Morgunblaðið - 27.04.2003, Síða 56

Morgunblaðið - 27.04.2003, Síða 56
SKÓLABLAÐ Fjölbrautaskólans við Ármúla, Kronika, kom út í lið- inni viku. „Við gerðum þetta alveg sjálf frá A til Ö. Við fengum enga utanaðkomandi hjálp og sáum sjálf um skrif, auglýsingasöfnun, um- brot og hönnun,“ segir Guðbjörg Eva Baldursdóttir ritstjóri. Þetta er í þriðja sinn, sem blaðið kemur út með þessu sniði. Útgáfan lagðist af á tímabili en er nú ár- legur viðburður. „Þetta var áður ekki eiginlegt blað heldur meira fréttapési en var lagt niður og ekkert gert í 12 ár.“ Guðbjörg Eva segir að það hafi verið mjög ánægjulegt að koma að þessu verkefni. Reyndar verður það í fyrsta og síðasta skipti hjá henni en hún er að útskrifast í vor. „Ég myndi örugglega gera þetta aftur ef ég væri áfram í skólanum. Það er gaman að taka þátt í þessu og sjá blaðið verða til. Maður hafði ekki áttað sig á því hvað það felst mikil vinna í þessu.“ Ritnefndin kemur öll úr áfang- anum fjöl- miðlun 213. Guðbjörg Eva útskýrir að það sé mikil uppbygg- ing á upplýsinga- og fjölmiðla- braut skólans og gaman að hægt sé að tengja saman skólablaðið og nám. Brautin er ný starfsnáms- braut, sem orðin er til vegna áhuga fyrirtækja og einstaklinga á menntun á sviði upplýsingatækni, m.a. er kennd veftækni, net- og tölvuumsjón og grafísk miðlun. Ritstjórinn útskýrir að þetta hafi líka mikið að segja í sambandi við félagsstarfið í skólanum. „Þetta er ákveðinn líður í félags- starfinu og gerir skólagönguna líka minnisstæða,“ útskýrir Guð- björg Eva. Kroniku er dreift innan skólans, til velunnara og nærliggjandi grunnskóla. „Blaðið er líka kynn- ing á starfsemi skólans,“ segir Guðbjörg Eva en einnig verður nokkrum eintökum dreift á valin kaffihús. Skólablað FÁ komið út Guðbjörg Eva rit- stjóri og Eva Björk Guðmunds- dóttir ritnefndar- maður með bleika stoltið sitt. Gerðu það sjálf Morgunblaðið/Golli FÓLK Í FRÉTTUM 56 SUNNUDAGUR 27. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í KJÖLFAR Koyaanisqatsi og Powaqqatsi, kemur Naqoyqatsi og lokar qatsi-þrennu Godfreys Reggio. Sem fyrr er titillinn fenginn úr máli Hopi indjána og mun þýða eitthvað í áttina við „stríð sem lífstíll“; myndin líka mun harðneskjulegri en fyrir- rennararnir. Naqoyqatsi er samt sem áður byggð upp á sama máta. Klippi- mynd gerð úr bútum úr fréttamynd- um, tölvuleikjum, tölvuumhverfi, myndum af þjóðarleiðtogum, osfrv. Myndirnar og myndskeiðin margend- urtekin og margvíslega breytt með stafrænni tækni. Naqoyqatsi er ekki síður upplifun fyrir eyru en augu, tón- list og tónlistarnotkun Philips Glass er jafn áberandi og magnaður þáttur sem fyrr. Reyndar var það tónlistin, þessi seiðandi blanda af músíkölskum hrærigraut frá sýrurokki til selló- leiks, sem vakti fyrst athygli á Koya- anisqatsi og hlutverk Glass er jafnvel enn merkara innlegg í þrennulokin og magnar þau óheillavænlegu skilaboð sem flæða til manns undir áhorfinu. Hér er enginn léttleiki lengur til stað- ar og lítil og sparsöm litanotkun. Reggio minnir á aðsteðjandi ógnir illskunnar, sívaxandi mátt hátækni og véla. Frumleiki Koyaanisqatsi er engu að síður löngu að baki og áhrifin verða slítandi þegar til lengdar lætur. Ef menn vilja kynnast verkum þessa einstaka kvikmyndagerðarmanns og draumkenndari tónlistarnotkun Glass, vil ég benda fólki á hina dul- mögnuðu Koyaanisqatsi, tímamóta- verk sem flytur mann heilshugar inní framandi töfraveröld sem áhorfand- inn sér hér og heyrir í hillingum. Þrennulok KVIKMYNDIR Regnboginn – 101 kvikmyndahátíð Leikstjórn og handrit: Godfrey Reggio. Kvikmyndatökustjóri: Russell Lee Fine. Tónlist: Philip Glass. Aðalleikendur: . 89 mín. Miramax. Bandaríkin 2002. NAQOYQATSI  Sæbjörn Valdimarsson Naqoyqatsi minnir á „aðsteðjandi ógnir illskunnar, sívaxandi mátt há- tækni og véla“, segir í umsögn. Sunnud. 27. apríl kl. 14 Örfá sæti Laugard. 3. maí kl. 14 Örfá sæti Sunnud. 