Morgunblaðið - 11.05.2003, Qupperneq 11
innan sinna vébanda betur. „Málefni leið-
beinenda hafa ekki komið til tals innan KÍ í
vetur. Við erum 15–25% af félagsmönnum
KÍ og greiðum fleiri milljónir á ári í fé-
lagsgjöld.“
Þeir ætluðu að reyna að ná einhverri sam-
stöðu meðal allra þessara leiðbeinenda, en
segja ekkert einfalt mál að stofna stétt-
arfélag. Aðspurðir hvort ekki sé hægt að ná
samstöðu meðal leiðbeinenda innan KÍ, án
þess að stofna sérstakt stéttarfélag segja
þeir að það ætti vissulega að vera hægt.
„Það ætti að vera hlutverk KÍ að sinna því,
að hjálpa okkur, félagsmönnum sínum, í
réttindabaráttunni.“
Tími sérstakrar aðlögunar er liðinn
Aðspurður hvort rætt hafi verið að leið-
beinendur í framhaldsskólum gætu öðlast
meira atvinnuöryggi, gætu t.d. fengið ráðn-
ingu til tveggja ára eftir fjögurra ára starf,
eða til þriggja ára eftir sex ára starf, segir
Þórir Ólafsson í menntamálaráðuneytinu að
hefð hafi skapast í þessum málaflokki. „Tími
þeirrar sérstöku aðlögunar, sem kennarar í
framhaldsskólum höfðu til að verða sér úti
um kennsluréttindi, er í raun liðinn. Starf
framhaldsskólakennara er lögverndað, en í
fyrstu gerð laganna um þá lögverndun, á
áttunda áratugnum, var ákveðinn sveigjan-
leiki, sem veitti leiðbeinendum ákveðið svig-
rúm til að verða sér úti um kennsluréttindi,
með hraðferð yfir réttindanámið, sumarnám-
skeiðum og fleira af þeim toga. Þegar lögin
voru endurskoðuð síðast var ekkert slíkt
ákvæði haft í þeim. Þetta er auðvitað spurn-
ing um almenna stefnu í skólamálum og það
lagaumhverfi sem við búum við. Og nýjustu
breytingar á lögunum gera mörgum leið-
beinendum kleift að fá þessi réttindi eftir 15
eininga nám, í stað 30 áður.“
Þórir segir erfitt að taka til greina kröfur
um aukið atvinnuöryggi leiðbeinenda, þegar
löggjöfin byggist á lögverndun kennara-
starfsins. „Eðli lögverndunar á ákveðnu
sviði er að öðrum en þeim sem hafa full rétt-
indi er gert erfitt fyrir. Margur mætur leið-
beinandinn hefur lent í óþægilegri stöðu
vegna þessa, en það er óhjákvæmilegur
fylgifiskur lögverndunarinnar. Tilvist leið-
beinanda sem kennara er háð því að hann sé
ráðinn til starfa á eins árs fresti.“
Óöryggið stærsti vandi leiðbeinenda
Elna Katrín Jónsdóttir, formaður Félags
framhaldsskólakennara og varaformaður
Kennarasambandsins, segir að leiðbeinendur
í framhaldsskólum hafi smám saman aflað
sér kennsluréttinda, en fækkun þeirra sé
samt hæg. „Fyrir nokkrum árum voru leið-
beinendur um 20% af öllum kennurum fram-
haldsskóla. Því miður eru ekki til nákvæmar
tölur um fjölda leiðbeinenda í framhalds-
skólum nú, þar hefur menntamálaráðuneytið
ekki staðið eins vel að verki og hvað varðar
leiðbeinendur í grunnskólum.“
Elna Katrín segir að þar sem upplýsingar
um leiðbeinendur undanfarin ár skorti, sé
erfitt að átta sig á hvaða áhrif nýjustu kjara-
samningar kennara hafi haft á þróunina.
