Morgunblaðið - 27.04.2003, Side 48
FRÉTTIR
48 SUNNUDAGUR 27. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Mýrargata – Slippasvæðið
Rammaskipulag – Samráðsskipulag
Val á ráðgjöfum
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti 4. febrúar s.l. að skipa stýrihóp til að vinna að undir-
búningi og stýra gerð rammaskipulags fyrir Mýrargötu-Slippasvæðið. Rammaskipulaginu
er ætlað að marka megin línur fyrir gerð deiliskipulags á svæðinu. Borgaryfirvöld leggja
áherslu á að við gerð rammaskipulagsins verði farnar nýjar leiðir við mótun skipulags, með
nánu samráði við íbúa, rekstraraðila og aðra hagsmunaðila.
Skipulagssvæðið markast af Ánanaustum og Grandagarði í vestri, Ægisgarði til norðurs,
Verbúðarbryggjum og Hafnarbúðum að austan og að sunnanverðu um Mýrargötu, Ægis-
götu, lóðamörk milli Nýlendugötu og Vesturgötu, Seljaveg og Vesturgötu að Ánanaustum.
Sóst er eftir ráðgjöfum og sérfræðingum með víðtæka þekkingu og reynslu af
skipulagsgerð, þ.á.m. skipulagi umferðar og hafna. Auk þess er óskað eftir þekkingu á
kostnaðarmati og góðum samskiptahæfileikum. Ráðgjafar og sérfræðingar eru hvattir til að
mynda samstarfshópa, undir forystu aðalráðgjafa, fyrir forvalið og verður þá tekin afstaða
til hópsins í heild. Valdir verða 2-4 ráðgjafahópar til að vinna tillögu að nálgun á verkefninu
ásamt frumdrögum að skipulagi. Á grundvelli mats á tillögum ráðgjafahópanna verður
síðan valinn einn hópur til að vinna sjálft rammaskipulagið.
Skila skal inn umsóknum á skrifstofu skipulags- og byggingarsviðs eigi síðar en kl. 16.00
þann 15. maí 2003, í umslagi merkt „Skipulag Mýrargötu- Slippasvæðis-forval”
Nánari upplýsingar um fyrirkomulag forvalsins og verkefnið er að finna í verkefnis-
lýsingu sem fæst afhent í upplýsingaskála skipulags- og byggingarsviðs, Borgartúni
3 og á heimasíðu sviðsins, www.skipbygg.is.
Skipulags- og byggingarsvið
Reykjavíkurhöfn
Umhverfis- og tæknisvið
SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ
HÚN VAR greinileganývöknuð og valditil þess góðan dag,kom askvaðandi íáttina til mín úr
vetrarbæli sínu, einhverri glufu í
jörðunni eða öðru skjóli, tók einn
hring um fánastöngina, eins og til
að heilsa krossmerki landsins,
sem blakti þarna í andvaranum á
sigurhátíð kristindómsins, degi
upprisunnar, og þaut síðan á
braut til að undirbúa starf kom-
andi vikna og mánaða. Þetta var
hunangsfluga, drottning.
Það er alltaf sérstök gleði-
tilfinning í brjósti manns, þegar
sumarið kemur og lífríkið vaknar
af dvala. Börnin fyllast eldmóði
og hinir fullorðnu verða ungir á
ný. Er annað hægt?
Út um mela og móa
syngur mjúkrödduð lóa,
og frá sporléttum spóa
heyrist sprellfjörugt lag.
Þannig yrkir Ragnar Jóhann-
esson, á sömu buxunum og aðrir
íbúar landsins á þessum árstíma,
fagnandi sívaxandi birtu og yl.
Í liðinni viku hafa jarðarbúar
litið óvenju mildum augum og
áhugasömum til móður náttúru.
Þriðjudagurinn 22. apríl var Dag-
ur jarðar, sem á uppruna sinn í
Bandaríkjunum árið 1970, en er
nú haldinn víða um lönd. Og
föstudagurinn 25. var Dagur um-
hverfisins, af alíslenskum rótum
sprottinn, en í janúar 1999 ákvað
ríkisstjórnin að ástæða væri til að
halda upp á sérstakan dag helg-
aðan umhverfismálum á Íslandi.
