Morgunblaðið - 27.04.2003, Síða 45
múkkanum aðeins við mismikla kát-
ínu skipverja því stundum voru
pempíur um borð sem voru hálf-
hræddar við blessaðan fuglinn.
Á laugardagskvöldið fyrir slysið
varst þú hjá okkur að leggja drög að
framtíð þinni, þú vildir fara að
byggja og vildir fá okkur með þér í
að byggja parhús. Við spáðum öll
mikið í þetta og ætluðum að skoða
þetta betur og taka ákvarðanir þeg-
ar við mundum hittast næst. Það
hefði ekki verið ónýtt að ráðast í
svona verk með þér því þú hefðir
ekkert tvínónað við hlutina frekar en
fyrri daginn, þú komst hlutunum svo
sannarlega í verk. Stundum var erf-
itt að skilja hvernig þú komst yfir
allt sem þú gerðir, venjulegur maður
hefði þurft 40 klst. langan sólarhring
til þess að halda í við þig. En ein-
kunnarorð þín í þessu lífi hljóta að
hafa verið: Hress, kátur og drífandi.
Því eftir þessu lifðir þú.
Elsku Heiða, Patti, Heiddi og
Rúnar, megi guð styrkja ykkur og
vaka yfir ykkur í þessari miklu sorg.
Minning um góðan dreng lifir í
hjarta okkar.
Jón Haukur og Guðrún.
Vor hinsti dagur er hniginn
af himnum í saltan mar.
Sú stund kemur aldrei aftur,
sem einu sinni var.
(Halldór Laxness.)
Elsku frændi og vinur.
Það er með mörgum tárum sem ég
kveð þig, elsku frændi, tilganginn
skiljum við sem eftir erum alls ekki.
Þú sem áttir svo margt eftir að gera,
en ég held að þú eigir ekki eftir að
sitja aðgerðarlaus í himnaríki, því
það var sjaldan lognmollan í kring-
um þig, „jæja, drífa sig“ var eitthvað
sem þú sagðir oft. Kannski þurftirðu
að drífa þig að sinna einhverju mik-
ilvægara verkefni hinum megin,
hver veit. Þú varst svo duglegur, ég
man þegar þú varst hjá okkur í
Birkihlíð á vorin, við vorum varla
meira en 8 ára þegar þú komst fyrst
til okkar, þú vildir alltaf vakna eld-
snemma og flýta þér í fjárhúsin, þú
máttir ekki missa af neinu. Þetta
hentaði henni Svövu frænku þinni
ekkert sérstaklega vel þar sem ég
vildi gjarnan sofa lengur, en það var
ekkert elsku mamma, út fórum við
og byrjuðum daginn iðulega á
keppni um það hver væri á undan að
troða moðinu í pokana. Þú hafðir svo
mikla orku að hún hefði stundum
nægt tveim. Þegar ég hugsa um þig
fer ég með tárin í augunum að brosa,
því það var svo mikil gleði og kátína í
kringum þig, og uppátækin þín voru
stundum ótrúleg, en alltaf gastu
hlegið að vitleysunni í sjálfum þér.
Elsku Steindór, ég trúi ekki að við
eigum ekki eftir að hittast aftur og
hlæja að aulabröndurunum okkar,
ég trúi ekki að þú eigir ekki eftir að
hringja aftur og spyrja hvernig
frænka hafi það, en þannig er það nú
samt. Ég mun sakna þín, elsku Steini
minn, og ég mun geyma þig í hjart-
anu mínu þangað til við hittumst aft-
ur kát og hress. Þá vona ég að þú
takir á móti mér eins og þér einum
var lagið, slá mig svona frekar fast í
öxlina og segja „sæl frænka“, vegna
þess að ég á meira að segja eftir að
sakna þess.
Sum ykkar segja: „Í heimi hér er meira af
gleði en sorg,“ og aðrir segja: „Nei, sorg-
irnar eru fleiri.“ En ég segi þér, sorgin og
gleðin ferðast saman að húsi þínu, og þeg-
ar önnur situr við borð þitt, sefur hin í
rúmi þínu.
