Morgunblaðið - 27.04.2003, Side 59

Morgunblaðið - 27.04.2003, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. APRÍL 2003 59 Madonna American Life Maverick/Warner Meðvitaða Madonna mætt á svæðið, reynslunni ríkari, full efasemda um lífið sitt ljúfa og tilveru. þó satt að Americ- an Life er ekki besta platan sem Madonna hefur sent frá sér, og er eiginlega svolítið langt frá því líka. Sem er hin mesta synd því kella hefur verið á slíku róli undanfarið, var algjörlega búin að endurnýja sig sem listamann, og farin að senda frá sér plötur, sem lögðu línurnar, hvort sem er í vinsældapoppi eða því sem framsæknara þykir, búin að brúa bilið milli fjöldans og kúrist- anna. Ray of Light er hennar allra besta plata á ferlinum og Music með því besta sem hún hefur gert – báð- ar morandi í skemmtilegum hug- myndum, iðandi af sköpunargleði, geislandi af sjálfstrausti listamanns HÚN er nú kannski ekki eins vond og gagnrýnendur erlendir vilja flestir meina, en það segja þeir og skemmtikrafts sem loksins var orðinn sáttur við sjálfan sig. Kannski þess vegna veldur Americ- an Life meiri vonbrigðum en ella. Hún er langt frá því að vera vond, en maður er svo innilega meðvit- aður um hversu miklu betur Ma- donna er fær um að gera. Stóru meinin eru tvö, hreint und- arlegt óöryggi hjá henni í textagerð og söngtúlkun – rapptilburðirnir eru í besta falli klaufalegir, versta falli hjákátlegir – og allt of mikil fyrirferð Frakkans Mirwais Ahm- adzaï, sem stjórnar upptökum og semur átta af ellefu lögum plötunn- ar, ásamt poppdrottningunni. Það getur vart verið tilviljun að hin þrjú lögin, „Nothing Fails“, „X-Static Process“ og „Easy Ride“, séu þau bestu – reyndar ásamt hinu Red Hot Chili Peppers-skotna „Inter- vention“. Eins og maður hefur nú á tilfinn- ingunni að Madonnu finnist Miwais sinn vera nýmóðins og klár þá er þetta mínimalíska rafdiskó hans orðið eitthvað undarlega þreytt og þunnt – eins og kristallast best í mislukkuðum fyrstu tveimur lögum plötunnar, titillaginu og Hollywood. Þar er Madonna líka á verulega hál- um ís í textagerðinni, í einhverjum stórundarlegum vangaveltum um hvort frægðin og framinn hafi verið þess virði – sjálf drottning efnis- hyggjunnar, sem búin er að baða sig meir í sviðsljósinu en nokkur önnur stjarna þessa heims! Vitanlega hef- ur fólk rétt á að sjá að sér, en hún gerir það bara ekki á nógu sannfær- andi máta og fær að ég held minni samúð en hún ætlaði sér með slíku kveini yfir veruleikafirringu ljúfa lífsins. Annað sem maður heggur eftir er hversu mótsagnakenndar meiningar hennar eru, segist vantrúuð í einu laginu („Nothing Fails“) en ákallar svo Jesú Krist í öðru („X-Static Process“)! Þrátt fyrir ofannefndan meinbug á misjafnri en þó alveg ágætlega áheyrilegri plötu – sérstaklega fyrir heitustu fylgjendur – þá er hrein flónska að lýsa því yfir að Madonna sé búin að missa það, líkt og ófáir hafa vogað sér að gera í bandarísku pressunni undanfarið. Hún á sér fleiri en níu ljúf líf og á sannarlega eftir að koma niður á fæturna eftir þetta smávægilega fall.  Skarphéðinn Guðmundsson Myndbönd Ljúfa líf, ljúfa líf? Cameron Diaz er hætt með kærasta sínum til fjög- urra ára, Jar- ed Leto. Tals- maður leik- konunnar segir þau hafa slitið sam- bandinu þar sem þau hafi fjarlægst hvort annað. Vinir leikkon- unnar segja Leto hins veg- ar hafa átt erfitt með að sætta sig við að hún nyti meiri velgengni á hvíta tjald- inu en hann og að það hafi orðið til þess að hann hafi komið æ verr fram við hana. Diaz og Leto voru nýlega sögð hafa trúlofað sig á ný en Diaz sleit fyrri trúlofun þeirra árið 2000. Þau héldu sambandinu þó áfram en sögusagnir af kven- semi hans hafa loðað við það æ síð- an … FÓLK Ífréttum Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 Traust, svik og blekkingar Í heimi leyniþjónustunnar er ekki allt sem sýnist. Frábær spennumynd sem fór beintá toppinn í Bandaríkjunum. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 14. Sýnd kl. 8. B.i 12 HK DV Kvikmyndir.com SV MBL HJ MBL HK DV Kvikmyndir.com  ÓHT Rás 2 Sýnd kl. 8. B.i 12. HOURS ÓHT Rás 2 Sýnd kl. 8 og 10.10. B.i 12. Sýnd kl. 8 og 10.10. B.i 12. ÓSKARSVERÐLAUN HK DV X-97,7  HJ MBL  Kvikmyndir.com ATH SÍÐASTI SÝNINGARDAGUR 101 KVIKMYNDAHÁTÍÐ Forsala hafin á heimsfrumsýningu X-Men 2 BESTA HEIMILDARMYNDIN GAMLE MÆND I NYE BILER sýnd kl. 6. ísl. texti. PINOCCHIO sýnd kl. 4. ísl. texti. GOOD GIRL sýnd kl. 4. ísl. texti. COMEDIAN sýnd kl. 10.20. enskt. tal. RABBIT PROOF FENCE sýnd kl. 6. enskt tal. SPIDER sýnd kl. 4. ísl. texti. EL CRIMEN DEL PADRE AMARO sýnd kl. 6. enskur texti. NAQOYQATSI sýnd kl. 10.20. enskt tal. BOWLING FOR COLUMBINE sýnd kl. 8 og 10.10. ísl. texti. 400 kr Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Þetta var hin fullkomna brúðkaups- ferð... þangað til hún byrjaði! Þrælfyndin og skemmtileg mynd með Ashton Kutcher úr Dude Where´s My Car og Brittany Murphy úr 8 Mile. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 2 og 4. Ísl. tal. 400 kr. Sýnd kl. 3.30, 5.45 og 8. www.laugarasbio.is Sex vinir hafa komist að hryðjuverkaáætlun. Nú hafa þeir sólarhring til að vara heiminn við áður en hryllingurinn verður að veruleika. Brjálaður hasar og geggjuð áhættuatriði. 400 kr Forsala hafin á heimsfrumsýningu X-Men 2 Sýnd kl. 2. Ísl. tal. 400 kr. Heimsfrumsýning 30. apríl 2003 VERÐUR ÞÚ HEPPINN ÁSKRIFANDI? Í tilefni HEIMSFRUMSÝNINGAR á stórmyndinni X-Men 2 efnir Morgunblaðið til netleiks á Leikurinn er eingöngu fyrir áskrifendur Morgunblaðsins og stendur frá 24.-30. apríl. Taktu þátt og þú gætir unnið! 200 heppnir áskrifendur fá glæsilegan varning eða miða fyrir tvo á myndina. HEIMSFRUMSÝND EFTIR 3 DAGA!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.