Morgunblaðið - 11.05.2003, Page 28

Morgunblaðið - 11.05.2003, Page 28
LISTIR 28 SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ var sannkölluð söngveisla og fullt hús í Félagsheimilinu á Flúð- um þegar Vörðukórinn hélt tónleika á dögunum. Efnisskráin var enda ekki af verri endanum, óperuaríur eftir Verdi, Bellini, Bizet, Johan Strauss, Offenbach, og aukalag var lokakórinn úr Þrymskviðu eftir Jón Ásgeirsson. Stefán Guðmundssn hélt á tónsprotanum en undirleikari var Ólafur Vignir Albertsson. Einsöngvarar voru óperusöngv- ararnir Katrín Sigurðardóttir, Loft- ur Erlingsson og Þorgeir Andrés- son. Þá sungu þau Ásta Bjarnadóttir Haukur Haraldsson og Sigurður Steinþórsson einnig einsöng úr öðrum þætti La traviata ásamt óperusöngvurunum. Það er skemmst frá að segja að áhorfendur voru heillaðir af flutningi þeirra ágætu verka sem voru á dag- skránni. Að syngja svo vandaða tón- list á ítölsku í nær tvo tíma með slíkum ágætum þótti gestum til mikils sóma. Var það mál manna að hjónin Katrín Sigurðardóttir og Stefán Guðmundsson hefðu af hæfi- leikum sínum, áhuga, dugnaði og ögun ásamt kórfélögum og ágætum einsöngvurum náð frábærum ár- angri með kórinn sem verður í minnum haft. Vörðukórinn, sem stofnaður var 1995, er blandaður kór fólks úr Hreppum og Skeiðum en auk þess eru nokkrir söngmenn úr Biskupstungum. Margrét Bóas- dóttir kórstjóri, þá í Skálholti, var fyrsti stjórnandi kórsins en Edit Molnár stjórnaði í eitt ár þegar Margrét fór til námsdvalar erlend- is. Þau hjón Katrín og Stefán, bændur í Ásaskóla tóku síðan við kórnum árið 2000. Vörðukórinn hef- ur víða haldið tónleika, bæði hér austan fjalls og á höfuðborgarsvæð- inu. Einnig hefur kórinn farið í söngferð til Færeyja. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Góður rómur var gerður að söng Vörðukórsins og einsöngvara á tónleikunum á Flúðum. Óperuveisla á Flúðum Hrunamannahreppi. Morgunblaðið. BANDARÍSKI listamaðurinn Frank Stella sem eitt sinn lét þau orð falla að enginn listamaður þyrfti að verða eldri en fertugur opnaði á fimmtudag sýningu á verkum sínum í Paul Kasmin-galleríinu í New York. Búist er við að sýningin veki mikla athygli, en Stella sem nú er orðinn 66 ára gamall hefur sl. fimmtíu ár varið jað- arhefðir abstrakt listarinnar af mikl- um eldmóði og er þekktur fyrir allt annað en að liggja á skoðunum sínum. Stella hefur til að mynda und- anfarin ár átt í heiftúðugri og mjög svo opinberri deilu við stjórnendur Museum of Modern Art (MOMA) í New York og sagði hann stjórnanda safnsins, Glenn D. Lowry, til að mynda ekki hafa hugmynd um um hvað myndlist snerist. Deila Stella við safnayfirvöld hefur ekki hvað síst vakið athygli vegna þess að árum saman var listamaðurinn í miklum metum hjá stjórnendum safnsins. Hann var í raun „nútímalistamað- urinn“ í hnotskurn og er enn í dag annar aðeins tveggja listamanna, hinn er Jasper Johns, sem hefur í tví- gang verið heiðraður með stórri yf- irlitssýningu í MOMA. Á þeim tíma sem liðinn er frá síðustu sýningu Stella í MOMA, 1987 hefur safnið og listheimurinn í heild hins vegar nálg- ast meira fígúratífa list, myndbandsl- ist og ljósmyndum á kostnað abstrakt verksins. Málstaður listamanna svikinn Það voru Svörtu myndirnar svo- nefndu sem gerðu Stella að stjörnu í listheiminum svo til á einni nóttu, en verk listamannsins hafa tekið miklum breytingum á löngum ferli hans. Þótt vinsældir hans hafi dalað nokkuð á tí- unda áratugnum virtist hann koma tvíefldur til baka með sýningu í Paul Kasmin-galleríinu árið 2001 sem hlaut afar jákvæðar undirtektir. Sama ár hóf hann gagnrýni sína á MOMA í fyrirlestri í Frick-safninu, en umræðuefni hans var ein af sýn- ingum MOMA sem að mati