Morgunblaðið - 11.05.2003, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 11.05.2003, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Við komum alltaf aftur. Við lok samræmdu prófanna Það þurfti við- horfsbreytingu SAMAN-hópurinn,sem er samstarfs-hópur ýmissa stofn- ana og hópa, tók til við að „vinna í“ málefnum nem- enda við lok samræmdu prófanna eftir að ófremd- arástand skapaðist við próflok fyrir nokkrum ár- um. Mikil breyting hefur fylgt og nú er enn komið að próflokum. Framkvæmda- stjóri SAMFOK, sem er einn fjölmargra hópa Sam- an-hópsins, er Bergþóra Valsdóttir og svaraði hún nokkrum spurningum Morgunblaðsins. – Segðu okkur fyrst frá tildrögum þess að Saman- hópurinn fór að vinna í „lokadags“-málunum. „Samstarfið hófst 1999 eftir undangengin dapur- leg ár í Reykjavík þar sem lokum samræmdra prófa virtist fagnað af hópi nemenda með áfengisdrykkju, hópamyndunum og jafnvel skrílslátum í miðborg- inni. Félagsþjónustan í Reykja- vík, forvarnardeild lögreglunnar í Reykjavík og ÍTR hittust til skrafs og ráðagerða og ákveðið var að kalla til fleiri aðila til sam- starfs um að snúa þessari þróun við.“ – Hver getur verið skýring á því að þetta vandamál vatt upp á sig á sínum tíma? „Á þessum tíma voru önnur við- horf til unglingadrykkju og úti- vistartíma en nú eru. Samstarf foreldra, skóla og félagsmiðstöðva var of skammt á veg komið. Sam- ráð og samstarf foreldra á milli var í mörgum tilfellum lítið.“ – Hverjar voru áherslurnar í starfi hópsins sem miðuðu að því að koma böndum á ástandið? „Öllum var ljóst að það þyrfti að koma til viðhorfsbreyting í sam- félaginu, en fyrst og fremst hjá foreldrum. Við beittum okkur fyr- ir öflugu samstarfi foreldra, skóla og félagsmiðstöðva um að bjóða upp á jákvæðan valmöguleika fyr- ir unglingana við lok samræmdra prófa. Við lögðum áherslu á ábyrgð foreldra á börnum sínum. Við brýndum fyrir foreldrum, systkinum, vinum og vandamönn- um að sýna væntumþykju sína í verki og kaupa ekki áfengi fyrir ungmenni undir 20 ára aldri. Við hvöttum til að foreldrar sýndu samstöðu og virtu reglur um úti- vistartíma barna og unglinga.“ – Hvernig hefur til tekist að þínu mati? „Frábærlega! Gott samstarf hefur náðst milli foreldra, skóla og félagsmiðstöðva um uppbyggi- lega og jákvæða skemmtun fyrir unglingana við lok samræmdu prófanna. Hér í Reykjavík eru skipulagðar ferðir eða aðrir at- burðir í nær öllum skólum þar sem nemendum gefst kostur á að fagna þessum tímamótum í hópi samnemenda, kennara, starfs- manna félagsmiðstöðva og for- eldra.“ – Er sá árangur sem náðst hefur til marks um samtakamáttinn? „Það er enginn vafi á því að þessi árangur hefði ekki náðst nema með samstilltu átaki samstarfsaðilanna. Það er sér- staklega gleðilegt að grasrótin, frjáls félagasamtök og opinberar stofnanir skuli hafa náð svona vel saman í þessu samstarfi og verið einhuga um áherslurnar í starf- inu.“ – Er það ekki rétt að aldrei má slaka á klónni í þessu starfi? „Þetta er viðvarandi starf sem þróast og bregst við þeim aðstæð- um sem upp koma í samfélaginu, ekki átaksverkefni. Það koma nýir árgangar nemenda og nýir for- eldrar. En ég er bjartsýn á að tek- ist hafi að skapa hefð sem muni festast í sessi.“ – Hvað gera krakkarnir við próflok nú til dags í stað þess að vita ekki hvað þeir eiga af sér að gera með þekktum afleiðingum? „Í langflestum skólum í Reykjavík er boðið upp á ferðir strax að loknu síðasta samræmda prófinu. Áhersla er lögð á að ferð- in sé skemmtileg og bjóði upp á einhverja ögrun fyrir nememdur. Oftast gista þau eina nótt. Dýrar, oft aðkeyptar, skipulagðar ferðir eru ekki endilega nauðsynlegar. Aðdragandi ferðarinnar er mjög mikilvægur og skemmtilegur með tilheyrandi fundarhöldum og fjár- öflunum, það verður að gæta þess að ferðirnar séu ekki svo dýrar að einhver verði útilokaður frá þátt- töku. Ég vil leggja á það áherslu að það er engin ein „rétt“ upp- skrift á því hvernig skemmtun eigi að bjóða upp á. Það er mik- ilvægt að frumkvæði í hverjum skóla fái að njóta sín.