Morgunblaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 44
MINNINGAR 44 MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLÍNA HÓLMFRÍÐUR KRISTINSDÓTTIR, (Lólý), verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 8. maí kl. 10.30. Fyrir hönd aðstandenda, Magnús Magnússon, Una Magnúsdóttir, Bolli Magnússon, Árni Magnússon, Guðlaugur Magnússon. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, OLGU GÍSLADÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunar- heimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi fyrir einstaka umönnun og alúð. Einnig bestu þakkir til Rauðakrosskvenna og annarra sem sjá um dægrastyttingu í Sunnuhlíð. Grétar Kristjánsson, Hildur Jóhannsdóttir, Álfheiður Sigurðardóttir, Már Þorvaldsson, Gísli Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURBJÖRN SIGURBJÖRNSSON, Gránufélagsgötu 37, Akureyri, sem lést á hjúkrunarheimilinu Seli laugar- daginn 3. maí, verður jarðsunginn frá Akureyr- arkirkju föstudaginn 9. maí kl. 13.30. Jóhanna Þórarinsdóttir, Guðrún Sigurbjörnsdóttir, Magnús Jónsson, Þórarinn Sigurbjörnsson, Elísabet Jóhannesdóttir, Magnús Sigurbjörnsson, Ingibjörg Sævarsdóttir, Hanna Birna Sigurbjörnsdóttir, Jóhannes Ó. Ellingsen, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HARALDUR LÚÐVÍKSSON vélfræðingur, Álfheimum 25, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju fimmtu- daginn 8. maí kl. 10.30. Valborg Eiríksdóttir, Lúðvík Haraldsson, Anna Ragna Alexandersdóttir, Eiríkur Haraldsson, Bára Ólafsdóttir, Guðfinna Elsa Haraldsdóttir, Sigurmundur Guðmundsson, Haraldur Valur Haraldsson, Ólína Kristín Margeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför bróður okkar, ÞORKELS KRISTMUNDSSONAR, Efri-Brunnastöðum, Vogum, Vatnsleysuströnd. Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkr- unarfólki gjörgæsludeildar Landspítala í Foss- vogi. Guð blessi ykkur öll. Systkini hins látna. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við and- lát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, SIGRÚNAR KRISTINSDÓTTUR, Rauðalæk 67, Reykjavík. Guð blessi ykkur öll. Jón Erlendsson, Ingileif Jónsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Erlendur Jónsson, Anna Jóna Hauksdóttir, Kristín Jónsdóttir, Þórarinn Eyfjörð, barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, WALTERS RIVERS, lést í Kaliforníu þriðjudaginn 22. apríl sl. Jarðarförin fór fram mánudaginn 28. apríl í Bellflower, Kaliforníu. Fyrir hönd aðstandenda, Ágústa K. Pálsdóttir-Rivers. Elskulegur bróðir okkar, GISSUR GÍSLASON frá Þóroddsstöðum, Miðnesi, lést á Víðinesi, Kjalarnesi, laugardaginn 3. maí. Jarðsett verður frá Útskálakirkju föstudaginn 9. maí kl. 14.00. Sigurbjörg Gísladóttir, Kjartan Gíslason. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför föður okkar, tengda- föður og afa, HARALDAR V.H. EGILSSONAR verkstjóra, elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, áður til heimilis á Grettisgötu 45. Sérstakar þakkir til starfsfólks á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Sævar Haraldsson, Sæmundur Haraldsson, Jenný Heiða Björnsdóttir, Egill Haraldsson, Bylgja Ragnarsdóttir og barnabörn. ✝ Kristín LiljaHannibalsdóttir fæddist á Flateyri við Önundarfjörð 17. ágúst 1907. