Morgunblaðið - 27.04.2003, Side 42
MINNINGAR
42 SUNNUDAGUR 27. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Inger Steinsson,
útfararstjóri,
s. 691 0919
Ólafur Ö. Pétursson,
útfararstjóri,
s. 896 6544
Bárugötu 4, 101 Reykjavík.
S. 551 7080
Vönduð og persónuleg þjónusta.
Blómastofa Friðfinns,
Suðurlandsbraut 10,
sími 553 1099, fax 568 4499.
Opið til kl. 19 öll kvöld
Kransar • Krossar • Kistuskreytingar
ÚTFARARSTOFA
HAFNARFJARÐAR
Flatahrauni 5A, sími 565 5892
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Símar 581 3300 - 896 8242
Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla
Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is
Sverrir Olsen,
útfararstjóri.
Sverrir Einarsson,
útfararstjóri.
Kistur - Krossar
Prestur - Kirkja
Kistulagning
Blóm - Fáni
Val á sálmum
Tónlistarfólk
Sálmaskrá
Tilk. í fjölmiðla
Erfisdrykkja
Gestabók
Legstaður
Flutningur kistu á
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Bryndís Valbjarnardóttir,
útfararstjóri.
milli landa og
landshluta
Landsbyggðar-
þjónusta
Baldur Frederiksen,
útfararstjóri.
Sími 551 3485 • Fax 551 3645
Áratuga reynsla í umsjón útfara
Önnumst alla þætti
Davíð Osvaldsson
útfararstjóri
Sími 896 8284
Eyþór Eðvarðsson
útfararstjóri
Sími 892 5057
Vaktsími allan sólarhringinn
✝ Helga BryndísGuðmundsdóttir
fæddist í Reykjavík
9. nóvember 1926.
Hún lést á líknar-
deild Landspítalans
5. apríl síðastliðinn.
Hún var dóttir
hjónanna Guðmund-
ar Þorsteins Ólafs-
sonar, f. 13. feb.
1896, d. 19. maí 1978,
og Ólafíu Þórðar-
dóttur, f. í Gerðum í
Landeyjum 16. maí
1895, d. 21. mars
1994. Helga átti
fimm systkini, þau eru Anna Guð-
mundsdóttir, f. 1921, d. 1992, og
Hermann Guðmundsson, f. 1925,
d. 1989, alsystkin,
Ingunn Böðvarsdótt-
ir, f. 1917, d. 1990,
og Jóhanna Rósa
Stefánsdóttir, f.
1933, d. 1967, sam-
mæðra og Ólaf Guð-
mundsson, f. 1931,
samfeðra.
Helga átti þrjá
syni með Guðmundi
Þorvarðarsyni, f.
1915, d. 1997, þau
slitu samvistum
1955, en hún giftist
síðar Guðmundi Sig-
urðssyni, f. 1909, d.
1985.
Útför Helgu var gerð frá Kap-
ellunni í Hafnarfirði 12. apríl.
Helga var amma mín, og var alveg
eins og maður hugsar sér að ömmur
eigi að vera, hlý, mjúk og góð.
Þegar ég kom til hennar sem barn
þá var alltaf þar fyrsta sem kom í
hennar huga var hvað átti nú að gefa
manni að borða. Fiskibollur í karrí,
grjónagrautur eða hvað það var sem
var í uppáhaldi hjá manni það fékk
maður. Alltaf með áhyggjur af því að
maður borðaði ekki nóg, eins og
ömmu er siður, og ef það komu vin-
konur með þá var eins og þær væru
að koma til ömmu líka, hún tók alltaf
öllum opnum örmun. Þegar ég fór að
búa þá var hún mætt með alls konar
eldhúsvörur og allt það sem hún átti
sem ég gæti hugsanlega notað, „ég
nota þetta aldrei elskan mín“ var
alltaf viðkvæðið. „Þú hefur mikið
meiri not fyrir þetta“.
Þrátt fyrir veikindi var þetta það
sem var henni efst í huga, alltaf að
hugsa um að aðrir hefðu það sem
allra best og vantaði ekkert. Ef
mann vantaði öxl til að gráta á, ein-
hvern til að hlusta á vandamál þá var
hún til staðar. Það er skrítið að
hugsa til þess að hún er ekki til stað-
ar lengur.