„Menntamálaráðherra skipaði á sínum tíma
nefnd, sem mat þörf á kennurum í grunn-
skólum fram til ársins 2010, en ekkert slíkt
mat á kennaraþörf í framhaldsskólum er til.“
Elna Katrín segir að hvað sem öllum töl-
um um fjölda leiðbeinenda líði, þá sé ljóst að
skólarnir standi misvel að vígi. „Framhalds-
skólar á höfuðborgarsvæðinu eru nánast
fullmannaðir kennurum með réttindi og
helst að vanti upp á það í einstaka greinum,
þar sem ráðnir eru leiðbeinendur, oft aðeins
í hlutastörf.“
Hún segir að töluverður munur sé á rétt-
indum framhaldsskólakennara annars vegar
og grunnskólakennara hins vegar. „Fram-
haldsskólakennarar hafa vart merkjanlegan
forgang til starfa í grunnskólum vegna meiri
menntunar í kennslugrein sinni en grunn-
skólakennarar. Réttindi grunnskólakennara
eru innsigluð með leyfisbréfi þeirra. Í fram-
haldsskólum þurfa kennarar hins vegar að
hafa háskólapróf í kennslugrein sinni, eða
lokapróf í starfsmenntagrein. Þar við bætist
svo uppeldis- og kennslufræði til kennslu-
réttinda. Þegar auglýst er eftir kennara þá
þýðir ekkert fyrir menntaðan enskukennara
með full kennsluréttindi að sækja um stöðu
stærðfræðikennara. Hann á engan rétt þar.
Þessu er oft ruglað illilega saman í um-
ræðunni, til dæmis þegar rætt er um leið-
beinendur. Þá er því oft ranglega haldið
fram, að sá sem hafi uppeldis- og kennslu-
fræði og hafi þar með hlotið löggildingu sem
framhaldsskólakennari, hafi ávallt forgang
við mannaráðningar í framhaldsskólum, um-
fram þann sem hefur bara háskólapróf í
þeirri grein sem auglýst er. Þetta er beinlín-
is rangt. Það er engin heimild til að ráða
mann með BA próf í ensku og kennslurétt-
indi í stöðu stærðfræðikennara. Þar stendur
leiðbeinandinn með háskólapróf í stærðfræði
betur að vígi.“
Elna Katrín segir að stærsti vandi leið-
beinenda sé það óöryggi sem þeir búi við,
þar sem þeir séu aðeins ráðnir til eins árs í
senn. „Það er engin önnur lausn á þeim
vanda en að auðvelda þeim sem fest hafa sig
í starfi sem leiðbeinendur að verða sér úti
um kennsluréttindin. Það er ekkert sérlega
auðvelt núna. Framboð Háskóla Íslands á
fjarnámi hefur verið allt of lítið og núna, á
því herrans ári 2003, ætlar Háskólinn ekki
að bjóða neitt fjarnám til kennsluréttinda.
Það er eitthvað bogið við þetta, á sama tíma
og framhaldsskólar landsins eru að verða
mikil fjarkennslusetur. Kennaraháskólinn
sinnir þessu að vísu líka og gerir það vel, en
hann getur ekki sinnt öllum og honum var
aldrei ætlað að mennta fólk til bóklegrar
kennslu í framhaldsskólum. Skólinn er
menntunarstofnun fyrir grunnskólakennara,
leikskólakennara og þroskaþjálfa og hefur
frá gamalli tíð sinnt kennslu- og uppeld-
isfræðimenntun fyrir verk- og listgreina-
kennara í framhaldsskólum. Hann átti aldrei
að taka yfir kennslufræðimenntun sem Há-
skóli Íslands hefur boðið.“
Elna Katrín segir að leiðbeinendur eigi
ekki rétt á námsleyfi til að öðlast kennslu-
réttindi og eigi ekki rétt á styrkjum til að
verða sér úti um slík réttindi. „Ef leiðbein-
endur fengju sérstaka styrki, þá værum við
að mismuna þeim sem ljúka háskólaprófi og
verða sér úti um kennsluréttindi. Þá gæti
þróunin orðið sú, að fólk reyndi að komast í
starf sem leiðbeinendur til að sækja svo um
styrki. Slík mismunun gengi ekki.“
Elna Katrín segir ekki hafa komið til tals
að leiðbeinendur gætu öðlast stigvaxandi
réttindi eftir starfsaldri. Slíkt myndi ganga
gegn lögvernduðum réttindum kennara.
