Morgunblaðið - 11.05.2003, Blaðsíða 26
LISTIR
26 SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
VIGNIR Jóhannsson myndlistar-
maður er staddur í borginni Petroza-
vodsk í Rússlandi þar sem hann set-
ur upp samsýn-
ingu norrænna
listamanna:
„Endurvörp í
nýju norrænu
ljósi.“ Sýningin er
sett upp í tilefni
af 300 ára afmæl-
is St. Pétursborg-
ar á næsta hausti
en „Rússarnir
eru með dreif-
býlisstefnu, ef stórsýning kemur til
stórborgar fer hún líka út á land“.
Rússland spennandi
Norræna ráðherranefndin stend-
ur að baki sýningunni sem Vignir
stýrir ásamt Peter Stuhr frá Dan-
mörku. Þátttakendur í henni eru
sextán, þar af tíu Danir. „Það hefur
verið stirt milli Dana og Rússa vegna
Tsjetsjenans sem Danir handtóku og
neituðu að afhenda Rússum sem
hryðjuverkamann. Þannig er þetta
líka gert með svona mörgum Dönum
til að hjálpa til pólitískt að sárin nái
að gróa. Rússar neituðu eiginlega
dönskum ferðamönnum um vega-
bréfsáritun um hríð. Ef fólk sótti um
sögðu þeir: Ja, þetta tekur nokkra
mánuði.“
Vignir segir að menningarleg
tengsl Íslendinga við Rússland séu
ekki sterk „meira svona forvitni. En
það er rosalega sterk grasrótar-
hreyfing í rússneskri myndlist núna
því þar er svo mikill uppgangur og
miklar breytingar sem gerast í sam-
félaginu, peningar og menning að
berast inn í landið og breyta sam-
félaginu, breyta hugsunarhætti
ungu myndlistarmannanna.“
Ekki glerlistamenn
Meðal þátttakendanna 16 eru
Tróndur Patursson frá Færeyjum,
Magne Furuholmen frá Noregi,
einnig þekktur sem hljómborðsleik-
ari A-ha, og Jörn Larsen, Per Kirke-
by, Björn Nörgaard og Erik A.
Frandsen frá Danmörku. „Enginn
þeirra sem sýnir er fyrst og fremst
glerlistamaður,“ segir Vignir.
„Þannig þurfa þeir ekki og hafa ekki
aðlagað sig glertækninni heldur sjá
tæknimenn á danska verkstæðinu
um það. Maður þarf ekki að vita þús-
und hluti um glerið heldur gengur að
því og segir bara: Mig langar í blátt,
mig langar í sporöskju, mig langar
að mála á milli ... svo vinna aðrir
þetta, brenna, leggja í blý, líma sílí-
kon, hvaðeina. Listamennirnir halda
þá áfram með sínar pælingar, ein-
faldlega í öðru efni. Fyrir málara er
þetta gegnumstreymi ljóss spenn-
andi.“
„Verkið mitt sem heitir Speglanir
er gert sérstaklega fyrir sýninguna
en ég er að halda áfram með mínar
pælingar, tímapolla, fljótandi verk
sem ég hef verið að gera undanfarið í
þrívídd, hanga í lausu lofti og snúast
og hreyfast. Tíminn flæðir svolítið
eins og vatnið, eins og skáldið sagði,
og þegar hann hefur flætt yfir okkur
situr hann eftir í pollum hér og þar
og hvað gerum við þá?“
Við opnun sýningarinnar fremur
Vignir gjörning, „performans þar
sem ég nota vatn, liti og hljóð. Ég set
spegla í staðinn fyrir glerið í grind-
inni, síðan set ég glerbrotakurl ofan
á speglana. Með vatni og málningu í
grunnlitum, sem ég helli yfir meðan
verkið ruggar og vaggar og snýst,
virkar þetta eins og eldgos undir
jökli, vatnajökull hleypur fram og
springur og kemur rautt og gult og
blátt og svart. Þetta er svona nátt-
úruhamfaraskúlptúr.“
Alþjóðaástandið hefur þá ekki
mikil áhrif á listina? „Jújújú! Allir
þessir myndlistarmenn sem ég um-
gengst og þekki spá mikið í sam-
félagið. Það kemur ákveðin hreyfing
í myndlistina sem er frásagnaþörfin,
að tjá sig beint um beina veraldlega
hluti, og þá dregur saman með öllu
ljóðrænu og formlegu eða abstrakt.
Ungir myndlistarmenn fara að tjá
sig fígúratíft. En þetta kemur mis-
jafnlega fram beint í verkunum – ég
hef haldið áfram að þróa þetta tíma-
pollaverk þó orðið hafi stríð og
hryðjuverk í heiminum.“
Sjórekin til Íslands?
