Morgunblaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞESSIR fimm kettlingar komu í heimsókn á Morgunblaðið í vikunni í leit að eigendum. Kettlingarnir eru 6 vikna og heitir móðirin Monsa, en ekki er vitað hver faðirinn er. Eina læðan er grái kettlingurinn, lengst til vinstri. Eigandinn sagði persónuleika kettlinganna koma skýrt fram á myndinni þar sem læðan væri mesti leiðtoginn og stjórnaði fressunum í kringum sig. Sá í miðjunni er oftast smeykur, en sá sem er vinstra megin við hann gæti verið eineggja tvíburi hans því þeir líta nákvæmlega eins út. Eigandinn sagði að verulega væri farið að lifna yfir kettlingunum og því kominn tími til að finna þeim heimili. Kisur kíktu í heimsókn á Morgunblaðið Morgunblaðið/Ómar GUÐJÓN Arnar Kristjánsson, for- maður Frjálslynda flokksins, segir flokkinn stefna að því að fiskveiði- heimildir verði settar á markað á veg- um ríkisins að loknu fimm ára aðlög- unartímabili. Kom þetta fram í kappræðum Guðjóns Arnars við Ein- ar Odd Kristjánsson, þingmann Sjálf- stæðisflokksins, á Ísafirði á mánu- dagsmorgun. Boðað var til fundarins með skömmum fyrirvara en um nokkurt skeið hafði verið rætt um að koma á kappræðufundi þeirra Einars Odds og Guðjóns Arnars um fiskveiði- stjórnunarkerfið. Samkvæmt frá- sögn blaðsins Bæjarins besta á Ísa- firði barst fyrirspurn um hvenær kappræðurnar yrðu á almennum stjórnmálafundi, sem haldinn var í Alþýðuhúsinu á Ísafirði á sunnudags- kvöld, og var í kjölfarið ákveðið, að tillögu Guðjóns Arnars, að efna til hans morguninn eftir. „Einhvers konar útleiga á dögum“ Þeir Einar Oddur og Guðjón Arnar fluttu alls níu ræður hvor á fundinum sem stóð í tvær klukkustundir og kom þar fram að Frjálslyndi flokk- urinn telur að aflaheimildir eigi að fara á útboðsmarkað á vegum ríkisins að loknu fimm ára aðlögunartímabili. „Ég held að ég hafi nú svarað því sem misskilningurinn stóð um,“ hef- ur Bæjarins besta eftir Guðjóni Arnari að loknum fundinum. „Við höfum lýst því að þessu forréttinda- kerfi, eins og við höfum kallað, á að breyta á fimm árum með því að taka upp sóknarstýrt kerfi. Á þeim tíma munu strax opnast leiðir fyrir nýliðun inn í kerfið þar sem við munum taka tegundir út fyrir kvóta. Við höfum lagt upp með að þegar þessari fimm ára aðlögun er lokið verði komið að næsta skrefi sem sé að setja af stað einhvers konar útleigu á dögum á vegum ríkisins,“ er haft eftir Guðjóni Arnari. „Þarf ekki um að binda ef þetta verður raunin“ „Frjálslyndi flokkurinn og fulltrú- ar hans hafa farið undan í flæmingi í þessu máli og þeir svara engum fyr- irspurnum sem þeir fá,“ segir Einar Oddur Kristjánsson í samtali við Morgunblaðið. „Það liggur alveg klárt fyrir að þeir vilja skipta yfir í sóknarstýringu úr aflastýringu. Það misskilst ekki. Spurningin sem þeir hafa ekki svarað er hvað verði með aflaréttinn, nýtingarréttinn. Hvað verður um hann? Ég varð að spyrja fimm sinnum um þetta atriði á fund- inum. Þá kom þetta loksins. Þá kom fram að þeir ætli að fimm árum liðn- um að taka allan sóknarrétt og setja hann á „einhvern“ markað. Einhvern markað sem þeir eru ekki búnir að skilgreina eða leggja niður fyrir sér hvernig á að vera. Þá vita menn það. Það má hverjum manni vera ljóst að það þarf ekki um að binda ef þetta verður raunin. Þetta kom alveg skýrt fram, þetta var foringinn sem mælti þetta. Nú er þetta ljóst, sem hefur allt verið í þoku,“ segir Einar Oddur. Formaður Frjálslynda flokksins um framtíð fiskveiða á kappræðufundi Aflaheimildir verði settar á markað eftir fimm árMIKIL hlýindi voru um allt land í apríl og hefur meðalhiti mánaðarins aðeins einu sinni mælst hærri en það var árið 1974. Í Reykjavík var meðalhitinn 6,2°, sem er 3,1° yfir meðallagi, og á Akureyri var meðalhitinn 5,6°, sem er 3,9° yfir meðallagi. Hitinn mældist víða um og yfir 20° á norðan- og austanverðu landinu eftir miðjan mánuðinn. Mestur hiti mældist á Hall- ormsstað eða 21,4° hinn 19. apr- íl og er það hæsti hiti sem mælst hefur í apríl síðan mæl- ingar hófust. Rétt er að geta þess að veðurathugunarstöðin á Hallormsstað er sjálfvirk og því ekki óskeikul. Mestur hiti á mannaðri stöð mældist hins vegar á Sauðanesi 18. apríl, 21,1°, og er þar einnig um hitamet að ræða. Lítið