Morgunblaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2003 59 Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 www.regnboginn.is HK DV X-97,7  HJ MBL  Kvikmyndir.com FRÁ LEIKSTJÓRA TRAINSPOTTING Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i 12. ...Þetta er fyrsta stóra hasarmynd sumarsins 2003 og gæti hæglega endað sem ein sú besta ...  Kvikmyndir.com Kvikmyndir.is X-men 2 er mynd með boðskap, brellur og brjálaðan hasar... Hvað viltu meira? "X2 er æsispennandi, linnulaus darraðardans frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu, æsileg skemmt- un fyrir alla has- armyndaunnend- ur og jafnvel ennbreiðari hóp." 1/2 SV MBL Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.30. B.i 12. Síðustu sýningar - 5ýnd kl. 6.Síðustu sýningar - sýnd kl. 6. B.i 16. Sýnd kl. 8 og 10.20. 400 kr www.laugarasbio.is Brjálaður hasar og geggjuð áhættuatriði. ...Þetta er fyrsta stóra hasarmynd sumarsins 2003 og gæti hæglega endað sem ein sú besta ... Kvikmyndir.com ... tt r fyr t t r r y r i ti l i t ... vik y ir.c Kvikmyndir.is Sýnd kl. 4, 6.30 og 9. B.i. 12 Sýnd kl. 4. Ísl. tal. 400 kr.Sýnd kl. 5.45, 8 og 10. X-men 2 er mynd með boðskap, brellur og brjálaðan hasar... Hvað viltu meira? - r , r ll r rj l r... il ir Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. "X2 er æsispennandi, linnulaus darraðardans frá fyrstu mínútu til þeirrarsíðustu, æsileg skemmtun fyrir alla hasarmyndaunnendur og jafnvel ennbreiðari hóp."  SV MBL i i li l í il i í il i ll j l i i áfram Ísland xd.is í kosningami›stö› Sjálfstæ›isflokksins í Glæsibæ, mi›vikudaginn 7. maí kl. 18.00 Opinn fundur me› Geir Haarde KOMA Give Up The Ghost til landsins er meiri- háttar hvalreki. Þann er þetta skrifar rekur ekki minni til þess að hafa heyrt jafnfram- bærilegt harðkjarnarokk síðan Earth Crisis voru og hétu og þá er nú mikið sagt. Give Up The Ghost feta reyndar allt aðra stíga en sú ágæta sveit (blessuð sé minning hennar). Hér er á ferðinni hratt og melódískt tilfinningapönk, framreitt af stingandi einlægni. Enda er það staðreynd að GUTG hafa nær ein- göngu aflað sér fylgis með linnulausri spila- mennsku um allar trissur en sveitin þykir hreint framúrskarandi tónleikasveit. Þannig hefur hún verið á milli tanna harðkjarnaaðdáenda síðast- liðin fjögur ár en tilkoma hennar hratt af stað nýrri bylgju harðkjarna þar sem dregið er úr þungarokkinu en túlkun og tilfinningar settar í öndvegi. Öflug blanda af Earth Crisis og Minor Threat fyrir nýtt rokk-árþúsund? Púff! Bylting Give Up The Ghost hét reyndar áður Americ- an Nightmare en var gert að breyta um nafn vegna annarrar sveitar sem starfar undir sama nafni í Philadelphiu. Hún var stofnuð haustið 1999 og lagðist þegar í mikla tónleikareisu. Meðferðis voru prufuupptökur á hljómsnældum sem þeir félagar seldu svo á tónleikunum. Svo umtöluð og víðförul varð téð snælda að harð- kjarnaútgáfan Bridge Nine Records, sem eins og bandið á heimahöfn í Boston og er ein sú virt- asta í bransanum í dag, gaf út fyrstu stuttskífu hennar árið 2000. Í framhaldi fór hljómsveitin að spila með stærri nöfnum eins og Madball, Boy Sets Fire og kóngunum í Converge. Árið eftir kom svo fyrsta og eina breiðskífan til þessa, Background Music, en í þetta skiptið var úgefandinn hin siglda og gamalgróna útgáfa Equal Vision. Eins og áður segir hefur GUTG vísað veginn í annars konar harðkjarnarokki. Textar eru ljóð- rænni og meira inn í sig – fjalla um brostnar ást- ir, vonir og væntingar fremur en hina venju- bundnu ofurpólitík sem lengi hefur verið útgangspunktur viðlíka sveita. Hljómurinn er þá bjartur og hraður, en um leið fullur ofsa og ástríðu. Minnir dálítið á það sem Minor Threat voru að gera í upphafi níunda áratugarins en þó algerlega sniðið að samtímanum. Litlir hlutir – en þó ekki – eins og klæðnaður meðlima gengur þá í berhögg við almennar „reglur“ um harðkjarnaflíkur, eitt af mörgu sem setur GUTG í sérstæðan flokk. Hér mun hljómsveitin gera stuttan stans áð- ur en haldið verður í stífan tveggja mánaða túr um gervöll Bandaríkin. Hún er nýkomin úr við- líka löngu ferðalagi um Evrópu þar sem spilað var meðal annars með hinum bresku Sworn In, öðru kraumandi heitu harðkjarnabandi. Það er margt góðra íslenskra gestasveita sem ætla að hita upp salinn áður en GUTG stíga á stokk í kvöld. Fyrst ber að nefna Maus, en hún gefur út fimmtu breiðskífu sína, Musick, innan fárra daga. Þá leikur Dys, með sjálfan Sigga Pönk fremstan á meðal jafningja. Þung- kjarnasveitin Andlát, sigurvegarar Músíktil- rauna 2001 leika einnig og þá er ótalin hin al- íslenska I Adapt, sem leikur hratt og melódískt harðkjarnapönk, ekki ósvipað því sem GUTG eru að gera. Give Up The Ghost kom með nýja strauma í harðkjarnann. Tilfinningarokk með stóru T-i Opnað verður í Iðnó á slaginu kl. 18. Aðgangs- eyrir er 1.000 kr. og öllum er heimill aðgangur. TENGLAR ................................................................... -www.giveuptheghost.com -www.dordingull.com/hardkjarni arnart@mbl.is Umtalaðasta harðkjarnasveit síðustu ára er Give Up The Ghost frá Boston. Arnar Eggert Thoroddsen kynnti sér bakgrunn þessarar merkissveitar. Harðkjarnasveitin Give Up The Ghost leikur í Iðnó í kvöld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.