Morgunblaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÉG HEF aldrei upplifað jafnskemmtilega kosningabaráttu og þá sem nú er komin á lokasprettinn. Ég hef farið um allt land sem stoltur formaður í stórum flokki, þar sem hvarvetna eru öflugar sveitir liðs- manna Samfylkingarinnar, fullar af hug- sjónaglóð og baráttueldi. Sumum þeirra hafði ég varla kynnst fyrr en á síðustu vikum. Öllum bast ég þeim böndum sem aðeins verða til þegar menn snúa bökum saman og verjast og sækja hver fyrir ann- an í orrahríð. Ég hafði satt að segja ekki hugmynd um allt það atgervi, þrótt og fórnfýsi sem Samfylkingin bjó að um allt land. Þegar ég kvaddi félaga mína á Ísa- firði í síðustu viku, eftir skamma pólitíska ferð þar sem varla var svefn eða stund til hvíldar, þá gat ég ekki varist þeirri til- finningu að minn stærsti pólitíski draum- ur væri orðinn að veruleika. Sögulegar framfarir Ég, einsog svo margir af minni kynslóð, tók út pólitískan þroska í viðjum stjórn- mála sem tilheyrðu liðinni tíð. Sögulegt slys klauf hreyfingu jafnaðarmanna í herðar niður snemma á síðustu öld. Þrátt fyrir það tókst jafnaðarmönnum að hafa forystu um uppbyggingu velferðarkerfis hér á landi, sem á varla sinn líka. Mínir pólitísku áar voru arkitektar og smiðir að þeim áveitukerfum samfélagsins sem fluttu fjármagn milli þjóðfélagshópa, og tryggðu að örbirgð var útrýmt á Íslandi. Heil þjóð braust úr fátækt til bjargálna. Vissulega eiga jafnaðarmenn höfund- arréttinn að velferðarneti samtímans. En klofningurinn í hreyfingu þeirra hér á landi leiddi til að hún náði ekki þeirri for- ystu í samfélaginu, sem þeir náðu annars staðar á Norðurlöndunum. Fyrir vikið þurfti harðari baráttu en ella til að ná fram brýnum félagslegum úrbótum. Ég dreg ekki úr hlut þeirra, sem þar héldu líka á hamri og sög með okkur jafn- aðarmönnum. En það voru hugmyndir jafnaðarstefnunnar sem lögðu til elds- neytið, sem dreif áfram þróun velferð- arkerfisins á síðustu öld. Trygging fyrir stéttlausu Íslandi Það var hins vegar alltaf á brattann að sækja. Klofningur jafnaðarmanna leiddi til þess að auðhyggjan, í gervi Sjálfstæð- isflokksins, náði alltof mikilli forystu í samfélaginu. Það hefur aldrei sést betur en allra síðustu árin þegar breytingar af völdum stjórnvalda hafa skert möguleika margra góðra Íslendinga til að lifa ham- ingjuríku lífi. Draumur minn, draumur minnar kynslóðar og margra annarra, var því að bæta úr mistökum síðustu aldar með því að skapa eina stóra hreyfingu, sem byggði á unnar um ma réttlæti i man vegna varð Sa Hún var sv sjónarmiðum sérgæsku og Samfylkingin grunnstefin u sameina alla j þeir eru með Nató eða heri óspilltan þjóð allra okkar se ir vettvangi ti baráttu fyrir félagi. Það hefur a samstöðu jafn fundi sjálfstæ tillögur um ei arkerfinu. Til lækkanir eru er fræðilega ó miðað við sög Sjálfstæðisflo er því að ráða Þegar draumurinn ræti „Draumurinn hefur ræst! Sa in sá sterki samnefnari jafna landi sem við stefndum að. Í sigur sem við höfum þegar u Eftir Össur Skarphéðinsson Í KOSNINGUNUM um helgina fá kjós- endur tækifæri til að standa að kaflaskilum í íslenskum stjórnmálum. Ísland gæti orðið líkara velferðarþjóðfélögum nágranna- landa okkar eftir næstu kosningar. Í fyrsta skipti frá því að borgaralegt þjóðfélag tók að