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Eir í Reykjavík 24. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðrún Sveins- dóttir húsfreyja og Hannibal Hálfdanar- son bóndi að Kotum við Önundarfjörð. Kristín var fjórða barnið í hópi tíu systkina. Systkini hennar voru; Helga Soffía, f. 1901, Hálfdan Arnbjörn, f. 1903, d. 1981, Hansína Kristrún Einhildur, f. 1905, d. 1995, Árný Aðalheiður, f. 1909, d. 1994, Bóas Helgi Kristján, Paul Adrian, f. 1964. 2) Anna, f. 1932, eiginmaður Einar Sigurðs- son. Þau eiga þrjú börn, Guðrúnu, f. 1951, Sigurð, f. 1954, og Kristján Ara, f. 1957. 3) Rósamunda, f. 1936, fyrri maður Gunnar Gunn- arsson, þau eiga tvö börn, Hreiðar Má, f. 1958, d. 1968, og Kristínu, f. 1959. Seinni maður Stefán Arndal, þau eiga tvær dætur, Auði, f. 1973, og Elísabetu, f. 1976. 4) Kristján, f. 1944, kona hans var Halldóra Borg Jónsdóttir. Þau eiga þrjú börn, Guðrúnu, f. 1965, Kristján, f. 1971, og Lilju, f. 1980. 5) Reynir Gylfi, f. 1945, fyrri kona Jóna Þórunn Vernharðsdóttir. Þau eiga fjögur börn, Sólbjörgu Lindu, f. 1964, Elsu Hrönn, f. 1966, Reyni Þór, f. 1972, og Arnar Frey, f. 1979. Seinni kona Kirsten Astrup. 6) Kristín Lilja, f. 1950, eiginmaður Kurt Thomsen. Þau eiga þrjú börn, Kristján, f. 1972, Kristínu Anniku, f. 1974, og Karsten f. 1980. Útför Kristínar verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. f. 1912, d. 1977, Svein- fríður Guðrún, f. 1913, d. 1998, Brynjólfur Magnús, f. 1915, d. 1963, Sólrún Heiðar- rós, f. 1917, býr í Reykjavík, og Óskar f. 1919, d. 1985. Kristín giftist 24. maí 1931 Kristjáni Kristmundssyni, síðar kaupmanni í Reykja- vík, f. í Bolungarvík 16. nóv. 1908, d. 24. ágúst 1982. Foreldrar hans voru hjónin Kristmundur Snæ- björnsson og Anna Jónasdóttir. Kristín og Kristján eiga sex börn, þau eru: Gunnar Páll, f. 1931, á þrjú börn, Jón Sævar, f. 1953, d. 1977, Kristínu Ingu, f. 1954, og Látin er tengdamóðir mín, Kristín Lilja Hannibalsdóttir. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir 24. apríl sl. Kristín var Vestfirðingur að ætt og uppruna. Hún fæddist við Önundar- fjörðinn, og þar átti hún sín æsku- og unglingsár í stórum hópi systkina. Hún fluttist til Reykjavíkur árið 1928, þá 21 árs gömul. Þar kynntist hún til- vonandi eiginmanni sínum, Kristjáni Kristmundssyni frá Bolungarvík (lést 1982), og gengu þau í hjónaband árið 1931. Bjuggu þau öll sín búskaparár í Reykjavík, lengst á Bústaðavegi 57. Kristín var fríð kona, hávaxin, með þétt svart hár, stór blá augu og góð- legan svip. Hún var rólynd og hæv- ersk og flíkaði hvorki tilfinningum sínum né skoðunum. Hún var vönduð kona, áreiðanleg og samviskusöm, og hugsaði vel um sitt fólk. Hún var af þeirri kynslóð húsmæðra sem voru að mestu heimavinnandi, sinntu sínum störfum í kyrrþey og hugsuðu fyrst og fremst um hag fjölskyldunnar og heimilisins, en Kristín og Kristján eignuðust sex börn, sem vegnað hefur vel í lífsins ólgusjó. Fyrstu hjúskap- arárin starfaði Kristján ýmist við verslun eða smíðar, og