“ – Er ekki notalegt að líta um öxl og sjá svona góðan árangur af þrotlausu starfi? „Það hefur verið mjög ánægjulegt að starfa með þessum hópi og það er frábært þeg- ar svona vel tekst til.“ – Hvernig er best að varðveita þann árangur sem náðst hefur? „Við eigum að líta fram á veg, hafa metnað til að sjá til þess að við lendum ekki aftur í gamla farinu. Það krefst þess að allir sem koma að uppeldi og menntun barna og unglinga axli sína ábyrgð. Það krefst þess að við vinnum saman. Við höfum sýnt að hægt er að breyta viðhorfum.“ Bergþóra Valsdóttir  Bergþóra Valsdóttir er fædd í Reykjavík. Stúdent frá MS 1978. Nam landafræði, þjóðhagfræði og stjórnmálafræði við Háskól- ann í Ósló 1982–87. Hefur unnið m.a. sem ritari á Rannsókn- arstofu landbúnaðarins, á leik- skóla og við grunnskóla í Noregi og er nú framkvæmdastjóri SAMFOK, samband foreldra- félaga og foreldraráða í grunn- skólum Reykjavíkur og áheyrn- arfulltrúi foreldra í Fræðsluráði Reykjavíkur. Maki er Björn Erl- ingsson hafeðlisfræðingur og eru börnin fjögur, 24 til 10 ára, Valur, Inga Lára, Kristján og Lóa Björk …að sjá til þess að við lendum ekki aftur í gamla farinu. VÖRÐUVINAFÉLAG Íslands sem stofnað var í nóvember sl. hefur hug á að lagfæra allar þær 425 vörður sem standa á Sprengi- sandsleið, hinni fornu, á Gnúpverjaafrétti. „Það eru 60 komnir í þetta fé- lag. Við ætlum að endurreisa þessar vörður sem liggja frá Skriðufelli og inn á Sóleyjarhöfða sem er í Þjórsárverum,“ sagði Sigrún Bjarnadóttir bóndi á Foss- nesi og upphafsmaður félagsins. Markmiðið hjá félaginu er að endurreisa vörðurnar þannig að þær líti út eins og þær gerðu upphaflega. „Grjótið er allt til staðar, en þær hafa margar hrun- ið. Þessar vörður eru ekkert rosalega vel byggðar og ekkert sérstaklega fallegar. En þetta nýtist reiðfólki í dag, þar sem þetta er gamla Sprengi- sandsleiðin. Einnig nýtist þetta göngufólki.“ Sigrún sagði að stefnt væri á að endurreisa vörð- urnar fyrir 100 ára afmæli þeirra, en þær voru hlaðnar árið 1906. „Við ætlum að vera búin með þetta á hundrað ára afmælinu. Við reynum að fá sem flesta til að koma okkur í gang, svo getum við bjargað okkur sjálf í fram- haldinu. Það er öllum heimilt að fara og hlaða,“ sagði Sigrún sem þekkir sig vel á svæðinu. „Ég hef farið á afrétt í mörg ár að smala á haustin og oft horft á þessar blessuðu vörður og fundist algjör synd að láta þær grotna niður. Því datt mér þetta í hug og úr varð að ég fékk margt gott fólk með mér. Það er svo mikill áhugi fyrir þessu. Það er vakning víða að halda uppi gömlum minj- um – halda í þetta gamla,“ sagði Sigrún. Hyggjast lagfæra 425 vörður á Sprengisandsleið Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteins Gera á vörðurnar í Gnúpverjaafrétti jafn sterkar og þær sem standa vestur af Þverárvatni á Jökuldalsheiði. Endurgerðar í upphaflegri mynd KONA varð fyrir bíl er hún var á gangi við Fjörukrána við Strandgötu í Hafnarfirði aðfaranótt laugardags. Lögreglunni barst tilkynn- ing kl. 01:18 um að kona væri föst undir bíl. Bifreiðinni var lyft upp með handafli og kon- unni bjargað. Hún var talin nokkuð slösuð og var flutt á Landspítalann í Fossvogi. Þá valt bíll á Hellisheiði um kl. 20 mínútur í fimm á laug- ardagsmorgun en hálka var á heiðinni. Ökumaður var einn í bílnum og var hann fluttur á slysa- deild í Reykjavík en meiðsl hans voru þó talin minnihátt- ar. Bíllinn skemmdist talsvert og var dreginn af vettvangi. Kona fest- ist undir bifreið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.