(Kahlil Gibran. – Spámaðurinn.)
Elsku Patti, Heiða, Heiðar, Rúnar
og fjölskylda, guð gefi ykkur styrk í
þessari miklu sorg.
Engin orð eru nógu stór til að
hugga ykkur en tíminn einn getur
kennt okkur að lifa án hans. En
minningin um ljóshærðan brosandi
strák mun alltaf lifa í hjarta okkar.
Bless og sjáumst seinna.
Svava Hrund.
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. APRÍL 2003 45
Elsku Steindór, ég trúi ekki að
þú sért dáinn. Þú varst alltaf svo
glaður og að segja mér brandara.
Ég ætla að biðja englana að passa
þig.
Sóley.
HINSTA KVEÐJA
Okkur systkinin
langar að minnast
ömmu okkar í örfáum
orðum. Það fór þá ekki
svo að amma yrði lengi
frá afa, enda var það
aldrei þannig á meðan þau lifðu.
Amma var mjög skapgóð, með mikið
jafnaðargeð og talaði aldrei illa um
nokkurn mann.
Amma var alla tíð stjórnandi
heimilisins og sá um búskapinn með-
an afi sinnti vinnu sinni við viðgerðir
og keyrslu. Ef það voru einhverjar
spurningar varðandi búskapinn þá
var það amma sem varð fyrir svör-
um því að í Felli var það hennar svið
og afi sagði ávallt að hún væri bónd-
inn.
Í seinni tíð eftir að við barnabörn-
in komum til þá minnumst við ömmu
okkar við matseld, garðyrkju og
prjónaskap. Hún hafði til margra
ára afskaplega fallegan garð og
gróðurhús þar sem hún ræktaði
bæði grænmeti og rósir. Síðan þegar
haustaði gerði hún pækil þar sem
hún pæklaði kjöt fyrir reyk. Hún
reykti hangikjöt í eigin reykhúsi og
hafði þetta allt sinn sjarma. Hangi-
kjötið hennar ömmu var það besta
og er erfitt að hugsa sér jól án þess.
Hvað varðar prjónaskapinn þá
hafði amma okkar líka sérstöðu, hún
samdi mynstur sem hún prjónaði út
í lopapeysur sem öfluðu sér vin-
sælda hérlendis sem og erlendis.
Ystafell var vinsæll áningarstaður
ættingja og vina, enda gestrisni þar í
hávegum höfð og án undantekninga
var boðið til matar eða kaffis. Ekki
brást henni heldur bogalistin í mat-
seldinni, þó að aldrei væri opnuð
uppskriftabók. Þetta kom sér oft vel
þegar kalt var í veðri að geta sest
inn í hlýtt eldhúsið og þegið veit-
KRISTBJÖRG
JÓNSDÓTTIR
✝ Kristbjörg Jóns-dóttir fæddist í
Ystafelli 8. júní 1919.
Hún lést á Heilbrigð-
isstofnun Þingey-
inga á Húsavík 6.
apríl síðastliðinn og
var útför hennar
gerð frá Þóroddstað-
arkirkju 12. apríl.
ingar að hætti ömmu.
Nú er það val okkar
sem eftir lifum að geta
heimsótt Ystafell og
horft yfir ævistarf afa
og ömmu og vonandi á
það eftir að veita
mönnum ánægju um
ókomna framtíð. Bless-
uð sé minning þín,
amma, og megi Guð
gefa þér frið.
Snorri, Inga
Björg, Krist-
ján, Sigurður
Arnar.
Á útmánuðum 2003 var skammt
stórra högga á milli á Ystafellstorf-
unni í Köldukinn. Þar hafa nú fallið
þrjár gildar stoðir mannlífs á
skömmum tíma, fyrst Ingólfur
Kristjánsson bifvélavirki og bíla-
safnari sem lést 13. febrúar, síðan
mágur hans, Sigurður Jónsson
hreppstjóri og kennari sem lést 13.
mars, og nú síðast Kristbjörg systir
Sigurðar og kona Ingólfs, Bibba, en
hún lést 6. apríl. Þótt allt hafi þetta
fólk verið búið að skila miklu starfi
og komið á efri ár, er þessi missir
þungbær þeim sem eftir lifa og eiga
rætur í Ystafelli, sérstaklega þeim
sem sitja heima í sveitinni. Nú er að
ljúka kafla í sögu Köldukinnar, 20.
