Morgunblaðið - 27.04.2003, Qupperneq 44
MINNINGAR
44 SUNNUDAGUR 27. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Elsku Steindór, það
er ólýsanlega erfitt að
sætta sig við það að þú
sért farinn og ég efast
um það á þessari
stundu að það sé hægt.
En síðustu daga hef ég
brosað í gegnum tárin þegar ég
hugsa um allar góðu minningarnar
sem ég á um þig. Ég sé þig fyrir mér
brosandi þínu einstaka brosi og segj-
andi einhverjar fyndnar sögur. Og
þá mynd mun ég alltaf geyma í huga
mínum. Takk fyrir allar stundirnar
sem við áttum saman, þú ert sæti
frændinn minn sem kenndir mér að
gera að fiski og tálga spýtur og
spjallaðir við mig fram á nótt í úti-
legu. Elsku Steindór, þín verður sárt
saknað en minning þín mun lifa í
hjörtum okkar.
„Þó ég sé látinn, harmið mig ekki
með tárum. Hugsið ekki um dauðann
með harmi og ótta. Ég er svo nærri
að hvert ykkar tár snertir mig og
kvelur, en þegar þið hlæið og syngið
með glöðum hug lyftist sál mín upp í
mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát
fyrir allt sem lífið gefur og ég tek
þátt í gleði ykkar yfir lífinu.“ (Kahlil
Gibran.)
Elsku Heiða, Patti, Heiðar og
Rúnar, megi Guð styrkja ykkur í
þessari miklu sorg en þegar fram
líða stundir koma góðar minningar í
stað sársaukans.
Þín frænka
Valgerður Ósk.
Vorið er óvenju snemma á ferð.
Við hlökkum öll til vorsins. Við fylgj-
umst með litlu blómunum, gleðjumst
yfir hvernig þau vaxa með hverjum
deginum sem líður uns fullum
þroska er náð. En það ná ekki öll
blóm að þroskast til fulls. Sum falla
til jarðar á vordögum, ná ekki að
brosa til sumarsólarinnar.
Kennarar fylgjast gjarnan með
nemendum sínum eins og ræktunar-
menn með blómunum. Þeir gleðjast
þegar þeim vegnar vel og þeir
hryggjast þegar á bjátar.
Steindór, eða Steini eins og hann
var kallaður, var að byrja í skóla
þegar ég hóf störf við Grunnskóla
Svalbarðsstrandar. Steini er einn sá
skemmtilegasti nemandi sem ég hefi
kynnst á mínum kennaraferli. Ein-
staklega ljúfur og glaður og ólgandi
af krafti og lífsgleði.
Steini átti mjög auðvelt með að
læra en stundum fannst mér eins og
honum þætti það hálfgerð tímasóun
að sitja yfir skólabókunum, slík var
athafnaþráin.
Upp í hugann streyma minning-
arnar. Fyrsta minningin og sú sem
mér þykir allra vænst um, Steini að
brölta upp í fangið á mér með lestr-
STEINDÓR
HLÖÐVERSSON
✝ Steindór Hlöð-versson fæddist á
Akureyri 26. maí
1980. Hann lést í bíl-
slysi á Sauðárkróki
10. apríl síðastliðinn.
Útför Steindórs var
gerð frá Svalbarðs-
kirkju 19. apríl sl.
arbókina og koma sér
þar vel fyrir áður en
hann byrjar að lesa.
Steini að grúfa sig
yfir bækurnar, lítandi
upp með ómótstæðilegt
bros og blik í auga,
hvort það væri nú ekki
nóg að læra bara eina
blaðsíðu heima.
Ljóshærður glókoll-
ur á fullri ferð úti sem
inni að ærslast með
skólafélögunum.
Einstaklega laghent-
ur snáði sem náði
undrafljótt tökum á
hvaða verkfæri sem sett var í hend-
urnar á honum. Jákvæður og kjark-
mikill í leik og starfi.
Nú hefur Steini verið hrifinn burt,
svo alltof, alltof fljótt. Bjarta brosið
hans lýsir ekki oftar upp tilverusvið
okkar.
