Morgunblaðið - 27.04.2003, Side 46

Morgunblaðið - 27.04.2003, Side 46
FRÉTTIR 46 SUNNUDAGUR 27. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Ert þú að tapa réttindum Eftirtaldir lífeyrissjóðir hafa sent sjóðsfélögum yfirlit um iðgjaldagreiðslur á árinu 2002: en dregið hefur verið af launum þínum í einn eða fleiri af ofangreindum lífeyrissjóðum, eða ef launaseðlum ber ekki saman við yfirlitið, skalt þú hafa samband við viðkomandi lífeyrissjóð hið allra fyrsta og eigi síðar en 1. maí n.k. Við vanskil á greiðslum iðgjalda í lífeyrissjóð er hætta á að dýrmæt réttindi tapist. Þar á meðal má nefna: Ell i l ífeyri Makalífeyri Barnalífeyri Örorkulífeyri Fáir þú ekki yfirlit, Gættu réttar þíns Til þess að iðgjöld launþega njóti ábyrgðar ábyrgðasjóðs launa vegna gjaldþrota, skulu launþegar innan 60 daga frá dagsetningu yfirlits ganga úr skugga um skil vinnu- veitenda til viðkomandi lífeyrissjóðs. Séu vanskil á iðgjöldum skal launþegi innan sömu tímamarka leggja lífeyrissjóði til afrit launaseðla fyrir það tímabil sem er í vanskilum. Komi athugasemd ekki fram frá launþega er viðkomandi lífeyrissjóður einungis ábyrgur fyrir réttindum á grundvelli iðgjalda þessara að því marki sem þau fást greidd, enda hafi lífeyrissjóðnum ekki verið kunnugt um iðgjaldakröfuna. Lífeyrissjóður Austurlands Lífeyrissjóður Bolungarvíkur Lífeyrissjóðurinn Framsýn Lífeyrissjóður Norðurlands Lífeyrissjóður Rangæinga Lífeyrissjóður sjómanna Lífeyrissjóður Suðurlands Lífeyrissjóður Suðurnesja Lífeyrissjóður Vestfirðinga Lífeyrissjóður Vestmannaeyja Lífeyrissjóður Vesturlands Sameinaði lífeyrissjóðurinn LÍFLEGAR umræður urðu um bókaútgáfu og stefnu stjórnvalda í málefnum bókaþjóðarinnar á Bóka- þingi í Iðnó á föstudag. Yfirskrift þingsins var: Ölmusa eða menning- arstefna og meðal þess sem rætt var var hvort fella ætti niður virðisauka- skatt af bókum. Halldór Guðmundsson, útgáfu- stjóri Eddu útgáfu, kvaðst eindregið vilja fella niður virðisaukaskatt af bókum. „Þessi skattur er ekki fyrir hendi eða er lægri í flestum saman- burðarlöndum okkar.“ Bókabúðir heyra brátt sögunni til Pétur Gunnarsson rithöfundur hafði framsögu um bóksölustríðið á jólamarkaðnum. Hann sagði að með verðstríði stórmarkaðanna fyrir hver jól væri búið að kippa grundvellinum undan rekstri hefðbundinna bóka- búða. „Ef heldur áfram sem horfir þá heyra þær sölunni til. Bókabúðir eru að breytast í sýningarbás og skipti- miðstöð,“ sagði Pétur. Í máli hans kom fram að flestar Evrópuþjóðir með Frakka í broddi fylkingar hafa snúið til baka frá frjálsri verðlagningu á bókum. Þjóð- verjar hafa fest verð á bókum af menningarlegum ástæðum og Evr- ópusambandið hefur gert undanþágu á lögum sínum til að þetta sé hægt. „Það sem fylgir þessu kerfi er „bestsellerismi“ sem veldur því að bóksala færist á æ færri titla.“ Guðmundur Sigurðsson, forstjóri Samkeppnisstofnunar, sagði að ekki þyrfti lagabreytingu til að festa verð á bókum, því heimildarákvæði væri í lögunum til að fá undanþágu sam- kvæmt ákveðnum skilyrðum. „Til að fá úr því skorið hvort und- anþága fæst til að festa bókaverð þarf að láta á það reyna. Það fer eftir rök- stuðningi o.fl. hvort það yrði leyft,“ sagði Guðmundur. Sigurður G. Valgeirsson, sem sæti á í stjórn Bókmenntakynningarsjóðs, hafði framsögu um sóknarfæri ís- lenskra bókmennta erlendis. Hann sagði sjóðinn einungis hafa 6,5 milljónir í ráðstöfun á hverju ári þannig að hann væri hvorki fugl né fiskur. „Ástandið er því óbærilegt eins og það er. Kvikmyndamiðstöð Ís- lands hefur um 400 milljónir til ráð- stöfunnar. Þetta er árangur baráttu kvikmyndagerðarmanna þar sem m.a. var sýnt fram á að ákveðinn fjöldi ferðamanna kæmi hingað til lands vegna þess að hann hefði séð ís- lenska kvikmynd.“ Ólafur Haukur Símonarson tók undir að Bókmenntakynningarsjóður þyrfti að hafa mun meira fjármagn til ráðstöfunar og taldi 25 milljónir á ári algjört lágmark til að sjóðurinn gæti sinnt hlutverki sínu. Jóhann Páll Valdimarsson útgef- andi taldi mjög varhugavert að ljá máls á hugmyndum um að leggja Bókmenntakynningarsjóð niður. „Aðalvandamálið er hversu fjárveit- ingin er lítil,“ sagði hann. Allir flokkar vilja afnema virðisaukaskatt af bókum Í lok þingsins stigu fulltrúar stjórn- málaflokkanna í pontu og lýstu hug- myndum sinna flokka um stuðning við bókmenntir og bókaútgáfu. Björn Ingi Hrafnsson frá Fram- sóknarflokki taldi að of litlum fjár- munum væri varið í þennan mála- flokk og sagði Framsóknarflokkinn styðja lækkun eða niðurfellingu virð- isaukaskatts á bækur. Björn Bjarna- son, Sjálfstæðisflokki, kvaðst vilja lækka virðisaukann um helming, úr 14% í 7%. „Varðandi frjálst verð á bókum þá þurfa að koma fram sterk- ari rök fyrir því að festa verð á bókum en að fjölga bókaverslunum.“ Einar Karl Haraldsson, Samfylkingunni, sagði að upphæðirnar sem nú væru lagðar í sjóði greinarinnar væru ekki til þess fallnar að skila árangri. Sagði hann Samfylkinguna vilja létta virð- isaukaskatti af bókum. Kolbrún Hall- dórsdóttir, Vinstri grænum, sagði flokk sinn vera opinn varðandi um- ræðu um að aflétta sköttum af menn- ingarstarfsemi almennt. Gísli Helga- son, Frjálslynda flokknum, kvaðst vilja fella niður allan virðisaukaskatt af bókum og benti á að sérstaklega þyrfti að huga að því að hljóðbækur bera 24% virðisaukaskatt. Morgunblaðið/Golli Fulltrúar stjórnmálaflokkanna ásamt umræðustjórnendum á Bókaþingi. Líflegar umræður á Bókaþingi 2003 Opinber stefna um bókaútgáfu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.