öldin er liðin og nýr tími tekinn við.
Tuttugasta öldin verður að teljast
merkilegur kafli í sögu landsins, og á
það ekki síst við um lífið í sveitunum.
Þar var það sem hinn nýi og gamli
tími rákust einna harkalegast hvor á
annan hér á landi. Við upphaf ald-
arinnar var allt með svipuðu sniði og
verið hafði frá landnámi varðandi
búskaparhætti og atvinnulíf; þar var
talinn kjarninn í íslenskri menningu,
og mönnum var gjarnt að líta á þétt-
býlið sem uppsprettu erlendrar
tísku sem sumum þótti misjöfn að
gæðum og gildi. Nú hefur borgar-
menningin og tæknin tekið öll völd.
En á þessum umbrotatímum var
mannlíf í sveitum ekki ómerkara en
á öðrum tímum. Félagslíf var öflugt,
gróska í búskap og menn voru stór-
huga, brutu land til ræktunar,
keyptu sér stórvirkar vinnuvélar og
sáu fram á sífellt bjartari tíma.
Skurðgröfur ferðuðust um héruð og
jarðýtur gengu milli bæja til að
vinna ræktarland. Steyptar voru
hlöður og önnur útihús. Og margt
var sér til gamans gert, spjallað og
sögur sagðar, þegar menn komu
saman í steypuvinnu í Köldukinn um
miðja öldina.
Kristbjörg Jónsdóttir var fædd í
Ystafelli 8. júní 1919 og ól þar allan
sinn aldur að heita má. Hún ritaði
ekki alls fyrir löngu skemmtilegan
þátt í bók sem geymir skrif þing-
eyskra kvenna. Þar lýsir hún lífinu á
sveitabæ í æsku sinni. Lýsingin læt-
ur lítið yfir sér en er myndræn og
skýr frásögn af hlutskipti húsfreyj-
unnar á þeim tíma þegar Bibba var
að alast upp, ásamt stórum hóp
systkina og frændsystkina. Hún
valdi sér samskonar starf, húsmóð-
urstarf á stóru heimili, þar sem gest-
kvæmt var svo af bar. Kannski hefði
hún getað hugsað sér eitthvert ann-
að starf, en þetta varð niðurstaðan.
Bibba sótti mann sinn, Ingólf,
suður til Reykjavíkur en þau settust
að í Ystafelli. Margir ungir heima-
menn munu hafa talið framhjá sér
gengið og ekki hefur það verið ein-
falt mál að flytja þennan Reykjavík-
urpilt inn í sveitina, þar sem fyrir
sátu þingeyskir bændahöfðingjar
sem vissu til sín, voru stoltir af sinni
heimabyggð og ræktuðu íslenska
menningu og samvinnuhugsjónir.
Ingólfur rak bifreiðaverkstæði
heima í Felli og var lengi vel eini
sjálfstæðismaðurinn í Kinn, þar sem
framsóknarmennskan réð ríkjum.
Hann gerðist meira að segja svo
djarfur að fara að selja Shell-bensín
við túnfótinn þar sem Sambandið
var stofnað, en þeir sem muna 20.
öldina vita að þá keyptu menn bens-
ín eftir stjórnmálasannfæringu.
Framsóknarmenn notuðu Essó-
bensín.
En Ingólfur reyndist sveitinni
betri en enginn. Hann rak bifreiða-
og vélaverkstæði sem oft þurfti að
leita til. Byggt var hús, sem fékk
nafnið Skúrinn. Og þar var ekki
bara gert við bíla og traktora. Ein af
æskuminningum undirritaðs er frá
leiksýningu sem fram fór í Skúrnum
hjá Ingólfi. Mig minnir að leikritið
hafi heitið Húrra, krakki. Og allir
sem vettlingi gátu valdið drifu sig að
sjá sjá Húrrakrakkann. Þannig var
menningunni blandað saman við
tækninýjungarnar. Bibba var gædd
góðri söngrödd og hún söng í kórum,
og ég minnist söngæfinga heima hjá
þeim hjónum, þar sem Bibba söng
einsöng.