Við skiljum ekki tilganginn þegar
ungur maður er hrifinn á braut með
svo skjótum og óvæntum hætti. Eftir
stöndum við í þögulli spurn. Af
hverju hann? Vantaði kannski dug-
legan broshýran engil á himnum?
Minning hans er sem ljósgeisli í
hjarta mínu.
Elsku Heiða, Patti, Heiðar, Rúnar
og aðrir vandamenn. Ég votta ykkur
mína dýpstu samúð. Megi minningin
um yndislegan son og bróður milda
sorg ykkar.
Kom englasveit, flyt hann til himins heim.
Kom geisli skær að lýsa upp dimman geim.
Kom náðarstund, að sefa tregatár.
Kom varmi blær og þerrðu votar brár.
Kom bjarta ljós með birtu þína og yl.
Kom líkn til þeirra sem að finna til.
Kom mjúka hönd að milda sárin nú.
Kom andi Guðs og gef oss sanna trú.
(S. J.)
Jenný Karlsdóttir.
Sem dauðastuna er dagsins kliður
er drúpir hann höfði með luktar brár.
Skuggarnir flæða um fjallshlíð niður
og fjörðurinn hjalar rökkurblár.
Á mannheima sígur svefn og friður,
með svæfandi nið hníga lækir og ár.
Og rósin sofnar frá bæn, sem biður,
og brosir í gegnum tár.
Þetta erindi í Húmljóði Davíðs
Stefánssonar kom upp í huga minn
er ég frétti lát fyrrum starfsmanns
míns og heimilisvinar fjölskyldu
minnar, Steindórs Hlöðverssonar.
Stundum þakkar maður fyrir að
skilja ekki gang lífsins og þá einmitt
við svona atburði sem þetta hræði-
lega slys. Hvers vegna gerast svona
hlutir?
Steini, eins og hann var alltaf kall-
aður, kom til starfa hjá mér og vann
þar við akstur og venjubundin vinnu-
vélastörf og raunar við allt sem tak-
ast þurfti á við á hverjum tíma. Hann
sagði aldrei: Þetta er ekki í mínum
verkahring. Ég hef verið afar lán-
samur með starfsfólk í gegnum tíð-
ina og margur dugnaðarforkurinn
tekið þar til hendinni, en það er ekki
á neinn hallað þó ég segi að meiri
atorku- og dugnaðarmann en Steina
hef ég ekki haft. Hann gekk að öllum
verkum með óvenjulegum ákafa,
klukkan skipti hann engu máli, held-
ur hitt að klára það sem fyrir lá.
Annað gerði Steina líka sérstakan á
vinnustað en það var lífsgleði hans,
alltaf kátur og til í sprell. Það leiddist
engum í návist þessa drengs.
Allar vélar og tæki léku í höndum
Steina hvort sem var um stjórn
þeirra eða viðhald að ræða. Hjól og
vélsleðar voru áhugamál hans og þar
áttum við saman okkar helsta áhuga-
svið, sleðana. Oft vorum við búnir að
bruna saman, bæði í leik og keppni.
Við vorum með meting og stríddum
hvor öðrum á sleðunum og aksturs-
laginu. Ég gleymi aldrei keppninni í
Mývatnssveit forðum daga þegar við
kepptum í GPS-fjallarallinu og sigr-
uðum með yfirburðum og verður það
met vart slegið. Þá vorum við Steini
kátir. Þannig er það, á stundum eins
og þessa síðustu daga, minningar
kvikna, það er af mörgu að taka því
samveran við þennan góða dreng
skilur eftir hluti sem endast meðan
ég lifi. Steini var miklu meira en góð-
ur starfsmaður, hann var fjölskyldu-
vinur og félagi.
Dagarnir sem liðið hafa eftir
þennan hörmulega atburð hafa verið
fjölskyldu minni og starfsmönnum
erfiðir, minningar hrannast upp og
spurningarnar, af hverju og hvers
vegna, sækja á hugann. Hugur okk-
ar allra er hjá fjölskyldu hans sem á
um svo sárt að binda og við vildum
svo gjarnan geta lagt lið, en þegar
maður vildi geta gert svo margt til
hjálpar kemur í ljós hve lítil og smá
við erum gagnvart örlögunum og
hinum óskiljanlega gangi lífsins.
