Morgunblaðið - 27.04.2003, Page 52
DAGBÓK
52 SUNNUDAGUR 27. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM-
AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111.
Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug-
lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100
kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Sel-
foss kemur í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Grinna kemur í dag.
Mannamót
Aflagrandi 40. Fé-
lagsvist á morgun kl.
14.
Félagsstarf eldri borg-
ara í Mosfellsbæ, Kjal-
arnesi og Kjós. Félags-
starfið opið mánu- og
fimmtudaga. Pútt-
kennsla í íþróttahúsinu
á sunnudögum kl. 11.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Dansleikur
kl. 20, Caprí-tríó leikur
fyrir dansi. Skrifstofa
félagsins er í Faxafeni
12 sími. 588 2111.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Hálfs-
dags ferð á Akranes
um Hvalfjörð 13. maí.
Skráning og upplýs-
ingar í Hraunseli sími
555 0142.
Gerðuberg, fé-
lagsstarf. Á morgun kl.
9-16.30 vinnustofur
opnar frá hádegi, spila-
salur opinn, fjölbreytt
dagskrá alla virka daga
næstu vikur. Allar upp-
lýsingar um starfsem-
ina á staðnum og í síma
575 7720.
Kristniboðsfélag
karla. Fundur verður í
kristniboðssalnum
mánudagskvöldið 28.
apríl kl. 20, Ragnar
Gunnarsson kristniboði
sér um fundarefni.
Kvenfélag Hreyfils
fundur verður þriðju-
daginn 29. apríl kl. 20,
snyrtivörukynning.
Bandalag kvenna í
Hafnarfirði aðalfund-
urinn verður haldinn
þriðjudaginn 29.
apríl kl. 19.45 í Safn-
aðarheimili Fríkirkj-
unnar í Hafnarfirði.
Allar bandalagskonur
velkomnar.
Minningarkort
Hrafnkelssjóður
(stofnað 1931) minning-
arkort afgreidd í sím-
um 551-4156 og 864-
0427.
Félag MND-sjúklinga
selur minningarkort á
skrifstofu félagsins á
Norðurbraut 41, Hafn-
arfirði. Hægt er að
hringja í síma 565-5727.
Allur ágóði rennur til
starfsemi félagsins.
Landssamtökin
Þroskahjálp.
Minningarsjóður Jó-
hanns Guðmundssonar
læknis. Tekið á móti
minningargjöfum í
síma 588-9390.
Minningarsjóður
Krabbameinslækn-
ingadeildar Landspít-
alans. Tekið er við
minningargjöfum á
skrifst. hjúkrunarfor-
stjóra í síma 560-1300
alla virka daga milli kl.
8 og 16. Utan dag-
vinnutíma er tekið á
móti minningargjöfum
á deild 11-E í síma 560-
1225.
Minningarkort Minn-
ingarsjóðs Maríu Jóns-
dóttur flugfreyju eru
fáanleg á eftirfarandi
stöðum: Á skrifstofu
Flugfreyjufélags Ís-
lands, s. 561-4307/fax
561-4306, hjá Halldóru
Filippusdóttur, s. 557-
3333 og Sigurlaugu
Halldórsdóttur, s. 552-
2526.
Minningarkort Minn-
ingarsjóðs hjónanna
Sigríðar Jakobsdóttur
og Jóns Jónssonar á
Giljum í Mýrdal við
Byggðasafnið í Skóg-
um fást á eftirtöldum
stöðum: Í Byggðasafn-
inu hjá Þórði Tómas-
syni, s. 487-8842, í Mýr-
dal hjá Eyþóri
Ólafssyni, Skeiðflöt, s.
487-129.
Minningarkort, Félags
eldri borgara Selfossi.
eru afgreidd á skrif-
stofunni Grænumörk 5,
miðvikudaga kl. 13–15.
Einnig hjá Guðmundi
Geir í Grænumörk 5,
sími 482-1134, og versl-
unni Íris í Miðgarði.
Slysavarnafélagið
Landsbjörg, Stang-
arhyl 1, 110 Reykjavík.