Stella var bæði „slæm“ og „illa innrætt“. Á öllu persónulegri nótum nefndi hann Lowry sérstaklega og sagði hann „monta sig af aðsóknartölum og sölu sýningarskráa“ á sama tíma og hann hefði svikið málstað „þeirra lista- manna og listunnenda sem [...] væru mikilvægustu og verðugustu gestir safnsins“. Í viðtali sem New York Times birti við Stella í vikunni fær Matisse Pic- asso-sýning MOMA ekki betri dóma. „Málverkin eru frábær, en það er kjánalegt að gefa sér þær forsendur að samband þeirra hafi verið eins konar boxkeppni. Viltu vita sannleik- ann? Picasso og Matisse höfu ekki mikil samskipti sín á milli,“ voru orð Stella. Flestir listamenn upplifa það ein- hvern tímann að vera ósáttir við sýn- ingarstefnu listasafna, en það er sjaldan sem þeir gagnrýna söfn op- inberlega, enda hagur þeirra að vera í góðu sambandi við safnstjóra. Eða eins og New York Times lýsir því: „Flestir listamenn myndu fara á veið- ar með Charlton Heston áður en þeir gerðu virtan safnstjóra afhuga sér. Þeir vita að stofnanir á borð við MOMA geta byggt upp orðspor þeirra í lifanda lífi og haldið þeim lif- andi eftir andlátið. Og ekkert safn getur varðveitt módernista betur en MOMA.“ Yfirlýsingar Stella hafa líka vakið misjöfn viðbrögð meðal kollega hans og ekki laust við að sumum finnist þær aðdáunarverðar, ekki hvað síst í ljósi þess skaða sem þær geta valdið listamannaferli hans. „Þetta var full- komlega gilt sjónarhorn og ég er hon- um sammála,“ sagði Alex Katz um ummæli Stella í Frick-safninu á sín- um tíma. „Sýning[in] gerði listina að skreytilist og White on White – mál- verk Kasimirs Malevichs – lifði það varla af. Listamenn hafa rétt á að tjá sig, þótt flestir listamenn séu of upp- burðarlitlir til að gera það. Þeir halda að ef þeir séu gagnrýnir verði þeim ekki boðið aftur í kvöldverð einhvers staðar.“ Aðrir eru ósammála Stella og telja hegðun hans forkastanlega, hún byggist á óverðskulduðum biturleika er eigi rætur sínar í hnignandi stöðu hans hjá MOMA. „Það er sorglegt að sjá Frank væla svona,“ sagði virtur listamaður sem krafðist nafnleyndar vegna vináttu sinnar við Stella. „Frank ætti að vera þakklátur fyrir það sem MOMA gerði fyrir hann og láta þar við sitja. Hver sá listamaður sem ekki skilur hringrás listheimsins ætti að fara í heilaskurðaðgerð.“ Ekki áhugaverður sögulega séð Það er rétt að kærleiksríkt sam- band MOMA og Stella hefur kólnaði í kjölfar þess að William S. Rubin, fyrrum stjórnandi safnsins og helsti stuðningsmaður listamannsins, fór á eftirlaun 1988 og sýna innkaupaskrár safnsins að einungs eitt verk hefur verið keypt eftir listamanninn frá því stjórnartíð Rubins lauk – á móti 80 verkum áður. En núverandi stjórn MOMA segir einfaldlega hin nýju verk Stella ekki áhugaverð í sögulegu ljósi. „Sá hluti ferils Franks sem var sérlega áhugaverður fyrir MOMA er það skeið sem hann fór í gegnum á sjöunda áratugnum, því að það er sá tími sem hann umbreytti málverk- inu,“ sagði John Elderfield, safnstjóri við MOMA. „Þetta er ein af stað- reyndum lífsins. MOMA er safn sem hefur áhuga á að segja sögu nýjunga sem koma hver á eftir annarri frekar en safn sem hefur áhuga á langlífi listamannaferils ákveðinna ein- staklinga.“ Rubin er þessum yfirlýsingum Elderfield hins vegar algjörlega ósammála. „Að gefa sér þær for- sendur að allir betri listamenn finni aðeins einu sinni í stutta stund þann neista sem nýjungar fæðast af stenst einfaldlega ekki sögulega séð. Að sjálfsögðu höfum við áhuga á löngum listamannaferli. Höfum við ekki áhuga á löngum ferli Picassos eða Matisse? Ég tel að hin nýju verk Stella búi yfir miklum krafti.