Í eldhúsinu í Ingólfsfelli, eins og
hús þeirra var nefnt, voru drukknir
margir kaffibollar, sem Bibba hafði
hellt upp á, en hugur hennar stóð
líka til búskapar, því hún rak um
tíma myndarlegt bú og byggði úti-
hús, sem enn standa þótt þau hafi
lokið hlutverki sínu. Þar gekk hún
sjálf til allra verka, mjólkaði kýrnar,
sinnti lambfénu á vorin og stjórnaði
heyskapnum. Bibba var bóndinn, því
Ingólfur hafði nóg að sýsla við vél-
arnar og þáttur búrekstursins í því
að framfleyta þungu heimili hefur
kannski verið meiri en margan
grunar. Nú hefur Ólafur sonur
hennar tekið við búskap á Ystafells-
torfunni. Þar voru, þegar best lét,
fjögur myndarleg bú, en nú er þar
bara eitt. Og Sverrir bróðir hans
hefur tekið við „Skúrnum“, sem nú
er orðinn samgönguminjasafn.
Í eldhúsinu hjá Bibbu voru menn
stundum að bera saman bækur sínar
á sauðburðinum, hversu margar tví-
lemburnar væru. Í öllum samræðum
voru það karlarnir sem höfðu hæst
og Bibba tranaði sér ekki mikið
fram, en allir vissu að hún stóð fyrir
sínu og oft var það akkúrat hjá henni
sem búsældin og frjósemin var
mest. Eftir að hún hætti búskap rak
hún um langa hríð bændagistingu á
Landamóti, sunnar í Kinninni, af
einstökum dugnaði.
Um leið og Bibba studdi mann
sinn í öllu sem hann tók sér fyrir
hendur sýndi hún tryggð við foreldr-
ana, og ég man sérstaklega eftir stíg
sem lá suður og niður um túnið frá
gamla bænum á Ystafelli niður að
Ingólfsfelli. Á þeim stíg óx ekki gras.
Svo oft var hann farinn í þá daga og
þar átti Bibba mörg sporin til að líta
inn á æskuheimili sínu. Nú mun
þessi stígur vaxa hrísi og háu grasi,
eins og þeir sem ekki eru troðnir.
En síst er það sökum þess að vin-
skapinn vanti, heldur eru þar nú
færri fætur á ferð.
Að endingu vil ég senda öllum
börnum, tengdabörnum og afkom-
endum Bibbu og Ingólfs bestu sam-
úðarkveðjur mínar og Örnu. Blessuð
sé minning þeirra beggja, og sér-
staklega Bibbu, þeirrar miklu
kjarnakonu.
Kristján Árnason.
Hann Jói okkar er
dáinn. Þessi orð
hljóma stöðugt í huga
mér og ég vil helst
ekki trúa þeim. Það er
með miklum söknuði
sem ég kveð þig, elsku
vinur en einnig með miklu þakk-
læti yfir því að ég hafi fengið tæki-
færi til að kynnast þér. Ég kolféll
fyrir persónuleikanum þínum
strax, þú varst alltaf svo glaður og
alltaf brosandi að manni leið alltaf
vel í kringum þig, alveg frá upp-
hafi. Uppátektirnar þínar voru
stórkostlegar, þú varst svo mikill
prakkari, að halda partý heima hjá
vinum þínum þegar þeir voru ekki
heima sem var að sjálfsögðu algjör
snilld. Þó að ég hafi nú líka átt
heima þarna þá var ég bara búin
að hitta þig einu sinni og við
skemmtum okkur konunglega.
