Morgunblaðið - 27.04.2003, Síða 43

Morgunblaðið - 27.04.2003, Síða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. APRÍL 2003 43 Fyrir um það bil sextíu árum fór fimm ára drengur sport- reisu með bróður sínum, sitjandi á hestvagni langa leið til að flytja mjólkina frá Tjörnum undir Eyja- fjöllum út í Landeyjar í veg fyrir mjólkurbíl. Sú ferð er til í huga hans nú fyrir að þá hitti hann ungan mann, bóndason, háan og glæsilegan þar sem hann stóð í gula samfest- ingnum. Eftir að hafa bætt sínum brúsum á vagninn, vegna þess að það var samvinna um mjólkurflutn- inga á þessum bæjum, gáfu þeir sér góðan tíma, ungu mennirnir, til að tala saman, en sá sem segir frá stóð vafalaust og starði á þennan ókunn- uga mann og undraðist hvað bróðir hans talaði óhikað og feimnislaust, og svo skellihló ókunni maðurinn að öllu saman. Eftir þennan fyrsta fund við Jóa í Vatnahjáleigu, eins og hann var oft- ast kallaður, finnst mér að ég hafi þekkt hann, því að samskipti við hann hafa verið lík því sem barnið sá, vingjarnlegur og glaður. Um þetta leyti fluttum við frá Tjörnum og síðan höfum við verið nágrannar. Ekki kann ég tölu á hvað oft ég krakki var sendur að Vatnahjáleigu, þar sem þau Guðni, Elín og Jóhann sonur þeirra, tóku á móti mér með JÓHANN GUÐLAUG- UR GUÐNASON ✝ Jóhann Guð-laugur Guðna- son var fæddur á Efri-Úlfsstöðum í Austur-Landeyjum 24. nóvember 1919. Hann lést í Reykja- vík 6. apríl síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Kross- kirkju í Austur- Landeyjum 12. apr- íl. sinni hógværu góðvild. Það var ekki eins og fá- vís krakki væri að koma í bæinn til þeirra. Elín, sem ég heyrði talað um að hefði þótt álitlegur kvenkostur með fallega mikla rauða hárið sitt, þegar þau voru ung, kom alltaf með eitthvað gott að borða og karl- mennirnir gáfu sér tíma til að sitja með gestin- um og tala við hann eins og hann væri fullorðinn maður, þessi kurteisi og hæfileiki til að koma þannig fram við gestinn að honum leið vel, hefur mér ótal sinnum orðið umhugsunarefni, og geymir vænt- umþykju um þetta fólk. Guðni í Vatnahjáleigu var líka einn af þess- um sjálfmenntuðu og víðlesnu bænd- um sem alltaf var opinn fyrir meiri fróðleik. Einn góður fulltrúi í mínum huga genginnar bændamenningar, með yfirskegg og tók í nefið, settist kannski á rúmið sitt þegar hann kom þreyttur og blautur heim og beið eft- ir að konan hans kæmi. Stundum þegar hann kom að Miðey og var kannski að flýta sér en var boðið inn í kaffi, mátti hann ekki vera að því sagði hann. En svo varð eitthvert skemmtilegt umræðuefni milli þeirra bændanna, og hann gleymdi tímanum. Þá drakk hann kaffi af undirskál þegar það var of heitt öðruvísi, hélt skálinni með þremur puttum með góminn á vísifingri hálf- an svo tæpt á brúninni, af ótrúlegri nákvæmni, ekki fór dropi útfyrir þó skálin væri barmafull. Engum manni hef ég kynnst sem eins gaman var að gera greiða og Guðna í Vatnahjá- leigu, vegna þess hvað vel hann kunni að þakka fyrir, svo aftur á móti tók ekki að tala um sagði hann, ef þeir feðgar gerðu okkur greiða. Þetta var allt í samræmi við frjáls- legt tal Jóa þegar hann kom með mjólkurbrúsana í veg fyrir okkur, bróðir minn vissi að gaman var að hitta hann, og hafði oft talað við hann áður. Ég velti því fyrir mér hvoru foreldrinu Jói væri