaraðhús með innbyggðum 28 fm bílskúr. Húsið skiptist í forstofu, hol, stofur, eldhús, þrjú herbergi, baðherbergi og þvottahús. Garðurinn er mjög fallegur og með fjölbreyttum gróðri. HÚSIÐ VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG, SUNNUDAG, FRÁ KL. 14-17. V. 22,5 m. 2218 Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði  Nýkomið í einkasölu á þessum frábæra útsýnisstað við sjóinn, glæsilegt mikið endurnýjað einbýli á einni hæð ásamt bílskúr, samtals um 175 fm. Eignin hefur öll verið endurnýjuð á smekkleg- an hátt, húsið klætt að utan, glæsilegur sólpallur og tilheyrandi. 4 góð herbergi, parket, flísar. Húsinu fylgir 2 hesta hús sem þarfn- ast lagfæringa. Eign sem vert er að skoða. Magnús Emilsson löggiltur fasteignasala Smáratún - Vatnsleysuströnd VINSTRIHREYFINGIN – grænt framboð gengur til komandi alþingiskosninga undir kjörorðinu „Næst á dagskrá: Réttlæti“. Eftir að Sjálfstæðisflokkurinn hefur far- ið fyrir landsstjórninni undanfarin tólf ár, ýmist í samstarfi við Al- þýðuflokkinn eða Framsóknar- flokkinn, er orðið aðkallandi að önnur sjónarmið og aðrar áherslur fái að ráða stjórnarstefnunni. Á tólf ára valdatíma Sjálfstæð- isflokksins hefur misskipting í samfélaginu aukist. Aðgerðir rík- isstjórnarinnar í skattamálum hafa jafnan tekið mið af hagsmunum hinna efnameiri, en láglaunafólk, aldraðir og öryrkjar hafa setið eft- ir. Sjálfstæðisflokkurinn hefur gætt að því að fjármagnseigendur héldu sínum hlut og ríflega það. Á sama tíma berst ungt barnafólk í bökkum, en jaðaráhrif skattkerf- isins koma verst niður á þeim hópi. Eignatilfærslan í samfélaginu sem kvótakerfið hefur haft í för með sér, að ekki sé talað um byggð- aröskunina sem á að verulegu leyti rætur í því, er með öllu óviðunandi og almenningur í landinu hefur fengið sig fullsaddan af. Samfelldur niðurskurður í heil- brigðiskerfinu á valdatíma Sjálf- stæðisflokksins með auknum not- endagjöldum hefur aukið misskiptinguna í þjóðfélaginu og kemur sér verst fyrir þá sem síst skyldi. Sinnuleysið í málefnum framhaldsskólanna er orðið alvar- legt vandamál sem krefst skjótra úrlausna, enda er brottfall nem- enda úr framhaldsskólum mikið hér á landi í samanburði við önnur Evrópulönd. Þessi þróun er í hróp- legri mótsögn við stóraukið átak í málum grunnskólanna eftir að sveitarfélögin tóku alfarið við rekstri þeirra árið 1996. Aukin framlög til menntamála hérlendis á undanförnum árum má að mestu rekja til grunnskólans og sveitar- félaganna en ekki til fjármálaráð- herra eða menntamálaráðherra Sjálfstæðisflokksins. Sérstök andúð einstakra ráð- herra Sjálfstæðisflokksins, einkum forsætisráðherra, dómsmálaráð- herra og samgönguráðherra, á meirihlutanum í borgarstjórn Reykjavíkur, hefur komið niður á mörgum framfaramálum á höfuð- borgarsvæðinu. Viðhorf þeirra til rúmlega helmings landsmanna sem býr á því svæði og stjórn þeirra byggist á geðþótta fremur en málefnalegum sjónarmiðum. Þjónkun stjórnarinnar við herskáa stjórnarherra í Bandaríkjunum og Bretlandi sem fara með stríði á hendur öðrum þjóðum í berhögg við samþykktir alþjóðasamfélags- ins, er í andstöðu við vilja þjóð- arinnar og þau gildi sem sæmir friðsamri þjóð. Raunhæfur möguleiki Allt þetta sýnir í hnotskurn hversu brýnt er orðið að skipta um ríkisstjórn í landinu. Þótt nokkrar sviptingar hafi verið í skoðana- könnunum undanfarnar vikur sýna þær þó flestar að það er raunhæf- ur möguleiki að fella ríkisstjórn Davíðs Oddssonar í komandi þing- kosningum. En það er ekki nóg að fella sitj- andi ríkisstjórn. Við þarf að taka ríkisstjórn sem er reiðubúin að auka réttlætið í skattkerfinu og taka á tekjuskiptingunni í sam- félaginu, ekki síst með hagsmuni ungra barnafjölskyldna í huga, stórbæta þjónustuna í heilbrigðis- og tryggingakerfinu og auka fram- lög til menntamála. Ennfremur að vinna af heilum hug í umhverfis-, jafnréttis- og byggðamálum, standa fyrir sjálfstæðri utanríkis- stefnu og tryggja sameign þjóð- arinnar á auðlindum hennar til lands og sjávar. Þetta eru tví- mælalaust meðal brýnustu verka nýrrar ríkisstjórnar. Aðeins einn flokkur hefur jafnvíðtækar breyt- ingar á sinni stefnuskrá. Eigi að vera tryggt að réttlætið verði næst á dagskrá þarf Vinstrihreyfingin– grænt framboð að fá góðan stuðn- ing og traust kjósenda í komandi alþingiskosningum og verða burð- arás í næstu ríkisstjórn. Ríkisstjórn um réttlæti Eftir Árna Þór Sigurðsson „Við þarf að taka ríkis- stjórn sem er reiðubúin að auka réttlætið í skattkerfinu og taka á tekjuskipting- unni í samfélaginu, ekki síst með hagsmuni ungra barnafjölskyldna í huga, stórbæta þjón- ustuna í heilbrigðis- og tryggingakerfinu og auka framlög til menntamála.“Höfundur er forseti borgarstjórnar Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.