myndast í landinu og verkalýðshreyfing fór að setja mark sitt á félagsþróun opnast möguleiki á því að stór jafnaðarmanna- flokkur leiði næstu ríkisstjórn. Samfylkingin varð til að kröfu fólks sem vildi að vinstriflokkarnir sameinuðust í eitt stjórnmálaafl til að hafa í fullu tré við keppinautinn á hægri vængnum, Sjálf- stæðisflokkinn. Margt bendir til þess að í kosningunum á laugardaginn verði tekist á um það hvort Samfylkingin eða Sjálfstæð- isflokkurinn myndi kjölfestu í næstu rík- isstjórn. Velur þú óbreytt ástand eða nýja ríkisstjórn? Stefna jafnaðar og réttlætis Mikill meirihluti þjóðarinnar styður stefnu jafnaðar og réttlætis. Fólk vill stöðva vaxandi misskiptingu í þjóðfélag- inu. Fólk vill að heimili og fjölskyldan hafi forgang í þjóðfélaginu – ekki fámennar valdablokkir og fjármagnseigendur í land- inu. Íslenska þjóðfélagið geldur þess á mörg- um sviðum að sjónarmið jafnaðarmanna eru fyrir borð borin. Ég nefni hér nokkur dæmi. Um níutíu þúsund einstaklingar á Íslandi eru í ábyrgðum á lánum annarra. Árið 2001 féllu slíkar ábyrgðir á tvö þús- und fjölskyldur. Í sjö ár höfum við sam- fylkingarmenn flutt tillögur á þinginu um afnám ábyrgðarmannakerfisins. Við Ís- lendingar ættum ekki, einir þjóða, að þurfa að setja heimili okkar í hættu með slíkum ábyrgðum. Margir standa ekki undir lyfja- og lækn- iskostnaði. Kostnaðarþátttaka fólks í heil- brigðiskerfinu hefur aukist það mikið að lágtekjufólk getur iðulega ekki leitað sér læknishjálpar eða leyst út lyf. Þessu mun Samfylkingin breyta komist hún til áhrifa að loknum næstu kosningum. Verðtrygging fjárskuldbindinga þekkist hvergi í okkar heimshluta með sama hætti og enn tíðkast í íslenska fjármálakerfinu. Við höfum flutt tillögur um að breyta þessu. Einstaklingar og fjölskyldur þurfa að fá betri sam hafa allt sitt á Húsnæðisk í klúður í hönd mönnum. Stjó fyrir því að yfi skyldur eru nú og að vextir hú mikið. Alþýðu þess vegna rík hluta húsnæði hefur upp fast bréfavexti. Sa næðiskostnað leigumarkaðin íbúðum og ver greiðslum. N Við viljum n leiða til að auk félaginu. Þega borðinu á laug Söguleg tækifæri í sjónm „Á laugardaginn verður tekis Samfylkingin eða Sjálfstæði myndi kjölfestuna í næstu rí Eftir Jóhönnu Sigurðardóttur LEIÐARAHÖFUNDUR Morgunblaðs- ins er í skemmtilegum ham í dag þar sem hann leggur út af ummælum undirritaðs um hálendisvegi í nýlegu viðtali við blað- ið. Verður ekki annað ráðið en höfund- urinn sakni afdráttarlausrar andstöðu af minni hálfu og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs við slíkar hugmyndir sem kunna að komast á ákvarð- anatökustig einhvern tíma í framtíðinni. Það er fagnaðarefni að Morgunblaðið brýni menn til að standa vaktina í um- hverfismálum og blaðið hefur margt vel gert í umfjöllun sinni um þann málaflokk. Því miður treysti það sér þó ekki til að standa með umhverfisverndarsinnum og taka eindregna afstöðu gegn stærstu um- hverfisspjöllum sögunnar, þ.e. byggingu Kárahnjúkavirkjunar. En það er önnur saga. Til að reyna að fyrirbyggja eða þá eyða misskilningi: Svör mín til Morgunblaðsins hefðu mátt vera nákvæmari að einu leyti. Það sé ég þegar nú verður ljóst hvernig leiðarahöfundurinn og þá væntanlega fleiri lesendur skilja mig, þ.e. að ég sé með „snyrtilegum vegum“ að tala um nýj- ar framkvæmdir, beinlínis vegalagnir um hálendið þar sem engir vegir eru fyrir. Svo er þó ekki. Staðreyndin er hins vegar sú að um hálendið liggja vegaslóðar þvers og kruss og þ.