Morgunblaðið - 11.05.2003, Síða 38

Morgunblaðið - 11.05.2003, Síða 38
UMRÆÐAN 38 SUNNUDAGUR 11. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ RUSL er eitt stærsta umhverfis- vandamál þróaðra ríkja og er Ísland þar engin undantekning. Sveitar- félög í landinu hafa á undanförnum árum þurft að finna nýjar lausnir við eyðingu sorps og hefur þróunin verið frá opnum brennsluhaugum við bæj- ardyrnar í fullkomnar endurvinnslu- og sorpeyðingarstöðvar sem hafa umhverfisvernd að leiðarljósi. Sveit- arfélögin við Eyjafjörð standa nú frammi fyrir því að þurfa að gera breytingar á sínum sorpeyðingar- málum. Síðustu áratugi hefur sorp Akureyringa og nærsveitamanna verið urðað uppi á Glerárdal. Svæðið þar er ekki fullnýtt en starfsleyfi fyr- ir urðun á Glerárdal rennur út á þessu ári og því hefur bæjarstjórn Akureyrar ákveðið að hætta urðun þar. Margir staðir hafa verið kann- aðir en af þeim fjörutíu stöðum sem upphaflega komu til greina standa Gásir í Hörgárbyggð nú efst á óska- listanum hjá Sorpsamlagi Eyjafjarð- ar. En hvaða staður er þetta og er hann heppilegur urðunarstaður? Jörðin Gásir stendur við vestan- verðan Eyjafjörð, um 11 km norðan Akureyrar. Í landi Gása eru minjar um einn elsta verslunarstað á Íslandi og hvergi annars staðar á landinu eru varðveittar jafnmiklar mannvistar- leifar um verslun á miðöldum. Versl- un við Gásir stóð í um fimm aldir, allt fram á 15. öld eða þar til framburður Hörgár eyðilagði innsiglinguna við Gáseyri. Búðartóftirnar eru enn í dag mjög greinilegar og eru taldar í röð merkustu fornminja á Íslandi og frið- lýstar samkvæmt þjóðminjalögum. Þær eru ekki einungis mikilvægar fyrir verslunarsögu Íslands heldur einnig Norður-Evrópu. Gásir eru einn af fáum stöðum á Íslandi sem ríkisstjórnin hefur sett á lista yfir staði sem koma til greina sem menn- ingarminjar hjá UNESCO. Gásir kæmust þá í flokk með Kínamúrnum, pýramídunum í Egyptalandi, Taj Mahal og Þingvöllum. Finnst mönn- um virkilega koma til greina að urða sorp í næsta nágrenni við slíkan stað? Menningartengd ferðaþjónusta fer ört vaxandi og í henni liggja miklir möguleikar. Uppi eru hugmyndir um að tengja Gásir við aðra sögufræga staði á svæðinu, þ.e. Skipalón og Möðruvelli, t.d með því að leggja fræðslustíg á milli staðanna og koma upp lifandi safni við gömlu tóftirnar. Með uppbyggingu á svæðinu gætu Gásir orðið eitt helsta aðdráttarafl fyrir ferðamenn sem heimsækja Eyjafjörð. Síðasta sumar bauð minjasafnið á Akureyri t.d. upp á leiðsögn um hinn forna Gásakaup- stað flesta daga og fjöldi fólks nýtti sér það. (Sjá nánar á www.gasir.is.) Þá eru ótaldir allir þeir sem leggja leið sína niður á Gáseyri til að njóta náttúrunnar. Gáseyrin öll er afar skemmtilegt útivistarsvæði og þang- að sækir fólk af öllu Eyjafjarðar- svæðinu. Grunnskólar á svæðinu hafa nýtt sér þetta og koma með nemendur í fjöruferðir enda er Gás- eyrin ein aðgengilegasta fjaran við Eyjafjörð. Ein ástæða þess að hætta á sorpurðun á Glerárdal er sú að þar sér Akureyrarbær fyrir sér að byggja upp útivistarsvæði og þykir það ekki eiga samleið með sorpurðun. Hvernig stendur á því að sorpurðun á ekki heima með útivistarsvæði á Glerárdal en passar vel með forn- minjum og menningartengdri ferða- þjónustu 11 km norðar í firðinum? Auk staðsetningarinnar eru það mikil vonbrigði að Sorpsamlag Eyja- fjarðar skuli ekki nýta þetta tækifæri til að breyta sorpmeðhöndlun á svæð- inu. Síðustu ár hefur tækni og úr- lausnum í sorpvinnslu og -eyðingu fleygt fram. Urðun þykir orðin úrelt lausn og líklegt er að hún verði bönn- uð í náinni framtíð. Fylgifiskar sorp- urðunar eru