Morgunblaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 28
LISTIR 28 MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ TÓNLEIKAR verða haldnir í Vinaminni á Akranesi í kvöld kl. 20. Flytjendur eru Ingi- björg Guðjónsdóttir sópran, Einar Jóhannesson klarínett og Valgerður Andrésdóttir pí- anó. Á efnisskrá eru verk m.a. eftir Jón Ásgeirsson, Atla Heimi Sveinsson, Mozart, Lachner og Gershwin. Tónleikarnir eru á vegum Tónlistarfélags Akranes og FÍT. Tónleikar í Vinaminni arinnar er Þórhildur Þorleifsdóttir sem jafnframt samdi dansa. Höf- undur leikmyndar er Messíana Tómasdóttir og lýsingu hannaði Sveinbjörn Björnsson. Tónlistar- og kórstjóri er Beáta Joó. Um tón- listarflutning sér hljómsveit Tón- listarskóla Ísafjarðar og hljóm- sveitarstjóri er Janusz Frach. Í umsögn dómnefndar um sýn- inguna segir: „Sýning Litla leik- klúbbsins og Tónlistarskóla Ísa- fjarðar á Söngvaseiði er einstaklega metnaðarfull sýning og má segja að það sé þrekvirki hjá þessum aðilum að setja upp söng- leik af þessari stærðargráðu með þessum árangri. Mikið hefur verið lagt í umgjörð sýningarinnar, hóp- atriði og tónlistaratriði, auk þess sem verulega reynir á þátttakend- ur í leik, dansi og söng. Leikarar í sýningunni eru á öllum aldri, og var sérstaklega ánægjulegt að sjá hvað barnahópurinn stóð sig vel, enda dyggilega studdur af sterkum hópi eldri leikara. Allt yfirbragð sýningarinnar var tilgerðarlaust og agað og tókst aðstandendum og leikurum með einlægni og húmor að sneiða hjá þeirri tilfinningasemi sem óneitanlega býr í verkinu. Í Söngvaseiði sameinar tónlistarfólk DÓMNEFND Þjóðleikhússins hef- ur nú valið athyglisverðustu áhugaleiksýningu leikársins 2002– 2003 og varð sýning Litla leik- klúbbsins og Tónlistarskólans á Ísafirði á söngleiknum Söngvaseiði fyrir valinu. Söngvaseiður verður sýndur á Stóra sviði Þjóðleikhúss- ins sunnudagskvöldið 25. maí nk. Dómnefnd Þjóðleikhússins til- kynnti um valið á áhugasýningu ársins á þingi Bandalags íslenskra leikfélaga sem haldið var á Ísafirði nú um helgina. Þetta er tíunda ár- ið í röð sem Þjóðleikhúsið velur at- hyglisverðustu áhugaleiksýningu ársins og býður viðkomandi leik- félagi að sýna í Þjóðleikhúsinu. Dómnefnd Þjóðleikhússins í ár var skipuð Stefáni Baldurssyni þjóð- leikhússtjóra, Melkorku Teklu Ólafsdóttur, leiklistarráðunauti Þjóðleikhússins, og Ragnheiði Steindórsdóttur leikkonu. Í ár sóttu tólf leikfélög um að koma til greina við valið með alls þrettán sýningar. Alls koma um sjötíu manns að sýningu Litla leikklúbbs- ins og Tónlistarskólans á Ísafirði að Söngvaseiði, og er þetta viða- mesta áhugasýningin sem valin hefur verið til sýningar í Þjóðleik- húsinu til þessa. Leikstjóri sýning- og leikhúsfólk krafta sína í óvenju- lega heilsteyptri sýningu sem allt bæjarfélagið má vera stolt af.“ Sérstök viðurkenning Auk verðlaunasýningarinnar hlutu nokkrar sýningar sérstaka viðurkenningu dómnefndar: Sýn- ing Leikfélags Fljótsdalshéraðs á Þreki og tárum eftir Ólaf Hauk Símonarson í leikstjórn Odds Bjarna Þorkelssonar, sýning Freyvangsleikhússins um skáldið Káin eftir Hannes Örn Blandon og sýning Leikfélags Dalvíkur á leik- riti Júlíusar Júlíussonar Kverka- taki. Þrjár sýningar vöktu sérstaka athygli dómnefndar fyrir frum- leika og hugmyndaauðgi í út- færslu, Beðið eftir go.com eftir Ár- mann Guðmundsson í leikstjórn höfundar hjá Leikfélagi Mosfells- sveitar, Undir hamrinum eftir Hildi Þórðardóttur í leikstjórn Ágústu Skúladóttur hjá Hugleik og sýning Leikfélags Hafnarfjarð- ar á Sölku miðli í leikstjórn Ár- manns Guðmundssonar, sem jafn- framt samdi verkið ásamt öðrum. Dómnefnd útnefndi Sölku miðil „óvenjulegustu áhugasýningu