“ Stella sjálfur hefur unnið að upp- setningu sýningar sinnar og gerð verkanna af sama ofsakrafti og venju- lega. Bamboo Series, eða Bambus- serían eins og verkin heita, er að þessu sinni öll mótuð úr bygging- arefnum á borð við stálrör og burð- arbita og því auðvelt að flokka þau með skúlptúrum þó í anda málverks- ins séu, en verkin eru aðeins skoðuð framan frá. Stella sjálfur kýs líka að kalla þau málverk eða eins og hann segir: „Skúlptúr er bara málverk sem hefur verið klippt út og látið standa einhvers staðar.“ Um fortíðina og listsköpun sína í dag hefur hann þetta að segja: „Ef ég horfi til baka þá er sjöundi áratug- urinn sá tími sem ég kem frá. Naum- hyggjan var alls ráðandi í listheim- inum þá. Hún var eins og brú yfir á. Hún var eins konar manndómsvígsla. Með tímanum óx maður upp úr henni eða frá henni. Í dag eru verkin mín ekki lengur jafn einföld og ég nota gott sem hvern þann efnivið sem er við höndina.“ Í dag eru hugmyndir Stella líka aðrar. „Ég vil skapa upp- hafna list. Vel heppnuð ímynd býr yf- ir myndrænni upplyftingu. Ég er að leita að hverju því sem kann að leyn- ast þarna uppi.“ Myndlistarmaðurinn Frank Stella liggur ekki á skoðunum sínum frekar en fyrri daginn „Vil skapa upphafna list“ Reuters Frank Stella, sem aldrei hefur legið á skoðunum sínum, fótar sig hér í höggmynd sinni „Chatal Huyuk“, sem sýnd var á sumarsýningu Konunglegu Listaakademíunnar í Lundúnum árið 2000. LILJA Sólveig Kristjánsdóttir, frá Brautarhóli í Svarfaðardal, verður áttræð í dag, sunnudag. Af því tilefni gefur Skálholtsútgáfan út Liljuljóð, sem er úrval ljóða, sálma og sálma- þýðinga hennar. Að auki eru í bókinni greinar um höfundinn og kveðskap hennar eftir Jón Helga Þórarinsson, Rúnu Gísladóttur og Sigurð Árna Þórðarson. Sönghópurinn Schola Cantorum, undir stjórn Harðar Ás- kelssonar, mun syngja sálma eftir Lilju í Hallgrímskirkju kl. 16. Tónleikarnir eru öllum opnir. Lilja mun síðan taka á móti gestum í Suð- ursal Hallgrímskirkju eftir sam- veruna í kirkjunni. Liljuljóð fást í Kirkjuhúsinu, Laugavegi 31. Ljóð á átt- ræðisafmæli SÝNINGIN sem nú stendur yfir í anddyri Norræna hússins er hluti af farandsýningunni „Det er ikke størrelsen…“, sem kynnir úrval af norskum myndabókum sem gefnar voru út á árunum 1995 til 2000. Skýr- ingar rithöfunda og teiknara við bækurnar fylgja myndunum. Markmiðið með sýningunni er að sýna fjölbreytnina í norskri mynda- bókagerð og beina athyglinni að bók- um sem fara yfir aldursmörkin. „Norskar myndabækur nú á dög- um eru öflug og sívaxandi bók- menntagrein einkum hvað varðar til- raunir og nýjungar á ýmsum sviðum. Þessi grein var upphaflega einkum hugsuð fyrir börn en hefur þróast sem bókmenntir fyrir unglinga jafnt sem fullorðna. Margir af helstu rit- höfundum og teiknurum Noregs í dag semja myndabækur, og þær hafa síðustu tvo áratugi verið ein mest skapandi greinin innan norskra barnabókmennta. Nettverket Ord & Bilde annaðist gerð sýningarinnar og nýtur stuðn- ings frá Norsk kulturråd. Nettver- ket Ord & Bilde er vettvangur fyrir myndabókateiknara, rithöfunda, þýðendur og miðlara. Netverkið stuðlar að aukinni þekkingu og skiln- ingi á hlutverki myndabókarinnar og þýðingu hennar sem tjáningarforms, og vinnur að útbreiðslu hennar með markvissu þróunarstarfi,“ segir í kynningu. Sýningunni lýkur 1. júní. Sýning á norskum myndabókum Frá kaktusnum til stjarnanna „Du Cactus aux Etoil- es“ nefnist fimmta bók Bene- dikts S. Lafleur. Af tilefninu hélt Benedikt mál- verkasýningu sem hann nefndi Les Véritables Rac- ines du Cactus eða Raunveruleg- ar rætur kaktussins. Benedikt skrifar á þremur tungumálum, íslensku, frönsku og ensku. Útgefandi er Société des Ecrivains í París. Hugleiðingar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.