m.a. rottugangur, máva- ger, sorpfok og óskemmtileg lykt. Með mávum og vargfugli eykst líka hætta á salmónellusýkingum og öðr- um sjúkdómum sem geta borist í bú- fénað. Ýmis önnur sveitarfélög á landinu sem staðið hafa frammi fyrir þessu verkefni hafa byggt sorpbrennslu- stöðvar, það er vissulega dýrari framkvæmd en þegar til lengri tíma er litið varanlegri og umhverfisvænni lausn. T.d. hefur sú hugmynd verið viðruð að koma upp sorpbrennslu á Grenivík þar sem orkan myndi nýtast til að hita upp vatn fyrir sveitarfélag- ið. Mörg önnur sveitarfélög á Norð- austurlandi eru líka í vandræðum með sorpið, t.d. þurfa Húsvíkingar að flytja sitt sorp suður til Reykjavíkur. Væri því ekki hyggilegt að sveit- arfélögin sameinuðust um að finna góða lausn á þessu sameiginlega vandamáli? Leyfið á Glerárdal rennur út á þessu ári og því er brýnt að finna lausn. Allir gera sér grein fyrir því að einhvers staðar verður sorpið að vera og að sjálfsögðu hefði átt að vera búið að finna lausn fyrir löngu. Það er mikilvægt að koma umræðunni af stað og slæmt ef svo stór ákvörðun nær fram að ganga án vitundar al- mennings. Við skorum á Akureyrarbæ, Sorp- samlag Eyjafjarðar, þingmenn svæð- isins og aðra sem málið varðar að sýna meiri framsýni og metnað við lausn sorpmála á Eyjafjarðarsvæð- inu. Jafnvel gera sér ferð út fyrir bæjarmörkin á næsta góðviðrisdegi, taka með sér nesti og njóta náttúr- unnar á Gáseyri. Munið bara að taka ruslið með ykkur heim. Menningarminjar á haugunum Eftir Fríðu, Rannveigu, Jóhönnu Maríu og Þórgunni Oddsdætur „Við skorum á Akureyrarbæ, Sorpsamlag Eyja- fjarðar, þingmenn svæðisins og aðra sem málið varðar að sýna meiri framsýni og metnað við lausn sorpmála á Eyjafjarðarsvæðinu.“ Höfundar eru Eyfirðingar. Fríða, Rannveig, Jóhanna María og Þórgunnur Oddsdætur. LÖGIN um stjórn fiskveiða standast ekki. Stjórnvöldum sást yfir að það var eignarréttur fyrir á auðlindinni er þeir settu lögin, í stað þess að leiðrétta stærsta klúð- ur Alþingis frá upphafi Íslands- byggðar, ætla þau að þegja sig frá málinu. Lítum á hvernig veiðirétti jarða innan netlaga er háttað samkvæmt eldri lögum. Þar ber fyrst að nefna. Í veiðitilskipun frá 20. júní 1849 stendur í 3. gr.: „Ef jörð liggur að sjó á eigandi veiði á haf út 60 faðma frá stórstraumsfjörumáli, og eru það netlög hans.“ Nánast eins ákvæði eru í Rekabálki Jónsbókar frá 1281, sem enn er í fullu gildi: Einnig voru sömu ákvæði í Grágás, sem byggðust á eignarrétti eins og hann var í Noregi fyrir árið 900, sem sé fasteignatengd eignarrétt- indi sem búin eru að vera hér í gildi allt frá landnámi, en eru ekki virt í lögum nr. 38, frá 15. maí 1990 um stjórn fiskveiða, en með þeim er nánast allur veiðiréttur tekin af sjávarjörðum með ólögmætum hætti og settur á báta sem síðan hafa iðulega verið seldir burtu í svokölluðu hagræðingarskyni en eftir standa heilu byggðarlögin sem rústir einar og húseignir íbúanna nánast einskis virði. Á þessum samanburði má ljóst vera að stjórnvöldum hafa orðið á allalvarleg mistök við setningu laga um stjórn fiskveiða þar sem hvorki atvinnuréttindi né eignarréttindi þeirra er á sjávarjörðum búa eru virt. Það er sem sé búið að hirða nærri allan rétt til sjávarins af þeim er á sjávarjörðum búa, þar er nánast ekkert eftir er mér sýnist en lögin um stjórn fiskveiða stand- ast ekki utan netalaga heldur, meira um það síðar. Margsinnis hefur Sigurður Lín- dal vakið athygli á þessum málum. Þessu til frekari stuðnings skal bent á lögfræði tveggja manna. Lögfræðiálit Más Péturssonar (sjá www.rala.is/sjavarjardir), einn- ig lögfræðiálit Skúla Magnússonar lektors. Í áliti SM