Í dag göngum við vinnufélagar og
fjölskylda mín síðustu sporin með
þér, Steini minn, úr kirkjunni í garð-
inn að Svalbarði, en við eigum oft eft-
ir að hugsa til þín og þess sem þú
veittir okkur með samstarfinu og
viðkynningunni. Minningin um þig
er það ljós sem við munum hugga
okkur við í húminu sem við nú göng-
um í gegnum. Vertu sæll.
Þinn vinur,
Guðmundur Hjálmarsson.
Það er vor í lofti, sumarið virtist
ætla að vera snemma á ferðinni þetta
árið, því lá á. Það er svo margt sem
þarf að gera í gróandanum og
kannski kemur veturinn líka
snemma. Og hann gerði það, skall á
með miklu höggi og skildi eftir sig
kal í hjartanu og söknuð í sálinni.
Einhvernveginn svona var dagur-
inn 10. apríl, dagurinn þegar góður
vinur okkar Steindór Hlöðversson
var hrifinn á brott frá vori lífsins í
hörmulegu slysi.
Steindór var ferskur eins og vor-
vindurinn, og með björtu brosi sínu,
hjálpsemi og léttri lund gerði hann
lífið litríkara og betra en flestir aðr-
ir.
Það er erfitt að skilja tilgang þess
að taka ungan og hraustan dreng
fyrirvaralaust frá lífinu og framtíð-
inni sem við héldum öll að biði hans.
Kannski vantaði Guð góðan dreng til
vorverka í garðinum sínum, ef svo
var hefur hann nú fengið slíkan
dreng. Við hin sitjum eftir með sáran
söknuð en líka með minningar sem
skjóta upp kollinum ein af annarri,
minningar sem létta okkur sárasta
söknuðinn á komandi tíð.
Tilganginn með öllu þessu fáum
við vonandi að skilja siðar.
Farðu vel góði vinur.
Hví var þessi beður búinn,
barnið kæra, þér svo skjótt?
Svar af himni heyrir trúin
hljóma gegnum dauðans nótt.
það er kveðjan: „Kom til mín!“
Þú ert blessuð hans í höndum,
hólpin sál með ljóssins öndum.
(Sb.1886- B.Halld.)
Elsku Heiða, Patti, Heiðar, Rúnar
og fjölskyldur. Við biðjum góðan guð
að styðja ykkur og styrkja.
Sigríður Pálsdóttir og
Helgi Magnússson og synir.
Elsku Steindór minn, það er svo
erfitt að trúa því að þú sért farinn,
svona yndislegur strákur og einn af
mínum bestu vinum.
Þú varst alltaf til taks ef eitthvað
var að enda varstu sannur vinur vina
þinna og með ótrúlega stórt hjarta,
ég mátti alltaf hringja í þig, það
skipti ekki máli hvort það var dagur
eða nótt, þú varst alltaf hress og
tilbúin til að spjalla.
Það hefur verið frábært að þekkja
þig og fá að eiga margar ógleyman-
legar stundir með þér og minning-
arnar um þig orðnar margar. Þú
varst alltaf brosandi eða hlæjandi og
það var alltaf svo bjart í kring um þig
enda varstu duglegur og vannst verk
þín vel. Það má líka segja að þú hafir
verið algjör hetja, það skipti ekki
máli hvort þú lentir illa á krossaran-
um í einhverju af stökkunum þínum
sem voru ekki ófá eða eitthvað annað
slæmt kom fyrir, þú hélst alltaf
áfram og sagðir bara: Það þýðir ekk-
ert að vera með væl.
Nú er komið stórt skarð í vinahóp-
inn sem aldrei verður fyllt upp í því
þetta pláss áttir þú og munt alltaf
eiga, elsku vinur.
Þó að kali heitur hver,
hylji dali jökull ber,
steinar tali og allt hvað er,
aldrei skal ég gleyma þér.
