Morgunblaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ MIKILL munur er á þeim fjárhæðum sem flokkarnir verja í auglýsingar í sjónvarpi og dagblöðum fyrir kosningarnar samkvæmt kostnaðaráætlun sem Vinstrihreyfingin – grænt framboð kynnti í gær. Samkvæmt áætluninni mun Framsóknarflokkur verja langmestu í slíkar auglýsingar, eða 28–29 milljónum króna frá marsbyrjun og fram á kjördag, 10. maí. Sjálfstæðisflokkur kemur næstur með 19–20 milljónir og þá Samfylk- ing með 16–17 milljónir. Aðrir flokkar koma langt á eftir, Vinstrihreyfingin – grænt framboð með 3–4 milljónir, Frjálslyndi flokkurinn með 2–3 milljónir og Nýtt afl með um hundrað þúsund krónur. Tölurnar eru byggðar á upplýsingum frá IMG-Gallup um birtingar á auglýsingum stjórnmálafloka í sjónvarpi og dagblöðum í mars og apríl auk þess sem auglýsingastofa var fengin til að meta áætlaðan kostnað við framleiðslu sjón- varpsauglýsinga. Þær voru síðan lagðar saman við áætlaðan kostnað við gerð sjón- varpsauglýsinga og áætlaðan kostnað við birtingar í sjónvarpi og dagblöðum 1.–10. maí. Var þá miðað við að birtingar á hverj- um degi í maí verði tvöfalt fleiri en að með- altali á dag í apríl. Samkvæmt tölum VG hefur Framsóknarflokkur eytt talsvert meiru en aðrir flokkar í sjónvarpsauglýs- ingar eða ríflega 9 milljónum króna, en Sjálfstæðisflokkur kemur þar næstur með tæpar 4 milljónir. Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur hins vegar varið mestu í auglýsingar í dagblöðum eða um 13 milljónum króna, en þar kemur Samfylking næst með 11 millj- ónir króna. Heildarkostnaður við kosningabaráttu VG 16,5 milljónir Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, bendir á að kostnaðurinn sem um ræðir sé aðeins hluti af auglýsingakostnaði flokkanna þar sem auglýsingar í öðrum miðlum, svo sem í hljóðvarpi og á Netinu séu und- anskildar. „Fólk getur svo spurt sig hvernig stjórnmálabaráttan er að þróast að þessu leyti. Hvernig peningar og auglýsingar skipa æ stærri sess en hefðbundin kynning á stefnumálum og samskiptum stjórnmála- manna við kjósendur minni og minni,“ segir Steingrímur. Hann segir að Vinstrihreyf- ingin – grænt framboð telji það skyldu sína að upplýsa kjósendur um þá fjármuni sem lagðir verða í kosningabaráttuna en heildar- áætlun fyrir kosningabaráttu flokksins á landsvísu sé 16,5 milljónir og allt útlit sé fyrir að þær tölur standist. Þar af sé heild- arkostnaður vegna auglýsinga í öllum miðl- um og hönnunar um 8 milljónir. Hann segir að flokkurinn eigi þriðjung þess fjár í sjóði, þriðjungur verði fenginn með söfnunarfé og tekið verði lán fyrir því sem eftir stendur. Vinstri grænir kynntu á fundi í gær tölur um auglýsingar stjórnmálaflokka Segja Framsóknar- flokk eyða mestu í auglýsingar Morgunblaðið/Kristinn Tryggvi Friðjónsson, gjaldkeri VG, Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins, og Svan- hildur Kaaber varaformaður kynna auglýsingakostnað flokkanna. SJÁLFSTÆÐISMENN í Suðvesturkjördæmi fjölmenntu á kosningahátíð í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ sl. sunnudag. Hvert bæjarfélag í kjördæminu var með sitt hátíðartjaldið þar sem boðið var upp á alls kyns uppá- komur og skemmtiatriði fyrir börn og fullorðna. Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Geir H. Haarde, varaformaður, héldu stutt ávörp síðar sama dag við mikinn fögnuð viðstaddra. Góð stemning var í og við Fjölbrautaskólann og er áætlað að allt að 1.000 manns hafi verið á svæðinu. Á myndinni má sjá hvar gestir standa upp og klappa fyrir forystumönnum flokksins. Ragnheiður Ríkharðs- dóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, er fjær á mynd en hún stýrði fundinum. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Mikið fjölmenni á kosningahátíð „ÞEIR fara ekki með rétt mál og gefa sér forsendur sem ein- faldlega standast ekki,“ segir Ingvi Jökull Logason um sam- anburð Vinstri-grænna á aug- lýsingakostnaði stjórn- málaflokkanna í kosninga- baráttunni. Ingvi er markaðs- samskiptafræðingur hjá Hér&nú markaðssamskiptum sem annast birtingar á auglýs- ingum fyrir Framsóknarflokk- inn. Í samantekt hans kemur fram að kostnaður Framsókn- arflokksins við auglýsingar í öllum miðlum frá 1. mars til 4. maí sé 16,2 milljónir, um tvö- falt minni en VG haldi fram. VG geri m.a. ráð fyrir því að auglýsingar muni tvöfaldast í maí sem Ingvi segir að sé rangt. Þar að auki sé saman- burður á milli flokkanna „kol- rangur“ og VG telji kostnað við framleiðslu á sjónvarpsauglýs- ingum tvöfalt hærri en hann er. Heildarkostnaður hugsanlega 70 milljónir Ingvi segir að Framsóknar- flokkurinn hafi byrjað að aug- lýsa fyrr en hinir flokkarnir og því hafi auglýsingar hans vakið meiri athygli en ella, sér- staklega sjónvarpsauglýsing- arnar sem þyki vel heppnaðar. Án þess að hafa gert á því könnun segir hann víst að flokkurinn hafi auglýst meira í sjónvarpi en aðrir flokkar. Bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin hafi á hinn bóg- inn auglýst tvöfalt meira í dag- blöðum sem sé mun dýrara en að auglýsa í sjónvarpi. Dag- blaðaauglýsingar hinna flokk- anna geri meira en að vega upp kostnað við sjónvarps- auglýsingar Framsóknar. Sig- urður Eyþórsson, starfandi framkvæmdastjóri Framsókn- arflokksins, segir að kostnaður við kosningaskrifstofuna sem flokksskrifstofan standi straum af sé um 35 milljónir. Hugsan- lega megi gera ráð fyrir að öðru eins sé varið í baráttuna af flokksfélögum í kjördæm- unum sex en heildarkostnaður verði ekki ljós fyrr en eftir kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn gefur ekki upp kostnað Kjartan Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokks- ins, segist ekkert hafa að segja um útreikninga á auglýsinga- kostnaði stjórnmálaflokkanna sem Vinstri-grænir birtu í gær. Þetta sé skoðanakönnun sem flokkurinn hafi látið gera og byggist á þeirra mati. Hann hafi engar forsendur til að tjá sig um það. Spurður um kostn- að við kosningabaráttuna hing- að til segir Kjartan að sam- kvæmt skipulagsreglum Sjálfstæðisflokksins séu reikn- ingar lagðir fram í miðstjórn en ekki kynntir annars staðar. Því sé ekki heldur greint frá heildarkostnaði við kosninga- baráttuna. Ekki fjarri lagi hjá Samfylkingunni Karl Th. Birgisson, fram- kvæmdastjóri Samfylking- arinnar, segir að forsendur Vinstri-grænna séu ekki alveg ljósar. „En með þeim fyrirvara, segi ég þó að ef við miðum við febrúarbyrjun þegar Össur [Skarphéðinsson] og Ingibjörg Sólrún [Gísladóttir] hófu funda- ferð sína um landið, þá er þetta nokkuð nærri lagi,“ segir hann. Þetta eigi við um kostnað Sam- fylkingarinnar af auglýsingum hingað til