„Staða leiðbeinenda er bundin af lögum um
lögverndun á starfsheiti grunnskólakennara
og framhaldsskólakennara. Meginráðningar-
form kennara samkvæmt lögum er ótíma-
bundin ráðning, sem er fastráðning með
þriggja mánaða uppsagnarfresti. Í einstaka
tilvikum er heimilt að ráða menn frá ári til
árs. Til þess þarf undanþágur, sem má aldr-
ei veita til lengri tíma en eins árs í senn hið
mesta.“
Hún segir að það óöryggi sem leiðbein-
endur búi við sé mjög alvarlegt mál. „Rétt-
indaleysi leiðbeinenda getur tekið á sig
skelfilegar myndir,“ segir hún og vísar til
máls Bárðar R. Jónssonar. „Hann var í raun
rekinn á meðan hann var í veikindaleyfi. Til
allrar hamingju er mjög fátítt að slík mál
komi upp og ég man ekki eftir öðru dæmi
jafnslæmu. Bárður fékk að vísu greiðslur úr
sjúkrasjóðnum okkar eftir mikið japl, jaml
og fuður, enda þurfti nánast að breyta
reglum sjóðsins til að gera það kleift. Tíma-
bundin ráðning leiðbeinenda stendur ein-
faldlega frá 1. ágúst til 31. júlí og rennur þá
út, án nokkurra skuldbindinga af hálfu
vinnuveitandans.“
KÍ gætir réttinda leiðbeinenda
Aðspurð hvort Kennarasambandið sé ekki
stundum að sinna andstæðum hagsmunum,
með því að hafa bæði leiðbeinendur og kenn-
ara með réttindi innan sinna vébanda, segir
hún það vissulega rétt. „Við höfum alltaf
haft báða hópana innan okkar vébanda og
það myndi ekki þjóna hagsmunum neins að
hafa annan hátt á. Leiðbeinendur stefna
margir að því að öðlast kennsluréttindi, en
þótt þeir geri það ekki, þá er erfitt að koma
auga á hvaða aðili væri betur til þess fallinn
en Kennarasambandið að gæta réttinda
þeirra. Leiðbeinendur hafa full réttindi sem
félagsmenn í sambandinu og þeim er raðað
til launa í samræmi við kjarasamninga kenn-
ara, nema hvað þeir eru tveimur launaflokk-
um neðar. Þeir eiga fullan rétt í öllum sjóð-
um sambandsins og svo mætti lengi telja.
Það eina sem við getum ekki tryggt þeim er
aukið atvinnuöryggi, því lögin taka af öll tví-
mæli um að kennarar með kennsluréttindi
hafi þar forgang. Það er rangt að Kenn-
arasambandið vinni ekki fyrir leiðbeinendur
og ég sé engan annan sem vinnur að þeirra
hagsmunum.“
ráðnir til árs í senn
rsv@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2003 11
B
OÐIÐ er upp á nám til kennsluréttinda
við fjóra háskóla hér á landi, Háskóla Ís-
lands, Kennaraháskóla Íslands,
Listaháskóla Íslands og Háskólann á
Akureyri. Aðsókn að náminu er mikil.
60–70 hefja nám við HÍ
Jón Torfi Jónasson, prófessor í uppeldis- og
menntunarfræði, segir að Háskóli Íslands hafi
tekið inn 60 nemendur á ári, sem taka ýmist 15
eða 30 einingar til kennsluréttinda. „Aðsóknin
hefur verið í lægri kantinum undanfarin tvö ár,
en við höfum þó fyllt þennan 60 manna kvóta.
Umsóknarfresturinn í ár rann út 1. apríl sl. og nú
ber svo við að umsóknir eru 150–160 talsins. Við
tökum inn 60–70 í ár, svo mörgum verður vísað
frá. Þar ræður nokkru hvaða nám fólk hefur að
baki. Við höfum fengið færri umsóknir en við vilj-
um frá fólki sem er menntað í náttúrufræði-
greinum og stærðfræði. Umsóknir frá fólki sem
er menntað í félagsvísindum hafa alltaf verið
margar og fleiri en við náum að sinna. Við höf-
um ekki nógu mörg æfingapláss í kennslu til að
taka við þeim fjölda, en á sama tíma eru ekki
fullnýtt æfingapláss, t.d. í stærðfræði.“
Jón Torfi segir að umsóknirnar hafi ekki verið
flokkaðar eftir því hvort fólk sækir um 15 eða 30
eininga nám. „Hlutur þeirra sem sækja um 15
eininga námið fer þó vaxandi, enda er sá hópur
sem lýkur framhaldsnámi á háskólastigi alltaf að
stækka.“
Jón Torfi telur skýringuna á auknum fjölda
umsókna í ár m.a. vera bætt kjör kennara. „Ég
finn að fólk lítur öðrum augum á kennarastarfið
nú en fyrir nokkrum árum. Svo verður að taka
með í reikninginn, að undanfarið hefur töluvert
verið rætt um ótryggt atvinnuástand og margir
vilja tryggja sig með því að verða sér úti um
kennsluréttindi í grein sinni. Skólameistarar, sem
vilja gjarnan halda í góða leiðbeinendur, hvetja
þá líka til að verða sér úti um kennsluréttindi,
svo þeir neyðist ekki til að hafna þeim, sæki
kennari með réttindi um stöðu þeirra.“
Í vetur býður Háskóli Íslands ekki upp á fjar-
nám til kennsluréttinda, eins og hann gerði um
árabil. Jón Torfi segir ástæðuna þá, að til þess
skorti fé.
