Morgunblaðið - 11.05.2003, Síða 18

Morgunblaðið - 11.05.2003, Síða 18
18 SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ DANSLEIKHÚSIÐfrumsýnir á nýja sviðiBorgarleikhússinsFjögur dansverk eftirfjóra íslenska danshöf- unda miðvikudaginn 14. maí, klukkan 20. Efnisskráin er fjölbreytt og spannar efni verkanna allt frá hugs- unum viðutan sirkusstjóra til kamm- erdansverks þar sem samspil dans- ara og sellóleikara er reynt til þrautar. Þetta er önnur sýning Dansleik- hússins sem stofnað var fyrir rúmu ári með það að markmiði að auka tækifæri fyrir íslenska dansara og danshöfunda. „Dansleikhúsið er þró- unarverkefni til að byrja með en við stefnum að því að það verði raunhæf- ur möguleiki fyrir atvinnudansara og danshöfunda. Við höfum fundið fyrir því að það hefur sárvantað vettvang til þess að leyfa ungu fólki að spreyta sig. Það eru mjög margir dansarar sem hafa lokið því skólastigi sem er í boði hérlendis á sviði listdans og eru að reyna að halda áfram. Annaðhvort fer þetta fólk utan til framhaldsnáms eða atvinnumennsku því þar eru miklu fleiri tækifæri, eða það reynir að gera eitthvað hérna heima. Við viljum gefa þessu unga fólki tækifæri til að halda listinni vakandi hér á landi og nýta þá krafta sem þau hafa upp á að bjóða. Það er ómögulegt að horfa upp á að það hafi ekkert að gera,“ segir Irma Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Dansleikhússins og danshöfundur. Fylltust af krafti eftir síðustu sýningar Eins og áður sagði var fyrsta sýn- ing Dansleikhússins haldin fyrir ári og var henni mjög vel tekið. „Okkur var ofsalega vel tekið. Við fengum svo góða strauma og fundum hvernig dansararnir fylltust af krafti að við ákváðum að við yrðum að halda áfram,“ segir Irma. Á efnisskrá Dansleikhússins eru að þessu sinni fjögur verk, tvö nú- tímadansverk, eitt kammerdansverk og eitt dansleikhúsverk. Fyrst á efnisskránni er nútíma- dansverkið Vita eftir Katrínu Ingva- dóttur. Vita merkir líf á latnesku og fjallar verkið um lífið sjálft. Katrín er dansunnendum að góðu kunn sem dansari til margra ára hjá Íslenska dansflokknum auk þess sem hún hef- ur stundað kennslu hjá Jassballett- skóla Báru. Verkið Vision er kammerdansverk þar sem reynir á samspil tónlistar- manns og dansara. Tónverkið heitir Dans og er eftir Snorra S. Birgisson en dansverkið er eftir Lovísu Ósk Gunnarsdóttur dansara og Sigurð Halldórsson sellóleikara. Snorri samdi þetta verk á níunda áratugn- um og var að velta fyrir sér uppruna- legri merkingu orðsins músík, sem er hreyfing. Lovísu og Sigurð langaði að þróa þessa pælingu áfram og þannig varð þetta kammerdansverk til. Tónlist eftir Worm is green Þriðja verkið á efnisskránni heitir Fló og er nútímadansverk eftir Jó- hann Frey Björgvinsson. Jóhann dansaði í mörg ár með Íslenska dans- flokknum en hefur síðastliðin tvö ár starfað sem sjálfstæður danshöfund- ur og dansari. Hann hefur áður sam- ið verk fyrir Dansleikhúsið og einnig fyrir Reykjavík Dansfestival meðal annars. Tónlistin við verkið Fló er eftir unga íslenska tónlistarmenn í hljómsveitinni Worm is green. Síðasta verk kvöldsins er eft- ir Irmu sjálfa og nefnist Við- utan. Verkið fjallar um viðutan sirkusstjóra sem Ólafur Darri Ólafsson leikur, en sex dans- arar taka þátt í verkinu. Irma segir að Dansleikhúsið leggi mikla áherslu á sam- starf listform- anna og byggir verkið Viðutan jafnt á leiklist og dansi en Irma hefur leikstjór- ann Jón Gunnar Þórð- arson sér til fulltingis. Hann er jafnframt höf- undur alls texta í verkinu. Jassballettskóli Báru og Dansrækt JSB eru aðalstyrktaraðilar Dans- leikhússins en Irma segir að þegar hafi verið leitað