S. 570 5900. Fax: 570
5901. Netfang: slysa-
varnafelagid@lands-
bjorg.is
Minningarkort Rauða
kross Íslands eru seld í
sölubúðum Kvenna-
deildar RRKÍ á sjúkra-
húsum og á skrifstofu
Reykjavíkurdeildar,
Fákafeni 11, s. 568-
8188.
Minningarkort Hvíta-
bandsins fást í Kirkju-
húsinu, Laugavegi 31,
s. 562-1581 og hjá
Kristínu Gísladóttur, s.
551-7193 og Elínu
Snorradóttur, s. 561-
5622.
Minningarkort Sjúkra-
liðafélags Íslands eru
send frá skrifstofunni,
Grensásvegi 16,
Reykjavík. Opið virka
daga kl. 9–17. S. 553-
9494.
Minningarkort Vina-
félags Sjúkrahúss
Reykjavíkur eru af-
greidd í síma 525-1000
gegn heimsendingu
gíróseðils.
Minningakort Breið-
firðingafélagsins, eru
til sölu hjá Sveini Sig-
urjónssyni s. 555-0383
eða 899-1161.
Í dag er sunnudagur 27. apríl,
117. dagur ársins 2003. Orð dags-
ins: Þú skalt ekki framar hafa sól-
ina til að lýsa þér um daga, og
tunglið skal ekki skína til að gefa
þér birtu, heldur skal Drottinn
vera þér eilíft ljós og Guð þinn
vera þér geislandi röðull.
(Jes. 60, 19.)
Víkverji skrifar...
ÍHUGA Víkverja eru vorboðarbreimandi kettir í garðinum hjá
honum. Á þessum árstíma hrekkur
Víkverji upp með andfælum nótt eft-
ir nótt við nístandi mjálm úti í garði,
hljóð sem virðist hreinlega vera af
öðrum heimi. Víkverji var næstum
búinn að hringja í Neyðarlínuna eina
vornóttina fyrir skömmu þegar
óhljóðin byrjuðu, enda líkjast þau
helst því að verið sé að pynta smá-
barn, hversu andstyggilegt sem það
kann að hljóma. Víkverji er mikill
kattavinur en hefur þó stöku sinnum
skvett vatni út um gluggann á
breima kettina til að hvetja þá til að
stunda makaveiðar sínar annars
staðar. En er ekki ráð að halda kött-
um inni á nóttunni? Sérstaklega á
þeim tíma þegar eðlunarþörfin er al-
veg að fara með þessa vesalinga?
Það getur vissulega reynst erfitt að
halda ketti inni sem er vanur að fá
að ganga frjáls ferða sinna allan sól-
arhringinn en það hlýtur að vera á
ábyrgð kattaeigenda að sjá til þess
að þessir loðnu vinir okkar valdi ekki
nágrönnum andvökunóttum. Það er
heldur ekki gaman að vakna með
ókunnan kött í rúminu hjá sér sem
hefur læðst inn um gluggann!
KÖTTUR Víkverja er óvenjuheimakær og fer ekki út fyrir
hússins dyr. Sem kettlingur var
hann oft lasinn og fór Víkverji því
nokkrum sinnum með hann á Dýra-
spítalann í Víðidal. Víkverji hefur átt
mörg dýr frá því hann var barn sem
hafa sum hver dáið hræðilegum
dauðdaga, verið étin af öðrum dýr-
um, fengið krabbamein, stífkrampa,
garnaflækju eða verið send til Jap-
ans í hundamat. Víkverja leið því
ekki vel þegar kisi veiktist og hélt að
dagar dýrsins væru taldir. En dýra-
læknarnir á Dýraspítalanum voru
fljótir að róa Víkverja sem þurfti
sennilega þegar upp var staðið
meira á hjálp þeirra að halda en
kötturinn sem er í dag fílhraustur,
þökk sé dýralæknum Dýraspítalans.
x x x
SONUR Víkverja missti náinn viná dögunum. Sá hét Sprettur
Kaldi og var naggrís. Útför Spretts
hefur þegar farið fram á æskuheim-
ili Víkverja sem er í dreifbýli. Þar er
að finna myndarlegan gælu-
dýragrafreit, hvíldarstað loðinna
fjölskylduvina. En það eru ekki allir
sem hafa aðgang að slíkum grafreit
og enn hefur ekki verið gerður gælu-
dýragrafreitur á höfuðborgarsvæð-
inu þrátt fyrir fjölda tilmæla jafnt
dýralækna sem gæludýraeigenda.