en flokkurinn hafi nær eingöngu auglýst í dag- blöðum og í sjónvarpi. Að- spurður segir Karl að gert sé ráð fyrir að kosningabarátta Samfylkingarinnar kosti í heild um 50 milljónir. „Annað vekur athygli mína í þessum tölum. Það er tala Framsóknarflokks- ins. Það hafa ýmsir fagmenn verið að fylgjast með þeirra kosningabaráttu þeirra og full- yrða að þessi tala sé að minnsta kosti tvöföld. Það kem- ur mér mjög á óvart ef þetta er niðurstaðan hjá þeim því þeir byrjuðu að auglýsa í sjónvarpi strax eftir flokksþing sem var í febrúar. Og hafa verið býsna duglegir við það,“ segir Karl. Tölurnar rangar og samanburðurinn kolrangur JÓHANN Guðmundsson skrifstofu- stjóri hjá samgönguráðuneytinu segir að þrátt fyrir að sérleyfi Suðurleiða til að aka milli Siglufjarðar og Reykja- víkur hafi ekki verið endurnýjað sl. haust fái fyrirtækið aðrar ökuleiðir í staðinn. Suðurleiðir er fjölskyldufyrirtæki sem sinnt hefur áætlunarakstri yfir sumartímann í um 50 ár. Jóhann segir ástæðuna fyrir því að ráðuneytið hafi ekki endurnýjað sér- leyfið vera þá að SBA Norðurleið, sem ekur milli Akureyrar og Reykja- víkur, ekur sömu leið og Suðurleiðir frá Varmahlíð til Reykjavíkur. Veru- leg hagræðing náist með því að aðeins eitt fyrirtæki sjái um þá leið en Suð- urleiðir óku þessa leið aðeins að sum- arlagi en Norðurleið allt árið. Suður- leiðir hafa enn sérleyfi til að aka milli Siglufjarðar og Varmahlíðar og stefnt er að því að Siglfirðingar haldi sömu og ef ekki betri ferðatíðni með áætl- unarbifreiðum til Reykjavíkur og áð- ur þó skipta þurfi um bíl í Varmahlíð. „Við fórum þá leið að reyna að hag- ræða. Við tókum út leiðir sem voru samfallandi þar sem það var hægt,“ segir Jóhann. Hann segir að í staðinn hafi Suðurleiðir nú þegar fengið við- urkennt sem hluta af sínu sérleyfi að flytja flugfarþega milli Siglufjarðar og Sauðárkróks. Einnig er í athugun að áætlunarferðir hefjist á milli Hóla í Hjaltadal og Sauðárkróks í samvinnu við heimaaðila, þar sem Hólaskóli er nú kominn á háskólastig með vaxandi umfang. Auk þess séu umræður í gangi um að veita fyrirtækinu sérleyfi á nýrri leið yfir Þverárfjall. Sú leið mun stórbæta samgöngur milli Sauð- árkróks, Skagastrandar og Blöndu- óss. Sá vegur verður þó varla tilbúinn til þessara nota fyrr en á næsta ári en vilji ríkisvaldsins til samninga er skýr. „Með þessu viljum við tengja sam- an og styrkja byggðarkjarna með góðum samgangi yfir Þverárfjall,“ segir Jóhann og bætir við að Suður- leiðir hafi forgang á þessari leið til ársins 2005. „Það er auðvitað harkalegt fyrir þá að missa þennan suðurbút, frá Varmahlíð til Reykjavíkur, sem við teljum þó full rök fyrir að verði að taka af. Í staðinn erum við að reyna að flýta á þessu svæði endurskipulagn- ingu sem kemur ef til vill ekki á öðr- um svæðum fyrr en 2005,“ segir Jó- hann, en þá er stefnt á heildar endurskipulagningu á öllum áætlun- arferðum fólksflutningabíla á landinu. „Þeir sitja þá eftir með töluvert mikið upp í það sem þeir misstu, en jafnframt mun þjónustan við íbúana stóreflast,“ sagði Jóhann. Hann sagði viðræður í gangi milli Vegagerðarinnar og Suðurleiða um framtíðarskipan þessara mála í Skagafirði. Samgönguráðuneytið um akstur Suðurleiða til Reykjavíkur Fá aðrar leiðir í staðinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.