kafla 2.1 stend- ur: „Fiskveiðiréttur landeiganda í netlögum er hins vegar meðal þeirra heimilda sem hann hefur frá öndverðu átt samkvæmt íslenskum lögum“. Í 3.4. stendur: „Réttur landeiganda til veiða innan netlaga jarða sinnar nýtur ótvírætt verndar eignarréttarákvæðis 72. gr. stjórn- arskrár“. Þessar fullyrðingar lekt- orsins getur enginn hrakið. Þessu til frekari stuðnings sem einnig kemur vel inn á sögulega þáttinn, er doktorsritgerð Ole Lindquist og margt fleira sem ekki verður talið upp hér. Á þessum forna rétti, sem enn er í fullu gildi, innan sem utan netlaga, hafa sjáv- arbyggðirnar, þar með talin sjáv- arþorp og bæir, á Íslandi byggt af- komu sína og menningu á í gegnum tíðina, en mönnum meinað að nota í dag vegna laga um stjórn fiskveiða, en þessi forni réttur innan sem ut- an netlaga hefur verið nefndur út- ræði/heimræði og er mjög langt síðan stjórnvöld ákváðu að hér væru um fasteignatengdan eignar- rétt að ræða, „á Íslandi hefur alla tíð gilt óðalsréttur jarða“, en með lögum um stjórn fiskveiða var veiðirétturinn tekinn með ólögmæt- um hætti af jörðum og settur á báta. „Bátar eru bara veiðitæki“. Til þess höfðu stjórnvöld enga heimild. Alþingi Íslendinga, og engum öðrum, ber að leiðrétta eig- in vitleysu. Vel má vera að það sé hagkvæmt að tvö til þrjú risastór útgerðarfélög eignist allan veiðirétt á Íslandsmiðum, eins og virðist stefna í, en ég veit samt ekki um neinn sem hefur þá draumsýn að slíkt gerist. Það eru ekki margir sem vilja leggja megnið af Íslandi í eyði, en þó eru þeir til. Lang- stærsta byggðamálið í dag er að réttur sjávarbyggða til sjávarins sé virtur á ný. Réttur sjávarjarða Eftir Sigurð Filippusson Höfundur er bóndi á Dvergasteini, Seyðisfirði. „Það er sem sé búið að hirða nærri allan rétt til sjávarins af þeim er á sjávarjörðum búa …“ HANNES Hólmsteinn Gissurar- son hefur verið duglegur talsmaður markaðshagkerfisins og Davíðs Oddssonar. Hann er af mörgum tal- inn vera einn helsti hugmyndafræð- ingur Sjálfstæðisflokksins og hefur í gegnum tíðina lagt mikla áherslu á hugmyndafræði Adams Smiths um markaðshagkerfið. Í mjög stuttu máli má lýsa markaðshagkerfinu á þann hátt að framboð og eftirspurn mætist í einhverjum punkti fyrir til- verknað samkeppni. Sagt hefur ver- ið að það sé eins og ósýnileg hönd sem stjórni markaðnum. Í full- komnu markaðshagkerfi er skilyrði að einstaklingar og fyrirtæki njóti fulls frelsis til frjálsrar verðmynd- unar, ekki sé hróflað við framboði eða eftirspurn á óeðlilegan hátt með niðurgreiðslum eða opinberu inn- gripi á nokkurn hátt. Á markaði eru þó leikreglur (Samkeppnislög) á svipaðan hátt og gildir í íþrótta- kappleikjum. Aðilar með markaðs- ráðandi stöðu verða að gæta sín að misnota ekki þá stöðu sína. Óeðlileg undirboð í þeim tilgangi að skaða samkeppnisaðila og bola þeim í burtu til þess að ná fákeppnis eða markaðsráðandi stöðu eru bönnuð. BNA hafa skipað sér í forystu- hlutverk þjóða sem tileinkað hafa sér markaðshagkerfið. Þar í landi á markaðshagkerfið sér meira en einnar aldar sögu. Eitt af fyrstu verkefnum samkeppnisyfirvalda þar í landi var að takast á við auðhring (Cartel) sem myndaður hafði verið fyrir tilstilli Rockefeller í olíu- vinnslu og sölu. Á hendur örfárra aðila undir stjórn Rockefellers hafði myndast einokunarvald sem notað var til að knýja upp olíuverð með samráðs- og samstarfsaðgerðum. Samkeppnin varð engin. Hringa- myndun, misnotkun á markaðsráð- andi stöðu og fákeppni er almennt talin vera mesta ógnin við hið frjálsa markaðshagkerfi. Sam- keppnisyfirvöld í BNA tóku á þess- um málum föstum tökum strax í upphafi. Umræddum