líkari, og stundum fannst mér hann líkari móður sinni, en margt var líka sem minnti á föður hans, hann var góð blanda. Líklega fór Jói fyrst að heiman þegar hann tók þátt í að byggja flug- völlinn í Vatnsmýrinni í Reykjavík, í svokallaða Bretavinnu, en það var bara um stundarsakir, hann fór aldr- ei að heiman nema um stundarsakir, því búið og foreldrar hans þurftu á honum að halda, og þeim vann hann allt sem best hann gat. Eftir að þau voru bæði látin hélt hann búskapn- um áfram fyrst um sinn, hætti svo við allt skepnuhald en var áfram í Vatnahjáleigu og vann ýmsa vinnu til og frá, í mörg sumur til dæmis á vegum Þjóðminjasafns við uppbygg- ingu gamalla húsa. Með þeim mennt- unarmöguleikum sem nú eru sé ég Jóa fyrir mér með embættispróf vinnandi vel allt sem hann gerði, trúr húsbónda sínum, eða hógvær húsbóndi sínu samstarfsfólki. Hann var mjög vel pennafær og skrifaði mjög góða rithönd, oft skrifaði hann greinar í blöð og rit og ýmislegt geymdi hann hjá sér trúi ég. Með svo vandaðri og hógværri framkomu við samferðafólkið fór ekki framhjá vit- und hans það skondna í tilverunni. Margar stundir var hlustað á hann segja frá því sem einhvern tímann hafði skeð, því frásögnin var lifandi litrík og það sem hann talaði varð svo sýnilegt í huga þess sem hlust- aði. Löngu sagðar setningar með ólíkum áherslum og ólíkum hreim urðu að vel þenkjandi mönnum, en með einhver einkenni sem léttu svo- lítið andrúmsloftið í kringum sig. Sömu mennirnir og hann var með við að hlaða upp ýmis hús á vegum Þjóðminjasafns, tóku að sér upp- byggingu Reykjarétta á Skeiðum sem Jói tók þá líka þátt í. Eftir að því verki var lokið og réttirnar teknar aftur í notkun hafði hann það fyrir sið að heimsækja fólkið, sem hann hafði notið samskipta við, á réttar- daginn, og koma þá vitanlega í rétt- irnar um leið. Þetta var til margra ára alveg sérstakur hátíðadagur hjá honum, þá var ráðinn bíll og bíl- stjóri, og blandað í pela, og flösku til að bæta á. Sá sem segir frá fékk það hlutverk að vera einkabílstjóri upp í Skeiðaréttir. Klukkan níu að morgni kom ég í hlað í Vatnahjáleigu, og Jói kom út úr dyrunum með úlpu undir annarri hendinni en plastpoka í hinni, þar sem áðurnefndar birgðir voru geymdar án þess að dreypa á. Svo kom hann stórum, hægum skrefum, opnaði bílhurðina bauð góðan dag og settist inn. Hann er ekki bráðlátur hugsaði ég, án þess að segja orð um þann þankagang, held- ur var spjallað saman um veðrið og viðburði líðandi stunda allt út að Þjórsá. Um leið og við höfðum ekið yfir Þjórsárbrúna vorum við komnir úr Rangárvallasýslu. Þá teygði hann sig í aftursætið eftir pelanum, og fór að segja mér söguna af sýslumanni Rangæinga, sem var á ferð hér í áætlunarbíl þegar samferðamaður bauð honum snafs úr pela, en í pel- anum var landi sem sýslumaður vit- anlega hafnaði í sínu lögsagnarum- dæmi, þangað til komið var út fyrir Þjórsá, „og nú hef ég það eins þó ekki sé ég með landa,“ sagði Jói og saup á til að vera kominn í réttar- skap við áfangastað, og til að finna upp á einhverju að láta samferða- manninn brosa. Föst regla var að hætta allri drykkju um leið og lagt var af stað heim. Nú þegar gata Jóhanns Guðlaugs Guðnasonar eins og hann hét fullu nafni, er gengin til enda á samferða- maður af næsta bæ margs að minn- ast. Ég