sást til sólar Ekki sást mikið til sólar í mánuðinum og voru sólskins- stundir í Reykjavík 120 eða 20 stundum færri en í meðalmán- uði og á Akureyri voru þær 88,9 sem er 41 stundu færra en í meðalmánuði. Svo fáar sól- skinsstundir hafa ekki mælst á Akureyri síðan árið 1992. Þrátt fyrir sólarleysi mældist úr- koma á Akureyri tæplega helmingur þess sem venja er, 13,1 mm. Í Reykjavík var úr- koma hins vegar fjórðungi meiri en venja er, 73,6 mm, og féll hún að mestu fyrrihluta mánaðarins. Maímánuður hefur verið heldur kaldur það sem af er og segir Trausti Jónsson, veður- fræðingur á Veðurstofu Ís- lands, að búast megi við fremur svölu veðri á næstunni og ekki sé von á því að hlýni verulega í bráð. Óvenju hlýr apríl DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra lýsti þeirri skoðun í sjónvarpsþætti í Ríkisútvarpinu í gærkvöldi, að til greina gæti komið að forkaupsrétt- arákvæði fiskveiðistjórnarlaganna, sem veita sveitarfélögum forkaups- rétt að skipum, sem selja á úr byggðarlagi tengdist kvóta en ekki skipum. Þessi ummæli forsætisráðherra koma í kjölfar ummæla hans á fundi í Vestmannaeyjum hinn 1. maí sl. en þar sagði hann aðspurð- ur: „Við megum ekki vera klosslok- uð fyrir gagnrýni á kvótakerfið. Það kemur til álita að velta því fyr- ir sér, hvort ekki megi gera ákvæð- ið um forkaupsrétt virkara. Fram- salið er fyrir hendi en það er nauðsynlegt að varnagli sé fyrir byggðirnar. Við hljótum því að skoða gaumgæfilega hvaða kostir eru fyrir hendi.“ Í sjónvarpsþættinum sagði Dav- íð Oddsson að skattahugmyndir BSRB hefðu komið þægilega á óvart. Hann kvaðst telja að í þeim væri óvenjuleg framsýni af hálfu samtakanna. Davíð Oddsson í sjónvarpsþætti Forkaups- réttur snúist um kvóta – ekki skip FLUGVÉL frá Flugleiðum hætti þrí- vegis við að taka á loft frá flugvell- inum í Frankfurt í fyrradag vegna þess að mælitæki gáfu flugmönnum til kynna að eitthvað væri að. Brottför flugvélarinnar tafðist um fjórar klukkustundir af þessum sökum. Kristján Jóhannsson óperusöngv- ari var í flugvélinni og segir ferðina hafa verið nokkuð óvenjulega. „Þegar vélin var komin á enda flugbrautar- innar gáfu flugmennirnir hreyflunum fullt afl. Það var hins vegar eitthvað ekki eins og það átti að vera því að fljótlega negldu flugmennirnir niður og stöðvuðu vélina. Stuttu síðar var hreyflunum aftur gefið fullt afl, en aftur var vélinni snögghemlað.“ Kristján sagði að flugvélinni hefði síðan verið ekið út af brautinni. Kallað hefði verið eftir flugvirkjum og í framhaldi af því hefði flugstjórinn til- kynnt að vélin væri komin í lag og óhætt væri að leggja af stað. Kristján sagði að þriðja tilraun til að leggja af stað hefði endað eins og fyrri tilraun- ir. Hreyflunum hefði verið gefið fullt afl en fljótlega hefði flugstjórinn stöðvað vélina. Þá hefði flugstjórinn tilkynnt að allir ættu að fara frá borði; ekki yrði lagt af stað fyrr en skýring hefði fundist á viðvörunarboðunum. Kristján sagði að sumir um borð hefðu verið dálítið skelkaðir og a.m.k. ein kona hefði krafist þess að fá að fara frá borði þegar flugmennirnir hefðu í tvígang stöðvað hreyflana. Hann tók fram að flugstjórinn hefði staðið sig vel og greinilega vitað hvað hann var að gera. Guðjón Arngrímsson, upplýsinga- fulltrúi Flugleiða, sagði að ekkert hættuástand hefði skapast. Flugtak hefði ekki verið hafið þegar mælitæki gáfu flugmönnum viðvörun. Við skoð- un hefði komið í ljós að ekkert var að vélinni annað en bilun í mælitækjum. Guðjón sagði að vegna tafanna hefðu farþegar á leið vestur um haf verið færðir yfir í aðra vél sem var á leið vestur. Hreyflar stöðvaðir vegna bilunar í mælitækjum Fjögurra tíma töf á flugi frá Frankfurt UMFERÐARÓHAPP átti sér stað við Varmahlíð í gærkvöldi þegar fólksbíl var ekið á flutn- ingabíl á gatnamótum Skaga- fjarðarvegar og þjóðvegar númer eitt. Neyðarlínunni barst tilkynning um slysið kl. 19:07. Talið er að bringubein hafi brákast í ökumanni og var hann fluttur á Sjúkrahús Sauðár- króks. Tveir farþegar voru í bílnum en þá sakaði ekki. Öku- maður flutningabifreiðarinnar slasaðist heldur ekki. Fólksbifreiðin er ónýt eftir slysið. Bíllinn ónýtur eft- ir árekstur Skagafjörður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.