Morgunblaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.05.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 122. TBL. 91. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Sjónarvottur samtíðar Guðmundur Ingólfsson kynnir Ólaf K. Magnússon Listir 30 Sviptir sögunni Bragi Ásgeirsson fjallar um gripdeildir í Bagdad Listir 28 Rokk með tilfinningu Umtöluð harðkjarnasveit frá Boston til Íslands Fólk 59 Kjósum launajafnrétti FORSVARSMENN Apple-tölvu- fyrirtækisins í Bandaríkjunum segj- ast hafa selt meira en eina milljón sönglaga á Netinu frá því að nýrri netverslun með tónlist var hleypt af stokkunum fyrir aðeins viku. Þessi mikla sala þykir koma nokkuð á óvart, að sögn fréttasíðu BBC, en líklegt þótti að það tæki mun lengri tíma að ná þessum árangri. „Á aðeins einni viku hefur okkur tekist að slá öll met og verða stærsta netverslunin með tónlist,“ sagði Steve Jobs, forstjóri Apple, er hann tilkynnti um árangurinn. Er eftir því tekið að Apple hefur tekist mun betur upp en öðrum tölvufyrirtækjum, sem sett hafa á laggirnar netverslun með tónlist. Þykir líklegt að skýringin felist í því að netverslun Apple, iTunes Music Store, þykir einföld í notkun. Er t.a.m. ekkert áskriftargjald að þjónustunni, ólíkt því sem á við um aðra sambærilega netmiðla. Við- skiptavinurinn borgar einfaldlega 99 sent (um sjötíu íslenskar krónur) í hvert skipti sem hann hleður niður á tölvu sína lagi af Netinu. Óttast hefur verið að tölvunot- endur myndu einungis kaupa stök lög þegar byrjað yrði að bjóða upp á þessa þjónustu, en ekki plötur listamanna í heild sinni. Talsmenn Apple segja hins vegar að um helm- ingur laganna hafi verið keyptur sem hluti af heild, þ.e. heilum plöt- um listamanna. Kom fram að lög listamanna eins og Norah Jones, Sting, Eminem, U2 og Coldplay hefðu verið meðal þeirra sölu- hæstu. Rífandi sala á tónlist hjá Apple UM 50 manns tóku þátt í bruna- æfingu í Hvalfjarðargöngunum í fyrrinótt, þar sem kveikt var í af- lóga Volvo fólksbíl og vandlega fylgst með hegðun reyksins og við- brögð við honum æfð. Reykurinn barst til suðurs, í sömu átt og ríkjandi vindátt, en þegar leið á æf- inguna fylltust göngin af reyk þeg- ar rafmagn sló út í kjölfar þess að 19 reykblásarar fóru í gang sam- tímis. Virðist rafkerfið ekki hafa þolað slíkt skyndiálag. Æfingin var haldin á vegum Brunamálastofnunar, Vegagerð- arinnar, Spalar og slökkviliða höf- uðborgarsvæðisins og Akraness, en samstarfshópur frá þessum að- ilum hefur undanfarin tvö ár unnið að endurgerð viðbragðsáætlunar, áhættumati, brunaæfingum og fleiru sem viðkemur brunavörnum í göngunum. Rafmagnsleysi fyrir- byggt í framtíðinni Eftir að kveikt var í bílnum slökkti starfsmaður í gjaldskýli á blásurum eins og mælt er fyrir um í nýrri viðbúnaðaráætlun. Ekki mun vera talið heppilegt að setja blásarana í gang fyrr en vitað er með vissu hvers eðlis eldsvoðinn er, að sögn Gísla Gíslasonar, stjórnarformanns Spalar. Þegar reykurinn magnaðist ræsti sjálf- virkur mengunarmælibúnaður blásarana einn af öðrum þar til þrettán voru byrjaðir að vinna sitt verk. Nítján blásarar, sem eftir voru, fóru síðan í gang samtímis og þá sló rafmagn út í göngunum. Notast var við neyðarljós á meðan tæknimenn Spalar/Járnblendi- félagsins settu strauminn á aftur. Gísli segir að með þessu hafi æf- ingin þjónað tilgangi sínum og leitt í ljós ýmislegt sem ekki var reikn- að með og verður ráðin bót á kerf- inu til að fyrirbyggja rafmagns- leysi í framtíðinni. Lært betur á kerfið Björn Karlsson brunamálastjóri sagði æfinguna hafa skilað góðum árangri og viðbragðsaðilar hefðu lært betur á eldvarnakerfi gang- anna. „Við erum mjög ánægðir með alla þá vinnu sem farið hefur fram á undanförnum tveim árum í samráðshópnum, bæði hvað varð- ar endurgerð viðbragðsáætlunar, nýtt áhættumat, yfirferð yfir staðla og reglur um æfingar slökkviliða o.s.frv.,“ segir Björn. Í mars myndaðist mikill reykur þegar olía lak niður í sveifarhús á vél flutningabíls sem bilaði í göng- unum og urðu slökkviliðsmenn sem óku niður í göngin sunnan- megin frá að hverfa. Í ljós kom að engin skýr fyrirmæli voru um það í viðbúnaðaráætlun Hvalfjarðar- ganga hvernig bregðast ætti við þegar reykur myndaðist en enginn eldur. Morgunblaðið/Júlíus Blásarar slógu út rafmagn í rúman hálftíma í göngunum í fyrrinótt og fylltust þau þá af reyk. Rafmagn sló út á æfingu í Hvalfjarðargöngum Rafkerfið þoldi ekki álag 19 reyk- blásara og göngin fylltust af reyk GRO Harlem Brundtland, yfirmaður Alþjóðaheil- brigðisstofnunarinnar (WHO), sagði í gær að of snemmt væri að segja til um hvort faraldur heil- kenna alvarlegrar og bráðrar lungnabólgu (HABL) hefði náð hámarki. Hún kvaðst þó telja að ef ekkert bæri út af yrði unnt að hefta faraldurinn. Brundtland átti í gær fund með heilbrigðisráð- herrum Evrópusambandslandanna er haldinn var í því skyni að finna leiðir til að koma í veg fyrir að faraldurinn kæmi upp í Evrópu. Ráðherrarnir ítrekuðu nauðsyn þess að allt yrði gert til að hefta útbreiðsluna, en tókst þó ekki að koma sér saman um beinar aðgerðir gegn sjúkdómnum. Deildu þeir um hvort fólk sem kæmi til Evrópu skyldi gangast undir læknisskoðun við komuna þangað, eða ein- ungis við brottför frá stöðum þar sem faraldurinn hefur stungið sér niður. Brundtland sagði að í einu landi, Víetnam, mætti segja að tekist hefði að vinna bug á faraldrinum og að hann væri á undanhaldi í Kanada. Annað væri aftur á móti uppi á teningnum í Kína, þar sem há- marki væri „svo sannarlega ekki náð“, og fjöldi til- fella kæmi upp daglega í mörgum héruðum. Þar hafa 214 manns látist af völdum HABL, og 4.409 til- felli verið staðfest. Engin dauðsföll af þessum völdum hafa verið skráð í Evrópu, en í gær tilkynntu Frakkar um tvö meint tilvik og greint var frá því fyrsta í Finnlandi í gær. Var þar um að ræða ungan mann sem kom til Finnlands frá Toronto 28. apríl, að því er Huvud- stadsbladet greindi frá. Óvíst hvort HABL hefur náð hámarki Brussel. AFP. Reuters Kínversk brúðhjón með grímu fyrir vitum í Wuhan, höfuðborg Hubei-héraðs, í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.