Eftir þetta komu margar skemmti-
legar stundir eins og þegar þú
komst frá Bandaríkjunum og við
gátum ekki beðið enda mættum
við öll í morgunkaffi heim til þín
daginn sem þú komst heim með
konu þína og fósturson. Í þau
skipti sem maður heyrði um elda-
JÓHANNES
SIGURÐSSON
✝ Jóhannes Sig-urðsson fæddist í
Hafnarfirði 5. janúar
1978. Hann lést af
slysförum 28. mars
síðastliðinn og var út-
för hans gerð frá
Hafnarfjarðarkirkju
9. apríl.
mennsku þína þá
slefaði maður því að
maturinn sem þú eld-
aðir var alveg stór-
kostlegur, ég meina,
ég hef aldrei smakk-
að túnfisksósu búna
til úr túnfisk fyrr né
síðar. Í janúar hitt-
umst við svo í síðasta
skiptið í sumarbústað
þar sem við héldum
uppá afmælið hans
Jónasar. Þú komst á
laugardeginum og við
skelltum okkur flest í
heita pottinn og þeg-
ar kvartað var undan plássleysi
þar sem við vorum nú 11 í 8
manna potti þá komst þú með þá
skýringu að það væri út af því að
við værum í fötum, það vita það
allir að sundföt taka rosalega mik-
ið pláss. Síðar um kvöldið rifumst
við yfir því hvort okkar elskaði hitt
meir en hvernig er annað hægt
með strák eins og þig, maður ein-
faldlega elskaði þig strax. Ég veit
að þegar næst verður haldið í sum-
arbústað og þegar allir eru í pott-
inum þá verðurðu með okkur og
hristir hausinn yfir þeirri vitleysu
að við skulum vera í fötum. Takk
fyrir að hafa verið vinur minn, ég
mun aldrei gleyma þér.
Elsku Valery og fjölskylda, ég
votta ykkur mína dýpstu samúð á
þessari erfiðu stundu.
Bryndís Steinunn.
Oss er svo léttgengt um æskunnar stig
í ylgeislum himinsinsnáðar
og fyrir oss breiða brautirnar sig
svo bjartar og rósum stráðar.
Vér leikum oss börnin, við lánið valt,
og lútum þó dauðans veldi,
því áður en varir er allt orðið kalt
og ævinnar dagur að kveldi.
(Einar Ben.)
Elsku Jói er farinn frá okkur
inn í vorið á vori lífsins. Hann var
öllum svo mikill gleðigjafi, fæddist
í skammdeginu með bros á vör og
lífgaði alla tilveruna, alltaf glaður,
hlýr og gefandi. Hann var svo mik-
ill „flökku Jói“, vildi sjá allan
heiminn og tókst það eða allt að
því.
Hann kynntist fallegu konunni
sinni og fóstursyni frá Brasilíu og
eignaðist síðan litlu dóttur sína
sem nú er aðeins sex mánaða sól-
argeisli sem lífgar upp á tilveruna
eins og pabbi.
Elsku Harpa, Siggi og ykkar
stóra fjölskylda, guð gefi ykkur
styrk til að ganga þessi þungu
spor.
Guð geymi þig, elsku Jói.
Margrét og fjölskylda.
Minningargreinum þarf að
fylgja formáli með upplýsing-
um um hvar og hvenær sá sem
fjallað er um er fæddur, hvar
og hvenær dáinn, um foreldra
hans, systkini, maka og börn og
loks hvaðan útförin verður gerð
og klukkan hvað. Ætlast er til
að þetta komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður,
en ekki í greinunum sjálfum.
Formáli
minning-
argreina
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
PÉTUR Á. ÞORGEIRSSON,
Sæviðarsundi 46,
Reykjavík,
lést að kvöldi fimmtudagsins 24. apríl á
Landspítalanum við Hringbraut.
Sigríður Pétursdóttir, Jónas Már Ragnarsson,
Þorgerður Pétursdóttir, Öyvind Glömmi,
Guðlaug Pétursdóttir, Finnur Gíslason,
Gísli Pétursson,
Rúna Pétursdóttir, Egill Lárusson,
barnabörn og barnabarnabörn.