Elsku amma og langamma, við
kveðjum þig með söknuði en vissu
um það að þín bíður eitthvað betra
annarstaðar, því þú átt það svo skil-
ið.
Eva og fjölskylda.
Það kom upp í hugann þegar við
fréttum af andláti Helgu á mánudag-
inn að nú væri allur systkinahópur-
inn horfinn. Systkinin voru fimm og
þar af fjórar systur. Helga var
ömmusystir okkar. Við áttum því
láni að fagna þegar við vorum að
alast upp að eiga margar ömmur.
Langamma okkar var þá á lífi. Þetta
var samheldinn hópur kvenna sem
áttu mikla hlýju í hjarta sínu sem
þær veittu óspart eigin afkomendum
og afkomendum hver annarrar.
Í æsku okkar bjó Helga ásamt eig-
inmanni og syni í litlu húsi í hrauninu
fyrir utan Hafnarfjörð. Það var okk-
ur systkinunum gleðiefni þegar
Helga var sótt heim. Hún tók ávallt á
móti okkur með glaðværð. Henni var
einkar lagið að taka á móti barna-
börnunum í fjölskyldunni þannig að
þau fengu á tilfinninguna að þau
ættu sér sérstakan sess í hjarta
hennar. Hún átti alltaf hrósyrði sem
hún sparaði ekki í samskiptum sín-
um við börnin. Minnisstæð er einnig
sagnargáfa hennar og þolinmæði.
Við systkinin þekkjum margar sög-
urnar af æskuárum hennar og systk-
ina hennar. Hún gat setið með okkur
á þessum árum (fyrir tíma sjón-
varpsins) og sagt okkur sögur sem
hún gerði mjög spennandi og
skemmtilegar með sínum sérstaka
frásagnarmáta. Hún leiddi okkur
með þessum hætti með sér í gegnum
ýmislegt sem var henni minnisstætt í
heimi sem tilheyrði annarri kynslóð.
Helga fór síðan að missa heilsu en
hélt þó sinni ljúfu lund og glaðværð
alla sína lífdaga.
Á efri árum Helgu átti unga fólkið
í fjölskyldunni ávallt skjól hjá henni
ef eitthvað bjátaði á. Hæfileiki henn-
ar til þess að hlusta var ekki síðri
hæfileika hennar að segja frá. Áhugi
hennar á fjölskyldunni var óþrjót-
andi fjársjóður sem gerði einstak-
linga hennar ríkari. Þessa eiginleika
sótti hún til langömmu okkar Ólafíu
Þórðardóttur sem lést fyrir tíu árum
í hárri elli.
Við fylgdum Helgu þakklát til
grafar fyrir allar þær góðu minning-
ar sem hún hefur skilið eftir okkur til
handa.
Jakobína (Bíbí), Ólafía
(Lóa), Gísli, Rósa og Erla.
HELGA BRYNDÍS
GUÐMUNDSDÓTTIR
Elsku mamma mín.
Nú ert þú farin í ann-
an og betri heim, þeys-
andi á himneskum
gæðingum.
Ég sakna þín sárt er ég hugsa
um liðna tíð, þú varst svo hlý og
góð.
Þegar ég var barn og fékk eitt
sinn slæman magaverk þá
straukstu svo undurblítt yfir mag-
ann á mér að verkurinn hvarf eins
og dögg fyrir sólu. Þegar ég var að
bjástra við heimaverkefnin í skól-
ANNA GUÐRÚN
GUÐMUNDSDÓTTIR
✝ Anna GuðrúnGuðmundsdóttir
fæddist í Reykjavík
16. júlí 1932. Hún lést
á Heilbrigðisstofnun
Suðurlands á Selfossi
hinn 5. apríl síðast-
liðinn og var útför
hennar gerð frá Sel-
fosskirkju 12. apríl.
anum að reikna, lesa
og skrifa, þá lagðir þú
þig alla fram við að
hjálpa mér þótt ekki
ættir þú langa skóla-
göngu að baki.
Þú kenndir okkur
systkinunum að vinna
verkin okkar vel og af
alúð og sagðir svo oft:
,,Það kemur niður á
seinna verkinu sem
gert er í því fyrra.“
Vegna veikinda
pabba vorum við oft á
tíðum starfsfélagar við
bústörfin og oftar en
ekki var ég ákaflega upp með mér
að vera orðinn hálfgerður bóndi
rétt um fermingaraldurinn. Ég fékk
líka svo margt að læra af þér.