árs- ins“. Söngvaseiður áhugaleik- sýning ársins Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns María og abbadísin. Söngkonurnar Guðrún Jónsdóttir og Ingunn Ósk Sturludóttir í hlutverkum sínum í Söngvaseið. Kjarvalsstaðir Sýningu Ilmar Stefánsdóttur, Mobiler, lýkur í dag, og sunnu- daginn 11. maí er komið að sýn- ingarlokum á málverkasýningu Helga Þorgils Friðjónssonar í Listasafni Reykjavíkur – Kjar- valsstöðum. Á síðasta sýningar- degi kl. 15.00 býður Helgi Þor- gils gestum Kjarvalsstaða til listamannsspjalls. Kjarvalsstað- ir eru opnir daglega frá kl. 10– 17. Leiðsögn er um sýningarnar þar alla sunnudaga kl. 15.00. Frítt er í Listasafn Reykja- víkur alla mánudaga en aðra daga gildir einn aðgöngumiði samdægurs í öll húsin, þ.e. Kjarvalsstaði, Hafnarhús og Ásmundarsafn. Sýningum lýkur Þ AÐ voru alls engar áætlanir um framhald pistils míns um Mesópótamíu, síður en svo, nóg annað á dagskrá. En tvennt þrýst- ir á, nýjar fréttir frá Írak, vægi þeirra og ótrúleg fáfræði um umfang og gildi menningarverðmæta sem virðist landlæg á landi hér. Í öllu falli ef marka má viðbröð ein- stakra í lesendabréfum, sem ósjaldan spegla viðhorf óupplýstra til lista- og annarra hug- verka, og gára geðið. Fram kemur, að skarpsýnir óttuðust rupl og rán menningarverðmæta meira en afleiðingar loftárásanna á Bagdad og aðrar borgir Íraks, lunga hinnar fornu Mesópótamíu. Fagfólk víða um heim, ekki síst í Bandaríkjunum, lét í ljós ótta sinn löngu fyrir stríðsátökin, hafði þar til hliðsjónar afleiðingar Flóastríðsins 1991. Strax í kjölfar verk- efnisins Eyðimerk- urstorms 1991 réðust uppreisnarmenn gegn ríkisstjórn Saddams á þjóðminjasöfnin og níu af þrettán héraðs- söfnum voru rústuð. Dýrmætt gullskart, sem og myndastyttur, innsigli, eyðilagt eða stolið og fjögur þúsund listaverk og listmunir hurfu. Þetta skeður jafnaðarlega þegar siðblindir leiðtogar etja hungruðum og fáfróðum múg gegn menningarverðmætum fortíðar, um það er næstliðin öld áþreifanlegt dæmi, einkum hvað snertir Rússland og Kína, en þar var að vísu um innanlandsátök að ræða. Jafnvel á friðartímanum milli stríðsátak- anna héldu ránin áfram, þannig brutust óþekktir inn í safnið í Bagdad 1996 og tóku með sér verðmætar fleygrúnir. Að baki rán- anna stóðu iðulega fjársterkir þjófsnautar úr vestri sem skipulögðu þau, jafnt listaverkasal- ar sem safnarar. Gefur augaleið að því fágæt- ari sem munirnir eru þeim mun verðmætari og eftirsóknarverðari á heimsmarkaði, ekki síður á gráa svæðinu en uppboðum virtra uppboðs- fyrirtækja. Óprúttnir höndlarar Vesturlanda vita ofurvel að átakasvæði í Austurlöndum nær, sem og annars staðar í austrinu, eru kjör- inn vettvangur til gripdeilda listmuna og ann- arra gersema, einkum þar sem lítill eða enginn viðbúnaður er um varðveizlu þeirra meðan á ófriði stendur. Síður í forgangsröð frumstæðra og siðspilltra stjórnenda. Þjófar og þjófs- nautar bíða færis að nálgast krásirnar, líkt og hýenur eftir að hugrakkari og sterkari dýr hafa étið nægju sína og fjarlægzt bráðina um stund. Í hinum svonefnda siðmenntaða heimi eru frumskógalögmálin á fullu ekki síður en hjá sjálfum íbúum skóganna, hýenueðlið líkast til hvergi gagnsærra. Það eru vægast sagt ófagrar sögur er nú streyma frá þeirri vöggu mannkynsins sem hin forna Mesópótamía var, og hvergi ljótari en frá Bagdad. Þar hafa níutíu prósent af munum Írakska þjóðminjasafnsins horfið, eitt hundrað og sjötíu þúsund listaverkum stolið eða fyrirgert, safnið rústað. Meðal annars var höfuðið höggvið af hinni frægu styttu Ljóninu frá Tell Asmar, en til allrar hamingju var ger- semunum úr konungagröfunum í Nimrud bjargað, en þeim hafði verið komið fyrir í eld- traustum