Sýningin fer til Pétursborgar í
haust og mun trúlega ferðast um
Norðurlönd 2004 eða 2005. Vignir
segir að sýningarpláss hafi þegar
fengist í tveimur eða þremur lönd-
um. „Ég vona að við fáum líka að sjá
hana á Íslandi, eða svona sýningu,
hún verður í þróun áfram. Það er
dýrt að flytja þessi verk inn, þarf
sérstakan gám sem þarf að tryggja
og má samt helst ekki skolast út í sjó
...“
Gegnum-
streymi ljóss
til Rússlands
Verkið sem Vignir Jóhannsson sýnir í Rússlandi.
Vignir
Jóhannsson
E
LAINE Feinstein hef-
ur skrifað bók um Ted
Hughes (Ted Hughes.
The Life of a Poet.
Phoenix 2001. Kilja
2002 $ 8.99).
Ted Hughes (1930–
1998) er ekki síst þekktur fyrir að
hafa verið eiginmaður Sylviu Plath
sem framdi sjálfsmorð 1963 þrítug að
aldri. Skáldhróður hennar skyggði
jafnvel á Hughes sem þó var talinn
meðal helstu skálda Englendinga á
liðinni öld.
Hughes hefur sýnst ógurlegur í
augum margra vegna þess að talið er
að hann hafi með framhjáhaldi sínu
hrint Plath út í dauðann.
Elaine Fein-
stein sem er
skáld og var vin-
ur Hughes sýnir
ekki Ted Hug-
hes sem ógn-
vald. Eftir sögu
hennar að dæma
hefur Hughes verið hinn ljúfasti mað-
ur, þægilegur í viðkynningu og frem-
ur hlédrægur. Hann var aftur á móti
veikur fyrir konum og konur fyrir
honum og gekk of langt í kvenna-
málum sínum. En Sylvia Plath var
heldur ekki neinn engill.
Plath stríddi við geðveilu frá því að
hún var kornung og var erfið í sam-
búð.
Meðal þeirra sem Plathhreifst af var Al Alvar-ez. Hann var einnþekktasti gagnrýnandi
síns tíma og vann við áhrifamikið
blað, Observer. Þar birti hann ljóð
Sylviu og var einlægur aðdáandi
hennar frá upphafi.
Bæði dáðu þau bandaríska skáldið
Robert Lowell og margt áttu þau
sameiginlegt.
Í einum kaflanna segir frá kynnum
þeirra Sylviu og Alvarez. Sylvia
kunni vel að meta uppörvun hans og
hvernig hann greiddi fyrir henni,
bæði í blöðum og líka í breska útvarp-
inu, BBC.
Smám saman urðu kynni þeirra
nánari og að minnsta kosti af hálfu
Sylviu var vonast eftir ástarsam-
bandi. Hún kallaði á hann og las fyrir
hann ljóð sín, m. a. ljóð sem áttu eftir
að verða fræg eins og Lady Lazarus.
Á aðfangadag 1962 bauð Sylvia Al-
varez heim til sín í nýja íbúð. Ted var
á heimaslóðum sínum í Yorkshire og
hélt upp á jólin með fjölskyldu sinni.
Hann bauðst til að taka börnin tvö
með en Sylvia hafnaði því.
Alvarez var tímabundinnþetta kvöld, á leið í kvöld-verð með rithöfundinumkunna V. S. Pritchett, og
gat aðeins þegið einn drykk.
Alvarez sem skrifað hefur um
þetta allt í minningum sínum, Where
Did It All Go Right? tók eftir því hve
Sylvia leit illa út og tár hennar dugðu
ekki til að halda í hann. Hún hafði
ekki nægilegt kynferðislegt aðdrátt-
arafl á hann og að auki var hann í
sambandi sem síðar leiddi til hjóna-
bands.
Ted hafði kynnst Assiu Wevill en
hún var ekki sú eina sem hann átti í
ástarsambandi við. Fljótlega var það
Brenda Hedden og fleiri. Hann hafði
þörf fyrir margar konur.
Loks kvæntist hann einni af vin-
konum sínum, Carol Orchard sem
var mun yngri en hann. Það nægði
Ted ekki því að ástkonunum fjölgaði.
Feinstein leiðir líkur að því aðTed hafi viljað taka aftursaman við Sylviu og veriðreiðubúinn til þess. Samband
Teds og Assiu hafi aftur á móti staðið
í vegi fyrir því. Feinstein sýnir líka
fram á það að sjálfsmorð Sylviu hafi
verið þannig skipulagt að hún myndi
lifa tilraunina af.
Síðar átti Ted eftir að verða fyrir
enn einu áfallinu þegar Assia stytti
sér aldur og tók dóttur þeirra, Shuru,
með sér í dauðann. Assia sá Sylviu
alls staðar og var afbrýðisöm í hennar
garð þótt hún væri látin. Kannski átti
hún sök á dauða Sylviu?
