Morgunblaðið - 11.05.2003, Side 25
málverk frá þeim tíma. Litla her-
bergið vestanmegin var hins vegar
notað sem vinnuherbergi og eru hús-
gögnin og málverkin frá stjórnartíð
Vilhjálms III. Hljóðfæri eru skorin út
í viðarramma fyrir ofan arininn og
gefur það til kynna að hlustað hafi
verið á tónlist í herberginu.
Einkastofa konungs var svo bóka-
safn Vilhjálms III og geymir her-
bergið húsgögn frá stjórnartíð hans,
en í einkaborðstofu konungs hélt Vil-
hjálmur III sín einkamatarboð og var
borðstofan gerð upp að nýju árið
1992.
Íbúðir drottningar
Konunglega lífvarðasveitin fylgd-
ist með aðgengi að íbúðum drottning-
arinnar og er lífvarðarsalur drottn-
ingar fáskrúðugasta herbergi
hallarinnar, en upphaflega voru eng-
in málverk í herberginu. Dagstofa
drottningar var jafnauð og lífvarðar-
herbergið þótt upphaflega hafi verið
hásæti í stofunni og í dag hýsir það
þrjú málverk eftir Orazio Gentileschi,
Fras Snyders og Peter Paul Rubens.
Borðstofa drottningar átti upphaf-
lega að vera danssalur eða áheyrn-
arsalur, en herbergið var hins vegar
notað af Georg II (1727–1760) og
Karólínu fyrir málsverði í viðurvist
hirðarinnar. Í áheyrnarherbergi
drottningar tók drottningin á móti
erlendum gestum. Hásætið sem áður
prýddi herbergið er nú týnt en í stað-
inn hefur verið komið þar fyrir kon-
unglegum stól frá 1715. Teppið er
tyrkneskt frá 17. öld og dyrnar til
vinstri við arininn leiða upp í einka-
íbúð drottningar og út í garð. Vegg-
teppið er frá 17. öld og fyrir ofan ar-
ininn er málverk af Önnu prinsessu af
Danmörku, eiginkonu Jakobs I, en
hún lést í Hampton Court árið 1619.
Í stofu drottningar spiluðu hirð-
meyjar á spil á meðan drottningin
gekk á milli borða og ræddi við þær.
Stofan er hálftóm þar sem húsgögn
voru einungis flutt þangað fyrir veisl-
ur. Í svefnherbergi drottningar má
svo finna upprunalegt rúm og er
rúmdýnan frá 18. öld.
Upphaflega var sá íburðarmikli
salur sem er gallerí drottningar bú-
inn til sem einkagallerí Maríu drottn-
ingar, en andlát hennar árið 1694
kom í veg fyrir þau áform. Vilhjálmur
III notaði salinn þá sem einkagallerí
sitt. Skemlarnir sem þar eru voru
búnir sérstaklega til árið 1737 en þeir
voru gerðir upp nýlega. Í galleríinu
tók Karólína drottning síðar á móti
ráðherrum, spilaði á spil og gerði eitt
og annað sér til skemmtunar.
Úr vinnuherbergi drottningar var
innangengt í vinnuherbergi Vil-
hjálms III, en vinnuherbergi drottn-
ingar var hannað sérstaklega fyrir
Maríu II. Eftir andlát hennar notaði
Vilhjálmur hins vegar herbergið
sjálfur. Fyrsta drottningin sem síðan
notaði herbergið var Anna. Og eftir
að herbergið var gert upp var átta út-
saumuðum veggmyndum komið fyrir
á veggjum þess.
Cumberland-íbúðirnar
Árið 1724 átti Georg II átta börn
og þurfti konungsfjölskyldan því
meira rými í Hampton Court. Árið
1731 fékk elsti sonur Georgs, Vil-
hjálmur Ágúst hertogi af Cumber-
land, sem þá var 10 ára, vistarverur
sem gerðar voru upp úr Tudor-íbúð-
unum, sem ekki voru lengur í notkun.