4. maí kl. 14 Stóra svið ÖFUGU MEGIN UPPÍ e. Derek Benfield FRUMSÝNING í kvöld kl 20 - UPPSELT Mi 30/4 kl 20 - UPPSELT Fi 1/5 kl 20 - 1.maí tilboð kr. 1.800 Fö 2/5 kL 20, Lau 10/5 kl 20 PÚNTILA OG MATTI e. Bertolt Brecht Su 4/5 kl 20, Su 11/5 kl 20,Fi 22/5 kl 20 ATH: Sýningum lýkur í maí SÖNGLEIKURINN SÓL & MÁNI eftir Sálina og Karl Ágúst Úlfsson Lau 3/5 kl 20,Fö 9/5 kl 20,Fö 16/5 kl 20 Fö 23/5 kl 20,Fö 30/5 kl 20,Lau 31/5 kl 20 ATH: SÍÐUSTU SÝNINGAR Nýja svið Þriðja hæðin Miðasalan er opin frá kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnaður kl. 10 virka daga. Fax 568 0383 - midasala@borgarleikhus.is Miðasala 568 8000 PÍKUSÖGUR eftir Eve Ensler Lau 3/5 kl 20 Su 11/5 kl 20 Takmarkaður sýningarfjöldi Litla svið RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Fö 2/5 kl 11 - UPPSELT, Fö 2/5 kl 20 Mi 7/5 kl 20 - UPPSELT STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN í samstarfi við SJÓNLEIKHÚSIÐ Leikrit með söngvum - og ís á eftir! Lau 3/5 kl14, Lau 10/5 kl. 14 GESTURINN e. Eric-Emmanuel Schmitt Su 11/5 kl 20 Su 18/5 kl 20 Örfáar sýningar vegna fjölda áskorana "MANSTU EKK´ EFTIR MÉR" dagskrá Kringlusafns í lok bókaviku ætluð börnum 10-12 ára Rithöfundar koma í heimsókn, spilað og sungið Þri 29/4 kl 11- ÓKEYPIS AÐGANGUR SJÖ BRÆÐUR e. Aleksis Kivi Gestaleiksýning Mars frá Finnlandi Mi 7/5 kl 20 - AÐEINS EIN SÝNING SUMARÆVINTÝRI e. Shakespeare og leikhópinn Í kvöld kl 20, Fö 2/5 kl 20, Su 4/5 kl 20, Lau 10/5 kl 20 MAÐURINN SEM HÉLT AÐ KONAN HANS VÆRI HATTUR eftir Peter Brook og Marie-Hélène Estienne Fi 1/5 kl 20, Fö 9/5 kl 20, Fö 16/5 kl 20 KVETCH eftir Steven Berkoff í samstarfi við Á SENUNNI Lau 3/5 kl 20 SÍÐASTA SÝNING Vesturgötu 3 Í HLAÐVARPANUM Hugleikur sýnir: „Þetta mánaðarlega“ í kvöld sun. 27. apríl kl. 20.00 Ljúffengur málsverður fyrir alla kvöldviðburði MIÐASALA: 551 9030 kl. 10-16 má.-fö. Símsvari á öðrum tímum. Smurbrauðsverður innifalinn Miðasala Iðnó í síma 562 9700 Hin smyrjandi jómfrú sýnt í Iðnó Sun 27. apríl kl 20 Fös 2. maí kl 20 Fös 9. maí kl 20 Lau 11. maí kl 20 SÍÐUSTU SÝNINGAR Sunnudagur 27. apríl kl. 20 TÍBRÁ: Píanótónleikar Anna Áslaug Ragnarsdóttir leikur verk eftir Mozart, Janácek, Hjálmar H. Ragnarsson og Chopin. Verð kr. 1.500/1.200. Miðvikudagur 30. apríl kl. 20 TÍBRÁ: Sellósónötur Brahms Gunnar Kvaran og Jónas Ingimundar- son leika báðar sellósónötur Brahms, í e-moll og í F-dúr. Verð kr. 1.500/1.200. Föstudagur 2. maí kl. 20 Vortónleikar Tónsmíðadeildar Frumflutt verk eftir nemendur í Tón- listarsk í Rvík. Verð kr. 1.000/kr. 500. Laugardagur 3. maí kl. 20 BORGARDÆTUR 10 ÁRA Andrea Gylfadóttir, Ellen Kristjánsdóttir og Berglind Björk Jónasdóttir ásamt Eyþóri Gunnarssyni o.fl. fagna 10 ára afmæli Borgardætra með tónleikum í Salnum. Verð kr. 2.000. Guðbrandsmessa eftir Hildigunni Rúnarsdóttur í Langholtskirkju í kvöld sun. 27/4 kl. 20 Flytjendur: Kór Langholtskirkju Kammersveit Langholtskirkju Ólöf Kolbrún Harðard., sópran Marta Hrafnsdóttir, alt Björn Jónsson, tenór Eiríkur Hreinn Helgason, bassi Stjórnandi: Jón Stefánsson Pantanir í síma 520 1300 og klang@kirkjan.is Miðasala í Langholtskirkju og við innganginn. mið 30/4 Sellófon 1. árs Örfá sæti Í tilefni afmælis Sellófon er miðaverð kr. 1600 30/4. föst 2/5 Örfá sæti lau 3/5 Nokkur sæti föst 9/5 Laus sæti nýr vefur www.sellofon.is opnar um helgina Söngskemmtun Söngseturs Estherar Helgu Karlakórshúsinu Ými sunnudaginn 27. apríl kl. 17.00 Aðgangseyrir kr. 1.000 er seldur við innganginn. Fyrir eldri borgara og 12 ára og yngri kr. 700. Flytjendur eru Dægurkórinn, Regnbogakórinn og Regnboga- bandið ásamt einsöngvurunum Esther Helgu Guðmundsdóttur, Pálínu Gunnarsdóttur og Karli Erni Karlssyni. Á dagskrá er blanda af heimstónlist og söngleikjatónlist. Stjórnandi er Esther Helga Guðmundsdóttir. Skólavörðustíg 8 Sími/fax 511 3555 Myndlistarsýning Bjarni Ragnar mbl.is VIÐSKIPTI VEÐUR mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.