Morgunblaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ HÓTEL Nordica var tekið í notkun í gær að viðstöddu fjölmenni. Davíð Oddsson forsætisráðherra lýsti hót- elið formlega tekið í notkun. Hótelið, sem áður hét Hótel Esja, hefur verið endurnýjað innan sem utan auk þess sem byggt var við það. Á hótelinu er mjög góð aðstaða til ráðstefnuhalds og eru 30 alþjóðlegar ráðstefnur bók- aðar á hótelinu á þessu ári. Rúmur mánuður er síðan gestir tóku að gista á hótelinu. Kári Kára- son, framkvæmdastjóri á Hótel Nordica, segir að bókanir séu mjög góðar. Búið sé að bóka 30 alþjóðlegar ráðstefnur á hótelinu á þessu ári. Bókaðar séu ráðstefnur á hótelinu al- veg til ársins 2007. Kári segir að við undirbúning framkvæmda hafi sú stefna verið mörkuð að fara inn á ráðstefnu- og hvataferðamarkað. „Framkvæmdir við hótelið miðuðust við að við gætum keppt við það sem best gerðist er- lendis,“ segir Kári. Hann segist vera þeirrar skoðunar að opnun hótelsins sé mikil lyftistöng fyrir ferðaþjón- ustuna á Íslandi. Kári segir að gamlir gestir Hótel Esju eigi ekki eftir að þekkja sig á gamla hótelinu. Að utan sé hótelið gerbreytt. Og þó að gömlu herbergin séu enn á sama stað sé fátt sem minni á það sem var. „Það er búið að end- urnýja öll sameiginleg rými, anddyri, herbergjaganga, lyftur, hurðir, raf- lagnir, pípulagnir, loftræstingu og brunavarnir. Það er búið að um- breyta húsinu algerlega og stækka það. Við erum mjög ánægð með hvernig til hefur tekist. Ég held að þetta sé ekki aðeins mikil lyftistöng fyrir okkur heldur fyrir ferðaþjón- ustuna í heild sinni. Við teljum að við séum að opna glugga fyrir nýjan markað,“ segir Kári. Hótelið er með 284 herbergi í stað 172 herbergja áður en önnur aðstaða er stækkuð verulega. Meðal nýjunga í hótelinu eru 23 svítur á 9. hæð húss- ins, þar af eru tvær glæsiíbúðir sem eru stærri og með talsverðum íburði. Talsvert er lagt í ráðstefnuaðstöðu hótelsins en hún er samtals um 2.000 fermetrar. Alls eru ráðstefnu- og veislusalir ellefu talsins og á jarðhæð er stórt sýningarsvæði fyrir framan stærsta ráðstefnusalinn sem tekur 600 manns í sæti. Hann verður einnig nýttur sem veislusalur og getur tekið 450 manns í mat. Þá er ráðstefnu- miðstöð á annarri hæð hótelsins með níu fundarsölum og sérútbúið fund- arherbergi fyrir stjórnarfundi. Loks má nefna að heilsuaðstaða hótelsins hefur öll verið endurnýjuð en hún er í um þúsund fermetra hús- næði þar sem áhersla er lögð á svo- kallaðar heilsulindarmeðferðir. Heildarkostnaður við framkvæmd- irnar er rúmir tveir milljarðar. Það er fasteignafélagið Stoðir, sem á fast- eignina en reksturinn er í höndum Flugleiðahótela. Bjarni Ásgeirsson, hótelstjóri Nordica, Davíð Oddsson forsætisráðherra og Kári Kárason, framkvæmdastjóri hótelsins, klippa á borðann. Setu- og borðstofa á 8. hæð hússins er með glæsilegu útsýni. Hótel Nordica tekið formlega í notkun Morgunblaðið/Sverrir LAGT er til að framlög Reykjavík- urborgar til einkarekinna grunn- skóla hækki um 32,9% í nýrri skýrslu sem unnin var af starfshópi á vegum fræðsluráðs Reykjavíkur. Í skýrsl- unni er gerð úttekt á fjárhagslegri stöðu skólanna og settar fram tillög- ur um hvernig unnt sé að bregðast við þeim fjárhagsvanda sem sumir þeirra glíma við. Kemur fram að vandi skólanna sé allt frá því að vera lítill sem enginn upp í að skipta tug- um milljóna króna. Samkvæmt tillögunum yrði fram- lag til einkaskólanna um 303 þúsund krónur fyrir hvern nemanda á næsta skólaári en er 228 þúsund nú. Til við- bótar geti skólar sótt um fjárúthlut- un vegna nemenda með sérkennslu- þarfir eða til sérkennslu vegna nýbúa. Þá er lagt til að takmarka hversu há gjöld skólarnir megi inn- heimta af nemendum við 65% af framlagi borgarinnar eða 197 þús- und krónur á ári. Gert er ráð fyrir að heildaraukning útgjalda fyrir borg- ina vegna þessa nemi 32 milljónum á ári miðað við sama nemendafjölda og nú. Mikilvægt að skoða eignamyndun skólanna Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs, segir vel koma til greina að farið verði eftir þessum til- lögum en þær verði ræddar á fundi fræðsluráðs eftir tvær vikur. „Við höfum fullan skilning á erfiðri stöðu skólanna og viljum leysa úr henni með einum eða öðrum hætti. Þessar tillögur skila okkur vel áleiðis.