Morgunblaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ MJÓLK GEGN SYKURSÝKI Rannsóknir sýna að sérstaða ís- lenskrar kúamjólkur er meiri en fyrst var talið og að samsetning hennar hafi í för með sér lægra ný- gengi sykursýki af gerð 1 en þekkist í nágrannalöndunum. Rannsókn- arstofa í næringarfræði við HÍ og LSH kynnti niðustöður rannsókn- arinnar í gær. Aflaheimildir á markað Formaður Frjálslynda flokksins sagði á kappræðufundi um framtíð fiskveiða á Ísafirði í gær að flokk- urinn stefndi að því að fiskveiðiheim- ildir yrðu settar á markað á vegum ríkisins að loknu fimm ára aðlög- unartímabili. Meira fé til einkaskóla Í nýrri skýrslu um fjárhag einka- rekinna grunnskóla Reykjavíkur er lagt til að framlög borgarinnar til einkarekinna skóla hækki um 32,9%. Í skýrslunni er gerð úttekt á fjár- hagslegri stöðu skólanna og settar fram tillögur um hvernig bregðast megi við fjárhagsvanda sem sumir þeirra glími við. HABL náð hámarki? Gro Harlem Brundtland, yfirmað- ur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar- innar, sagðist í gær telja of snemmt að segja til um hvort faraldur heil- kenna alvarlegrar og bráðrar lungnabólgu (HABL) hefði náð há- marki. Síst af öllu væri hægt að full- yrða slíkt um ástandið í Kína. Blair fimmtugur Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, varð fimmtugur í gær. Ný skoðanakönnun sýnir að hann nýtur aukinna vinsælda meðal kjós- enda. Meðal gjafa sem honum bár- ust voru sex flöskur af rauðvíni frá Frakklandsforseta. Haukar unnu fyrsta leikinn Haukar unnu ÍR-inga, 25:22, í fyrsta leik liðanna um Íslandsmeist- aratitil karla í handknattleik á Ás- völlum í Hafnarfirði í gærkvöldi.  DÝRLINGSBÍLLINN  VETNISBÍLAR  OUTLANDER GUMMI TORFÆRA  FORMÚLA-1  MOTOCROSS  FORD EXPLORER Á HAGSTÆÐU VERÐI FLATAHRAUNI 31 • HAFNARFIRÐI SÍMI 555 6025 • www.kia.is K IA ÍSLAND Bílar sem borga sig! S u ð u r l a n d s b r a u t 2 2 S í m i 5 4 0 1 5 0 0 w w w. l y s i n g . i s LÝSING Alhliða lausn í bílafjármögnun Þjónustuaðili fyrir öryggis- og þjófavarnarbúnað frá DIRECTED. VIPER á Íslandi Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 36 Viðskipti 12/14 Minningar 41/45 Erlent 16/20 Kirkjustarf 41 Höfuðborgin 22 Bréf 48 Akureyri 24 Dagbók 50/51 Landið 25 Sport 52/53 Suðurnes 26 Fólk 56/63 Listir 28/30 Bíó 58/61 Umræðan 31/40 Ljósvakamiðlar 62 Forystugrein 32 Veður 63 * * * Kynning – Blaðinu í dag fylgir tímarit- ið Lifun. Tímaritinu verður dreift um land allt. LITLAR breytingar eru á fylgi stjórnmálaflokkanna skv. könnun Gallup fyrir Ríkisútvarpið sem birt var í gær ef miðað er við könnun Gall- up sem birt var deginum áður. Breyt- ingarnar eru innan skekkjumarka. Samkvæmt könnuninni fengi Framsóknarflokkurinn 15,7% sem er 0,7% minna en í fyrradag. Sjálfstæð- isflokkurinn fengi 36,9%, sem er 0,2% minna en í fyrradag. Frjálslyndi flokkurinn fengi 8,9%, sem er 0,4% minna en í fyrradag. Samfylkingin fengi 26,6%, sem er 0,5% meira en í fyrradag. Vinstrihreyfingin – grænt framboð fengi 10,1% sem er 0,3% meira en í fyrradag, Nýtt afl fengi 1,4% og T-listi, sérframboð í Suður- kjördæmi fengi 0,4%. Gallup hefur spurt í þrjá daga, 500 manna úrtak daglega og er könnunin sem birt var í gær byggð á þremur úr- tökum, alls 1.500 manns, frá laugar- degi til mánudagskvölds. Könnunin í fyrradag byggðist á þúsund manna úrtaki eftir tvo daga. Rúmlega 84% gáfu upp hvað þau ætla að kjósa, tæp 2% ætla að skila auðu eða kjósa ekki, rúm 5% hafa ekki ákveðið hvaða flokk þau ætla að kjósa og tæp 9% neita að gefa upp hvað þau ætla að kjósa. Svarhlutfall var 65,4%.                            !   "  #$%  &  "  #$%  '                                        ! " !" !      "   "    ! "# "! $# $! %# %! # & ! "    ""    Litlar breyt- ingar á fylgi flokkanna KRÍUR sáust í gær við Bakkatjörn á Seltjarnarnesi, að sögn íbúa á svæðinu. Er þetta um svipað leyti og krían hefur sést á undanförnum árum. Þá sást einnig til kríu á Álftanesi. Sagði íbúi þar það vera til marks um að sumarboði þessi væri kominn á höfuðborgarsvæðið. „Nú vantar bara að þær tylli sér niður á Arnarneshæðinni, þar stoppa ég á hverjum morgni og dáist að þessum dásamlega fugli.“ Morgunblaðið/Kristinn Krían er komin STEFÁN Jón Hafstein, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingar- innar, sagði í útvarpsþætti Hall- gríms J. Thorsteinssonar á Útvarpi Sögu síðdegis í gær að hann teldi réttlátara að bjóða íslenskar fisk- veiðiheimildir út á heimsmarkaði en að viðhalda núverandi kerfi í sjávar- útvegi. Þessi ummæli spunnust út frá um- ræðum um þau mismunandi sjónar- mið sem eru í gangi um það hvernig hægt sé að tryggja að olíuauður Íraka nýtist írösku þjóðinni sem best að loknu stríðinu. „Þeir leggja til tvær leiðir,“ sagði Stefán Jón í Reykjavík síðdegis. „Í fyrsta lagi að þær verði boðnar út á heimsmarkaði og öllum leyft að bjóða í til að nýta. Það er okkar leið. Eins og við viljum gera með kvótann. Og að það verði stofnaður sjóður. Þeir segja: Það má gera ýmislegt með sjóðinn, láta alla Íraka fá hlut í sjóðnum, eða stofna ellilífeyrissjóð allra Íraka fyrir sjóð- inn með olíugróðanum.“ Eftir að hafa látið þessi ummæli falla var Stefán Jón spurður hvort hann vildi bjóða upp aflaheimildir ís- lensku þjóðarinnar á heimsvísu. „Mér finnst betra og réttlátara og gegnsærra að bjóða út okkar auð- lindir á heimsvísu heldur en að af- henda örfáum sægreifum þær til einkaeignar,“ sagði Stefán Jón Haf- stein. Réttlátara að bjóða út auðlindina á heimsvísu Stefán Jón Hafstein um fiskveiðikerfið STEFNT er að því að taka í notkun hjúkrunarheimili fyrir aldraða á Víf- ilsstöðum síðar á árinu og verður rekstur þess í höndum Hrafnistu. Verksamingur þess efnis var undir- ritaður af forsvarsmönnum heilbrigð- is- og tryggingamálaráðuneytisins og Hrafnistu á Grand hóteli í gær. Þá var undirritaður verksamningur um áframhaldandi rekstur Hrafnistu á hjúkrunarheimilinu Víðinesi á Álfs- nesi þar sem dvelja 38 aldraðir. Á Vífilsstöðum verður rekið 50 manna hjúkrunarheimili sem ætlað er að taka við sjúklingum af öldrunar- deildum Landspítala. Með opnun hjúkrunarheimilis á Vífilsstöðum er von heilbrigðisyfirvalda að öldrunar- deildir Landspítala – háskólasjúkra- húss geti betur sinnt hlutverki sínu sem sjúkra- og endurhæfingardeildir en þar dvelur töluvert af langlegu- sjúklingum í dag. Jón Kristjánsson heilbrigðisráð- herra sagði opnun hjúkrunarheimilis- ins bæta úr brýnni þörf. Hann sagði verksamninga um skilgreind verkefni í heilbrigðisþjónustu við aðila úti í samfélaginu vera hægt og bítandi að ryðja sér til rúms og að áfram yrði haldið á þeirri braut. Að sögn Sveins H. Skúlasonar, for- stjóra Hrafnistu, má reikna með að 70–75 starfsmenn verði ráðnir í 52 stöðugildi á Vífilsstöðum. Hann segir góða reynslu hafa fengist af rekstri Víðiness og að samningur um rekstur Vífilsstaða kæmi í kjölfar þess. Hjúkrunarheimili á Vífilsstöðum RANDVER Þorláksson, formaður Félags íslenskra leikara, gagnrýnir stefnu Reykjavíkurborgar gagnvart Leikfélagi Reykjavíkur og segir menningarstefnu borgarinnar í stærstum dráttum aðeins orð á blaði. Randver bendir á að fastráðnir leikarar hjá Leikfélagi Reykjavíkur séu nú 13 en hafi verið um 25 þegar félagið flutti úr Iðnó árið 1989. Fjárhagsvandi leikfélagsins sé al- varlegur og segir hann að stjórn- armenn FÍL hafi gengið á milli ráðamanna og leitað stuðnings en lítinn hljómgrunn fengið. Leikarar helmingi færri en árið 1989  Höfuðborg/36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.