Morgunblaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2003 29 EFNT verður til tveggja auka- sýninga á leikritinu Kvetch eft- ir Steven Berkoff á nýja sviði Borgarleikhússins fimmtudag- ana 8. og 15. maí kl. 20. Þetta eru allra síðustu sýningar. Aukasýn- ingar á Kvetch KVENNAKÓR Kópavogs mun halda vortónleika sína ásamt Karlakór Kópavogs í Kópavogs- kirkju á fimmtudagskvöld kl. 20. Einsöngvarar á tónleikunum verða þær Sigríður Sif Sævarsdóttir og Inga Þórunn Sæmundsdóttir, sem báðar eru meðlimir Kvennakórs Kópavogs, undirleikari verður Jul- ian Hewlett og stjórnandi beggja kóra er Natalía Chow Hewlett. Kvennakór Kópavogs var stofn- aður í janúar 2002 af Natalíu Chow kórstjóra. Þegar við stofnun kórsins kom í ljós mikill áhugi kvenna í Kópavogi á þátttöku og eru nú 63 konur á öllum aldri fé- lagar í kórnum. Kórinn hefur haldið tónleika á eigin vegum, tek- ið þátt í styrktartónleikum fyrir sérdeildina í Digranesskóla og sungið við messur í Kópavogs- kirkju. Einnig má geta þess að kórinn var meðal stofnfélaga við stofnun Landssambands íslenskra kvennakóra hinn 5. apríl sl. Þar sem svo vel hafði tekist til með stofnun Kvennakórs auglýsti Natalía einnig eftir áhugasömum herrum til samstarfs. Árangurinn lét ekki á sér standa og hinn 16. október 2002 var Karlakór Kópa- vogs stofnaður formlega. Félagar í kórnum eru 25 og þeir hafa áður komið fram opinberlega sem gest- ir á jólatónleikum Kvennakórsins. Morgunblaðið/Sverrir Kvennakór Kópavogs á æfingu. Vortón- leikar Kvennakórs Kópavogs Miðvikudagur Náttúrufræðistofa og Bókasafn Kópavogs. Kórinn í nýja safna- húsinu kl. 17.30 Þingstaðurinn Þingnes við El- liðavatn. Guðmundur Ólafsson, fornleifafræðingur. Fræðsluerindi í Kórnum, fundarsal á 1. hæð. Fræðsluerindi um þingstaðinn í Kópavogi og við Elliðavatn. Gjábakki kl. 20.00 Kristján Hreinsson skáld mun halda um stjórnvölinn. Auk hans munu taka þátt Ragnar Ingi Að- alsteinsson, Kristján Eiríksson, Helga Sigurjónsdóttir, Þórður Helgason, Valdimar Lárusson og Hörður Sóphaníasson. Dagskrá Kópavogsdaga ♦ ♦ ♦ ÉG ER af vitlausri kynslóð til að hafa vitað nokkuð um músaævintýri Kristjáns og Heiðdísar, fyrir utan þessi tvö lög sem allir þekkja. Píla Pína reyndist vera hugljúf en dálít- ið tíðindalítil saga um hamingju- sama músafjölskyldu sem er að því eina leyti frábrugðin nágrönnum sínum að músamamma er aðkom- umús og veit ekkert um uppruna sinn. Hin söngelska og skapandi dóttir, Píla Pína, afræður að leita upprunans og lendir í lítilsháttar ævintýrum og hættum, en finnur það sem hún leitar að, snýr heim og allir eru glaðir. Aðal verksins er hin hugljúfa stemmning, skemmtilegar hlið- og andstæður mannheima og sérlega áheyrileg og fjölbreytt lög Heiðdísar. Uppsetning Sigurðar Illugasonar tekur mið af stemmningunni í verk- inu og verður sýningin fyrir vikið nokkuð átakalítil, þótt ég sé viss um að það sé svigrúm fyrir meiri tilþrif. Lítt vanir leikararnir höfðu úr held- ur litlu að moða og það voru helst þeir sem höfðu tækifæri til að búa til afgerandi persónur sem glöns- uðu. Þetta á ekki síst við um þær Sigurlaugu Dagsdóttur og Hólm- fríði Önnu Aðalsteinsdóttur sem léku gamlar mýs með tilþrifum. Sandra Kristinsdóttir hafði sig lítt í frammi í titilhlutverkinu í fyrri hlutanum, en eftir að ferðalag Pílu Pínu hefst náði hún sterkum tökum á því, og hélt athygli salarins ágæt- lega. Tónlist var smekklega flutt, en einnig þar saknaði ég meiri til- þrifa þótt þau væru á kostnað fág- unar. Það er ekki algengt að fram- haldsskólaleikfélög setji upp barna- leikrit, enda segir þjóðsagan að unglingar séu allt of sjálfsuppteknir til að fást um það hvort einhver sé að sinna ungviðinu. Pýramus og Þispa hefur að ég held nokkrum sinnum afsannað þetta og sviðsett barnaleikrit. Ég er ekki í vafa um að börnin á Húsavík hafi gaman af að fylgjast með músunum í Sam- komuhúsinu leita uppruna síns. LEIKLIST Pýramus og Þispa, leikfélag Framhaldsskólans á Húsavík Höfundar: Kristján frá Djúpalæk og Heið- dís Norðfjörð, tónlist: Heiðdís Norðfjörð, leikstjóri: Sigurður Illugason, aðstoð- arleikstjóri: Regína Sigurðardóttir. Samkomuhúsinu á Húsavík 4. maí. PÍLA PÍNA Hverra músa ert þú? Þorgeir Tryggvason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.