Í móttökuherbergi hertogans eru
málverk af fjölskyldu Georgs II og
hirð hans, en þetta er eina herbergið í
Hampton Court þar sem saman fara
panell, myndskreytt loft og gull-
skreytingar. Svefnherbergi hertog-
ans geymir ekki lengur upprunalega
rúmið sem í herberginu var en þess í
stað hefur verið komið þar fyrir öðru
rúmi frá sama tíma. Í herbergi her-
togans mataðist hertoginn síðan að
öllum líkindum en veggir herbergis-
ins og svefnherbergis voru upphaf-
lega fóðraðir með angóraull frá 18.
öld og málverkum komið fyrir þar of-
an á.
Vinnuherbergi Wolseys er fyrir ut-
an Cumberland-vistarverurnar, en
herbergið er ágætt dæmi um vinnu-
herbergi frá 1530, þótt það hafi verið
mikið gert upp á 19. öld, og hluti lofts-
ins, sem var gert um 1540, sé í raun
eini hlutinn frá Tudor-tímabilinu.
Málverkin eru frá 16. öld og voru
upphaflega geymd annars staðar. Í
litla galleríinu fyrir framan vinnuher-
bergið eru málverk af Georg II og
Karólínu drottningu.
Allt frá árinu 1530 tengdi milli-
gangur vistarverur konungs og
drottningar. Núverandi gang lét Vil-
hjálmur III síðan gera á árunum
1690–1700, en á honum má finna mál-
verk af fallegustu konunum við hirð
Karls II.
Teikningasafnið
Safnið var eitt hið fyrsta á Eng-
landi sem ætlað var til sýningar á
listaverkum, en Vilhjálmur III lét
gera það sérstaklega fyrir teikningar
Raffaellos. Páfinn Leo X lét gera
teikningarnar sem skissur fyrir
veggteppi og voru myndirnar síðan
keyptar af Karli I árið 1623, en það
var ekki fyrr en eftir 1697 að þær
voru hafðar til sýnis í Hampton
Court. Teikningarnar gaf Viktoría
drottning síðan Viktoríu og Albert
safninu í London árið 1865 og mynd-
irnar sem nú eru í safninu eru því eft-
irmyndir frá 1697, líklega eftir Henry
Cooke, en þeim var komið fyrir í gall-
eríinu eftir eldsvoðann árið 1986.
Í einkastofu drottningar spilaði
drottningin á spil við hirðmeyjar sín-
ar, auk þess sem þar var setið að te-
drykkju og lesnar bækur. Allt innbú-
ið stofunnar er frá árunum 1730–40
og teppið á gólfinu eru frá Isfahan í
Íran á 17. öld, en samskonar teppi
voru notuð í konungshöllumá 18. öld.
Allt frá 15. öld tíðkaðist sú hefð að ef
konungur og drottning vildu deila
rúmi yfir nótt þá sváfu þau í einka-
svefnherbergi drottningarinnar.
Rúm Georgs II og Karólínu sem upp-
haflega prýddi svefnherbergi drottn-
ingar er ekki lengur til og rúmið sem
nú er í herberginu, er 18. aldar rúm
sem keypt var árið 1993.
Í búningsherbergi og baðherbergi
drottningar þvoði drottning sér og
klæddi sig, en kalt vatn kom úr
marmaravatnsgeyminum á meðan að
heita vatnið var borið inn í fötum.
Baðkarið er úr marmara.
Í einkaborðstofu drottningar
snæddi drottningin síðan og stundum
líka konungur, en drottningu var
þjónað af 12 hirðmeyjum og voru
diskar hennar úr silfri. Í hlaðborðs-
herberginu var maturinn síðan
geymdur áður en hann var borinn inn
í borðstofuna og vínglösin þvegin í
marmaravaski í herberginu.
Einkakapella drottningar geymir
síðan gullfallega hvelfingu og eru
málverkin á veggjunum trúarlegs
efnis.
TENGLAR
.............................................
Netfang Hampton Court-hallarinnar
er: www.hrp.org.uk.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2003 25
Laugavegi 63 • sími 5512040
Vönduðu silkiblómin
fást í
Fíkustré