á m. tvær meginleiðir milli Norður- og Suðurlands, þ.e. Sprengi- sandsleið og Kjölur. Að því kemur að taka þarf afstöðu til þess hvað menn vilja gera við þessa og aðra hálendisvegi eða slóða sem fyrir eru. Ég er miklu fremur að tjá hug minn til þess hvernig farið verður með núverandi vegi og slóða þegar ég hef alla fyrirvara á uppbyggingu heilsársvega. Undir snyrti- lega vegi sem liggja í landinu gætu hins vegar fallið t.d slóða og skýra þeir séu byggð m.a. þjónað þe hættu á utanv um slóðum þar Skýrt og afdrá við í Vinstrihr boði ljáum ekk kvæmdum fyr um stofnun þj hálendinu og s Þar með yrði s hætti fengin n mannvirkjage vegagerð, sam lagi og verndu Snyrtilegir vegir og gam „Því miður treysti það sér þó standa með umhverfisvernda eindregna afstöðu gegn stæ isspjöllum sögunnar, þ.e. byg hnjúkavirkjunar.“ Eftir Steingrím J. Sigfússon UPPBYGGING Í ÍRAK Það uppbyggingarstarf sem fyr-ir höndum er í Írak verðurtímafrekara, flóknara og kostnaðarmeira en sú styrjöld sem að baki er. Írak, sem eitt sinn var eitt ríkasta og þróaðasta ríki Mið- Austurlanda, er ekki svipur hjá sjón eftir áratuga styrjaldir og harð- stjórn. Þrátt fyrir gífurlegan nátt- úruauð Íraka í formi olíu er ljóst að ekki verður hægt að endurreisa efnahag Íraks og íraskt þjóðfélag nema með samstilltu átaki umheims- ins. Þær þjóðir er stóðu að og studdu átökin í Írak bera sérstaka ábyrgð í þeim efnum. Þeim ber skylda til að tryggja að það samfélag sem þróast mun að loknu stríðinu sé mann- vænna en það sem fyrir var. Ísland var í hópi þeirra ríkja er studdu aðgerðir bandamanna í Írak. Íslendingum ber þar með skylda að standa af myndarbrag að stuðningi við uppbyggingu í Írak. Þar verða jafnt að koma til bein framlög ís- lenskra stjórnvalda sem stuðningur við félagasamtök er sérhæfa sig á þessu sviði. Í grein í Morgunblaðinu síðastlið- inn laugardag segir Sigrún Árna- dóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi, meðal annars: „Nú þarf að byggja upp í Írak. Heil- brigðiskerfið er í molum og velferð- arkerfið í rúst. Þó að bandamenn og alþjóðasamfélagið muni án efa leggja sig fram um að hjálpa til við uppbygginguna er ljóst að heima- menn verða að leiða starfið og vinna það að langmestu leyti. Í þróunarstarfi hefur undanfarin ár verið lögð stóraukin áhersla á að styðja við bakið á samtökum sem starfa sjálfstætt, án afskipta ríkis- valdsins. Þannig telja menn meðal annars að best sé að stuðla að lýð- ræðisþróun í löndum þar sem ríkis- valdið hefur verið nær allsráðandi. Að auki sýnir reynslan að slík sam- tök eru oft skilvirkari og með betri aðgang að þeim sem þurfa á hjálp- inni að halda en stjórnarstofnanir. Lykilatriði í uppbyggingarstarfinu í Írak á næstu mánuðum og árum verður því að efla óháð mannúðar- félög, félög eins og Rauða hálfmána Íraks, til góðra verka þar sem mest þrengir að.