Þetta er fæðingardagur Sveins
Pálssonar (1762–1840), en hann
var fyrsti maðurinn sem braut-
skráðist sem náttúrufræðingur í
Danaveldi og var líklega fyrstur
manna í Evrópu til að bera þá
lærdómsgráðu. Ötull baráttu-
maður var hann fyrir umhverf-
isvernd á sinni tíð, og vakti m.a.
athygli yfirvalda á hnignun ís-
lenskra skóga og hvatti þau til
mótaðgerða. Þess vegna er nafn
hans tengt umræddum degi.
Og sannarlega er þörf á að
huga að viðkvæmri náttúrunni,
ekki hvað síst nú á tímum. Í bók,
sem ég keypti í byrjun árs og
nefnist „State of the World 2003“
er dregin upp ófögur mynd af
ástandi jarðarinnar. M.a. kemur
fram þar, að 5.500 börn látist á
hverjum degi af völdum sjúk-
dóma tengdum mengun í fæðu,
andrúmslofti eða vatni. Og að
bráðnun jökla hafi meira en tvö-
faldast síðan 1988 og gæti þýtt,
að yfirborð sjávar yrði 27 cm
hærra árið 2100 en nú er, ef ekk-
ert er að gert. Og fyrst Dagur
umhverfisins er að þessu sinni til-
einkaður farfuglunum, mætti
bæta því við, að umrædd bók
nefnir, að útrýming fugla heims-
ins sé á 50-földum hraða, miðað
við það sem eðlilegt getur talist.
Á síðustu 500 árum hafa 128
fuglategundir dáið út og þar af
103 frá aldamótunum 1800. Talið
er, að 12% núlifandi fuglateg-
unda, eða á bilinu 1.100–1.200,
séu í bráðum voða, og gætu horf-
ið algjörlega á næstu 100 árum.
Ljóst er að alþjóðasamfélagið
verður að grípa hér í taumana
með samstilltu átaki, ef líf á að ná
að vaxa og dafna áfram á þessari
reikistjörnu.
Um sama leyti og við á norður-
hveli gleðjumst yfir sumarkom-
unni, fagna þjóðir víða um heim
nýju ári, m.a. Írakar. Ættland
þeirra hefur orðið illa úti í báðum
Persaflóastríðunum, er allt sund-
urskotið og mengað, og því
ástæða til að minnast þess sér-
staklega í bænum okkar, sem og
íbúanna, tvístraðra og hrjáðra. Í
því sambandi er hollt og gott að
skoða eitt meistaraverka Jóhann-
esar úr Kötlum, sem nefnist
„Þula frá Týli“. Með því ætla ég
líka að enda þessar hugrenningar
mínar í dag:
Horfumst í augu
fögnum morgunhvítri sólinni
laugum iljar okkar í dögginni
biðjum um frið
leggjum grasið undir vanga okkar
vermum frækornið í lófa okkar
stígum varlega á moldina
biðjum um frið
borum fingrinum í sandinn
sendum vísuna út í vindinn
speglum okkur í hylnum
biðjum um frið
reikum um fjárgöturnar
teljum stjörnurnar
hlustum á silfurbjöllurnar
biðjum um frið
göngum að leiði móður okkar
göngum að leiði föður okkar
minnumst hins liðna
biðjum um frið
tökum í hönd systur okkar
tökum í hönd bróður okkar
lyftum því sem er
biðjum um frið
lítum í vöggu dóttur okkar
lítum í vöggu sonar okkar
elskum hið ókomna
biðjum um frið
horfumst í augu
horfumst í augu gegnum
fjarlægðirnar
horfumst í augu gegnum aldirnar
biðjum um frið.
Með ósk um gleðilegt sumar.
Sumar
Síðustu dagar hafa verið náttúruvænir með
eindæmum, á landsvísu og um allan heim.