auðhring und- ir stjórn Rockefellers var skipt upp í fimm smærri einingar. Samkeppni varð staðreynd. Í þjóðfélagsumræðunni hér á landi hefur nokkuð verið fjallað um grænu höndina og bláu höndina. Hallgrímur Helgason á víst heið- urinn af þeim nafngiftum. Agnesi Bragadóttur þótti takast vel upp í lýsingum sínum á átökum milli við- skiptablokka í íslensku viðskiptalífi. Átaka milli kolkrabbans, smokkfisk- sins og nýrra afla í viðskiptalífinu sem e.t.v. mætti kalla plokkfiskinn (eða plottfiskinn ef menn kjósa frek- ar). Ekkert er í sjálfu sér óeðlilegt við það að tekist sé á í viðskiptalíf- inu og að hart sé barist. Ekki er bannað að ná markaðsráðandi stöðu. Hins vegar er bannað að mis- nota slíka stöðu. Hin kolsvarta krumla dýrsins Markaðshagkerfið er sagt vera einn af aðalhornsteinum Sjálfstæð- isflokksins. Það skýtur því afskap- lega skökku við þegar tveir erlendir auðhringir (Carterls) þ.e. Visa Int- ernational og Mastercard fá óhindr- að að misnota markaðsráðandi stöðu sína hér á landi og þverbrjóta grundvallarreglur markaðshagkerf- isins í samstarfi og ólögmætu sam- ráði með íslenska bankakerfinu.  Enginn grundvöllur er fyrir sam- keppni.  Misnotkun er á markaðsráðandi stöðu.  Ólöglegt samstarf og samráð.  Miðsýrt sósíalskt fyrirbæri. (And- stæðan við samkeppni).  Verri nýting verður á framleiðslu- þáttum samfélagsins.  Blekkingar, þversagnir og hrein lygi.  Framboði og eftirspurn er ruglað með óeðlilegum niðurgreiðslum. Þessi starfsami hefur fengið að þrífast hér á landi í skjóli núverandi stjórnvalda undir forsæti Davíðs Oddssonar. Auk þess er vert að geta þess að Davíð Oddsson er æðsti yf- irmaður Seðlabanka Íslands en þeirri stofnun er væntanlega ætlað það hlutverk að standa vörð um gjaldmiðil Íslands sem hefur verið saurgaður af auðhringunum og bankakerfinu. Á Íslandi er reyndar peningahagkerfi en ekki kortahag- kerfi. Starfsaðferðum bankakerfisins í greiðslumiðlun með debet og kred- itkortum verður best líkt við hina kolsvörtu krumlu dýrsins (dýrið er með horn, hala og klaufir) enda er verið að vinna stórkostleg skemmd- arverk á hinu íslenska hagkerfi, á markaðshagkerfinu með samkeppni að leiðarljósi, á lögum og í siðfræði. Mönnum sem flagga hagfræði- kenningum og hugsjónum ber skylda til að vinna í samræmi við þær. Þeir mega ekki koma sér fyrir í fílabeinst- urnum og neita að hlusta á eðlilega og málefnalega gagnrýni. Það er nauðsynlegt stundum að hlusta á boðbera válegra tíðinda sem segja m.a. frá starfsemi hinnar kolsvörtu krumlu dýrsins sem á uppruna sinn í undirdjúpunum og er að vinna hrika- leg skemmdarverk þar sem mismun- un, blekkingar, græðgi og kúgun eru mottóið. Uppbygging og strúktúr greiðslu- miðlunar með debet og kredit er miðstýrt sósíalskt fyrirbæri sem setur kaupmenn og aðra greiðslu- viðtakendur í hlutverk félagsmála- stofnunar við að útdeila einhverjum félagsmálapökkum. Miðstýringin nær inn í Reiknistofu bankanna og er stjórnað þar af öllum bönkunum sameiginlega og með ólögmætu samráði. Auk þess fer þessi starf- semi fram í samstarfi við tvo er- lenda auðhringi Visa International og Mastercard. Samkeppnisyfir- völdum hér á landi hefur ekki tekist að sanna sig. Hlutverk þeirra fram að þessu virðist felast í því að vera varðhundur kerfisins fremur en að brjóta upp hringamyndun og ólög- mæta starfsemi. Það verður að setja handjárn á hina kolsvörtu krumlu dýrsins. Eftir Sigurð Lárusson „Mönnum sem flagga hagfræði- kenningum og hug- sjónum ber skylda til að vinna í samræmi við þær.“ Höfundur er kaupmaður. Hin ósýnilega hönd Adams Smiths

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.