Það er gríðarleg sorg fyrir barn
að missa gæludýrið sitt, það þekkir
Víkverji af eigin raun. Víkverji
ímyndar sér að ef börn væru í ríkis-
og borgarstjórn væri löngu kominn
grafreitur fyrir dýr. Víkverji vill nú
hvetja yfirvöld til að láta verða af
þessu hið fyrsta, með því væri til-
finningum barna og annarra gælu-
dýraeigenda sýnd mikil og verð-
skulduð virðing.
Kettir fara sínar eigin leiðir en næt-
urrölt þeirra er þreytandi.
Bréf til
Siglfirðinga
ÁGÆTU Siglfirðingar.
Á síldarárunum áður
fyrr voru sjóflugvélar, bæði
Flugfélagsins og Loftleiða,
tíðir gestir við höfnina á
Siglufirði í síldarleitarflugi
og líka farþegaflugi.
Erindi mitt er að spyrj-
ast fyrir um hvort ljós-
myndir af flugvélunum og
þessari flugstarfsemi séu
einhvers staðar finnanleg-
ar. Einnig má nefna að
laust fyrir stríð var stofn-
sett Svifflugfélag á Siglu-
firði sem átti eina svifflugu
smíðaða af þeim Indriða og
Geir Baldurssyni. Engar
ljósmyndir eru til af þessari
merku starfsemi svo vitað
sé. Þeir sem hugsanlega
vita af ljósmyndum af flug-
vélum fyrri tíma á Siglu-
firði góðfúslega hafi sam-
band við mig í síma
565-7777.
Snorri Snorrason,
fv. flugstjóri.
Hin valdasjúka
Ingibjörg Sólrún
HEFUR Ingibjörg Sólrún,
er skipar 5. sæti á lista
Samfylkingar, virkilega
ekkert annað fram að færa
í kosningabaráttunni, en að
hnýta í og dylgja um Davíð
Oddsson? Hvílík málefna-
leg fátækt og öfundsýki í
þessari konu.
Hún og hennar fylgdar-
lið eru líkust vindhana er
sveiflast stjórnlaust áfram,
og hafa harla lítið fram að
færa er gæti orðið landi og
þjóð til góðs.
Dettur Ingibjörgu Sól-
rúnu í hug að konur kjósi
hana, bara af því hún er
kvenkyns, eins og gefið er í
skyn í auglýsingu á skír-
dag? Þannig hugsanagang-
ur er niðurlægjandi fyrir
konur, eitthvað meira hlýt-
ur að þurfa til.
Það er ekki nóg að geys-
ast áfram með svila sinn í
eftirdragi, og lítið annað í
farteskinu en ræður og stór
orð sem ekkert er á bak við.
Kjósum ekki yfir okkur
glundroða, skattahækkan-
ir, stefnuleysi og vald-
hroka.
Ásta Hávarðardóttir.
Tapað/fundið
Leðurbudda
týndist
LÍTIL svört leðurbudda
týndist í Ými, húsi Karla-
kórs Reykjavíkur, sl. mið-
vikudagskvöld 23. apríl.
Skilvís finnandi vinsamlega
hafið samband í síma 562-
4644. Fundarlaun.
Dýrahald
Penelopu
vantar heimili
GRÁBRÖNDÓTT læða,
gullfalleg, þriggja ára, fæst
gefins vegna flutninga.
Hún er geld og hefur
verð innikisa. Hún er
snyrtileg og í góðu ástandi.
Upplýsingar gefur Tinna í
síma 690 0309.
Tík fæst
gefins
7 MÁNAÐA tík, blanda af
border collie og retriever,
sprautuð og kubbamerkt,
svarbrún að lit fæst gefins
vegna flutnings eiganda.
Hún mundi sóma sér sem
heimilishundur, smali eða
veiðihundur. Upplýsingar í
síma 699 6400.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is
Morgunblaðið/ÓmarHekla Gunnarsdóttir blæs sápukúlur.