rak hann um tíma húsgagnaverkstæði, en árið 1948 keypti hann verslunina Nova við Bar- ónsstíg og rak hana til ársins 1980. Árið 1955 eða þ.u.b. urðu tímamót í lífi þeirra hjóna, Kristínar og Krist- jáns, er þau gengu til liðs við söfnuð Fagnaðarboðans. Þar kynntust þau góðu fólki, sem kom upp safnaðar- heimili við Hörgshlíð í Reykjavík. Þetta reyndist þeim gæfuspor. Þarna leið þeim vel, enda héldu þau tryggð við söfnuðinn alla tíð síðan, og var Kristín um árabil ötull sölumaður safnaðarblaðsins. Kristín var mjög trúuð kona. Líf hennar var ekki frekar en annarra ei- lífur dans á rósum. Í uppeldinu, og fyrstu hjúskaparárin, voru kjörin oft kröpp, eiginmaðurinn veiktist ítrekað og varð óvinnufær um tíma. En úr rættist, og síðari helming ævi sinnar átti Kristín gott líf. Hún taldi að stað- föst trú sín á Krist hafi á sínum tíma, og alla tíð, hjálpað sér við að sigrast á öllum erfiðleikum sem upp komu. Ár- ið 1997 fluttist Kristín á hjúkrunar- heimilið Eir, þar sem hún dvaldi þar til yfir lauk. Hún þurfti að vera í hjóla- stól síðustu æviárin, og hefur það sjálfsagt stundum verið henni erfitt, en hún kvartaði ekki. Hún hélt sinni reisn, vildi ávallt líta vel út, og hún naut þeirra forréttinda að hafa góða sjón og heyrn, hugsun og minni, alveg fram í andlátið. Hún las Morgunblað- ið daglega, alveg þar til fáum dögum áður en hún lést, og var því ávallt vel heima þegar rætt var um atburði líð- andi stundar. Jafnframt hafði hún gaman af að horfa á fót- og handbolta- leikina í sjónvarpinu, ekki síst ef son- arsynirnir voru að leika. Kristín hafði verið ekkja í rúm 20 ár er hún lést. Hún var vel studd af börnum sínum, tengdabörnum og barnabörnum, sem sýndu henni mikla ræktarsemi, voru dugleg að stytta henni stundir og heimsækja hana, bæði á Bústaðaveginn og á Eir. Á Eir naut hún frábærrar umönnunar starfsfólksins, sem hérmeð eru færð- ar alúðarþakkir fjölskyldunnar. Kristín yfirgaf þennan heim á sum- ardaginn fyrsta, sátt við Guð og menn. Hún var fyrir löngu tilbúin, og vel undir það búin að ganga á fund Drottins. Hún vissi að sér yrði vel tek- ið. Blessuð sé minning hennar. Stefán Arndal. Elsku amma mín. Nú ertu farin heim, eins og þú ert búin að óska þér svo lengi. Ég er þakklát fyrir að hafa átt þig, því þú hafðir svo margt að gefa og frá svo mörgu að segja, enda áttirðu langa ævi. Þegar ég hugsa til þín eru svo margar góðar minningar sem ég á um þig. Til dæmis allar góðu stundirnar sem við áttum saman þegar ég fékk að sofa hjá þér á Bústaðaveginum þegar ég var lítil. Þegar ég varð eldri og heimsótti þig áttirðu alltaf kökur og hafðir alltaf tíma fyrir spjall. Þú kenndir mér að trúa. Þær stundir sem við sátum við borðstofuborðið á Bústaðaveginum og lásum saman Guðs orð eru stundir sem ég geymi vel í minningunni. Ég hef ekki verið gömul þegar við byrjuðum á því, en nú í seinni tíð var það ég, sem las fyrir þig. Minningin um þig, og það sem þú hefur kennt mér, mun alltaf fylgja mér. Takk fyrir allt. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Guð geymi þig. Þín Elísabet. KRISTÍN LILJA HANNIBALSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.