(Vatnsenda-Rósa)
Elsku Steindór, með þessum orð-
um vil ég kveðja þig og megir þú
hvíla í friði.
Ég votta fjölskyldu þinni, ættingj-
um og vinum, mína innilegustu sam-
úð á þessari erfiðu stundu. Megi guð
gefa ykkur styrk til að talast á við
sorgina og missinn.
Þín verður sárt saknað, elsku vin-
ur.
Þín vinkona,
Sigrún Björk Bjarkadóttir.
Það var vond tilfinning að frétta af
því að gamall skólafélagi og vinur
væri látinn.
Það var í áttunda bekk í Hrafna-
gilsskóla þar sem ég kynntist Stein-
dóri fyrst fyrir alvöru. Við strák-
arnir, Steindór, Sigurjón, Ási, Einar
og fleiri fáum örugglega ekki titilinn
„prúðustu nemendur skólans“. Þeg-
ar ég lít til baka koma upp í hugann
margar skemmtilegar minningar af
prakkarastrikum okkar. Að stríða
stelpum var sérstakt dálæti okkar og
var það ekki ósjaldan sem við feng-
um skammir fyrir, en ég veit að það
er allt fyrirgefið og vonandi margir
sem hlæja að minningunni núna.
Ætli stríðni okkar Steindórs hafi
ekki frekar verið vegna þess hversu
lágir við vorum í loftinu en nokkurs
annars. Undir lokin var ástandið í
Hrafnagilsskóla orðið þannig að ef
eitthvað gerðist sem ekki átti að ger-
ast vorum við, Steindór, ég og Sig-
urjón, fljótt kallaðir á teppið til að út-
skýra málin.
Steindór var sterkur, atorkusam-
ur og duglegur strákur sem verður
sárt saknað. Það er sárt til þess að
hugsa að sjá ekki Steindór í framtíð-
inni, skítugan upp fyrir haus eftir
langan vinnudag brosandi og ánægð-
an, en þannig verður hann ávallt í
minningu minni.
Ég hitti Steindór skömmu áður en
ég fluttist utan og man hversu hress
og ánægður hann var með lífið, alveg
eins og þegar við höfðum gert eitt-
hvað af okkur í Hrafnagilsskóla.
Ég votta fjölskyldu Steindórs
mína dýpstu samúð sem og þeim sem
eiga um sárt að binda við þennan
mikla missi.
Gunnar Egill Sigurðsson.
Elsku Steini. Það er svo erfitt að
hugsa til þess að jafn lífsglaður og
ungur vinur hafi verið hrifinn úr lífi
okkar svo snögglega. Orð fá ekki lýst
þeim söknuði sem hvílir á hjörtum
okkar. Það eru svo margar góðar
minningar sem koma upp í hugann
þegar við sitjum hér og reynum að
skrifa nokkur kveðjuorð.
Þú varst svo mikill athafnamaður,
alltaf að dunda eitthvað. Fórst með
okkur á sleðanum þínum og dróst
okkur á slöngu eða skíðum. Þú kunn-
ir á skauta og sýndir okkur margar
kúnstir á þeim niðri í hestahaga. Þú
varst svo stoltur af öllu sem þú gerð-
ir og ekki síst af fjölskyldunni þinni.
Þau voru nú mörg kvöldin og næt-
urnar sem við sátum og spiluðum
kana, maður var stoltur af að lenda í
hóp með þér því þú lagðir allt sem þú
áttir í það sem þú gerðir.
Þú varst mesti grallarinn á
Ströndinni og þér var oft kennt um
ýmis prakkarastrik sem þú áttir ekki
sök á, en þú varst oft tilbúinn til að
taka á þig alla sök, alveg sama hvað
við vorum að bralla. T.d. þegar við
gerðum dyraat eða stálum kartöflum
og gulrótum úr görðum.
Dugnaður einkenndi líf þitt. Þú
breyttist nú lítið þótt þú hafir full-
orðnast, það var alltaf stutt í barnið í
þér enda munum við ekki eftir stund
með þér þar sem brosið og kátínan
var ekki efst á blaði. Það geislaði af
þér hvar sem þú komst. Lífsgleðin
var allt í kringum þig og allir voru
kátir sem voru með þér.