Með Sylviu eignaðist Ted Friedu
og Nicholas en Frieda hefur getið sér
gott orð fyrir skáldskap sinn.
Það eru einkum hin persónulegu
efni og einkamál sem Elaine Feins-
ten hermir frá i bók sinni. Skáldið er
ekki alltaf viðstatt en þó er varpað
ljósi á ýmislegt sem Ted Hughes tók
sér fyrir hendur.
Það er reyndar ekki fyrr en í met-
sölubókinni, ljóðabókinni Birthday
Letters, að Ted segir alla söguna um
náið samband þeirra Sylviu og ást
þeirra.
Meðal þess sem Feinstein varpar
nýju ljósi á er saga Assiu og hefur
hún komist yfir áður ókunnar heim-
ildir í því skyni. Assia trúði ekki að
Ted vildi stofna heimili með henni.
Carol taldi hana hafa íþyngjandi áhrif
á Ted.
Feinstein er líka lagin við að fá
upplýsingar hjá ástkonum skáldsins
og skýra þær ýmislegt í fari hans.
Til dæmis segir hann Emmu Tenn-
ant, hann er þá einnig með Jill Bar-
ber, að konur sem eigi í nánu sam-
bandi við sig deyi allar. Á þessu var
þó ekki augljós hætta varðandi síð-
astnefndar konur. Þær voru nógu
lauslátar til að taka ekki skammvinn
ástasambönd alvarlega.
Skáldið og þýðandinn Ted færað gægjast fram í þessumköflum og einnig fáum við aðkynnast góðvinum hans,
löndum og útlendingum. Við fáum m.
a. að vita hvað var drukkið, en Ted
var gæddur þeim fágæta hæfileika
meðal skálda að fara vel með vín og
þurfa ekki að drekka mikið til að
njóta þess.
Þessi hæfileiki eða réttara sagt eig-
inleiki kom snemma fram hjá honum.
Aftur á móti var annar hættulegur
óvinur sem sat um hann. Það var
krabbameinið sem að lokum dró hann
til dauða.
Birthday Letters var frágengin
1995 en kom ekki út fyrr en 1998, til-
einkuð börnun Teds og Sylviu. Bókin
hlaut strax mikla viðurkenningu og
mörg verðlaun.
Bók Al Alvarez, The Savage God:
A Study of Suicide, lýsir m. a. ævilok-
um Sylviu og hafði mikil áhrif. Hugh-
es neyddist til að skýra börnum sín-
um frá staðreyndum og hann varð
fyrir árásum femínista, lenti beinlínis
í klónum á þeim.
Að Hughes látnum í janúar 1999
(hann lést 28. október 1998 í London)
hlaut hann T. S. Eliot verðlaunin fyr-
ir Birthday Letters. Frieda tók við
verðlaununum og þótti lifandi eft-
irmynd móður sinnar. Hún las bréfið
þar sem hann skýrir hina ein-
kennilegu lausnarkennd sem það
færði honum að skrifa um líf sitt með
Sylviu.
Þannig segir Feinstein frá ogbætir við í eftirmála að sumskáld leiti ævilangt að sinnieigin rödd en Hughes hafi
fundið hana snemma og hún sé mjög
bundin ættarslóðum hans í Yorks-
hire.
Sjálfum þótti honum lítið liggja eft-
ir sig en við hin eftirminnilegu ljóð (til
að mynda Crow, 1970 sem hann til-
einkaði minningu Assiu og Shuru) má
bæta þýðingum hans, m. a. Tales
from Ovid (1997) þar sem hann end-
uryrkir Óvíd eða túlkar myndbreyt-
ingar hans með sínum hætti.
Bók Elaine Feinstein þykir draga
upp raunsanna mynd af bókmennta-
lífinu í London á sjötta og sjöunda
áratugnum. Að því leyti er bókin rétt-
nefnt framlag til bókmenntasög-
unnar.
Því má ekki gleyma að Ted Hug-
hes var góður upplesari og flutti oft
ljóð í útvarp. Bestur er hann í sínum
eigin ljóðum, til dæmis hinum mörgu
fuglaljóðum, og þegar hann les verk
T. S. Eliots af krafti sem jafna má við
meistarann sjálfan.
Eitthvað fann Hughes hjá Eliot
sem hann gat mælt fram eins og það
væru hans eigin orð. Án slíkrar sam-
kenndar er tilgangslaust að flytja ljóð
eða að minnsta kosti tilgangslítið.
Báðir áttu það sameiginlegt að
fyrsta hjónabandið færði þeim tak-
markaða gæfu.
Ted hinn ógurlegi
Ted Hughes og Sylvia Plath í Yorkshire árið 1956.
AF LISTUM
Eftir Jóhann
Hjálmarsson
johj@mbl.is