Morgunblaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigurður Magn-ússon fæddist á Sörlastöðum við Seyðisfjörð 20. jan- úar 1930. Hann lést á sjúkrahúsinu á Nes- kaupstað 18. apríl síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Sigur- björg Ásgeirsdóttir húsmóðir, f. 23.8. 1909, d. 8.12. 1989, og Magnús Friðriks- son bóndi á Þrándar- stöðum í Eiðaþinghá, f. 25.8. 1904, d. 2. 8. 1937. Sigurður átti fjögur alsystkini, þau eru Sigur- borg Hlíf hjúkrunarfræðingur, f. 30.1. 1932, Hörður f. 14.1. 1934, d. tveggja ára, Magnús Hörður mat- sveinn, f. 27.6. 1935, og Guðrún Ása íslenskufræðingur, f. 30.12. 1937. Systkini Sigurðar sammæðra eru Kjartan Heiðberg sjómaður, f. 6.1. 1940, Knútur Heiðberg sjómaður, f. 6.1. 1940, Gestur Heiðberg tré- isson, f. 29.1. 1960, þau eiga fjögur börn. 2) Magnús, f. 14.5. 1966, maki Janne Petersen Sigurðsson, f. 23.10. 1966, þau eiga tvö börn. 3) Sigurbjörg f. 27.10. 1973, sambýlis- maður Jóhann Bjarki Ólason f. 6.1. 1971, þau eiga tvö börn. Fóstur- dætur Sigurðar, dætur Oddnýjar, eru Anna Jóna og Þórey Dögg Pálmadætur. Frá 10 ára aldri var Sigurður til heimilis á Breiðavaði á Héraði hjá Þórhalli Jónassyni og hans fjöl- skyldu. Sigurður tók landspróf á Eiðaskóla, nam síðan í Búnaðar- skólanum á Hvanneyri og fór að því loknu til Svíþjóðar til starfa og framhaldsnáms. Er heim kom lauk hann síðan búfræðikandidatsnámi í framhaldsdeild Búnaðarskólans á Hvanneyri. Næstu árin starfaði hann að búnaðarmálum m.a. á Skriðuklaustri og Eiðum. Kringum 1960 fluttist Sigurður til Eskifjarð- ar og var smátíma til sjós, síðan á skrifstofu Hraðfrystihúss Eski- fjarðar í 10 ár. Sigurður hóf störf við Landsbanka Íslands á Eskifirði 1972 og starfaði þar uns hann lét af störfum aldurs vegna. Útför Sigurðar var gerð frá Eskifjarðarkirkju 25. apríl, í kyrr- þey að ósk hins látna. smiður, f. 9.12. 1941, Kristbjörg húsmóðir, f. 12.1. 1943, Gunna Sigríður sjúkraliði, f. 30.6. 1944, Sveinn húsasmiður, f. 23.6. 1945, Kristín bóndi, f. 7.7. 1947, Hjörtur vél- virki f. 11.9. 1949, Sig- urbjörn rafvirki, f. 6.7.1951, og Bergur, f. 23.7. 1953, d. 15.3. 1958. Systir Sigurðar samfeðra er Fanney húsmóðir, f. 10.11. 1931. Sigurður kvæntist 12.1. 1962 Oddnýju Vilborgu Gísla- dóttur, f. á Eskifirði 8.5. 1936. For- eldrar hennar voru Gísli Jónsson, f. 15.7. 1896, d. 30.3. 1960, og Jóna Ingibjörg Einarsdóttir, f. 11.2. 1907, d. 16.11. 1978. Sigurður og Oddný stofnuðu heimili sitt á Eski- firði og bjuggu þar alla tíð. Börn þeirra eru: 1) Steinunn, f. 30.12. 1961, maki Skúli Ingibergur Birg- Sigurður Magnússon er látinn 73 ára að aldri, eftir nokkurra mánaða sjúkdómsbaráttu, af völdum krabba- meins. Sæll gæskur hljómar ekki lengur af vörum Sigurðar Magnússonar bankamanns á Eskifirði. Þetta orð „gæskur“ hljómaði yfir- leitt hjá Sigga er maður hitti hann, en ég kynntist honum fyrir rúmum 40 árum er ég giftist systur hans Sig- urborgu Hlíf. Frá okkar fyrstu kynnum fannst mér Siggi einstaklega ljúfur og þægi- legur maður er mátti aldrei vamm sitt vita í einu eða neinu, hreinn og beinn, viðræðugóður með afbrigðum. Sem vottur um góðsemi hans vil ég minnast hversu einstaklega nærgæt- inn hann var við dótturson Oddnýjar, Þórhall, sem fæddist mjög fatlaður og lést 10 ára að aldri. Siggi bar hann á höndum sér í bókstaflegri merk- ingu þess orðs, en þau hjón önnuðust hann alla tíð, sem sinn eigin son. Margar minningar brjótast fram þegar minnst er Sigga, sérstaklega verður minnistæð dvöl okkar Boggu með þeim hjónum á Kanarí fyrir nokkrum árum. Þar kynntist maður vel hversu gaman hann hafði af að minnast gamalla tíma frá Hvanneyri, Eiðum og víðar. Hann hafði aldrei farið í svona sól- arlandaferð, til að liggja í sól og gera helst ekkert nema spjalla og auka andlegt og líkamlegt atgervi. En Siggi hafði eftir vikudvöl mikla unun af að spjalla um lífið og tilveruna og er þrjár vikur voru liðnar vildi hann helst