Morgunblaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 24
AKUREYRI 24 MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Samvera eldri borgara verður í kirkjunni nk. fimmtudag 8. maí kl. 15.00 Gestur fundarins verður Guðrún Sigurðardóttir og mun hún fjalla um efnið „að setjast í helgan stein“ Óskar Pétursson syngur nokkur lög. Að venju verður helgistund og léttar veitingar. Allir velkomnir. GLERÁRKIRKJA Staða aðstoðarskólastjóra við Brekkuskóla á Akureyri er laus til umsóknar. Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu Akureyrar: http://www.akureyri.is/ Umsóknarfrestur til 28. maí 2003. Akureyrarbær • Geislagötu 9 • 600 Akureyri Sími 460 1000 • Fax 460 1001 • www.akureyri.is FÉLAGSMENN í Einingu-Iðju telja mikilvægast við gerð næstu kjarasamninga að hækka skattleys- ismörkin. Þetta kemur fram í könnun sem gerð var meðal fé- lagsmanna um það hvaða atriði fé- lagið ætti að setja í forgang í næstu kjarasamningum. Trúnaðar- menn á vinnustöðum dreifðu spurningalista til félagsmanna og þannig náðist til mun fleiri en að jafnaði gerist með boðun funda um kjaramál. Alls bárust svör frá 1.120 manns. Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju, greindi frá niður- stöðum könnunarinnar á aðalfundi félagsins í gærkvöld. Næst á eftir því að hækka skatt- leysismörk vildu félagsmenn leggja áherslu á að auka kaupmátt launa, í þriðja lagi vildu þeir sjá lægstu laun hækka umfram önnur, þá að launahækkun yrði krónutala og loks að launahækkun yrði í pró- sentum. Meðal þeirra baráttuatriða sem félagsmenn í Einingu-Iðju vilja einnig að lögð verði áhersla á má nefna lækkun skattprósentu, lækkun yfirvinnulauna á móti hækkun dagvinnulauna, breytingu á launaþrepum og aukinn veikinda- rétt vegna barna. Á fundinum voru einnig kynntar niðurstöður þjónustukönnunar sem Starfsgreinasambandið lét gera en þær komu vel út fyrir Einingu-Iðu, þannig þótti þjónusta félagsins til fyrirmyndar, rekstur skrifstofu góður og þjónustan mikil auk þess sem félagið stæði sig vel í upplýs- inga-, orlofs- og fræðslumálum. Heildartekjur karla lægri en kvenna hærri en annarra í Starfsgreinasambandinu Einnig var kynntur samanburð- ur launa og vinnutíma milli fé- lagsmanna Einingar-Iðju og fé- lagsmanna Starfsgreinasambandsins yfir land- ið. Í ljós kom að konur innan Ein- ingar-Iðju vinna að jafnaði ívið meira en aðrar konur innan sam- bandsins, eða 37,2 stundir á viku á móti 36,5 stundum á viku. Aftur á móti vinna karlar innan Einingar- Iðju skemur en aðrir karlar innan Starfsgreinasambandsins, eða 47,5 stundir á viku á móti 48,5 stundum. Tímakaup félagsmanna í Einingu- Iðju er að jafnaði lægra en meðal félagsmanna Starfsgreinasam- bandsins yfir landið. Þar munar 33 krónum hjá körlum og 11 krónum hjá konum. Heildartekjur karla innan Einingar-Iðju eru að jafnaði rúmlega 21 þúsund krónum lægri en hjá körlum annars staðar í Starfsgreinasambandinu, en heild- artekjur kvenna innan Einingar- Iðju eru að jafnaði á sjöunda þús- und krónum hærri en hjá konum annars staðar á landinu. Svörin sem könnunin byggist á ná þó aðeins til 97 einstaklinga. Tímakaup hjá Einingu-Iðju lægra en hjá öðrum í Starfsgreinasambandinu Hækkun skattleysismarka í næstu kjarasamningum Kosningafundur Aksjón verður haldinn í Ketilhúsinu í dag, mið- vikudaginn 7. maí, og hefst hann kl. 15. Á fundinn mæta fulltrúar allra lista sem bjóða fram til alþingiskosninga sem verða á laugardag, 10. maí. Þeir flytja stutt erindi og svara síðan spurningum fundargesta. Allir eru velkomnir á fundinn á meðan hús- rúm leyfir. Fundarstjóri er Birgir Guðmundsson. Fundurinn verður sýndur í heild á Aksjón kl. 20.30 í kvöld og endursýndur á sama tíma á fimmtudagskvöld. Í DAG Fræðslufundur í fræðslufundaröð skólaþróunarsviðs kennaradeildar Háskólans á Akureyri verður á morgun, fimmtudaginn 8. maí, kl. 16.15. Heiti fundarins að þessu sinni er: Lífsleikni í leikskóla. Guðrún Óðinsdóttir, leikskólakenn- ari á Akureyri, fjallar þá um hvernig unnið er með yngstu börnum leik- skólans í lífsleikni. Hvernig þær dyggðir sem unnið er með eru tengdar starfinu með börnunum og hvernig lífsleiknin