stuðnings hjá menntamála- ráðuneytinu. „Við höfum ekki fengið hljómgrunn ennþá en vonumst til að það komi í kjölfar góðra verka,“ segir Irma og segir að stefnt sé að því að halda eina til tvær metnaðarfullar sýningar á ári. „Ef það kemur eftirspurn eftir einhverju fleiru þá erum við tilbúin,“ segir Irma og upp- lýsir að vonir standi til að Dansleik- húsið geti í nánustu framtíð auglýst eftir danshöfundum og dönsurum þannig að allir sem starfa í greininni hér á landi fái tækifæri til að koma listsköpun sinni á framfæri í gegnum þennan vettvang. Verkfræðingur og viðskipta- fræðinemi á meðal dansaranna Dansarar Dansleikhússins að þessu sinni eru á aldrinum 18 til 27 ára og eiga það flestir sammerkt að hafa lokið námi frá Jassballettskóla Báru. „Þetta er fjölbreyttur hópur fólks sem leggur stund á ýmislegt fleira en dans þótt það hafi náð langt á þessu sviði. Ein úr hópi dansaranna er til dæmis menntaður verkfræðing- ur, önnur hefur lokið námi frá Sænsku ballettakademíunni og sú þriðja stundar nám í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík,“ segir Irma. Hún segir að nokkrir dansarar séu á leið utan næsta haust til að leggja stund á framhaldsnám í nútímadansi, en hérlendis sé ekkert slíkt í boði. Hún segir mikla þörf á að koma á fót framhaldsnámi í listdansi hér á landi: „Ef búið væri að stofna listdansbraut við Listaháskólann hérlendis þá þyrftu dansarar ekki að leita út fyrir landsteinana til framhaldsnáms, þeir hefðu að minnsta kosti val, en eins og er gefst ekki kostur á áframhaldandi námi hér á landi.“ Hvað atvinnutækifæri varðar er staðan aðeins betri. Irma segir að sjálfstætt starfandi dansarar eigi nokkra möguleika hér á landi. „Fyrir utan Íslenska dansflokkinn, sem hef- ur upp á að bjóða fá stöðugildi, þá er Reykjavík Dansfestival nýr starfs- vettvangur í mótun og svo Dansleik- húsið. Það eru fjölmargir dansarar við nám erlendis eins og stendur og þó nokkrir við störf. Ef þetta fólk fær fleiri tækifæri til að starfa hér heima þá er ég viss um að það nýti sér það. Vonandi þróast Dansleikhúsið út í atvinnudansleikhús með tímanum þar sem við auglýsum eftir lista- mönnum og getum borgað þeim sómasamleg laun. Þetta er bara byrj- unin,“ segir Irma að lokum og kveðst geta lofað fjölbreyttri og skemmti- legri sýningu þar sem allir leggi sig að minnsta kosti 120% fram. Aðeins þrjár sýningar eru fyrir- hugaðar á verkunum, 14., 17. og 20. maí. Dansleikhús með gleði Hugsanir viðutan sirkusstjóra og samspil dansara og sellós eru meðal viðfangsefna dans- höfunda Dansleikhússins á sýningu sem frumflutt verður í Borgarleikhúsinu næstkom- andi miðvikudag. Ragna Sara Jónsdóttir kynnti sér nánar efni sýningarinnar og heyrði af máli Irmu Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra Dans- leikhússins, að það sárvantar tækifæri fyrir frambærilega dansara hérlendis. Morgunblaðið/Arnaldur Kraftmiklar konur í verkinu Vita eftir Katrínu Ingvadóttur. Frá vinstri eru Ásta Bærings, Ásdís Ingvadóttir og Sigyn Blöndal. Morgunblaðið/Kristinn Irma Gunnarsdóttir er framkvæmdastjóri Dansleikhússins. Hún segist geta lof- að sýningu þar sem allir leggi sig að minnsta kosti 120% fram. Morgunblaðið/Sverrir „Það eru fjölmargir dansarar við nám er- lendis eins og stend- ur og þónokkrir við störf. Ef þetta fólk fær fleiri tækifæri til að starfa hér heima er ég viss um að það nýtir sér það.“ Úr verkinu Fló eftir Jóhann Frey Björgvinsson. Fló er eitt fjögurra verka sem Dansleikhúsið býður upp á á sýningu á Nýja sviðinu næstu daga. rsj@mbl.is Inga Þóra Sveins- dóttir í hlutverki sínu í verkinu Fló.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.