trúi að hann hafi aldrei sagt ósatt, ég trúi að hann hafi aldrei skapað sér óvild nokkurs manns, og aldrei búið til deilur við nokkurn mann, samt hafði hann hiklausar skoðanir og sagði þær þegar við átti en flíkaði þeim ekki ef ekki var ástæða til, og opnaði sig ekki alveg upp á gátt. Enda lifði hann svolítið einn í sínum heimi þar sem hann kvæntist ekki og átti ekki börn. Kannski treinist vegurinn eitt- hvað lengur hjá þeim sem hér tjáir sig. Svo kemur að krossgötum, þar sé ég Jóa aftur við túngarðinn, þá verður af mér öll feimni og ég þori að tala til hans, ég heyri í fjarska hlát- urinn og sé sveifluna sem hann tók um leið. Þangað til yljar minningin og þakkarvitund fyrir svo margt sem varð til að gera margar stundir betri. Grétar Haraldsson. Mig langar að segja nokkur kveðjuorð um mína kæru vinkonu, Ingibjörgu, sem nú er látin. Ég kynntist Ingibjörgu fyrst eftir að hún var komin yfir áttrætt og bjó á dvalarheimilinu í Hátúni 10A í Reykjavík. Ingibjörg hafði hringt til mín og vildi ræða um smágrein eftir mig sem hún hafði lesið í dagblaði. Áhugi hennar og vandað málfar vakti strax hjá mér löngun til að kynnast þessari konu sem ég skynj- aði að var bæði gáfuð og sérstök. Daginn eftir heimsótti ég Ingibjörgu og í ljós kom að þessi aldraða kona var bæði víðlesin og gáfuð. Á þessum fyrsta fundi okkar bar margt á góma því í ljós kom að Ingi- björg hafði til að bera óvenjulega ríkan andlegan skilning og áhuga á mannlífinu. Hún velti mikið fyrir sér trúmálum og myndaði sér sjálfstæð- ar skoðanir í þeim efnum. Hún var jafnan óhrædd við að tjá skoðanir sínar og skrifaði margar athyglis- verðar greinar í dagblöð til að vekja eftirtekt á ýmsu sem henni fannst áhugavert og nauðsynlegt að fjalla um. En áður en hún var tilbúin að láta í ljós skoðanir sínar var hún vön að kynna sér málefnin vandlega. Þegar ég heimsótti Ingibjörgu í litlu vistlegu stofuna hennar í Há- túninu beindi hún oft umræðunum að trúmálum og heimspeki sem voru INGIBJÖRG ÞORGEIRSDÓTTIR ✝ Ingibjörg Þor-geirsdóttir fædd- ist á Höllustöðum í Reykhólasveit 19. ágúst 1903. Hún lést á Dvalarheimilinu Barmahlíð á Reyk- hólum 28. mars síð- astliðinn og var útför hennar gerð frá Reykhólakirkju 5. apríl. henni mjög hugleikin efni. Eitt sinn gerði Ingibjörg sér ferð til Danmerkur til að hitta hinn þekkta heimspek- ing Martinus á fræðslusetri hans þar og það var meðal ann- ars fyrir hennar at- beina að Martinus kom til Íslands til að kynna Íslendingum heim- speki sína um líf og eðli mannsins og tengsl hans við skapara sinn. Ingibjörg greiddi í kostnað við útgáfu rita Martinusar og átti mikinn þátt í að bækur hans voru þýddar og gefnar út á Íslandi. Ingibjörg var vel skáldmælt og gaf út ljóðasafn sitt í tveim bindum, hið síðara heitir Líf og Litir: Þótt lífið ytra sýni synd og harm og sína götu feti einn og hver, hin sama þrá, sem býr mér innst í barm, hún blundar einnig, vinur kær, í þér. Ingibjörg var meðlimur í Guð- spekifélagi Íslands og sótti þar oft fundi. Hún hafði mætur á guðspek- inni, las guðspekirit og bar þau sam- an við rit Martinusar og sannindi þeirra. Í æsku las hún ræður séra Haraldar Níelssonar og dáðist mjög að andlegum viðhorfum hans og frjálslyndi í trúmálum. Henni var því hugleikið að ræða um sr. Harald og trúarleg viðhorf