lengja dvölina. Svo gott og gam- an hafði hann af dvölinni og ekki síð- ur við hjónin af nærveru hans og Oddnýjar konu hans. Þetta er okkar gimsteinn í minningunni, dvölin á Kanarí og samvera við þau hjón. Snyrtimennska og góðmennska var ávallt í fyrirrúmi, fallegt heimili og yndislegar móttöku hjá þeim hjón- um er þau voru heimsótt fyrir austan. Það eru svo ótal minningar er sækja á, að best er að geyma þær í hugskoti sínu sem perlur, er ekki fell- ur á meðan menn andann draga. Siggi, hafðu þökk fyrir allt og allt, blessuð sé minning góðs drengs. Jón Kr. Óskarsson. SIGURÐUR MAGNÚSSON Elskulegi sonur minn, faðir okkar, bróðir og mágur, ÓLAFUR BJARNASON frá Hænuvík, Stekkum 23, Patreksfirði, andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópa- vogi laugardaginn 3. maí. Útför hans verður gerð frá Patreksfjarðarkirkju föstudaginn 9. maí kl. 14.00. Dagbjörg Una Ólafsdóttir, Kristinn Ólafsson, Friðrik Ólafsson, Sigurjón Bjarnason, Gyða Vigfúsdóttir, Guðjón Bjarnason, María Ólafsdóttir, Pálmey Gróa Bjarnadóttir, Sveinn Rögnvaldsson, Rögnvaldur Bjarnason, Ólafía Karlsdóttir, Búi Bjarnason. Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN ELLIÐI ÞORSTEINSSON, Hringbraut 48, Keflavík, andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja föstudaginn 2. maí. Jarðarförin auglýst síðar. Erla F. Sigurbergsdóttir, Inger Jónsdóttir, Davíð Baldursson, Oddný I. Jónsdóttir, Birgir Rafnsson, Bryndís Jónsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Brynjar Steinn Jónsson, Bylgja Dís Erlingsdóttir og barnabörn. Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANNES GARÐAR JÓHANNESSON harmonikuleikari, Sogavegi 182, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum Landakoti mánu- daginn 5. maí. Ingveldur Sigurðardóttir, Áslaug Jóhannesdóttir, Þorfinnur Þórarinsson, Thelma Jóhannesdóttir, Ólafur Guðnason, Áslaug Jóhannesdóttir, Böðvar Þorsteinsson, Ingveldur B. Jóhannesdóttir, Ingi Þórðarson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra er auðsýndu okkur vináttu og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, systur og ömmu, HERDÍSAR GUÐMUNDSDÓTTUR frá Sæbóli, Aðalvík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki D-3, hjúkrunarheimilinu Sólvangi, Hafnarfirði, fyrir einstaka umönnun og hlýhug. Sveinn Þráinn Jóhannesson, Edda M. Hjaltested, Ingólfur A. Waage, Ingibjörg Finnbogadóttir, Sigríður Guðmundsdóttir, Ingveldur Guðmundsdóttir, Finnbjörn Guðmundsson, Hanna Guðmundsdóttir, Chris Monrad og barnabörn. Ástkær móðir okkar, PÁLÍNA PÁLSDÓTTIR, Suðurvíkurvegi 10b, Vík í Mýrdal, verður jarðsungin frá Þykkvabæjarklausturs- kirkju laugardaginn 10. maí kl. 14. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á að láta Þykkvabæjarklausturskirkju njóta þess. F.h. aðstandenda, Halldór Eggertsson. Látinn er í hárri elli elskulegur móðurbróð- ir minn, Hákon Einars- son skipasmíðameist- ari. Mig langar í nokkrum orðum að þakka góð kynni af honum og konu hans Hönnu sem staðið hafa lengur en ég man eftir mér, eða í rúma hálfa öld. Þegar heimurinn fer að koma til mín um miðbik sjötta áratugarins í Smáíbúðarhverfinu í Reykjavík er hann fámennur og góðmennur í minningunni og nokkrar persónur sem taka á sig hálf goðsagnakennd- an blæ, systkini foreldra minna og þeirra makar og börn, fólkið okkar, sem hittist á jólum og afmælum og alltaf þegar mikið stóð til, mikilvæg- asta fullorðna fólkið á eftir mömmu og pabba. Hákon birtist mér fyrst í minning- unni ásamt bræðrum sínum syngj- andi á jólum heima hjá okkur í Mos- gerði þegar við dönsuðum kringum tréð. Þetta voru hávaxnir menn og grannir, dökkir yfirlitum og einstak- lega fríðir. Og góðir söngmenn. Það var ekki laust við að það læddist að mér sá grunur að móðurfólk mitt væri af annarri þjóð en ég og föð- urfólkið, rauðbirkið og austfirskt, og með enga músík. Nína og Trausti, Hanna og Hákon, Hulda og Doddi, þessar