er tengd öllu starfi leikskólans. Fundurinn verður í stofu 25 í Þing- vallastræti 23. Á MORGUN VINSTRIHREYFINGIN – grænt framboð efnir til bar- áttufundar í Ketilhúsinu á Ak- ureyri annað kvöld, fimmtu- dagskvöldið 8. maí, klukkan 20. Fjölbreytt menningardag- skrá er í boði. Meðal dagskrár- liða er að hljómsveitin Hrafna- spark mun leika, Kór aldraðra tekur lagið, Guðmundur Skúla- son les ljóð, Þórhildur Örvars- dóttir syngur nokkur lög og Steingrímur J. Sigfússon, Þur- íður Backman og Hlynur Halls- son flytja stutt ávörp. Kynnir er Bjarni Guðleifsson náttúru- fræðingur. Allir eru velkomnir í Ketil- húsið og aðgangur er ókeypis. Baráttu- fundur VG GARPARNIR sigruðu á síðasta krullumóti (curling) vetrarins, sem fram fór í Skautahöllinni á Akur- eyri á þessum vetri. Keppt var um Gimli-bikarinn sem bæjarstjórn Gimli í Kanada gaf bæjarstjórn Ak- ureyrar í tilefni af opnun Skauta- hallarinnar í mars árið 2000 en Gimli er vinabær Akureyrar. Fimm lið mættu til leiks, fjögur frá Ak- ureyri og eitt frá Danmörku, sem kom sérstaklega með beinu flugi Grænlandsflugs til Akureyrar til að taka þátt í mótinu. Keppnin var mjög jöfn og spenn- andi en Garparnir tryggðu sér sig- urinn á mótinu með sigri á Ísmeist- urum í hreinum úrslitaleik í lokaumferðinni. Garparnir hlutu sex stig en þrjú lið fengu fjögur stig, Fálkar, Ísmeistarar og Team J. Jensen og Víkingar fengu tvö stig. Með heimsókn danska liðsins og með þátttöku eins íslensks liðs á móti í Danmörku nýverið er mark- að upphaf að frekara samstarfi milli landanna og hafa akureyrsk krullu- lið sett stefnuna á utanferð eða jafnvel utanferðir til keppni næsta vetur. Garparn- ir fóru með sigur af hólmi Morgunblaðið/Kristján Liðsmenn Fálkanna, Haraldur Ingólfsson, Davíð Valsson og Árni Arason, sópa af miklum móð á krullumótinu í Skautahöllinni. Keppt um Gimli- bikarinn í krullu KETTLINGAFULL læða var skotin, líklegast með loftskamm- byssu, inn í miðju íbúðarhverfi við Múlasíðu á Akureyri um miðj- an dag á laugardag. Elfa Ágústs- dóttir dýralæknir gerði umfangs- mikla aðgerð á læðunni á sunnudag og var hún við þokka- lega heilsu í gær. Læðan, sem heitir Freyja og er eins árs, var gengin hálfa meðgöngu en hún missti kettlingana fjóra, auk þess sem fjarlægja þurfti annað nýrað og legið og sauma garnirnar. Málið var tilkynnt til lögreglu, þar sem það er til rannsóknar en vopnið sem notað var er talið stórhættulegt. Hér er um mjög alvarlegt athæfi að ræða, ekki síst þar sem það gerist um miðjan dag í íbúðarhverfi þar sem jafnan eru fjölmörg börn að leik. Elfa dýralæknir sagðist aldrei hafa lent í öðru eins en hún gerir sér vonir um að læðan lifi þessa árás af en það mun skýrast á næstu dögum. Kúlan fór í gegn- um bak læðunnar, annað nýrað var sundurskotið, þrjú göt voru á görnum og blæðing á lifur en kúluna fann Elfa í kviðarholi kattarins. Læðan býr hjá fjöl- skyldu í Múlasíðu og hún þykir einstaklega blíð og góð og biðu margir spenntir eftir kettling- unum sem hún gekk með. Að sögn Kristrúnar Sigmars- dóttur, eiganda Freyju, var læð- an aðeins utandyra í um 10 mín- útur á laugardag og hún fer aldrei langt frá heimili sínu. Þegar hún kom inn var hún frekar illa til reika og í fyrstu var talið að hún væri að missa kettlingana sína. Þegar hún svo komst í hendur Elfu dýralæknis, sem hugðist gera aðgerð á læð- unni og skoða kettlingana, kom hið sanna í ljós. „Þetta er mjög óhugnanlegt mál, því þarna eru líka börn að leik og það er því alveg bráðnauðsynlegt að finna þann sem þarna var að verki,“ sagði Kristrún. Guðmundur Svanlaugsson rannsóknarlögreglumaður sagði að kúlan sem fannst í læðunni hafi verið 4,5 mm stálkúla og að það vopn sem þarna hefði verið notað gæti líka reynst hættulegt fólki. Þeir sem hafa upplýsingar um þetta mál eru beðnir að hafa samband við lögregluna. Skotið á kettlingafulla læðu um hábjartan dag í íbúðarhverfi Lifði árásina af en missti kettlingana Morgunblaðið/Kristján Elfa Ágústsdóttir dýralæknir með læðuna Freyju, sem bar sig vel þrátt fyrir hina miklu aðgerð sem hún gekkst undir eftir skotárásina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.