hans. Komin hátt á tíræðisaldur lagði hún gangskör að því að ræður séra Haraldar voru endurútgefnar og lagði fram mynd- arlega peningagjöf í þeim tilgangi. Bókin kom út fyrir um þrem árum í umsjá dr. Péturs Péturssonar, sem dáðist að áhuga hennar við þessa endurútgáfu. Það var Ingibjörgu mikið gleðiefni að verða vitni að út- gáfu bókarinnar. Á unglingsárum sínum veiktist Ingibjörg af berklum og átti sjúk- dómurinn eftir að verða mikill lík- amlegur baggi fyrir hana. Þó aflaði hún sér kennaramenntunar erlendis og stundaði farkennslu í nokkur ár, var meðal annars prófdómari við lestrarpróf barna í Reykjavík um tíma. Vegna sjúkdómsins varð Ingi- björg að dvelja lengi á sjúkrastofn- unum. Hún lét sitt líkamlega ástand þó aldrei buga sig, sýndi fádæma viljastyrk við að sinna áhugamálum sínum og skrifaði í blöð og tímarit um ýmis hugðarefni sín á fágaðri og góðri íslensku. Áhugi hennar fyrir lífinu og fyrir öllu því sem gera mætti til að bæta mannlífið var aðdáunarverður. Ég á Ingibjörgu mikið að þakka. Hún átti þann hæfi- leika að skynja kjarna hvers við- fangsefnis, horfa á það í nýju ljósi og með nýjum skilningi. Ingibjörg var sannkallaður heimsborgari því hugs- un hennar var víðfeðm og náði yfir tilveru mannsins, vandamál hans, sorgir og gleði. Það er gott að eiga slíka vini. Ég þakka þér, Ingibjörg, fyrir þína dýrmætu vináttu. Esther Vagnsdóttir. Ég kynntist Ingibjörgu Þorgeirs- dóttur fyrir 20 árum síðan. Það var mikill aldursmunur á okkur því ég var þá rétt rúmlega tvítugur og hún um áttrætt. Þetta var í Austurbæj- ar-skólanum í Reykjavík þegar sænskur maður að nafni Bertil Ekström hélt fyrirlestur um danska heimspekinginn Martinus sem þá var nýlega látinn. Það voru ekki margir á þessum fyrirlestri en Ingi- björg var þar. Eftir þessi fyrstu kynni okkar höfðum við oft samband símleiðis og ræddum gátur lífsins. Ingibjörg varð fljótt hluti af stórum vinahóp sem deildi þessum áhuga á fræðum Martinusar. Í hvert skipti sem fyrirlesarar komu frá Dan- mörku sótti ég hana í Hátúnið til að hún gæti átt með okkur kvöldstund, tekið þátt í gefandi samræðum og notið með okkur dýrindis veislumat- ar úr jurtaríkinu. Ingibjörg hafði mikinn áhuga á andlegum málum hvort sem það var á vegum Guðspekifélagsins eða ann- arra samtaka. Ingibjörg var alveg einstök kona. Hún var alltaf að sinna góðgerðarmálum eða einhverju sem leiddi eitthvað gott af sér og það gera bókmenntir Martinusar svo sannarlega því innihald bóka hans eru mikil kærleiksvísindi. Ingibjörg var ein af þeim sem voru það lánsamir að hafa hitt Mart- inus í eigin persónu. Þetta var á ár- unum þegar hún var á Reykjalundi. Hún skrapp stöku sinnum til Reykjavíkur og heimsótti vinkonu sína Halldóru Samúelsdóttur en á hennar heimili gisti Martinus gjarn- an. Þar átti Ingibjörg með honum góða stund og fékk strax mikinn áhuga á fræðum hans. Ingibjörg var nægjusöm kona sem best er lýst þannig að ef hún hafði nóg fyrir ýsuflaki og kartöflum þá mátti af- gangurinn af ellilífeyrinum fara í góðgerðarmál. Árið 1993 bar hún kostnað af útgáfu bókarinnar ,,Upp- haf köllunar minnar“ eftir Martinus og einnig nokkrum árum síðar end- urútgáfu fyrirlestrabókanna ,,Kosm- ísk fræðsluerindi I og II“ eftir Mart- inus. Endurholdgun var Ingibjörgu eðlileg. Mér er það minnisstætt