“ Samkvæmt skýrslunni er helsta ástæða fjárhagsvandans talin vera fækkun nemenda síðustu ár en einn- ig sé í sumum tilvikum um að ræða mikla skuldsetningu skólanna. Bent er á mikil fjárhagsvandræði Ísaks- skóla í því sambandi og lagt til að skoðað verði hvort hægt væri að styrkja skólann með eingreiðslu þannig að hann geti hreinsað upp skuldirnar. Jafnframt er bent á mik- ilvægi þess að skoðuð verði eigna- myndun skólanna í fortíð og framtíð. Stefán tekur undir þá tillögu og segir að koma verði á einhvers konar samkomulagi milli skólanna og borg- arinnar um eignir. „Við teljum ekki eðlilegt að þessar stofnanir geti safn- að eignum með styrkjum frá borg- inni ef við höfum ekki tryggingu fyr- ir því að þær nýtist í þágu almenns skólastarfs í framtíðinni.“ Þá er einnig lagt til að athuga beri hvort hægt sé að setja skorður við fjölda einkaskóla og nemenda þeirra þar sem fjárhagslega óhagkvæmt sé fyrir skattgreiðendur að borgin reki einkaskóla samhliða öðrum skólum. Skýrsla um fjárhag einkarekinna grunnskóla í Reykjavík Framlög til einkaskóla hækki um þriðjung Gerði sér upp floga- kast á flug- vellinum Lögreglumenn verða að fylgja honum til Moskvu ARMENSKUR karlmaður, sem ís- lensk yfirvöld vísuðu af landi brott á mánudag, gerði sér upp flogakast á flugvellinum í Amsterdam í gær og það, ásamt háværum ópum eigin- konu hans, varð til þess að flugstjóri flugvélarinnar sem átti að flytja hann til Moskvu neitaði að taka manninn um borð nema lögreglan fylgdi honum á áfangastað. Lög- reglumennirnir sem fylgdu honum frá Íslandi höfðu á hinn bóginn ætlað að skilja við hann í Amsterdam og höfðu því ekki flugmiða til Rúss- lands. Ferð þeirra dregst því nokkuð á langinn með tilheyrandi kostnaði. Að sögn Jóhanns R. Benedikts- sonar, sýslumanns á Keflavíkurflug- velli, hafði maðurinn einnig gert sér upp flogakast eftir að hann var stöðvaður í Leifsstöð. Þá þótti óhjá- kvæmilegt að kalla eftir sjúkrabif- reið sem flutti hann á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja og síðan á Landspítala – háskólasjúkrahús. Þar var hann rannsakaður, m.a. settur í sneiðmyndatöku en í ljós kom að ekkert amaði að manninum. „Þessi mál eru afar erfið viðureignar og af- ar vandmeðfarin. Fólk neytir allra bragða til að komast hjá brottvísun,“ segir Jóhann. Manninum og eiginkonu hans var báðum vísað frá landi. Ástæðan er sú að konan er í endurkomubanni þar sem henni var vísað frá Íslandi fyrir um tveimur árum. Þá var talið víst að maðurinn hefði ætlað að leita sér að vinnu hér á landi en hann hafði hvorki atvinnu- né dvalarleyfi. Fyrstu fjóra mánuði ársins vísaði sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli 24 frá landinu en frávísanir voru 33 á sama tímabili í fyrra. Þá munaði mest um stóran hóp danskra vítis- engla sem hingað komu í miður skemmtilegum erindagjörðum. Al- gengasta ástæðan fyrir frávísun er skortur á atvinnu- og dvalarleyfum, þá er fólki vísað frá sem hefur ónóg fjárráð eða fölsuð skilríki. Lithái sem vísað var frá í gær féll undir algeng- ustu ástæðuna, hann hafði hvorki at- vinnu- né dvalarleyfi en greindi þó frá því að hann hygðist leita að vinnu á veitingastað. Fólk sem ætlaði að taka á móti honum á flugvellinum hafði allt aðra sögu að segja. SIGURLÍN Margrét Sigurðardóttir sem skipar annað sæti á lista Frjáls- lynda flokksins í Suðvesturkjör- dæmi tók í gærkvöld þátt í kjör- dæmaþætti Stöðvar 2. Hún er heyrnarlaus og var þetta í fyrsta sinn sem heyrnarlaus frambjóðandi tekur þátt í stjórnmálaumræðum í beinni útsendingu í sjónvarpi hér á landi. Í umræðunum naut hún að- stoðar táknmálstúlks. Viðstaddir voru fulltrúar frá öll- um framboðum í kjördæminu og tók Sigurlín Margrét sæti Gunnars Örlygssonar, efsta manns á lista Frjálslyndra í kjördæminu sem staddur er á sjávarútvegssýningu í Brussel. Sigurlín Margrét hefur í kosn- ingabaráttunni fært dagbók úr bar- áttunni á vefsíðu Félags heyrn- arlausra. Heyrnarlaus frambjóðandi í beinni útsendingu á Stöð 2 Í fyrsta sinn í íslensku sjónvarpi Morgunblaðið/Ingibjörg NOKKRIR geisladiskar með upplestri fyrir samræmt próf í ensku reyndust ónothæfir þegar til átti að taka í gærmorgun. Sigurgrímur Steingrímsson, deildarstjóri hjá Námsmats- stofnun, segist hafa heyrt af nokkrum dæmum en hann telur að með tilfæringum hafi verið hægt að bjarga málum. Á mánudag fengu nemendur í grunnskólum á Norðvesturlandi og Vestfjörðum röng svarblöð með náttúrufræðiprófinu sem Sigurgrímur segir að séu stærstu mistök sem gerð hafi verið í langan tíma. Sigurgrímur segir að um 900 geisladiskar hafi verið sendir í grunnskóla úti um allt land. Um fimm hafi bilað en gallann megi rekja til framleiðanda diskanna. Bilaðir geisladiskar í prófi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.