140 við KHÍ
„Aðsókn í kennsluréttindanám hefur verið
mjög mikil. Við tókum inn stóran hóp í fyrra, 140
manns, en getum ekki tekið jafnmarga inn á
næsta skólaári,“ segir Brynhildur Briem, lektor
og forstöðumaður kennsluréttindabrautar
Kennaraháskóla Íslands.
Í boði er bæði 15 og 30 eininga nám, en það
fer eftir bakgrunni nemenda hvort þeim nægir
að taka 15 einingar. Af þeim sem nú stunda
staðbundið nám og fjarnám til kennsluréttinda
við KHÍ eru fleiri í 30 eininga námi en 15 eininga.
Brynhildur segir að hún vilji gjarnan að allir
taki 30 eininga nám, þótt þeir gætu fengið
kennsluréttindi eftir 15 eininga nám. „Mér finnst
alveg eðlilegt að þeir sem hafa háskólapróf eða
iðnmeistarapróf og hafa starfað í fimm ár sem
leiðbeinendur taki aðeins 15 einingar. Hins vegar
finnst mér út í hött að fólk, sem aldrei hefur
stundað kennslu, geti látið 15 einingarnar nægja,
á grundvelli þess að það hafi masters-próf í ein-
hverju fagi.“
Nemendur í fjarnámi dreifast yfir fjórar
heimsálfur. „Við höfum haldið próf erlendis fyrir
nemendur í fjarnámi, en við ætlum ekki að gera
það aftur. Það reyndist ekki vel, svo hér eftir
verða prófin eingöngu hér á landi.“
Brynhildur segir að ekki sé formlegt samstarf
milli þeirra háskóla sem bjóða upp á kennslu-
réttindanám hér á landi, KHÍ, HÍ, Háskólans á
Akureyri og Listaháskóla Íslands, nema að nem-
endur Listaháskólans taka nokkur námskeið við
KHÍ.
Brottfall er ekki mikið í staðbundna náminu,
en töluvert meira í fjarnáminu. „Um síðustu ára-
mót höfðu tveir hætt í staðbundna náminu frá
hausti af 54 nemendum, en af 84 nemendum í
fjarnámi höfðu 15 hætt. Þeir sem eru í fjarnámi
eru oftast einnig í starfi og eiga því erfiðara með
að sinna náminu. Mér finnst þetta brottfall þó
mjög slæmt, því við þurftum að vísa 60 um-
sækjendum um réttindanám frá á síðasta ári.“
Brynhildur segir vissulega slæmt að þurfa að
hafna umsækjendum, en skólinn hefði einfald-
lega ekki ráðið við að taka inn fleiri nemendur í
réttindanámið en 140. „Við höfum tekið sífellt
fleiri inn. Í hitteðfyrra tókum við inn 60 nem-
endur og þar áður voru alltaf teknir inn 30
manna hópar. Og ef litið er enn lengra aftur í
tímann þá voru teknir inn 30 manna hópar ann-
að hvert ár. Við höfum því bætt verulega við. Ég
verð hins vegar vör við það núna að margir
hafa áhuga á náminu, svo ég reikna ekki með
að við getum tekið alla inn sem vilja. Í hópi
áhugasamra er að vísu ekki eingöngu fólk sem
ætlar að leggja fyrir sig kennslu innan skólakerf-
isins, heldur líka fólk sem heldur ýmiss konar
námskeið eða vill bæta mannleg samskipti og
auka almenna menntun sína. Vissulega vildum
við geta sinnt öllum, en við ráðum einfaldlega
ekki við það.“
24 listamenn í réttindanámi
Listaháskóli Íslands býður upp á nám til
kennsluréttinda og er yfirstandandi skólaár
annað árið sem það er gert. Arnþrúður Ösp
Karlsdóttir, fagstjóri kennaranáms, segir að ein-
staka áfangi námsins sé fjarnám, en annars sé
námið staðbundið. „Fyrsta skólaárið tókum við
inn 10 nemendur, en nú stunda alls 24 nem-
endur nám til kennsluréttinda,“ segir Arn-
þrúður. „Nemendur okkar eru myndlistarmenn,
hönnuðir og leikarar, sem bæta eins árs námi
við háskólamenntun sína. Haustið 2004 ætlum
við einnig að taka við tónlistarmönnum í
kennsluréttindanám.“
Arnþrúður segir að eðlilegt sé að Listahá-
skólinn bjóði upp á kennslufræði fyrir listgreinar.