“ Þegar upp er staðið mun sagan dæma stríðið í Írak af því hvort það hafi leitt til friðar og stöðugleika í Írak en ekki einungis hrakið harð- stjórann Saddam Hussein og böðla hans frá völdum. Það á að nýta það tækifæri sem nú býðst til að veita írösku þjóðinni það frelsi og þá hlut- deild í þjóðarauðnum sem hún hefur verið svipt í valdatíð Saddams. Að byggja upp samfélag er gæti orðið fyrirmynd annarra ríkja í Mið-Aust- urlöndum. Það gæti leitt til víðtækra umskipta í þessum heimshluta er myndu koma íbúum þar til góða. Margt verður hins vegar að gerast áður en slík háleit markmið geta orð- ið að veruleika. Fyrst verður til dæmis að tryggja að Írakar njóti nauðsynlegrar þjónustu á sviði heil- brigðismála og hafi aðgang að ómenguðu drykkjarvatni. Til að það megi takast verður að beita öllum til- tækum ráðum og nýta sérþekkingu og reynslu samtaka á borð við Rauða krossinn og Rauða hálfmánann. SKOÐANAKANNANIR OG AUGLÝSINGAR Það er alvarlegt umhugsunarefni,hvort kosningabaráttan er um of farin að snúast um skoðanakannanir og auglýsingar. Sennilega hafa fleiri skoðanakannanir verið gerðar fyrir þessar kosningar en nokkru sinni fyrr. Fréttir um niðurstöður nýjustu kannana eru augljóslega fyrirferðar- meiri í mörgum fjölmiðlum en fréttir af umræðum um málefni lands og þjóðar í kosningabaráttunni. Ekki er endilega víst, að auglýs- ingar séu meiri en áður en það er al- veg ljóst, að stjórnmálaflokkarnir leggja mikla áherzlu á auglýsingar. Út af fyrir sig er allt gott um það að segja. Auglýsingar eru leið til þess að koma ákveðnum sjónarmiðum á framfæri á einfaldan og skýran hátt. En auglýsingar mega ekki koma í stað umræðna. Það er hægt að nota þær til þess að skerpa á ákveðnum sjónarmiðum og viðhorfum, sem fram koma í umræðum. Kosningabarátta má ekki verða innihaldslaus. Það er beinlínis rangt að kosningabarátta eigi fremur að snúast um persónur en málefni eða að þróun hér hjá okkur hafi orðið sú, að hún snúist meira um einstaklinga en mál. Það er beinlínis skaðlegt fyrir lýð- ræðið ef stjórnmálaflokkarnir beina kosningabaráttu meira að einstak- lingum en málefnum, leggja frekar áherzlu á auglýsingar en umræður og láta skoðanakannanir stjórna ferð sinni. Það væri ofmælt að segja, að kosn- ingabaráttan hafi verið málefna- snauð. Skattamálin hafa verið mjög til umræðu. Sjávarútvegsstefnan sömuleiðis og töluvert hefur verið rætt um velferðarkerfið. En bæði fólk og fjölmiðlar finna fyrir því, að hinar málefnalegu rök- ræður eru ekki í fyrirrúmi. Það ætti að verða verkefni stjórn- málaflokkanna á næstu árum að leggja meiri rækt við málefni í kosn- ingabaráttu. Það er ekki endilega já- kvæð þróun, að einstaka stjórnmála- flokkar leita augljóslega mjög ráðgjafar hjá auglýsinga- og al- mannatengslastofum. Starfsfólk þeirra fyrirtækja kann vel til verka en því fer víðs fjarri að það hafi sömu tilfinningu fyrir þeim straumum, sem bærast meðal þjóðarinnar og stjórnmálamennirnir sjálfir, sem eru í stöðugu sambandi við fólk, bæði í kosningabaráttu og milli kosninga. Stjórnmálamönnum er oft úthúðað en fullyrða má að þeir eru í betra beinu sambandi við almenning í landinu en nokkur annar þjóðfélags- hópur. Þeir finna betur hvað er efst í huga fólks. Það er nauðsynlegt fyrir lýðræðið í landinu að þeir stjórni ferðinni í kosningum en feli það verk ekki í hendur sérfræðinga, sem lifa og starfa í allt annarri veröld en þeir sjálfir. Kannski eru einhverjir flokk- anna að læra þessa lexíu nú um þess- ar mundir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.