Sigurður Ægisson lítur á þrjá stórviðburði
bráðum liðins mánaðar, Dag jarðar, sem
haldinn var 22. apríl, sumardaginn fyrsta,
24. apríl, og Dag umhverfisins, 25. apríl.
sigurdur.aegisson@kirkjan.is
PRÚÐBÚIN og eftirvænt-
ingarfull börn tóku á móti
gestum í Lýsuhólsskóla á
degi umhverfisins í tilefni
hátíðarhalda vegna af-
hendingar á grænfán-
anum. Í hátíðarsal skólans
kynntu nemendur 7.–10.
bekkjar forsögu þess að
grænfánanum yrði nú
flaggað við skólann þenn-
an dag. Röktu þau hana til
þess er verkefnisstjóri
Staðardagskrár 21 í Snæ-
fellsbæ, Guðlaugur Berg-
mann, kom að máli við
skólastjóra og kennara
skólans og hvatti þá til að
taka upp umhverfisstefnu í
anda Staðardagskrár-
innar.
Eftir fundi með nem-
endum og foreldrum
þeirra var ákveðið að setja
sér umhverfisstefnu og
hefur allt starf skólans síð-
an þá einkennst af vistvernd í verki
eins og greinilega kom fram í kynn-
ingu nemenda. Bréf frá Landvernd
var svo hvati þess að umhverf-
isnefnd skólans sótti um aðild að
verkefninu um grænfánann.
Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, for-
maður Landverndar, sagði í ávarpi
sínu að grænfáninn væri alþjóðlegt
verkefni og að hér á landi væru
sautján skólar aðilar að verkefninu
í kringum hann. Grænfáninn væri
viðurkenning fyrir árangur í starfi
að umhverfismálum og Lýsuhóls-
skóli væri fimmti skólinn á landinu
til að fá heimild til að flagga honum
til tveggja ára í senn, en að þeim ár-
um liðnum væri starf skólans end-
urmetið áður en áframhaldandi
heimild væri veitt.
Nemendur í umhverfisnefnd
Lýsuhólsskóla, þau Sigurjón Geir
Karlsson, Ívar Eyfjörð Hólmgeirs-
son og Gyða Kristjánsdóttir, tóku
síðan formlega við fánanum. Við at-
höfnina fluttu einnig ávörp Sesselja
Snævarr frá mennta-
málaráðuneytinu sem kvað
ánægjulegt að sjá að verk-
efnið með grænfánann
væri að festast í sessi,
Magnús Stefánsson, for-
maður umhverfisnefndar
Alþingis, Guðlaugur Berg-
mann, verkefnisstjóri Stað-
ardagskrár 21, og Kristinn
Jónasson, bæjarstjóri Snæ-
fellsbæjar. Eftir söng
barna í 2.–6. bekk skólans
leiddu þau gesti út um að-
aldyr hans þar sem græn-
fáninn var dreginn að húni
við dynjandi lófatak við-
staddra.
Eftir athöfnina var gest-
um boðið til hádegisverðar
og í framhaldi af því var
sýnd stuttmynd nemenda
um Stubbalækjarvirkjun,
umhverfisvæna virkjun
sem eldri bekkingar skól-
ans byggðu á skólalóðinni
og vatnshrút sem þau útbjuggu
undir leiðsögn Hauks Þórðarsonar,
kennara við skólann. Á vissan hátt
einkennist nám
Þegar Guðmundur Sigurmons-
son skólastjóri þakkaði fyrir græn-
fánann þakkaði hann jafnframt
nemendum, kennurum og öðru
starfsfólki skólans fyrir jákvæða
þátttöku í verkefninu. Sagði hann
þetta mikla hvatningu og að nú
þegar lægju fyrir margar nýjar
hugmyndir um skólastarfið.
Lýsuhólsskóli flaggar grænfánanum
Hellnum. Morgunblaðið.
Morgunblaðið/Guðrún Bergmann
Grænfáninn dreginn að húni við Lýsuhólsskóla.
HUGVEKJA