„Þessi kennsla á heima innan okkar vébanda og
umsóknum hefur fjölgað mjög eftir að námið
fluttist hingað. Ári áður en Listaháskólinn hóf
þessa kennslu voru 7 umsóknir frá listamönn-
um um nám til kennsluréttinda við Kennarahá-
skólann eða Háskóla Íslands, en fyrsta árið sem
við buðum upp á þetta nám voru umsóknir 26
og í fyrra voru þær 40. Listafólki finnst greini-
lega eftirsóknarvert að geta aflað sér kennslu-
réttinda með námi innan Listaháskólans.“
Arnþrúður segir að vissulega sé bagalegt að
geta ekki sinnt öllum sem sækja um skólavist.
„Við ætlum að taka inn 20 nemendur á þessu
ári, en ég sé fram á að við þurfum að taka fleiri
þegar tónlistarmennirnir bætast við á næsta
ári. Þrátt fyrir að við getum ekki annað eft-
irspurn, þá er það ekki endilega svo að skortur
sé á t.d. myndlistarmenntuðu fólki með
kennsluréttindi. Stöður fyrir þennan hóp eru fá-
ar. Það virðist þó ekki draga úr áhuga fólks.
Hingað er mikið hringt og spurt út í námið.“
40 hefja nám við HA
Háskólinn á Akureyri tekur rúmlega 40 nem-
endur inn í nám til kennsluréttinda á komandi
hausti og hefur hópurinn aldrei verið stærri. „Í
fyrstu tók Háskólinn á Akureyri aðeins inn nem-
endur á þessa braut annað hvert ár, en frá
hausti 2001 hafa nemendur verið teknir inn ár-
lega,“ segir Torfhildur Sigrún Þorgeirsdóttir
skrifstofustjóri. „Námið er fjarnám að hluta, en
við höfum staðbundnar lotur. Nemendur koma í
skólann eina viku að hausti og svo þrjá daga í
senn, þrisvar á önn, eða um einu sinni í mánuði.
Þetta fyrirkomulag hentar ágætlega fólki sem
er í starfi. Í hópi nemenda núna er fólk á Norð-
urlandi, en einnig annars staðar af landinu, t.d.
Suðurlandi og Reykjavík.“
Haustið 2001 og 2002 voru teknir inn 35
nemendur hvort árið, en á næsta ári verða
nemendur rúmlega 40. „Við finnum greinilega
aukinn áhuga á þessu námi,“ segir Torfhildur.
„Núna ber líka svo við, að margir umsækjenda
eru að ljúka háskólaprófi í vor, en ætla beint í
kennsluréttindanámið. Hingað til hefur verið al-
gengara að námið hafi verið sótt af leiðbein-
endum, sem eru að afla sér kennsluréttinda.“
Torfhildur segir að á því skólaári sem nú sé
að ljúka hafi ekkert brottfall verið úr náminu.
„Okkur finnst líka athyglisvert og ánægjulegt að
sjá, að margir kjósa að taka 30 einingar, þótt
þeir gætu öðlast kennsluréttindi eftir 15 ein-
ingar. Fólk vill bæta við sig meiri menntun en
felst í 15 eininga náminu.“
Mikil aðsókn
í réttindanám