LÁRÉTT
1 umhleypingasamur, 8
segir ósatt, 9 gefa fæðu,
10 ýtni, 11 jarða, 13
ræktuð lönd, 15 hrærð,
18 gremjast, 21 títt, 22
lág, 23 duftið, 24 leika á
LÓÐRÉTT
2 gretta, 3 rauðbrúna, 4
refsa, 5 örlagagyðja, 6
heilablóðfall, 7 skordýr,
12 löður, 14 knæpa, 15
kaffibrauð, 16 rögg-
samur, 17 smábýlin, 18
vinna, 19 auðugur, 20
hugleikið.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 helga, 4 dýfil, 7 lýsir, 8 rýmki, 9 arð, 11 aumt,
13 magi, 14 rimpa, 15 edrú, 17 rúma, 20 slæ, 22 túpan,
23 galti, 24 ranga, 25 rútan.
Lóðrétt: 1 helja, 2 losum, 3 aðra, 4 dýrð, 5 fimma, 6 leifi,
10 rimil, 12 trú, 13 mar, 15 eitur, 16 ræpan, 18 útlát, 19
alinn, 20 snúa, 21 Ægir.
Krossgáta 6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Katrín Fjeldsted, þing-maður Sjálfstæð-
isflokksins, heldur úti
heimasíðu á vef Alþingis.
Í nýjum pistli, undir fyr-
irsögninni Um hvað verð-
ur kosið 10. maí?, fjallar
hún um kosningarnar.
Gefum Katrínu orðið:„Stöðugleiki síðustu
ára er orðinn sjálfsagt
mál, vaxandi kaupmáttur
níunda árið í röð hefur
komið öllum til góða og
fólk áttar sig ekki endi-
lega á því að fyrir því sé
góð og gild ástæða. Það
er nefnilega ekki sama
hverjir sitja við stjórnvöl-
inn!
Þótt ég telji ekki aðhagfræðin ein sé
undirstaða hamingju eða
að dansinn í kringum
gullkálfinn sé eftirsókn-
arverður er þó alveg ljóst
í mínum huga að stöð-
ugleiki í efnahagsmálum
og traust forusta í stjórn
landsins er mikils virði.
Velsæld er ekki og get-ur ekki verið til-
viljun. Traust og stöð-
ugleiki verða til vegna
þess að að þeim er unnið
sleitulaust. Ríkisfjár-
málum má líkja við rekst-
ur heimilis. Það er nauð-
synlegt að leggja fyrir,
greiða upp skuldir, við-
halda húsnæði sínu,
rækta mannfólkið og
rækta garðinn sinn. Ann-
ars getur fjölskyldan
ekki reitt sig á öryggi í
framtíðinni.
Fólkið í landinuákveður um hvað
verður kosið. Óskhyggja
og orðagjálfur breyta
ekki þeirri staðreynd.
Svo virðist sem almenn-
ingur á Íslandi hafi
ákveðið að í vor verði
kosið um skattastefnu
framtíðarinnar. Stað-
reyndir blasa við um þær
skattalækkanir sem þeg-
ar hafa átt sér stað fyrir
tilstilli Sjálfstæðisflokks-
ins í þremur síðustu rík-
isstjórnum og þótt loforð
um lækkanir hafi ekki
verið gefin í síðustu
kosningum hafa þær
samt orðið að veruleika.
Þetta veit fólk og kann
að meta.
Formaður Sjálfstæð-isflokksins, Davíð
Oddsson, hefur lýst því
yfir að vegna betri af-
komu þjóðarbúsins og
verulegrar lækkunar
skulda séu forsendur fyr-
ir því að lækka skatta
enn frekar. Það er gleði-
efni að svo vel skuli hafa
verið búið um hnútana og
að hægt sé að sigla inn í
nýtt kjörtímabil með enn
fleiri blóm í haga.
Til þess að tryggja aðsvo megi verða og að
margra ára árangur og
stöðugleiki haldist skiptir
miklu að kosningaþátt-
taka sé góð og að Sjálf-
stæðisflokknum verði
treyst til að efna sín lof-
orð. Hann mun reynast
traustsins verður,“ segir
Katrín Fjeldsted.
STAKSTEINAR
Er stöðugleikinn
sjálfgefinn?