að hún þráði að koma sem fyrst aftur til jarðarinnar. Með öðrum orðum þá vildi hún dvelja stutt á andlega svið- inu því það var svo margt eftir að vinna hér á jörðinni. Ingibjörg var með sérlega fallega rithönd. Ég sagði stundum við hana vegna þess hversu vel hún skrifaði, að hún hefði kannski fengist við skriftir eða verið rithöfundur í síðustu jarðvist. Hún brosti af mikilli hógværð. Ingibjörg var afar víðlesin og vel máli farin kona og skáldgáfan var greinilega til staðar, eins og best sést á ljóðabók- um hennar Líf og litir, árið 1956, og Ljóð, 1991. Ingibjörg skildi afar vel við sína jarðvist, enda hógvær, nægjusöm og kærleiksrík kona sem átti nóg að gefa þátt fyrir að þurfa berjast við erfið veikindi stóran hluta ævinnar. Hún á mikið þakklæti skilið. Mig langar að vitna í bók Mart- inusar ,,Kosmísk fræðsluerindi II“ bls 94 – 95: Fegursti dauði, sem jarðarbúa getur hlotnast, er eðlilegur ellidauði. Þá er hann orðinn þroskaður til and- legs lífs, og þá er ekkert sem bindur hugsanir hans við efnisheiminn. Gömul manneskja nýtur skyndi- lega áður óþekktrar lausnartilfinn- ingar, hún er laus við allan þunga, líkamlegan sem andlegan. Hún sér geislandi hlið, og minnist þess nú að hafa séð það mörgum sinnum áður í svefni, en þá hefur henni verið ómögulegt að nálgast það. En hún hefur séð það hversu það opnast öðr- um verum, sem voru að fullu lausar við jarðneska líkama sinn og gátu því komist inn um það. Þá hefur hún einnig þóst sjá, að björt geisladýrð blasti við þeim verum, sem fóru inn um hliðið. Nú er hún sjálf umvafin þessari geisladýrð, og hún sér, að hún er ekki lengur í gömlum, útslitn- um líkama heldur í nýjum líkama og unglegum sem stafar frá sér geisl- andi ljóma líkt og perlumóðurgljáa. Í hliðinu standa dásamlegar, ljómandi og leiftrandi verur, sem taka á móti hinum framliðna; fegursta litskrúð morgun- og kvöldhimins bregður birtu á hið undurfagra umhverfi, og hinn nýkomni verður þess vís, að þær verur, sem líktust englum við fyrstu sýn, eru gamlir vinir og kærir ættingjar sem hann eða hún hefur þekkt ef til vill í mörgum jarðlífum. Yfir öllu þessu hljómar fögur tónlist og innan við hliðið kemur í ljós und- ursamlegt landslag, svo langt sem augað eygir. Þar eru skógar og vötn, ríkulegur jurtagarður og fjöldi fugla, og söngur þeirra stígur til himins og blandast hinni himinbornu tónlist. Gamli deyjandi jarðarbúinn er orðinn geislandi engill. Það er ánægjulegt að hugsa til þess að Ingibjörg Þorgeirsdóttir hafi fengið svona móttökur við and- lát sitt. Kæra Ingibjörg. Ég, fjölskylda mín og allur vinahópurinn geymum minninguna um þig. Megi guð geyma þig Ómar Einarsson. MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds- laust alla daga vikunnar. Greinunum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is - svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi og þarf útprentun þá að fylgja. Nauðsynlegt er að til- greina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Tekið er á móti afmælis- og minningargreinum á 1. hæð í húsi Morg- unblaðsins, Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgunblaðsins Kaupvangsstræti 1 á Akureyri. Ekki er tekið við handskrifuðum grein- um. Birting afmælis- og minningargreina

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.