orðasamstæður vekja enn svo ljúfar minningar. Afi og amma bjuggu fyrstu ára- tugi aldarinnar í Vestmannaeyjum. Afi gerði út smábáta og sjómennirnir voru í heimili. Þar fæddust öll börn HÁKON EINARSSON ✝ Runólfur HákonEinarsson fædd- ist í Vestmannaeyj- um 1. mars 1913. Hann lést á Landa- koti hinn 10. apríl síðastliðinn og var útför hans gerð í kyrrþey 16. apríl. þeirra. Hákon og mamma með árs milli- bili 1913 og 1914. Amma veiktist og Sig- ríður systir hennar tók Hákon í fóstur vestur til Breiðuvíkur í Rauðasandshreppi. Þar bjó hún ekkja ásamt börnum sínum. Ég er viss um að þar hefur ekki verið í kot vísað. Þegar Hákon var orðinn nokkuð ellimóð- ur síðustu árin minntist hann ekki síður Sigríð- ar sem móður sinnar. Eftir fermingu fór hann svo til for- eldra sinna í Eyjum. Skömmu síðar fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur. Afi hóf að stunda iðn sína, trésmíðar, og Hákon gerðist nemi í skipasmíð- um. Afi Einar var handverksmaður af Guðs náð, listasmiður jafnt á málm og tré. Hákon varð eins. Það lék allt í höndunum á honum og hann var sí- smíðandi alla ævi, ekki bara í vinnu- tímanum heldur ekki síður sér til sálubótar í flestum frístundum. Enda liggja eftir hann ótal fagrir gripir, þar sem saman fer fullkominn samhæfing hugar og handar, þekk- ing á efniviðnum og eðlislæg smekk- vísi. Slíkir handverksmenn eru lukk- unnar pamfílar frá náttúrunnar hendi því að líklega er ekkert jafn göfgandi og vegur verksins. Hákon hafði fleiri eiginleika sem ég tengi móðurfólki mínu, hann var látlaus í framkomu og glaðlegur, og hafði af- skaplega þægilega nærveru. Hákon stofnaði svo, ásamt tveimur starfs- bræðrum sínum, fyrirtækið Báta- naust í Elliðavogi. Þar önnuðust þeir viðgerðir og viðhald í áratugi á fiski- bátum við ágætan orðstír. Hákon hætti að mestu að vinna 1988. Í myndaalbúmum móður minnar frá þeim dularfulla tíma áður en hún hitti pabba og við systkinin lágum stóreygð yfir í bernsku er fullt af myndum af ungu fólki, í fjallaferðum og útilegum, eða kannski syngjandi við varðeld, eða að gretta sig og láta einsog asnar. Þar bregður oft fyrir ungum manni, sem einhver verður alltaf til að segja um, ja, hann er nú bara einsog filmstar þessi. Það er Hákon, gjarnan með pípu í munni. Þegar líða tekur á albúmin er komin kona í fang hans. Það er hún Hanna. Þau höfðu fundið sínar ástarstjörnur sem dugðu þeim æfina út. Fá pör hef ég hitt um dagana sem varðveittu jafn vel glimtið í auga hvors til ann- ars. Uppfrá því var varla hægt að nefna nafn annars án þess að nefna hitt. Hanna og Hákon. Þau reistu sér fljótlega heimili í Bústaðahverfi og bjuggu þar alla tíð. En hjartað í tilverunni var sumarbú- staðurinn í Kjósinni. Þau fengu þar lóðarpart í upphafi hjúskapar síns við lækjarós við Meðalfellsvatn og kölluðu Bakkasel. Þar smíðaði Há- kon lítið æfintýrahús og þau rækt- uðu tré í kring. Á vorin fór Hanna með krakkana í Kjósina og var framá haust. Hákon kom um helgar með rútunni. Í þennan unaðsreit héldu þau framá elliár og Hákon hélt áfram að fægja þann gimstein sem þessi híbýli voru. Sjálfur á ég afskaplega sterka bernskuminningu frá bústaðnum. Þangað fékk ég að fara í mína fyrstu ferð að heiman átta eða níu ára og vera í einhverjar vikur. Staðurinn var sirka eins svipaður paradís og ég gat ímyndað mér og líf og fjör frá morgni til kvölds. Það var samt ógn- vekjandi að hafa ekki mömmu ná- lægt en Hanna og Hákon dekruðu við mig og mér finnst einsog þarna hafi myndast sérstakur þráður milli okkar sem haldið hefur síðan. Eftir að ég varð fullorðinn höfum við hist sjaldnar einsog gengur og ég bjó lengi erlendis. Aldrei hefur þó liðið langur tími að við höfum ekki skipst á kveðjum og hafa þá gjarnan fylgt gjafir frá þeim. Fyrir þetta allt vil ég þakka að leiðarlokum um leið og ég sendi Hönnu og frændsystkinum mínum samúðarkveðjur. Stefán Unnsteinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.