Mamma mín, örlögin höguðu því
þannig til að ég varð ekki bóndi en
það voru oft gleðistundir þegar ég
kom í heyskapinn eftir að ég var
fluttur að heiman og eins þegar ég
stækkaði hesthúsið þitt því þú varst
svo glöð og ánægð að fá meira pláss
fyrir hestana þína og einnig að fá
raflýsingu þar.
Það er svo margt sem mann
langar að bæta við eða gera öðru-
vísi þegar engu verður lengur
breytt. Eitt af því sem mig hafði
svo lengi langað til var að fara með
þér til útlanda og sýna þér annars
konar náttúrufegurð en þú þekktir
frá Íslandi. Nú er það tækifæri
runnið mér úr greipum. Ég hugga
mig við það að í dag nýtur þú slíkr-
ar himneskrar náttúrufegurðar sem
ég get ekki gert mér í hugarlund
hvernig er.
Elsku mamma, æðruleysi þitt var
óviðjafnanlegt, og er þú vissir að
hverju stefndi sagðir þú: ,,Það verð-
ur tekið vel á móti mér, ég veit
það.“ Ég veit það líka, mamma mín.
Takk fyrir allt.
Þinn sonur
Arnar.
Börnum og unglingum dagsins í
dag stendur svo margt til boða að
stundum fær maður á tilfinninguna
að það sé ekki svo auðvelt að vera
ungur í dag. Áreitið er líka svo
stöðugt að þetta fólk sem á að erfa
landið fær að manni finnst alltof lít-
inn tíma til að vera það sjálft og
þroskast á eigin forsendum. Auðvit-
að er þetta allt öðru vísi því unga
fólkið í dag er miklu opnara og á
auðveldara með að koma sér og
sínu á framfæri en kynslóðin sem
leit fyrst dagsins ljós um miðja síð-
ustu öld.
En eitt verður ekki af okkur tek-
ið sem vorum að stíga okkar fyrstu
skref fyrir 50 árum eða svo sem var
möguleiki barna á mölinni að kom-
ast í sveit. Þessi þáttur í samfélag-
inu og þessi hluti af uppeldi stórs
hluta þjóðarinnar er því miður ekki
til staðar í dag.
Þetta kom upp í hugann þegar ég
nú minnist heiðurskonunnar Önnu
Guðmundsdóttur í Hreiðurborg í
Sandvíkurhreppi sem á hverju
sumri í mörg ár tók að sér að
ganga nokkrum strákgemlingum í
móðurstað um leið og hún innrætti
þeim virðingu fyrir lífinu og nátt-
úrunni sem þá var svo sjálfsagður
hluti af lífi fólks í sveitum landsins
að það þurfti ekki ræða hana. Nátt-
úran bara var til staðar með því
sem hún gat gefið en það varð líka
að sýna nærgætni. Því kom Anna
inn hjá okkur á sinn ljúfa hátt og
án fyrirlestrahalds. Með þetta í far-
teskinu, reynsluna af því að takast
á við nýtt umhverfi með nýju fólki
fórum við út í lífið og þar var hlutur
Önnu stór.
Anna var gift frænda mínum
Brynjólfi Þorsteinssyni, bónda í
Hreiðurborg sem lést í desember
2001. Það átti enginn von á að svo
stutt yrði á milli þeirra hjóna en
enginn veit sína ævina fyrr en öll
er. Hennar hlutverki var engan
veginn lokið því hún hafði miklu að
miðla og alltaf áttu barnabörnin hjá
henni öruggt skjól. Þess sama og
við nutum strákarnir í Hreiðurborg
og þó að eftirsjá okkar sé mikil
verður hún agnarsmá í samanburði
við þau sem næst henni standa,
börnin Dísa, Arnar, Þorsteinn,
Hulda, Magga og Gummi og fjöl-
skyldur þeirra. Hjá ykkur er hug-
urinn.
Ómar Garðarsson.
Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er
sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út-
prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu-
síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda
þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn
einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar
skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17
dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er
hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að
það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki
stuttnefni undir greinunum.