Við eigum eftir að sakna lífsorku
þinnar, eldurinn sem logaði í hjarta
þínu slokknaði allt of fljótt. Vinurinn
sem við munum öll eftir er farinn frá
okkur, en minningin lifir í hjarta
okkar.
Elsku Heiða, Patti, Heiðar og
Rúnar. Við vottum ykkur dýpstu
samúð okkar.
Guðrún, Ólöf og
Ingibjörg (Bogga).
Vorið er snemma á ferðinni.
Runnarnir hafa laufgast, túnin
grænkað og söngur fuglanna verður
kröftugri með hverjum degi sem líð-
ur. Lífið hefur vaknað af vetrar-
dvala.
Þegar ég heyrði þær fréttir að
Steindór hefði lent í slysi og dáið
fannst mér það bæði óskiljanlegt og
óraunverulegt. Hann kvaddi þegar
allt í kringum mann var að lifna.
Steindór bjó yfir miklum lífs-
krafti. Hann var alltaf glaður,
skemmtilegur og duglegri manni hef
ég aldrei kynnst. Hann var að vissu
leyti eins og vorið.
Nú, þegar kvöldin verða bjartari,
rifja ég upp tímann sem við áttum
saman. Það er bjart yfir þeim minn-
ingum öllum. Ég er innilega þakklát
fyrir þær allar og fyrir spölinn sem
við gengum saman eftir æviveginum.
Ég veit að minningar um góðan
dreng eiga líka eftir að lýsa upp húm
sorgar og saknaðar hjá fjölskyldu
Steindórs.
Elsku Heiða, Patti, Heiðar og
Rúnar, Guð blessi ykkur og styrki í
sorg ykkar.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Guðrún Linda.
Elsku Steini, það er erfitt að sætta
sig við það að þér hafi verið kippt út
úr blóma lífsins. Með óþrjótandi
gleði og krafti hefur þú náð að létta
andann hvar sem þú birtist enda hef-
ur þér tekist að hrífa ótrúlegasta
fólk. Það er því ekki hægt að skilja
hvers vegna örlögin grípa svona
skyndilega inn í hjá svona gleðipinna
eins og þér þegar allt var svo bjart
fram undan. Þú þessi lífsglaði og
drífandi maður varst kallaður á brott
til annarra starfa. Við spyrjum okk-
ur hvers vegna en reynum að hugga
okkur við það að þeir deyja ungir
sem guðirnir elska.
Nú kemur þú ekki oftar inn um
dyrnar hjá okkur með orðunum
,,bzzzaður“ með tilheyrandi ískri og
hlátri en svona heilsaðir þú svo eft-
irminnilega. Þú varðst alltaf að hafa
eitthvað fyrir stafni og þegar búa átti
til motocrossbraut uppi í Vaðlaheiði
þá varst þú duglegastur allra. En að
tæta og trylla á torfæruhjólum var
eitt af þínum aðaláhugamálum. Þær
eru ófáar stundirnar sem við hjól-
uðum saman, fórum túra upp í heiði,
austur í Fnjóskadal eða bara á sand-
ana. Þær voru einnig ófáar ferðirnar
sem við fórum að veiða saman á
bátnum hans afa þíns eða bátnum
hans Guðjóns, þú rambaðir alltaf í
fisk og við skemmtum okkur vel
saman. Þú áttir það til að stríða
MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds-
laust alla daga vikunnar. Greinunum má skila í tölvupósti (netfangið er
minning@mbl.is - svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist)
eða á disklingi og þarf útprentun þá að fylgja. Nauðsynlegt er að til-
greina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima-
síma). Tekið er á móti afmælis- og minningargreinum á 1. hæð í húsi
Morgunblaðsins, Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgun-
blaðsins Kaupvangsstræti 1 á Akureyri.
Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar
og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um
foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð
og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum,
sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Um hvern látinn ein-
stakling birtist ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar
greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur
í blaðinu (17 dálksentimetrar).
Birting afmælis- og
minningargreina