geymslum Þjóðbankans. Þetta slík- ur hryllingur upp á að horfa að fagfólk um all- an heim á erfitt með að ná áttum, hörmungarnar fyrir ofan skilning þess, hvern- ig litist Íslendingum til að mynda á ef hin fornu handrit og aðrar þjóðargersemar okkar fengju slíka meðferð? Fyrir slíku „bókadrasli“ bera stríðshaukar enga virðingu þegar olían er annars vegar. Jafnvel voru greipar látnar sópa um rammgerðar geymslur Þjóðminjasafnsins, þó uppi getgátur um að forstöðumaður þess kunni að hafa tekið gripina með sér á flótt- anum Haukarnir í Pentagon höfðu kallað tilsín fornleifafræðinga til skrafs ográðagerða fyrir stríðið, búinn tillisti yfir menningarstaði í hættu, þar á meðal var að sjálfsögðu öðru fremur Írakska þjóðminjasafnið í Bagdad. Og Írakar höfðu sjálfir af öryggisástæðum flutt muni úr héraðssöfnum til Bagdad, sem Bandaríkja- menn hljóta að hafa vitað. Hvernig eiga menn svo að skilja og hvaða ályktanir að draga af því að þeir lögðu yfirhöfuð ekki hina minnstu áherzlu á að vernda safnið? Ómetanlega þjóð- argersemi og menjar frá þessari vöggu mann- kynsins, jafnframt gersemi á heimsvísu. Mörk frá meintum uppruna vestrænnar menningar og þeirra eigin um leið? Í stað þess voru her- menn á sama tíma og eyðileggingin og grip- deildirnar áttu sér stað á fullu við að má út mynd af andliti Georges Bush á gólfi Rashid- hótelsins, þannig að ekki yrði lengur gengið yfir ásjónu forsetans á þeim stað, það hafði forgang. Þá hjuggu hermennirnir bita af lösk- uðum og föllnum myndastyttum til að taka með sem minjagripi. Að öllu samanlögðu má álykta, að Bandaríkjamenn hafa umborið skemmdarverkin og í engu farið eftir þeim upplýsingum sem þeir höfðu handa á milli. Margir fornleifafræðingar eru á því að í og með hafi verið um skipulagðar gripdeildir að ræða og drjúgur hluti þýfisins muni rata í einkasöfn, ganga kaupum og sölu á gráa mark- aðnum á Vesturlöndum, orðrómur um að nú þegar hafi orðið vart við gripi á listamarkaði í París. Þjófarnir gengu hreint til verks, skýrslur um uppgrefti brunnu og tölvur er geymdu upplýsingar eyðilagðar, þannig að í mörgum tilvikum eru sagðar litlar og engar skjalfestar heimildir til um munina, einungis myndir af þeim. Slíkar gersemar austursins fágæti á markaði vestursins, enda óheimilt með lögum frá 1926 að fara með forn listaverk út fyrir landamæri ríkisins, nema þegar um er að ræða tímabundin lán á sýningar, hvað þá setja á sölumarkað. Einstakir gripir frá Aust- urlöndum nær þannig eðlilega mjög eftirsóttir og seldir fyrir stjarnfræðilegar upphæðir birt- ist þeir á sölumarkaði eða seldir á uppboðum. Á nýlegum fundi sérfræðinga Unesco, Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóð- anna, kom fram krafa um að stofnuð verði „Lögregla menningarverðmæta“. Nú er safns- ins gætt og komið hefur verið upp vefsíðu með myndum af öllum horfnu safngripunum. Felmtri lostinn írakskur fornleifafræðingur lét eftiurfarandi orð falla í New York Times um hina válegu atburði: „Sjálfsmynd þjóðar, verðmæti og menning eru falin í sögu hennar. Þegar menning þjóðar er fótum troðin, eins og skeð hefur um okkar undanfarna daga, er saga hennar öll.“ Skyldi það hafa verið tilgangurinn hlýtur margur að spyrja sig, og „að frjálsu fólki sé frjálst að gera mistök og fremja glæpi“ eins og Donald Rumsfeld á að hafa sagt? En þetta er einfaldlega of stór biti að kyngja og í ljósi sög- unnar má hér minnast orðspekinnar „skamma stund skal hönd höggi fegin“. Rupl úr vöggu menningar Sorg og örvænting eftir gripdeildirnar. Meyljón frá Nimrud. SJÓNSPEGILL Bragi Ásgeirsson bragi@internet.is Offur stríðsátakanna: Koparhöfuð frá Ninive.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.